Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 i iMORÍiUNBLAÐIÐ; FÖSTUÐAGÍÍRI121 lAPRÍli01991 29 Q Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Launamál opinberra starfsmanna og hug- myndir Davíðs Það er tvennt sem ræður öðru fremur lífskjörum fólks: 1) verðmætasköpunin í þjóðarbú- skapnum, 2) viðskiptakjörin við umheiminn (söluverð útflutnings- framleiðslu okkar og kaupmáttur gjaldeyristekna). Við höfum því miður ekki lagað atvinnulíf okkar nægilega að efna- hagslegum veruleika í umheiminum hin síðari árin. Afleiðingin er lítill hagvöxtur og lakari lífskjör en ella. Slæm rekstrarleg staða undirstöðu- greina, sem afkoma fólks í stijál- býli hvílir nær alfarið á, hefur og stuðlað að fólksflótta af lands- byggðinni. Þá hefur því verið haldið fram að kjarastaða ríkisstarfs- manna undir „félagshyggjustjórn", ekki sízt sérmenntaðs fólks, hafí leitt til atgervisflótta frá hinu opin- bera. Það hefur á skort, að hið opin- bera - og raunar samtök launþega einnig - hafi mótað markvissa launastefnu, sem m.a. taki á því, hvem veg ábyrgð, menntun og sér- hæfð starfsþekking skuli metin til launa. Kjaramál opinberra starfs- manna hafa, m.a. af þessum sökum, verið um árabil í kreppu, sem ítrek- að hefur valdið illleysanlegum vanda. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nú sett fram hugmyndir um uppstokkun á launakerfi hins opinbera, „þannig að samið verði á hveijum stað fyrir sig og síðan hefðu forsvarsmenn fyrirtækjanna ákveðið svigrúm til þess að umbuna góðum starfsmönn- um ... Við hjá borginni finnum veru- lega fyrir því að það er alltaf hætta á að einkaaðilar kaupi frá okkur góða starfskrafta ...“ Davíð segist gera sér grein fyrir því, að það sé hægara sagt en gjört að gjöra hið opinbera samkeppnishæfara um gott starfsfólk, „en ég er sannfærð- ur um að það er framkvæmanlegt,“ segir hann. Formaður BHMR segist vera ánægður með það, að Davíð Odds- son geri sér grein fyrir því að stokka verði upp launakerfi opinberra starfsmanna. Það þjóni ekki ríkisbú- skapnum að opinberar stofnanir séu nánast þjálfunarbúðir fyrir hinn almenna markað. Formaður BSRB segir og sjálfsagt að skoða allar hugmyndir um þetta efni með opnum huga, en leggur höfuð- áherzlu á almenna hækkun kaup- taxta. Mergurinn málsins er þó að leysa með viðunandi hætti - og með hlið- sjón af viðblasandi efnahagsstað- reyndum í þjóðarbúskapnum - þann rembihnút, sem ríkisstjórnir hafa hnýtt á kjaramál hins opinbera. Davíð Oddsson hefur velt upp nýjum hugmyndum til lausnar á vandan- um, til þess m.a. að gera opinberum stofnunum betur kleift að halda hæfum starfskröftum og tryggja þann veg meiri starfsárangur og betri þjónustu við almenning. Vel menntað gg hæft starfsfólk er arðgæfasti auður samfélagsins. Það gildir jafnt um hið opinbera og at- vinnuvegina í þjóðarbúskapnum. Náið samráð við Steingrím Jón Baidvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, upplýsti í grein í ivíorgunbiaðinu í gær, að hann hefði haft náið samráð við Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, um öll samskipti okkar við Evrópu- bandalagið. Utanríkisráðherrann segir í grein sinni: „Sem utanríkis- ráðherra hef ég haft frumkvæði um