Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. APRIL 1991 Sorp spillir umhverfinu eftir Magnús H. Guðjónsson Það er ánægjuleg staðreynd að áhugi almennings á umhverfisvernd hefur stóraukist undanfarin ár. Þetta endurspeglast vel í ályktunum síðasta landsfundar Sjálfstæðis- flokksins þar sem mörkuð var rót- tæk framtíðarstefna í umhverfis- málum. Eitt af höfuð verkefnunum á komandi árum verður að draga úr skaðlegum áhrifum úrgangs á um- hverfið og stuðla þannig að bættri heilsu og heilbrigði manna. Ástand- ið í sorpmálum þjóðarinnar er væg- ast sagt bágborið og stöndum við þar langt að baki nágrannaþjóðum okkar. Sorp er víðast hvar urðað á haugum, sem hvergi fullnægja nú- tímakröfum um frágang eða er brennt í opnum þróm við lágt hita- stig þannig að hættuleg efnasam- bönd myndast og dreifast um ná- grennið. Einna skást hefur verið staðið að sorpförgun á Suðurnesj- um, en þar hefur verið starfrækt sorpbrennslustöð nú síðustu ár. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu hafa tekið höndum saman og ætla að urða baggað sorp í Álfs- nesi á Kjalarnesi. Þetta verður stórt framfaraskref í umhverfisvernd, enda faglega að málum staðið. Ilættuleg efni Úrgangur frá fyrirtækjum og heimilum inniheldur mörg umhverf- isskaðleg efni t.d. málningaraf- ganga, leysiefni, olíur, sýrur, lút og þungmálma. Stór hluti þessara efna berst nú til sjávar annaðhvort með skólpi eða með menguðu grunnvatni frá sorphaugum. Það „Við íslendingar buum í stórkostlegu landi. Því miður höfum við ekki sýnt því þá virðingu sem það á skilið. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með stjórn- málamönnum nota um- hverfismálin sem skipt- imynt í pólitískum hrossakaupum. Það er trú mín að með þátt- töku Sjálfstæðisflokks- ins í ríkisstjórn fáist sú festa í umhverfismálum sem landið á skilið.“ vekur furðu hversu sinnulausir við íslendingar höfum verið í ljósi þess að hrygningarsvæði okkar helstu nytjafiska eru á grunnsævi hér skammt fyrir utan. í mengunarvarnareglugerð er sveitarfélögum gert að koma upp móttökustöðvum fyrir hættulegan úrgang. Sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu hafa nú þegar byijað slíka móttöku og munu fleiri sveit- arfélög fylgja í kjölfarið nú á næst- unni. Þá hafa sum heilbrigðiseftir- litsembætti, í samvinnu við Holl- ustuvernd ríkisins, staðið fyrir inn- söfnun notaðra rafhlaða og sent til förgunar. Undirritaður er þeirrar skoðunar að ekki verði hægt að koma í veg fyrir að hættuleg efni berist í sorp og skólp nema til komi sundurgreining úrgangs á þeim stað sem hann myndast, þ.e. í fyrir- tækjunum og á heimilunum. Slík sundurgreining er einnig forsenda endurnýtingar verðmæta í úrgangi. Dreifa verður sérstökum ílátum fyr- ir umhverfísskaðlegan úrgang inn á hvert heimili og sjá síðan um að tæma ílátin á sama hátt og ve'nju- legt sorp. Fyrirtækjum verður gert skylt að koma sínum hættulega úrgangi beint til móttökustöðva. Endurvinnsla í ályktun landsfundar Sjálfstæð- isflokksins segir að stefnt skuli að flokkun og sundurgreiningu alls úrgangs til endurvinnslu og endur- nýtingar verðmæta. Við það opnast möguleiki á að skilja frá þau efni í sorp sem eru endurvinnanleg t.d. lífrænan úrgang, málma, gler, pappír og pappa, plast, vefnaðar- vöru, gúmmí o.s.frv. Hingað til hafa vörur úr endurunnum hráefn- um farið halloka í samkeppni, en nú eru ýmis teikn á lofti um að þetta sé að breytast vegna bættra vinnsluaðferða, aukinnar eftir- spurnar og þess að framleiðslufyrir- tæki nota nú endurvinnanleg hrá- efni í meira mæli en áður. Hér á' landi hefur endui’vinnsla verið ákaf- lega veikburða og fyrirgreiðsla op- inberra aðila verið lítil sem