Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIS FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991
Morgunblaðið/RAX
Sinfónían leikur fyrir dansi
Sinfóníuhljómsveit íslands hefur undanfarna morgna haldið skólatónleika í nokkrum grunnskólum í Reykja-
vík og Kópavogi. Á efnisskrá tónleikanna hafa verið verk eftir Mozart, Smetana og Jón Leifs. Börnin
tóku hljómsveitinni vel, sungu, stigu dansspor og skémmtu sér konunglega. Myndin var tekin við slíkt
tækifæri í Vesturbæjarskóla í gærmorgun þegar börnin dönsuðu við undirleik Szymon Kuran fiðluleikara
og Sinfóníuhljómsveitarinnar.
VEÐUR
Félagsmálaráðherra um Sæbraut 2:
Sambýlið verður
ekki lagt niður
JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mun ekki taka til
greina áskorun bæjarstjórnar Selljarnarness, um að Sæbraut 2
verði tekið til íbúðarafnota á ný og að sambýli einhverfra verði
lagt niður. Ákveðið hafi verið að kaupa þriðja sambýlið og fækka
heimilisfólki á Sæbraut úr sex I fjóra.
Meirihluti bæjai’stjómar Sel-
tjamamess samþykkti bókun með
fímm atkvæðum en tveir sátu hjá,
þar sem skorað er á ráðuneytið
að fínna þeirri starfsemi, sem fram
fer á Sæbraut 2, annan samastað.
Fram kemur að ellefu húseigendur
við Sæbraut og Sólbraut óski við-
bragða bæjarstjórnar við
grenndarkynningu, sem fram fór
í janúar um viðhorf nágranna til
tillagna starfshóps er vann að til-
lögum um framtíð heimilisins.
Hópurinn var ekki sammála og
gerðu tillögur fulltrúa ráðuneytis-
ins ráð fyrir að húsið nýttist sem
sambýli en því höfnuðu fulltrúar
bæjarstjórnar í nefndinni og töldu
að taka bæri húsið aftur til íbúðar-
afnota.
Félagsmálaráðherra sagði, að
þessi bókun kæmi sér mjög á óvart.
Niðurstaða nefndarinnar hafi verið
kynnt bæjarstjórn í febrúar.
Ákveðið hafi verið að kaupa þriðja
húsið undir sambýli fyrir þá þrett-
án einstaklinga sem nú dvelja á
heimilunum tveimur, við Sæbraut
og Trönuhóla, þrátt fyrir biðlista.
Er það gert svo unnt sé að breyta
hópunum og fækka sambýlisfólki
um leið. Jóhanna sagði að gengið
yrði frá kaupunum á næstu dögum
og þá mun núverandi meðferðar-
heimili við Sæbraut leggjast niður.
í stað þess verður þar sambýli fyr-
ir fjóra, tveir sem þar eru nú verða
áfram en tveir koma frá heimilinu
við Trönuhóla. „Þetta er niðurstaða
sem ég tel ásættanlega,“ sagði
Jóhanna. „Þama er tekið tillit til
íbúanna og þarfa barnanna."
VEÐURHORFUR í DAG, 12. APRÍL
YFIRLIT í GÆR: Við suðvesturströnd landsins er aðgerðalítil 998
mb lægð og 990 mb lægð skammt vestur af Skotlandi á hreyfingu
norður. Vægt frost verður um allt land.
SPÁ: Suðvestankaldi suðvestanlands en annars fremur hæg sunn-
an- og suðaustanátt. Él sunnanlands og vestan en bjart veður að
mestu á Norður- og Norðausturlandi. Hiti 0-4 stig að deginum en
talsvert næturfrost, einkum norðanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Vaxandi suðaustanátt og hlýnandi. Snjó-
koma og síðan slydda sunnanlands og vestan en úrkomulítið norð-
austanlands.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestlæg átt, slydduél eða skúrir sunn-
anlands og vestan, skýjað en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti
2 til 5 stig.