stefnumótun og reyndar borið ábyrgð á verkstjórn við undirbúning samninga íslands við EB um stofn- un evrópsks efnahagssvæðis. Þetta hef ég gert í umboði ríkisstjórnar- innar allrar. Þetta hef ég gert í nánu samráði við forsætisráðherra og ekki staðið þar hnífurinn í milli. Ég hef mokað skýrslum og greinar- gerðum um þetta mál fyrir ríkis- stjóm, utanríkismálanefnd og Al- þingi. Aldrei - segi og skrifa aldrei - hefur komið upp nokkur ágrein- ingur milli mín og hæstvirts forsæt- isráðherra." Samkvæmt þessum ummælum utanríkisráðherra, er Steingrímur Hermannsson meðábyrgur um allt, sem gert hefur verið og ekki gert í samskiptum okkar við EB á undan- förnum misserum. Hvað er það í verkum þeirra tveggja, sem veldur því, að forsætisráðherra telur nauð- syn á þjóðaratkvæði um þau verk eftir rúma viku?! Sjálfstæðis- menn mundu segja nei j~^e\r H. Haarde, alþingismaður Itt og einn af frambjóðendum Sjalfstæðisflokksins í Reykjavík, gaf afdráttarlausá yfirlýsingu um afstöðu Sjálfstæðisflokksins tíl að- ildar að Evrópubandalaginu á fundi viðskiptafræðinema í fyrradag. Þingmaðurinn sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn mundi segja nei, ef spurt væri nú. Orðrétt sagði Geir H. Haarde: „Ég segi fyrir mig og sjálfstæðis- menn, ef við ættum í dag að svara spurningunni um það, hvort við vild- um ganga í EB, þá segðum við nei. En það væri auðvitað óskynsamlegt að gera það, sem Framsókn og Al- þýðubandalag vilja gera að segja, að það nei gildi um aldur og ævi.“ Þessi yfirlýsing eins frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins er ótví- ræð: Sjálfstæðisflokkurinn mundi segja nei við aðild að Evrópubanda- laginu, ef flokkurinn stæði frammi fyrir þeirri ákvörðun nú. Skoðanakönnun um viðhorf til þróunaraðstoðar: Nærri 60% telja framlag ís- lands hæfilegt eða of mikið Kostar 13.400 krónur á hvern skattborgara að ná marki SÞ NIÐURSTÖÐUR könnunar Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Islands á viðhorfum íslendinga til þróunaraðstoðar sýna að 52% svarenda telja framlag íslands til þróunaraðstoðar vera hæfi- legt og 5% telja það vera of mikið. 43% telja framlagið of lítið. Fram kom á blaðamanna- fundi, þar sem niðurstöðurnar voru kynntar, að framlag ís- lands er nú um tíundi hluti þess, sem iðnríki innan Sameinuðu þjóðanna hafa gengist undir að leggja fram og fer framlagið að stórum hluta í skyldubundnar greiðslur til alþjóðlegra stofn- ana sem ísland á aðild að. Til þess að ná marki SÞ, 0,7% af þjóðarframleiðslu, þarf að ieggja fram fjárhæð sem svarar til þess að hver skattborgari í landinu greiði að jafnaði 13.400 krónur á ári. í könnuninni kom einnig fram að talsverður mun- ur er á afstöðu fólks eftir aldri, kynferði og menntun. Könnunin var gerð að beiðni nefndar sem forsætisráðherra skipaði í desember síðastliðnum til að gera tillögur um framtíðarskip- an þróunaraðstoðar íslendinga. Hún fór fram dagana 23. til 26. mars 1991. Leitað var til 1.500 manna á aldrinum 18 til 75 ára af öllu landinu. Alis fengust svör frá 1.094 ogerþað 72,9% svarhlut- fall. Nettósvörun er 75%. Stefán Ólafsson forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sagði að niðurstöður könnunarinnar