Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 12. APRIL 1991 Útúrsnúningar og dylgjur Svar til Braga Ásgeirssonar eftir Guðmund Rúnar Skóiakerfið Lúðvíksson í byrjun vill ég þakka ágætum Braga Asgeirssyni fyrir ,að sjá til þess að athugasemdir mínar við grein hans voru birtar í Morgunblaðinu 28. mars og um leið fyrir svargrein hans þann 4. apríl. Á þessari stundu hef ég ekki hug á að fara í hártoganir eða ritdeilur við ágætan Braga, því mér sýnist að skoðanir okkar liggi nokkuð sam- an að mörgu leyti í vissum málum ef vel er að gáð. Þó kemst ég ekki hjá því að svara að nokkru síðustu g^rein þinni Bragi og upplýsa lesend- ur um ákveðnar og réttar staðreynd- ir. En fýrst vil ég vitna í þín orð úr síðasta pistli sem var svar til mín. Þú segir í lok greinar þinnar: „Tel ég mig nú hafa svarað öllum útúr- snúningum og dylgjum Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar og legg frá mér stílvopnið.“ Ég held að allir sem hafí lesið þessar greinar okkar sjái það í hendi sér að ég hafi hvorki verið með útúrsnúning né dylgjur því svargrein þín er nánast endurtekning á því sem ég var að gagniýna. Það sem virðist rugla ágætan Braga í ríminu er að blanda saman listamannalaunum, námslánum og listmenntun. Enda þótt þessir þættir séu náskyldir er engan veginn hægt að fjalla um þá saman þegar um stefnumörkun er að ræða. Eg spyr: Er þá ekki alveg eins hægt að ræða um á sömu nótum um listamanna- laun og húsnæðisstjórnarlán, lista- mannalaun og afurðalán eða lista- mannalaun og bankalán? Nei, það held ég ekki. Það er rétt hjá ágætum Braga að fáir eða engir hafa gagnrýnt og skrif- að eins mikið um leiðir og til úrbóta á skólakerfinu en B.Á. og er það miður. Hér held ég nefnilega að við séum komnir að kjama málsins. Það er ekki sjálfu námslánakerfinu um að kenna hvernig það er notað. Það er miklu fremurþví kerfí sem ákvarð- ar hverjir og hversu margir fari inn í listaskólana (eins og t.d. MHÍ). Um leið og umsækjandi hefur staðist inn- tökupróf er það staðfesting á að við- komandi hafí hæfileika til að stunda námið og um leið að njóta þeirra skilyrða sem LIN setur: Ný-listadeild/nýlistadeild Það olli mér nokkrum vonbrigðum að þú ágætur Bragi skyldir ekki svara mér ögn markvissara, heldur halda áfram á fyrri braut. Mig lang- ar því aðeins að upplýsa þig um eitt mikilvægt atriði og um leið aðra les- endur. En þú segir „hvort heldur þeir telja sig feta hefðbundnar leiðir eða séu að dýrka hinar svonefndu nýlistir" (feitletrun G.R.L.). Ég veit ekki hvort öllum er það kunnugt, en þetta hugtak og orð „nýlistir" er að mestu og algjörlega sér íslenskt og á upptök sín innan veggja MHI og því miður ýmsir sem rita rýni um myndlist hafa etið upp og notað í tíma og ótíma. Þannig var að stofn- aður var á sínum tíma ný-listadeild innan MHÍ. En smám saman annað hvort af prakkaraskap eða deildin fékk ekki nógu hefðbundið eða óhefðbundið nafn (var kölluð um tíma Deild í mótun) að bandstrikið féll niður og úr varð Nýlistadeild. FELAGSLIF I.O.O.F. 12= 172412872 = Umr. I.O.O.F. 1 = 1724128'A = Frá Guöspeki- félaginu Ingóffsstraati 22. Áskriftarsími Ganglera er 39573. í kvöld kl. 21.00 verða samræður um andleg mál með Úlfi Ragn- arssyni og Einari Aðalsteinssyni í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22 (Veda). Föstudaginn 19. apríl verða samræður um nýöld með Guð- rúnu og Guðlaugi Bergmann. Á laugardögum er opið hús frá kl. 15.00 til kl. 17.00 með stuttri fræðslu og umræðum kl. 15.30. Stórsvig 30 ára og eldri Stórsvigsmót í flokkum karla og kvenna 30 ára og eldri verður haldið í Bláfjöllum sunnudaginn 14. apríl nk. Keppni hefst 11.00. Skráning keppenda er við gamla Ármannsskálann og hefst kl. 10.00. Mótið er opið öllu skíðaá- hugafólki 30 ára og eldra. Ffokkaskipting er: 30-34 ára, 35-39 ára o.s.f.v. Ath. breyttan dag og tíma. Nefndin. NY-UNG Samveran fellur niður í kvöld vegna ráðstefnu í Borgarnesi. H ÚTIVIST GCÓFIHNII • IEYUAVÍK • SÍMI.AÍMSVAII14&06 Vorferð 12.