engin. Endurvinnsla brotamálms er þó í góðum farvegi og nú á síðustu árum hefur plast, pappír og gúmmí verið endurunnið í smáum stíl. Þó svo að leggja eigi aukna áherslu á endurvinnslu sorps tekur það ekki á rót vandans, þ.e. mynd- un úrgangs. Gífurlegt magn af sorpi myndast vegna allskyns óþarfa umbúða og einnota hluta. Hvetja þarf almenning til að nota fleirnota Magnús H. Guðjónsson hluti í stað einnota og að haga inn- kaupum sínum þannig að sem minnst af úrgangi myndist. Segja má að við íslendingar höfum farið þveröfuga leið nú undanfarin ár. Sem dæmi_ má nefna gosdrykkja- umbúðir. í stað fleirnota gler- flaskna með skilagjaldi eins og tíðk- ast hafði um áratuga skeið og flest- ir voru ánægðir með, hafa gos- drykkir í ál- og plastumbúðum orð- ið æ algengari. Þetta hefur í för með sér aukin sorpvandmál auk orkusóunar við að endui-vinna um- búðirnar. Danir höfðu vit á því að banna þessar umbúðir fyrir gos- drykki og öl árið 1978 og hafa þar af leiðandi sloppið við þetta vanda- mál. Áhrif stjórnvalda Stjórnvöld hafa fjölmörg úrræði í handraðanum til að minnka sorp- vandamálið. Þau geta bannað sölu á umhverfisskaðlegum vörum, lagt skatt á þær til að styrkja samkeppn- isstöðu þeirra umhverfisvænu eða lagt á skilagjald til að auka heimtur til sorpsöfnunarstöðvanna. Reynsla nágrannalanda okkar sýnir að slík- ar stjórnvaldsaðgerðir eru vand- meðfarnar og bera oft keim af of- stýringu. Stjórnvöld geta einnig haft veruleg áhrif með ýmsum styrkveitingum, t.d. til sorpsöfnun- arstöðva eða endurvinnsluaðila. Slíkar styrkveitingar þarf að vanda svo ekki komið til rangra fjárfest- inga. Lang áhrifamesta aðferðin til að minnka sorpvandann er fræðsla al- mennings og stjórnenda fram- leiðslufyrirtækja. Það er reynsla okkar er að mengunarvörnum starfa, að sé almenningur ekki fræddur um þau vandamál sem um ræðir, verða öll boð og bönn til- gangslaus. Almenningur þarf að fá greiðan aðgang að upplýsingum um hvaða vörur spilla umhverfinu og hvaða vörur eru umhverfisvænar. Vægi umhverfisfræðslu í skólum þarf að auka, ekki síst í yngri bekkj- um grunnskóla, og reka þarf linnu- lausan áróður í fjölmiðlum fyrir bættri umhverfisvernd. Við íslendingar búum í stórkost- legu landi. Því miður höfum við ekki sýnt því þá virðingu sem það á skilið. Það hefur verið ömurlegt fylgjast með stjórnmálamönnum nota umhverfismálin sem skipti- Mnynt í pólitískum hrossakaupum. Það er trú mín að með þátttöku Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn fáist sú festa í umhverfismálum sem landið á skilið. Höfundur er dýralæknir og framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Glapræði sjávar útvegsráðherra eftir Agnar Ingólfsson Frá því að kennsla og rannsókn- ir í líffræði, og þar með í sjávarlíf- fræði, hófust við Háskóla íslands um 1970 hefur það verið á óska- lista kennara og nemenda að fá aðgang að hentugu rannsóknar- og kennsluskipi. Draumurinn rætt- ist um síðir á árinu 1985, þegar Mímir RE 3, afar vei búinn 15 tonna rannsóknar- og skólabátur, var sjósettur. Líffræðistofnun há- skólans hafði haft forgöngu um málið og fengið í lið með sér Fiski- félag Islands og Hafrannsókna- stofnun. Allir lögðust á eitt og fjár- veitinganefnd Alþingis beitti sér síðan fyrir útvegun bátsins. Síðan hefur Mímir verið samnýttur af þessum þremur aðilum. Hafrann- sóknastofnun hefur notað bátinn til rannsókna, Líffræðistofnun og líffræðiskor háskólans til rann- sókna og kennslu, og Fiskifélagið til sjóvinnukennslu. Báturinn hefur komið ótrúlega víða við og m.a. farið margar ferðir umhverfis landið á undanförnum árum. Tilkoma Mímis olli þáttaskilum í kennslu í sjávarlíffræðigreinum við Háskóla