ættu að gefa nokkuð rétta mynd af af- stöðu þjóðarinnar á þessum tíma. Af þeim 1.094 sem til náðist neituðu 63, eða 5,8% að svara eða voru óvissir, um hvort framlag ís- lendinga til þróunaraðstoðar væri of mikið, hæfilegt eða of lítið. Hlut- fall þeirra sem tóku afstöðu var þannig, að 5,1% sögðu framlagið of mikið, 51,9% hæfilegt, 43,0% of lítið. Tveir af hveijum þremur að- spurðra, eða 66,4%, kváðust hlynntir því að beitt verði skattafs- lætti til að örva fijáls framlög ein- staklinga og/eða fyrirtækja til þró- unaraðstoðar. Lítil þekking Spurt var hvort svarendur gætu nefnt einhver þróunarverkefni og 47,3% nefndu ekkert, 32,6% nefndu Grænhöfðaeyjar einar sér eða ásamt öðrum verkefnum, 20,1% nefndu önnur verkefni og neyðarhjálp. Flestir töldu að þau verkefni sem þeir nefndu hefðu tekist vel eða sæmilega. Sama var uppi á ten- ingnum þegar spurt var hvort neyðarhjálp fijálsra félagasam- taka hefði tekist vel, sæmilega eða illa. 90% þeirra sem tóku afstöðu töldu að vel eða sæmilega hefði tekist til. Tæp 80% aðspurðra kváðust telja mikilvægt að íslendingar ráði sjálfir ráðstöfun þess fjár sem þeir leggja í þróunaraðstoð og rúm 70% kváðust telja æskilegt að íslend- ingar reyni að bæta eigin hag um leið og þeir hjálpa þróunarlöndum, til dæmis með því að kaupa vörur, tæki, tæknilega ráðgjöf og þjón- ustu hér. Talsverður munur milli hópa Talsverður munur kom fram á afstöðu fólks eftir því hvernig það greinist í hópa. 42% karla telja hlut íslands í þróunaraðstoð hæfi- legan, en 62,7% kvenna. 51,6% karla telja hann of lítinn, en 33,6% kvenna. Yngra fólk telur hlut íslendinga fremur hæfilegan en eldra fólk, sem telur hann fremur vera of lít- inn. Tæp 70% í aldurshópnum 18-24 ára telja hlut íslands hæfi- legan, en 27% of lítinn. Tæp 43% í aldurshópnum 60-75 ára telja hlut íslands hæfilegan, en 50,6% of lítinn. Þegar hópar eru greindir eftir stétt kemur fram að þeir sem helst telja hlut íslands hæfilegan eru í hópi heimavinnandi, 66%, tæp 60% verka- og afgreiðslufólks og meira en helmingur iðnaðarmanna og sléttur helmingur skrifstofu- og þjónustufólks er sömu skoðunar. Atvinnurekendur og sérfræðingar eru flestir á því að hlutur íslands sé of Htíll, rúm 64%, og helmingur sjómanna og bænda. Þá kom fram í könnuninni að þeim mun meiri skólagöngu sem fólk á að baki, því fremur telur það framlag Islands of lítið, en þeir sem eiga styttri skólagöngu að baki telja það fremur hæfilegt. Stærsti hlutinn til Alþjóðabankans í frétt frá forsætisráðuneytinu er minnt á þingsályktun frá 28. maí 1985 um að opinber framlög íslands til uppbyggingar í þróun- arríkjunum verði 0,7% af þjóðar- framleiðslu. „Þrátt fyrir markmið Opinber þróunaraðstoð 1988 (sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, og hlutfall framlaganna til fjölþjóöastofnanna) % af VÞF % til fjölþjófla- stofnana Danmörk 0,89 47 Finnland 0,59' 38 ísland 0,05 64 Noregur 1,10 41 Svíþjóð 0,87 33 Austurríki 0,24 36 Bandaríkin 0,21 28 Belgía 0,40 34 Bretland 0,32 46 Frakkland 0,72 18 Holland 0,98 31 írland 0,20 54 . Ítalía 0,39 26 Japan 0,32 30 Kanada 0,49 33 Nýja Sjáland 0,27 17 : Sviss 0,32 28 ViyOrO.7% ofangreindrar þingsályktunar, að hinu alþjóðlega viðmiðunarmarki yrði náð á næstu sjö árum frá samþykkt hennar, hefur raunin orðið önnur,“ segir þar. „Fjárveit- ingar hafa staðið í stað og námu árið 1990 0,07% af þjóðarfram- leiðslu, en hefðu með réttu átt að nema 0,5% það ár, ef fýlgt hefði verið einróma viljayfirlýsingu Al- þingis frá 1985.