-14. apríl Spennandi ferð á suðurströnd- ina og í Þórsmörk. Fteynishverfið verður sótt heim og skoðaður hellir þar sem Jón Steingríms- son, eldklerkur, bjó um tíma. Strandganga. Dyrhólaey og Reynisdrangar. Komið við í Byggðasafninu á Skógum. Sund í Seljavallalaug. Gist i Utivistar- skálunum í Básum. Kvöldvaka. Varðeldur. Árdegisganga um mörkina á sunnudag. Fararstjóri Ásta Þorleifsdóttir. Útivist. 4^ VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Kl. 20.30. Lofgjörðarhátíð. Vick og Carol Mandy þjóna. Kl. 10-15 laugardag. Fræðslu- stund. Námsefni: Englar - lof- gjörð. Kennarar Vick og Carol Mandy frá Rhema kirkjunni í S- Afríku. Verið velkomin. FERÐAFELAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Raðgangan1991 Gönguferð um gosbeltið hefst sunnudaginn 14. apríl. Verið með frá byrjun i þessari skemmtilegu raðgöngu i 12 áföngum um gosbeltið frá Reykjanesi að Skjaldbreið. Brottförá sunnudaginn kl. 13 frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Suðurnesjamenn og aðrir, sem það kjósa, geta kom- ið á eigin bílum að Reykjanes- vita. I sunnudagsferðinni verður gengið frá vitanum að Reykja- nestá um Krossavíkurbjarg á Háleyjabungu. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 8=11798 19533 Helgarferð í Tindafjöll 12.-14. aprfl Skíóagönguferð i Tindafjöll - spennandi ferð í stórbrotnu landslagi. Ekið eins langt og unnt er i átt að skála Alpaklúbbs- ins, en þar verður gist. Takmark- aður fjöldi - tryggið ykkur pláss tímanlega. Fararstjóri: Árni Tryggvason. Farmiðar og upplýsingar á skrif- stofu Ferðafélagsins, Öldu- götu 3. Ferðafélag islands. En eins og allir sjá er hér um algjör- lega sitt hvort hugtakið að ræða. Ný-listadei!d eða Nýlistadeild. Því miður hafa einhvetjir litið hornauga þessa framsækni. Ég held að þeir/þau sem hafa verið í þessari deild innan MHÍ hafí ekki litið þann- ig á málið að verið væri að skapa „nýlist". Það fólk hefur viljað fara aðrar leiðir í sköpun og talið sig ein- faldlega til nútímalistar með alla þá hefð að baki sem framsækin list hefur verið og mun verða. Og ég er sammála ágætum Braga að hún er ekki bundin við unga listskapendur ■ og hún er ekki heldur sprottin frá þeim sem lengur hafa verið við mynd- listarsköpun. Sköpunin kemur innan frá. Hve margir og hverjir fá námslán erlendis? Það kann að vera að einhveijir spytji hvers vegna ég sé að svara þessum skrifum ágæts Braga Ás- geirssonar. En um það vil ég segja þetta: I tvígang með stuttu millibili fullyrðir ágætur Bragi að um styrki sé að ræða til þeirra er stunda list- nám erlendis og að þeir séu um 750. Ég taldi rétt að kanna þessa tölu og fór því á stúfana og fékk óyggjandi og staðfestar upplýsingar frá LÍN. Og í ljós kemur einmitt það sem ég hélt fram. Á síðasta ári stunduðu 245 listnám erlendis. Hvað felst í þessari tölu? Jú, hér er um fimm mismunandi anga listnáms, þ.e.a.s. myndlist, leiklist, tónlist, sönglist og listdans að ræða. Við þessa tölu er svo hægt að bæta 40-50 sem stunda nám við kvikmyndagerð en það nám er tiltölulega nýtt. Og hveijir fá svo þessi lán? Eingöngu er um fram- haldsnám á