Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
Minning:
Hafsteinn Sæmunds
son vélfræðingnr
Fæddur 5. mars 1929
Dáinn 28. mars 1991
Þegar ég frétti að Haddi frændi
minn væri dáinn, setti mig hljóð-
ann. Hugurinn reikaði aftur. Haf-
steinn, sonur hans, hefur verið minn
besti vinur frá því ég var fjögurra
ára og hann fimm. Ég hef alltaf
átt mikil og góð samskipti við
Hadda og fjölskyldu hans. Hann
gerði mér snemma ljóst að hús sitt
stæði mér ávallt opið og varð það
upp frá því mitt annað heimili. Það-
an á ég margar góðar minningar.
Við ferðuðumst mikið saman og
oft lá leiðin til Þingvalla um sumar-
tímann. Þar var margt til gamans
gert, fjölskyldur. okkar slógu upp
veislu og Haddi er ljóslifandi fyrir
mér þar sem hann horfir á okkur
vinina ærslast, glaður í bragði.
Þannig er honum rétt lýst. Hann
fékk hamingju af því að sjá aðra
lifa og hrærast. Fyrir mér verður
hann umfram allt góðmenni sem
sýndi mér mikla ástúð.
Samverustundirnar hefðu mátt
vera miklu fleiri þessi síðustu ár.
Það finnst mér þungbært nú, þegar
þessi orð eru skrifuð. Ég get aðeins
verið innilega þakklátur fyrir að
hafa þekkt frænda minn. Ég gleymi
honum aldrei. Hafsteinn Sæmunds-
son lifir í minningunni. Ég sendi
mínum kæru vinum í Melgerði 2
innilegar samúðarkveðjur.
Andri Steinþór Björnsson
Á skírdag, fímmtudaginn 28.
mars sl., lést á heimili sínu Haf-
steinn Gunnar Sæmundsson, um
aldur fram, nýorðinn 62 ára. Andlát
hans bar brátt að og óvænt, þar
sem talið var að hinn illvígi sjúk-
dómur sem hijáði hann væri að
hopa, að minnsta kosti um stund.
En dag skal að kveldi lofa og
aldrei er neinn viðbúinn dauðanum,
þegar hann ber að dyrum. Það er
þó huggun harmi gegn í þetta sinn,
að Hafsteinn fékk að njóta hinsta
kvöldsins á heimili sínu í páskaleyfi
frá spítalanum, við betri heilsu, en
lengi undanfarið.
Hafsteinn var af vestfirsku bergi
brotinn, fæddur á ísafirði þann 5.
mars 1929, sonur hjónanna Ríkeyj-
ar Eiríksdóttur, fæddri á Gullhúsá
á Snæfjallaströnd, og Sæmundar
Guðmundssonar frá Byrgisvík á
ströndum.
Að ytra útliti var hann í meðal-
lagi hár, frísklegur, kvikur, laglegur
með mikið og fallegt ljósskollitað
hár og samsvaraði sér vel á yngri
árum, enda vel íþróttum búinn og
stundaði þá skíðaíþróttina af kappi.
Hann var léttur í lund og vel
skapi faririn og jafnan var stutt í
hláturinn, þar sem hann var í hópi.
Skemmtilegur og úrræðagóður
ferðafélagi með afbrigðum. Hann
var svipfallegur og átti fallegt bros
og jafnan skein mildi úr þægilegri
framkomu hans við alla jafnt. , _
Hafsteinn var sjötti í röð níu
systkina sinna, en á undan honum
eru gengin þau Gerða, Ingimundur,
Steinþór, Kristín og Ester, en eftir
lifa systurnar þijár, Elín, Guðríður
og Dóra. Svo óvæginn hefur maður-
inn með ljáinn verið við þennan
fyrrum glaða systkinahóp að undr-
un sætir. Hin síðustu missiri hafa
þau verið kölluð burt eitt af öðru.
Við stöndum hljóð og agndofa, sem
eftir erum og biðjum fyrir þeim, sém
farin eru, i hljóðri bæn.