“ Fram kom á blaðamannafundin- um um skoðanakönnunina, að á þessu ári er framlag íslands til þróunaraðstoðar um 260 milljónir króna. Stærsti hluti þess fjár fer í skyldubundin framlög til alþjóða- stofnana sem ísland á aðild að, einkum til Alþjóðabankans, en þangað renna á annað hundrað milljóna króna af þessum 260. Verði framlag Islands 0,7% af þjóðartekjum, yrði það um hálfur þriðji milljarður króna. Nefndin sem forsætisráðherra skipaði mun starfa áfram að at- hugunum og tillögugerð varðandi þróunaraðstoð og er stefnt að því að hún leggi ákveðnar tillögur fyr- ir ríkisstjórn í haust um það leyti sem Alþingi kemur saman. Listhúsið Nýhöfn: Sýning á dönskum steinþrykksmyndum SÝNING á steinþrykksmyndum frá U.M. grafíkverkstæðinu í Kaup- mannahöfn opnar á morgun í listhúsinu Nýhöfn. Á U.M. grafíkverk- stæðinu þrykkja feðgarnir Carl og Rasmus Urvald steinprentsmynd- ir, þeir bjóða listamönnum, einum í einu og frá ýmsum þjóðlöndum, að koma og vinna myndir sem síðan eru þrykktar í 90 til 220 mynd- um hver. Verkstæðið heldur myndunum flestum og selur þær til list- húsa víðsvegar um Evrópu. Hér á landi er staddur Lars Köhler, forstöðumaður verkstæðisins. Hann hélt í vikunni fyrirlestur um steinþrykk og starfsemi fyrirtækisins og vann við það að hengja upp sýninguna í Nýhöfn, myndir eftir 12 danska listamenn. Lars Köhler segir að í Evrópu í dag séu um 15 steinþrykksverk- stæði. „Það er mikill munur á því þegar listamenn taka sig til öðru hveiju og gera steinþrykksmyndir, og handbragði fagmanna sem vinna við það eingöngu að þrykkja", segir Lars. „Munurinn felst ekki síst í því að við getum gert allt að 200 myndir sem eru alveg jafnar að gæðum, með 20 litum, á meðan listamaðurinn ræð- ur yfirleitt hvorki við að gera mörg eintök né að nota marga liti. Stofn- andi verkstæðisins, en það hefur verið starfandi í 32 ár, hefur gegn- um tíðina undirbúið 25.000 steina og prentað af þeim, og það hlýtur að segja eitthvað um kunnáttu hans! Enginn listamaður vinnur eins á steinana. Sumir helia miklu af bieki á þá meðan aðrir vanda sig ákaf- lega og vinna í fínlegum blæbrigð- um. Við erum nokkuð sérstakir að því leyti að við bjóðum listamönnum að koma og vinna með okkur, en þeir geta ekki pantað aðstöðu og tíma. Við bjóðum evrópskum lista- mönnum í auknum mæli að koma og vinna með okkur, en til þessa hafa listamennirnir mestmegnis verið frá Danmörku og Nörðurlönd- unum. Við seljum einnig meira og meira suður til Evrópu, og til dæm- is seljum við um 30% af fram- leiðslu okkar til Þýskalands í dag. Og það er gott fyrir norræna Iista- menn, því um leið er þetta útflutn- ingur og kynning á norrænni list. Kannski er það undarlegt að við skulum geta selt svona mikið af myndum eftir listamenn sem eru yfirleitt lítt þekktir í Þýskalandi, en ég held að þar ráði gæði mynd- anna og þrykksins mestu. Við höfum boðið tveimur íslensk- um listamönnum að vinna mcð okkur upp á síðkastið, þeim Hauki Dór og Tolla, og við erum þegar farnir að selja myndir þeirra og það gengur vel. Tolli var hjá okkur í mánuð og gerði á þeim tíma fimm myndir, en við gefum listamönnun- um allan þann tíma sem þeir þurfa. Sumir gera eina mynd á tveimur dögum og svo er einnig til dæmi um listamann sem var heilan mán- uð að gera eina mynd!