íslands. Nú var unnt að fara með nemendur í stutta leið- angra á kennslutíma og iðka vett- vangskennslu á ýmsum sviðum sjávarlíffræði. Öflun kennsluefnis úr sjó varð leikur einn. Nemendum, sem lengra voru komnir, gafst nú kostur á að vinna við rannsóknar- verkefni, sem byggðu á sýnatöku eða mælingum með reglubundnum hætti í sjó. Á sama hátt olli Mímir byltingu í rannsóknarmálum þeirra „Það verður sannarlega dýrt spaug, ef þessi stóru skip eiga að fara að gegna hlutverki Mímis. Hver borgar? Ekki hefur maður trú á því, að þær miklu auknu fjárveitingar sem þetta kallar á, fáist á silfurfati.“ kennara og sérfræðinga Líffræði- stofnunar, sem lögðu stund á rann- sóknir í sjó. Það má líkja tilkomu Mímis við þá tölvubyltingu, sem átt hefur sér stað á rannsóknarstof- um á íslandi, möguleikar til marg- víslegra rannsókna opnuðust, möguleikar sem vart voru til staðar áður. Við gátum nú nokkurn veginn kinnroðalaust borið okkar saman við sjávarlíffræðideildir háskóla í nágrannalöndunum, þótt svo að Mímir væri nú e.t.v. minnsta flagg- skip háskóla sem við þekktum til. Svo gerðist það og kemur eins ogþruma úr heiðskíru lofti, að sjáv- arútvegsráðherra ákveður að flytja skuli aðsetur Mímis norður til Akureyrar, þar sem hann á að vera til taks fyrir sjávarútvegsbraut háskólans á Akureyri. Líffræði- stofnun og líffræðiskor háskólans mótmæltu þessari hugdettu ráðher- rans kröftuglega eftir að hún sá dagsins ljós, en allt kom fyrir ekki. Völd ráðherrans í þessu máli virð- ast raunar vera með ólíkindum. Ekki skal það dregið í efa, að það komi sér vel fyrir háskólann á Akureyri að hafa Mímir til taks, en e.t.v. hefði það ekki verið neitt óhollt fyrir þá norðanmenn, að þurfa að berjast ögn fyrir rann- Agnar Ingólfsson sóknar- og kennsluskipi. Og rétt er að það komi fram að rekstrar- stjórn Mímis hafði ekki borist nein beiðni frá háskólanum á Akureyri um afnot af bátnum. Slíkri beiðni hefði vafalaust verið vel tekið. Svo á að heita, að Háskóli ís- lands eigi að hafa einhvern aðgang að Mími eftir sem áður. Engum blandast þó hugur um, að afnot háskólans af Mími verði aðeins svipur hjá sjón eftir að aðsetur hans hefur verið flutt norður. Tíðar siglingar á 15 tonna báti milli Akureyrar og Reykjavíkur að vetr- arlagi eru tæplega forsvaranlegar. Sjávarútvegsráðherra veifar því svo framan í háskólann í sárabæt- ur, að Hafrannsóknarstofnun hafi heitið þvi, að háskólinn fái aukin afnot af rannsóknarskipum stofn- unarinnar. Það verður sannarlega dýrt spaug, ef þessi stóru skip eiga að fara að gegna hlutverki Mímis. Hver borgar? Ekki hefur maður trú á því, að þær miklu auknu fjárveit- ingar sem þetta kallar á, fáist á silfurfati. Vissulega tökum við því fegins hendi, ef Hafrannsóknar- stofnun getur lánað háskólanum rannsóknarskip í ákveðin verkefni, t.d. í djúpsjávarrannsóknir eða í rannsóknir á sjófuglum á regin- hafi, en það er ljóst, að fásinna væri að setja þessi skip í flestverk- efni, sem Mímir hefur sinnt. Ef ákvörðun sjávarútvegsráð- herra stendur er um meiri háttar áfall að ræða. Fáar þjóðir heims byggja afkomu sína jafnmikið á sjónum og íslendingar og það væri glapræði, svo ekki sé meira sagt, að draga úr umfangi rannsókna og kennslu í sjávarlíffræðigreinum. Hvorugu hefur raunar verið nægi- lega sinnt fram að þessu. Vart er þó við því að búast, að núverandi sjávarútvegsráðherra endurskoði ákvörðun sína, enda maðurinn þekktur fyrir stefnufestu. Okkar eina von er því að nýr maður setj- ist í stólinn innan tíðar. Höfundur erprófessorí vistfræði ogstarfar við Líffræðistofnim Háskólaus. Rannsóknar- og kennsluskipið Mímir RE 3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.