Hafsteinn hóf nám í Vélsmiðj-
unni Héðni og lauk þaðan vélvirkja-
námi. Lokaprófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík lauk hann vorið 1951 og
settist þá í Vélskóla íslands og tók
þaðan lokapróf 1955. Að skóla-
göngu lokinni tóku við hin glöðu
og áhyggjulausu ár, þegar vorið
varaði allt árið og hægt var að brosa
að öllu, sem fyrir kom. Hann réðst
til Eimskipafélags íslands og sigldi
sem vélstjóri á skipum félagsins um
nokkurt skeið. Siglingar féllu hon-
um vel, enda var hann fær í sínu
starfi, vinsæll og vel liðinn meðal
skipsfélaga sinna. Hann naut þess
að sigla um höfin, skoða ókunn lönd
og kynnast íbúum þeirra og háttum,
enda fór svo, að á vegi hans varð
ung og bráðfalleg Englandsmær.
Þau felldu hugi saman.
Hún var ættuð frá Yorkshire og
heitir Rita Doris, fædd Everingham,
2. september 1937. Ástin var hrein
og fölskvalaus frá fyrsta degi til
hins síðasta. Þau giftu sig 28. des-
ember 1957.
Þegar fjölskyldan fór að stækka
hætti Hafsteinn siglingum og hóf
störf í landi, til þess að geta helgað
sig sínu nýja hlutverki heimilisföð-
urins. Þeim varð fjögurra barna
auðið; elst er Sonja Rán, fædd 15.
desember 1958, í sambúð með Þóri
Þrastarsyni, næstelst er Linda Brá
fædd 28. september 1960, kennari,
gift Ægi Jens Guðmundssyni og
eiga þau soninn Bergstein Dag, þá
Hafdís, fædd 23. febrúar 1966,
dáin 16. febrúar 1991, og loks eink-
asonurinn Hafstein Gunnar, fæddur
11. febrúar 1972, menntaskóla-
nemi.
Þau hjónin urðu fyrir þeirri óbær-
ilegu sorg fyrir aðeins fimm vikum
að missa yngstu dóttur sína Haf-
dísi á vofeiflegan hátt. Geta má
nærri hve mjög þetta áfall fékk á
Hafstein sjúkan, sem að auki mátti
sjá á bak elstu systur sinni Gerðu,
um miðjan janúar síðastliðinn, en
með þeim var mjög kært. Það er
ekki alltaf auðvelt að skilja eða sjá
tilganginn í tilbrigðum lífsins, þegar
aftur og aftur er hoggið vægðar-
Iaust í sama knérunn.
Ég ætla að enda þessi fátæklegu
kveðjuorð mín til míns kæra mágs
með því að þakka honum fyrir sam-
fylgdina, leiðsögnina og vináttuna
frá fyrstu tíð. Við hjónin og börnin
okkae sendum fjölskyidu hans allri
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
góðan Guð að styrkja Ritu í hennar
miklu raunum. Guð blessi minningu
hans.
Ágúst Karlsson
Hafsteinn, föðurbróðir minn og
vinur, er látinn. Við, sem vorum
honum náin, stöndum eftir döpur
og söknum hans sárt. Við höfðum
vonað að fá að hafa hann lengur
með okkur, hann varð aðeins 62ja
ára. Dauðsfall náins ættingja og
vinar eru eins og tímamót. Það er
þá sem maður gerir sér grein fyrir
hvernig líf manns sjálfs hefur verið
samofið lífi sinna nánustu. Haf-
steinn frændi minn var alltaf ná-
lægur í mínu lífi og minningarnar
leita á.
Á barnsaldri vakti frændi aðdáun
mína og forvitni um allt það dýrlega
sem gerðist úti í heimi. Hann sigldi
á millilandaskipum, og sagði ein-
staklega skemmtilega frá ferðum
sínum og fólki sem hann kynntist.
Hann virtist alltaf sjá það spaugi-
lega og fallega hveiju sinni og átti
auðvelt með að hrífa aðra með sér.
Ég minnist þess þegar hann sagði
mér frá því hversu gaman væri að
stökkva á skíðum og hvernig dans-
spor væru stigin suður í löndum.
Haddi frændi bar með sér að hann
elskaði lífið, þess vegna var svo
gaman að vera með honum.
Þegar hann kom nýgiftur heim
frá Englandi með Ritu, ungu kon-
una sína, fannst mér þau glæsileg-
asta par sem ég hafði séð. Rita
varð strax ein af fjölskyldunni og
þau hafa alla tíð síðan verið ham-
ingjusöm og samheldin svo engan
skugga hefur borið á þeirra sam-
band. Fyrir mér sem unglingi voru
þau fyrirmyndir, og þau deildu
gjarnan með sér af hamingju sinni.