“ — Hvaða myndir verða á sýn- ingunni hér í Nýhöfn? „Myndir eftir tóif danska nú- tímalistamenn. Þijár til fimm myndir eftir hvern, svo þetta verða eitthvað um sextíu myndir í allt, í þremur stærðum.“ — Hveijir eru það sem kaupa grafíkmyndir, þessi steinþrykk til dæmis? „Venjulegt fólk. Grafík má skipta í tvennt; annarsvegar mjög dýrar myndir frægra listamanna, en myndirnar sem við framleiðum eru fyrir venjulegt fólk. Ef þú ert áhugamaður um myndlist og lang- ar ákaflega mikið í mynd eftir ein- hvern ákveðinn listamann, þá er ekki víst að þú getir keypt málverk eftir hann. Það gæti kostað 400.000 íslenskar krónur. En hér getur þú keypt steinprent í sömu stærð fyrir 20.000. Það kann að vísu að vera gert í 150 eintökum, en það er eðli prentlistar. Og ég kann vel að meta þesskonar list, hún er heiðarleg og tæmir ekki Morgunblaðið/Einar Falur Lars Köhler og Tolli skoða myndirnar sem sá síðarnefndi vann á U.M. grafíkverkstæðinu nýverið. Svala Lárusdóttir í Nýhöfn fylgist með. pyngju þeirra sem kaupa! Fólk fær eitthvað fyrir peningana sína. Um leið hjálpum við listamanninum, seljum myndir hans og hjálpum til við að auka hróður hans.“ Það er sendiherra Dana á ís- landi, Villads Villadsen, sem opnar sýninguna klukkan 14 á morgun, laugardag. -efi Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði: Allt að 220 milljóna sparnaður næst með fækkun mjólkurbúa SAMKVÆMT niðurstöðum nefndar um hagræðingu og breytingu á skipulagi í mjólkuriðnaði er afkastageta greinarinnar umfram þarfir, og því hægt að lækka fastan kostnað með fækkun mjólk- urbúa. Telur nefndin að ná megi 165-220 milljóna króna sparnaði með fækkun mjólkurbúa um 3-5, en sparnaðurinn samsvari 5-6% af vinnslu- og flutningskostnaði mjólkur. í fréttatilkynningu frá land- búnaðarráðuneytinu kemur fram að nefndinni þyki ekki réttlætan- legt að gera tillögur á grundvelli útreikninga um það hvaða mjóik- urbú eigi að hætta rekstri, þar sem útreikningar hafi leitt í ljós að svipuðum sparnaði megi ná með mismunandi fækkunarmynstri. Telur nefndin að ná megi auknum sparnaði í rekstri með aukinni verkaskiptingu. milli mjólkurbúa, en til þess þurfi þó sterkari yfír- stjórn í mjólkuriðnaðinum og ýms- ar skipulagsbreytingar. í skýrslu nefndarinnar kemur fram að mjólkuriðnaðurinn hafi sterka stöðu um þessar mundir, en umhverfí hans mótist mjög af lögum og reglugerðum ríkisvalds- ins. Ástæða sé til þess að óttast að rekstrarumhverfi iðnaðarins geti versnað á komandi árum vegna aukins innflutnings á unnum mjólkurvörum og samkeppnisvör- um þeirra, og að dregið verði úr almennum stuðningi við mjólkurframleiðsluna. Vegna þessa sýnist nefndinni nauðsyn svo mikillar hagræðingar í mjólkuriðnaði að slíkt náist að- eins með róttækum skipulags- breytingum. Heppilegasta leiðin að því marki sé að stofna