TÁKN:
O Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
t r / / Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-J 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Sktirir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
[7 Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hltí veður
Akureyri 0 léttskýjað
Reykjavík 2 skýjað
Bergen 15 þokumóða
Helsinki 11 léttskýjað
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Narssarssuaq +7 snjóél
Nuuk -5-9 snjókoma
Ósló 8 þokumóða
Stokkhólmur 13 skýjað
Þórshöfn 5 rigning
Algarve 20 skýjað
Amsterdam 20 mistur
Barcelona 16 heiðskírt
Beriín 16 iéttskýjað
Chicago 3 alskýjað
Feneyjar 15 léttskýjað
Frankfurt 17 skýjað
Giasgow 10 rigning
Hamborg 17 skýjað
Las Palmas vantar
London 19 léttskýjað
LosAngeles 14 helðsk/rt
Lúxemborg 17 skýjað
Madríd 20 hátfskýjað
Malaga 17 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal 1 skýjað
NewYork 7 heiðskfrt
Orlando 19 heiðskírt
París 22 léttskýjað
Róm 8 rigning
V/n 11 skýjað
Washington 8 heiðskírt
Winnipeg 1 léttskýjað
Ný björgunarþyrla:
Sendinefnd skilar
áliti eftir helgina
SENDINEFND skipuð fulltrúum Landhelgisgæslunnar og dóms- og
fjármálaráðuneytis komu til landsins í gær úr 10 daga för til Banda-
ríkjanna, Frakklands og Noregs. Þar skoðuðu þeir stórar björgunar-
þyrlur sem ráðgert er að Landhelgisgæslan eignist á þessu ári. Að
sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar sem
fór utan með hópnum, verður áliti skilað til ráðherra eftir helgi,
en endanleg ákvörðun um hvaða tegund verður fyrir valinu er í
þeirra höndum.
í för með Gunnari frá Landhelg-
isgæslunni voru Páll Halldórsson
fiugstjóri og Þorsteinn Þorsteinsson
flugvélfræðingur. Gunnar sagði að
sendinefndin hefði farið í Sikorsky-
verksmiðjurnar í Stanford og í flug-
æfíngastöð bandarísku strandgæsl-
unnar. Þaðan var haldið til Mar-
seille í Frakklandi þar sem þyrlur
af gerðinni Super-Puma voru skoð-
aðar. Loks var farið til Noregs þar
sem sendinefndin sá breskar Sea
King og Bell-vélar og átti viðræður
við rekstraraðila þar.
Gunnar sagði að erfítt væri að
bera saman verð á þessum vélum,
það réðist fyrst og fremst af því
hvaða tækjum þær yrðu búnar.
Gera þyrfti töluverðan samanburð
áður en það lægi fyrir.
Stjórn Verktakasambands íslands:
Brúarsmíði Vega-
gerðarinnar mótmælt
STJÓRN Verktakasambands ís-
lands hefur samþykkt mótmæli
gegn því að Vegagerð ríkisins
vinni að gerð brúar yfir Markar-
fljót í stað þess að brúarsmíðin sé
boðin út. Stjórnin telur að með
Samvinnuferðir-Landsýn:
Hagnaður í
fyrra 57,2
milljónir kr.
HAGNAÐUR af reglulegri starf-
semi ferðaskrifstofunnar Sam-
vinnuferða-Landsýnar var 57,2
milljónir á síðasta ári. Þetta kom
fram á aðalfundi félagsins, sem
var haldinn á Hótel Sögu í gær.
Veltan í fyrra var rúmar 1500
milljónir, þar af var velta innanlands-
deildar, sem sér .um móttöku er-
lendra ferðamanná, 380 milljónir.
Farþegar voru 41.132, þar af voru
14.6881 sumarleyfisferðum.
Að sögn Helga Jóhannssonar
framkvæmdastjóra er þetta bezta
útkoma í sögu ferðaskrifstofunnar.
Ákveðið var á aðalfundinum að
greiða hluthöfum 15% arð.
útboði hefði mátt smiða brúna
fyrir minna fé en Vegagerðin
kostar til verksins með því að
annast smíðina sjálf.
Áætlaður kostnaður við fram-
kvæmdina er 300 milljónir króna,
samkvæmt fréttatilkynningu frá
Verktakasambandinu.
Stjórnin ..mótmælir harðlega
þeirri ákvörðun stjómvalda að bjóða
ekki út þessa framkvæmd og telur
að með því séu brotin skýr ákvæði
laga um skipan opinberra fram-
kvæmda."
Stjórnin segir að fullvíst megi telja
að hægt hefði verið að vinna verkið
á mun ódýrari hátt með þeim hætti.
„Nægir í því sambandi að benda á
niðurstöður útboða hjá Vegagerð rík-
isins á síðustu árum,“ segir þar.
„Ákvörðun þessi er ekki síður
undarleg í ljósi þess samdráttar sem
orðið hefur í verklegum framkvæmd-
um á síðustu 1-2 árum en einmitt
af þeirri ástæðu hefði mátt búast við
hagstæðum tilboðum í verkið af verk-
tökum. Stjórn Verktakasambands
íslands vekur athygli á því að á sama
tíma og verktakar og ýmsir aðrir í
þjóðfélaginu verða að búa við sam-
drátt er hlutur opinberra fyrirtækja
í framkvæmdum aukinn,“ segir í
samþykkt stjórnar Verktakasam-
bandsins.