háskólastigi, sem ekki er hægt að stunda hér á landi. Eins og sjá má er þetta ekki stór hópur ef haft er í huga að manna þarf t.d. Sinfóníuhljómsveit íslands, halda úti leikhússtarfsemi, vera með óperuhús og ballettdans og svo ekki síst að hafa víðsýna og vel menntaða kenn- ara við listkennslu skólanna. Framtíðin Að iokum vil ég segja þetta: Nú er lag að marka framtíðarstefnu fyr- ir listkennslu þegar fyrirséð er að listskólarnir hafa fengið framtíðar- húsnæði og munu sameinast. Það í sjálfu sér er ekki lítið atriði fyrir starfandi og rótgróna listamenn. Nú er tækifærið að hlusta á menn eins og ágætan Braga Ásgeirsson og fyr- ir aðra að tjá sig um þessi mál. Ég er sammála Braga að víða má betur gera en ég held líka að sú hörmulega aðstaða sem flestir listaskólamir hafa búið við hafí staðið frekari fram- þróun fyrir þrifum. Að síðustu langar mig að leggja nokkur orð inn um MHÍ. Ég tel t.d. að deildaskipting skólans sé úr sér gengin. Það er mín skoðun að sameina eigi listadeildir skólans þ.a.e. flöltæknideild, grafík- deild, málaradeild og skúlptúrdeild í eina listadeild og jafnframt víkka svið þessarar deildar og á ég þá Guðmundur Rúnar Lúðvíksson „Nú er lag að marka framtíðarstefnu fyrir listkennslu.“ einkum við að val geti verið í mynd- banda- og kvikmyndagerð svo og einnig sviðsmyndagerð. Við eigum nú þegar nokkuð af frábæru fólki í þessum greinum sem hefur lokið námi erlendis og er starfandi að ein- hveiju leyti hér og er örugglega til- búið að miðla sinni þekkingu. Eins kæmi til greina að bæta við deildum innan skólans eins og t.d. glerdeild og auka verulega við hina nýju hönn- unardeild MHI. Aðrar deildir fengu að stækka og víkka sitt svið t.a.m. textíldeild, keramikdeild og auglýs- ingadeild. Að svo mæltu læt ég staðar num- ið og þakka ágætum Braga og um leið fyrir mig. Höfundur er myndlistarnemi. Guðmundarbúð og menningarfrömuðurinn eftír Siglaug Brynleifsson í frægri og skemmtilegri bók, Brekkukotsannál, er meðal persón- anna Guðmundsen kaupmaður og útgerðarmaður. Hann hafði mikinn áhuga á físksölumálum og einnig því að kynna landið og þjóðina sem menningarþjóð. Hann taldi að fisk- sala til útlanda og miðlun íslenskrar menningar erlendis gætu hæglega farið saman. Þetta rifjast upp vegna skrifa Knúts Bruun og Svavars Gestssonar í Mórgunblaðinu 16. og 21. febrúar sl. Knútur Bruun fjallar einkum um baráttu menntamálaráð- herra fyrir útbreiðslu íslensks popps erlendis ogtelur að stofnun menning- arskrifstofu erlendis sé einkum kom- ið á fót til að kynna samtímis íslen- skar fiskafurðir, popp og aðra menn- ingu. Hann biður menntamálaráð- herra að rugla þessu þrennu nú ekki saman, „þessir merkilegu þættir í þjóðlífi okkar eiga að vera aðskildir“. Þetta er hógværlega skrifuð grein og skoðun höfundar á poppi og popp- „menningu“ er samkynja skoðunum margra mætra manna um hinn vest- ræna heim á þessu fyrirbrigði sem heldur leiðinlegri uppákomu. Menntamálaráðherra hefur sína grein með því að lýsa hneykslun sinni á því að K.B. skuli agnúast út í og „reyna með því að koma í veg fyrir að til verði ein lítil skrifstofa til að sjá um kynningu á íslenskri menn- ingu erlendis“. S.G. telur að K.B. beini spjótum sínum að forseta lýðveldisins með því að skrifa (að) „einhver pólitíkus eða háttsettur frammámaður slær fram háleitri fisksetningu með menn- ingarlegu ívafi... Yfírvöld ijúka þá upp til handa og fóta galdra fram nefnd til þess að setja upp sérstakt nýtt allsheijarapparat sem gera á poppara heimsfræga... og leyfa lista- mönnum að vera