eitt fé- lag með samruna allra mjólkurbúa landsins, en þó svo viðamikil Landssamband iðnaðarmanna hef- ur gert könnun á því meðal aðildar- fyrirtækja sinna hvort þau hafi verið heimsótt af fulltrúum skattrannsókn- arstjóra, hvort athugasemdir hafi verið gerðar við söluskráningu og hvers efnis þær hafa verið. Könnun- in náði eingöngu til aðildarfyrirtækja í iðngreinum sem selja fyrst og fremst vöru eða þjónustu til neytenda og er því skylt að skrá sölu í sjóðvél. í úrtaki könnunarinnar voru 413 fyrirtæki. Svör bárust frá 117 aðilum eða 28,3% þeirra sem leitað var til. Af þeim 117 fyrirtækjum sem svöruðu höfðu 53 fengið heimsókn fulltrúa skattrannsóknarstjóra eða ríflega 45%. Gerðar voru alls 40 at- hugasemdir við söluskráningu hjá 31 fyrirtæki. Þar af fengu 19 fyrir- tæki bréflega athugasemd með hótun um lokun. Algengustu athugasemd- irnar voru að formi sölureikninga var áfátt, kennitölu kaupanda vantaði á reikning, póstkröfur voru ekki rétt skráðar og viðskiptavinur sá illa eða ekki á glugga sjóðvélar. Þau fyrirtæki sern könnunin náði til selja að mestu til endanlegra neyt- enda og er skylt að færa alla smá- sölu í sjóðvél. Jafnframt er þeim ætlað að gefa út sölureikning þegar selt er til annars skattskylds aðila. Formagallar á reikningum þeirra fela því ekki í sér vanhöld á söluskrán- ingu þeirra sjálfra heldur varða fyrst og fremst það hvort reikningarnir eru fullnægjandi gagn í bókhaldi kaupanda. Líklegt er að suma þess- ara formgalla megi rekja til ófull- nægjandi upplýsingagjafar seljanda, t.d. þegar reikningar eru ekki gefnir út á nafn og kennitölu kaupanda og skipulagsbreyting sé erfíð í fram- kvæmd, þá muni hún skila mestum árangri og því sé rétt að reyna hana til þrautar. Takist ekki að stofna eitt félag er að mati nefndarinnar næsti kostur að efia Samtök afurða- stöðva í mjólkuriðnaði og fá þeim félagsskap viðtækari völd til stjórnunar. Við eflingu SAM yrði að gæta þess að mjólkurframleiðendum „ÞAÐ er æskilegast í þessari stöðu að enginn framlciði umfram sinn rétt, en menn hafa ennþá þessa mánuði sem eftir eru verðlagsárs- ins til að bregðast við. Þess vegna ættu þeir nú að slátra þeim grip- um sem stendur til að slátra, en það er helsta leiðin sem menn hafa til að bremsa sig af,“ segir Guðmundur Lárusson, formaður Landssamtaka kúabænda, en eins ætla verður að það sé ekki síður skylda kaupanda en seljanda í tilvik- um sem þessum að tryggja að slíkir reikningar uppfylli formkröfur um sölureikninga. Landssambandið bendir á að krafa um glugga á sjóðvélar sé tiltölulega nýlega til komin og margir verið brýndir á því að fjárfesta í sjóðvélum áður en slík krafa kom til. Það hljóti því að teljast óhóflega harkalegar aðgerðir að siga lögreglu á fyrirtæki vegna þess að þau noti sjóðvélar sem töldust löglegar fyrir fáeinum árum. yrðu tryggð meiri áhrif í stjórn samtakanna en nú er. í nefndinni um hagræðingu og breytingu á skipulagi í mjólkuriðn- aði áttu sæti þeir Oskar Gunnars- son forstjóri Osta- og smjörsölunn- ar, sem var formaður nefndarinn- ar, Ari Teitsson ráðunautur, Guð- mundur Þorsteinsson bóndi, Gísli Karlsson framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs, Guðmundur