Það var lærdómsríkt fyrir forvitna
unglingsstúlku að fá að kynnast
breskum siðum og hugmyndum, að
hlusta á óperur og jazz og vera
barnfóstra fyrir elstu dæturnar
tvær. Þá var Haddi hættur í sigling-
um, hann vildi vera með fjölskyld-
unni sinni.
Faðir minn og Haddi voru nánir
vinir og fjölskyldur okkar svo
tengdar að þær sáu til þess að geta
verið í nábýli. Þá mátti ganga á
milli í kvöldkaffi. í minningunni er
alltaf gott veður í Kópavogi, bræð-
urnir ganga um garðinn í kvöld-
húminu og eru með ráðagerðir.
Þeir ráðgera veiðiferðir eða göngu
á Hornstrandir þar sem lifað skyldi
á landsins gæðum. Þeir hlæja og
segja sögur og skemmtunin heldur
áfram eftir að inn er komið í kvöld-
kaffið. Ég minnist einnig skemmt-
ana og gamlárskvölda. Oft voru
heimsmálin rædd, lesin ljóð eða
sungið. Einnig voru sagðar sögur
af ættinni og meðlimum hennar lífs
og liðnum. Haddi frændi átti ríkan
þátt í því að gefa okkur sem yngri
vorum tilfinninguna að tilheyra
hlýrri og samhentri fjölskyldu. Þeg-
ar dvaiið er Jangdvölum erlendis
rofna oft tengsl við vini og ætt-
ingja. Ég hafði búist við að tæp
átta ár við nám í útlöndum mundu
breyta miklu. En á þessu nýja líf-
skeiði eftir að ég flutti heim með
irjölskyldu mína, styrktust og dýpk-
uðu tengsl mín við Hadda og fjöl-
skyldu hans. Börnin þeirra yngstu
voru á sama aldri og mín eigin.
Margar stundir höfum við átt sam-
an síðan, ferðast með börnin og
deilt gleði og sorg. Við áföll í fjöl-
skyldum beggja stóðum við saman.
Á gleðistundum var Haddi hrókur
alls fagnaðar.
Það var ef til vill ekki fýrr en á
fullorðinsárum að ég áttaði mig sem
skyldi á mannkostum frænda míns
og hve gott væri að eiga hann að
vini. Það lýsir frænda mínum vel
að hann lét mig aldrei finn til ald-
ursmunar okkar eftir að ég varð
fullorðin. Aldrei hef ég heldur heyrt
hann hreykja sér á kostnað annars
manns öll þau ár sem ég þekkti
hann. Hann leit á það sem skyldu
sína að hvetja aðra til dáða, einkum
‘éf þéir Vciru iitíir í 'i&r og óvissir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÁRNl HALLDÓR ÁRNASON,
Suðurgötu 16,
Akranesi,
lést 11. þ.m.
Steinunn Þórðardóttir og börn.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
GÍSLI ÓLAFSSON
fyrrv. bakarameistari,
Bergsstaðastræti 48,
lést í Borgarspítalanum 11. apríl sl.
Kristín Einarsdóttir,
Anna Gísladóttir,
Einar Ó. Gíslason,
Erlingur Gíslason.
Lokað
Verslanir Hagkaups og Ikea verða lokaðar í dag,
föstudaginn 12. apríl, frá kl. 14.00-16.00 vegna
jarðarfarar PÁLMA JÓNSSONAR.
Lokað
vegna jarðarfarar JÓNASAR EGGERTSSONAR
bóksala föstudaginn 12. apríl milli kl. 13 og 15.
Andvari hf.,
Sundaborg 20.
Lokað
í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar JÓNASAR
EGGERTSSONAR. Björn Arnarsson, umboðs- og heildverslun Laugarnesveg 114.
Lokað
í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar
JÓNASAR EGGERTSSONAR.
íslensk bókadreifing,
Suðurlandsbraut 4.
Lokað v .
í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar JÓNASAR
EGGERTSSONAR.
Bókabúð Jónasar Eggertssonar,
Hraunbæ 102.
Lokað
Vegna útfarar PÁLMA JÓNSSONAR verður versl-
unin lokuð í dag frá kl. 14.00 til 16.00.
Herragarðurinn,
Kringlunni.