með, þegar físk- framleiðendur sýna afurðir sínar í útlöndum“. S.G. gefur sér að K.B. eigi hér við forseta lýðveldisins og lofar forsetann og segir, að forseti „beri hróður íslenskrar menningar í orði og athöfn og í sjálfri sér víðs vegar um heiminn". Með þessari þulu virðist S.G. vilja gera forseta lýðveldisins að einhverskonar lík- aniningi íslenskrar menningar. Það Siglaugur Brynleifsson „Hugtakið alþýðutón- list er skírt hugtak, sú tónlist á sér oftast nær mjög- langa sögu, og ef tala á um íslenska al- þýðutónlist þá eru það helst rímnastemmur.“ er nú það. Er forseti lýðveldipins ekki friðhelgur? Þar á meðal fyrir þremur hæpnum samlíkingum menntamálaráðherra. S.G. tíundar umræður um Útflutningsráð og kynningarátak forsætisráðherra, „þar sem fjarvera íslenskrar menn- ingar var blátt áfram átakanleg“. Þessi „átakanlega fjarvera menning- arinnar“ leiddi síðan til þess að nefnd var skipuð og afrakstur vinnu þeirrar „menningamefndar" var sú, „að sett yrðu lög um stofnun menningarskrif- stofu þannig að „menningarkynning erlendis stæði a.m.k. jafnfætis kynn- ingu á físki og ferðalögum". Þetta er allt ágætt og framhaldið enn betra: „Hér er með öðrum orðum gerð tillaga um að tryggja að menn- ingin sitji við sama borð og aðrir." S.G. bætir við að hann vilji að „hún eigi að vera í fyrirrúmi“. Svo kemur poppið. S.G. átelur K.B. fyrir að fara niðrandi orðum um poppara og segist ekki vita hvað „sjíkur málflutningur eigi að þýða“. Jafnframt bendir hann á „að svoköll- uð alþýðutónlist (sé) óhjákvæmilegur hluti af hveiju menningarsamfélagi". Hér því slegið föstu að poppflutning- ur sé það sama og íslensk alþýðutón- list. Hugtakið alþýðutónlist er skírt hugtak, sú tónlist á sér oftast nær mjög langa sögu, og ef tala á urn íslenska alþýðutónlist þá eru það helst rímnastemmur. Annars má vitna í söfn íslenskra fræðimanna sem tekið hafa upp stemmur á síð- ari hluta þessarar aldar og Þjóðlög" Bjarna Þorsteinssonar. Því er hér um að ræða annað- hvort mjög mikla vanþekkingu eða beinlínis hugtakafölsun hjá mennta- málaráðherra auk þess sem hann virðist ekki vita hvaða aðilar miðla og móta poppframleiðsluna í heimin- um og til hvers. Popptónlist er alþjóðlegt tískufyr- irbæri meira og minna miðstýrt og einkennið er eftirherman, hver lepur eftir öðrum sama rytmann með til- heyrandi leirburðarstagli og hnoði ásamt sérstæðum tilburðum. Þessi uppákoma á alls ekkert skylt við al- þýðutónlist í neinu landi. K.B. telur að „menningarskrifstofan“ eigi að stuðla að söluátaki poppista á fram- leiðslu sinni en S.G. fullyrðir að ekki verði „um nein bein tengsl að ræða vegna söluátaksins“. Einnig afneitar S.G. að skrifstofan tilvonandi eigi að sinna fískauglýsingum eða fisk- söluátaki eða vörusýningum, sem skilja má að eigi m.a. að vera hlut- verk „menningarskrifstofunnar“ af grein K.B. S.G. klykkir út með því að fiskveið- ar og fískvinnsla sé hluti af íslenskri menningu „a.m.k. gildur þáttur ís- lenskrar verkmenningar". Hugtakið menning er oft notað all gáleysislega og stundum svo að inntak hugtaksins hverfur vegna þess að orðið þýðir það sem hver vill láta það þýða, er nokkurs konar allragagn og þar með glatast merkingin. S.G. klykkir út með hnjóðsyrðum um þroskinn, eink- um vegna ætlaðs greindarskorts, en samkvæmt kenningum S.G. er þessi skepna eða lagardýr þrátt fyrir allt hlutgengur aðili að íslenskri menn- ingarstarfsemi. í lokin er hér tillaga um heiti á tilvonandi menningarskrifstofu: „Guðmundsensbúð." Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.