Sig- þórsson skrifstofustjóri landbún- aðarráðuneytisins, Bjarki Braga- son hagfræðingur og Þórður Skúl- ason sveitarstjóri. Ritari nefndarinnar var Pálmi Vilhjálmssón mjólkurverkfræðing- og fram kom í Morgunblaðinu í gær stefnir í verulega offram- leiðslu mjólkur á yfirstandandi verðlagsári. Guðmundur sagði að þeir framleið- endur, sem langt væru komnir með framleiðslurétt sinn, ættu nú þegar að draga úr kjarnfóðurgjöf, en næst- um öruggt væri að þeir fengju ekk- ert fyrir það sem þeir framleiða umfram réttinn. Hann sagði að birgðir mjólkurafurða væru nú í hám- arki bæði hvað varðar smjör og mjólkurduft, og því þyrfti sennilega að beina umframmjólkinni til osta- gerðar, en það kallaði á útflutning. „Það fæst ekkert verð fyrir þann ost sem væntanlega verður að flytja út. Hluti af þessu er reyndar innan samnings, en sú framleiðsla sem er utan hans kemur alfarið til með að lenda á framleiðendum. Menn eru því þarna í býsna slæmu máli.“ Hann sagði að margir framleið- endur virtust halda að þrengingum í mjólkurframleiðslu væri lokið og því gætu þeir nú framleitt nánast ótakmarkað magn. Staðreyndin væri hins vegar sú að afkastagetan væri langt umfram það sem þörf væri fyrir á markaðnum í dag. „Ég tel því æskilegt að þeir fram- leiðendur, sem sjá fram á að fram- leiða umfram fullvirðisrétt sinn, taki nú þegar ákvörðun um að slátra þeim gripum sem til stendur að slátra, frekar en að þurfa jafnvel að grípa til þess ráðs að hella niður mjólk, sem ekki er nógu góð ráðstöf- un sama hvernig menn líta á það,“ sagði Guðmundur. Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Gætið reiðhjólanna Á síðasta ári var tilkynnt um stuld á 384 reiðhjólum til lögreglunn- ar í Reykjavík. Flestar tilkynningarnar bárust í maí, 61, í júní 52 og í júlí 58. Á þremur fyrstu mánuðum þessa árs hefur verið tilkynnt um stuld á 52 reiðhjólum. Svo virðist sem fólk sé allkærulaust gagn- vart þessum eigum sínum. Fullorðnir skilja hjólin eftir fyrir fótum akandi og gangandi, börn henda þeim frá sér þegar þau hafa ekki þörf fyrir þau og óprúttnir leika sér að því að fá hjólin „að láni“ og skilja þau síðan eftir í reiðileysi. Það er full ástæða fyrir fólk að gæta reiðhjóla sinna betur. Öll reiðhjól eiga að vera útbúin með lásum og þá á að nota þegar hjólin eru ekki í notkun. Enn betra er að útbúa reiðhjólin með þannig lás- um að hægt sé að læsa þau við jarð- eða veggfasta hluti þegar þau eru ekki í notkun. Að kvöld- og næturlagi ætti það fremur að vera regla en undantekning að reiðhjól séu geymd innan dyra þar sem því verður við komið. Landssamband iðnaðarmanna um söl- uskráningu fyrirtækja: Athugasemdir skattrann- sóknarstjóra tilefnislausar LANDSSAMBAND iðnaðarmanna telur að verulegur hluti athugasemda fjármálaráðuneytisins vegna söluskráningar fyrirtækja séu ýmist tilefn- islausar eða formsátriði sem ekki hafa efnislega þýðingu fyrir öryggi í söluskráningu og skatteftirliti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem landssambandið hefur sent frá sér. Aukin mjólkurframleiðsla: Bændur slátri strax þeim gripum sem til stendur að slátra - segir formaður Landssamtaka kúabænda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.