Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 22
A L N G A R 22 omRon SJÓÐSVÉLAR Gera meira en að uppfylla : kröfur fjármálaráðuneytisins. Yfír 15 gerðir fyrirliggjandi Verð frá kr. 29.800.- SKRIFSTOFUVÉLAR sundhf NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -lu'kni og |ijónu»Ia á lrau»liiin griinni Honda r91 Civic Sedan 16 ventla Verð frá kr.1.050 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. W HONDA VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 fyrir fólk KOSNINGA SKRIFSTOFUR Skeifunni 7 91-82115 Reykjavík Eyrarvegi 9 98-22219 Selfossi Háholti 28 93-12903 Akranesi Glerárgötu 26 96-27787 Akureyri Nýbýlavegi 16 91-45878 Kópavogi FRJALSLYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. APRIL 1991 N G I S K O S N I Sj ávarútvegsstefna eða fiskveiðistefna eftir Björn Bjarnason Að gefnu tilefni og til að útiloka allan misskilning vil ég taka fram, að mér finnst jafn eðlilegt að Lands- samband íslenskra útvegsmanna leggi áherslu á að mótuð sé fiskveið- istefna eins og það er óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra beiti sér ekki fyrir mótun sjávarútvegsstefnu er nái til veiða og vinnslu. Eg legg þessa aðila ekki að jöfnu þegar rætt er um stefnumótun í sjávarút- vegi. I grein minni hér í blaðinu sl. miðvikudag sem vitnað er til í for- ystugrein Morgunblaðsins í gær benti ég á þá staðreynd að í sjón- varpsþætti las fréttamaður aðeins þijú fyrstu orðin úr eftirfarandi setningu í kosningayfirlýsingu okk- ar sjálfstæðismanna: „Móta skal sjávarútvegsstefnu er nái til veiða og vinnslu." Taldi ég ekki þörf að vitna í fieiri setningar í yfirlýsing- unni vegna samhengis í grein minni. eftir Inga Björn Albertsson Hugmyndir Ólafs Ragnars og þeirra alþýðubandalagsmanna um sérstakt hátekjuþrep í tekjuskatti eru stórkostlegar. Með þeim hugmyndum er Al- þýðubandalagið að leggja það til að staðgreiðslukerfið verði í raun lagt niður, á annan veg er ekki hægt að álykta, nema flokkurinn geri nánari grein fyrir hugmyndum sínum, geri hann það ekki er hér aðeins um billegt kosningabragð að ræða. Eftirtöldum spurningum óskast svarað: Hvernig hugsar flokkurinn sér að framkvæma staðgreiðslukerfið „Það var meginkjarni greinar minnar sem Morgunblaðið vitnaði til í forystugrein sinni að forðast bæri að boða patentlausnir á flókn- um framtíðarmálum. Tel ég þá meginskoðun einnig í fullu samræmi við sjálfstæðisstefn- una.“ Ég sé nú, að nauðsynlegt var að birta þennan 2. tölulið kosningayfir- lýsingarinnar allan en þar segir um fískveiðistefnuna: „Núgildandi lög- gjöf um stjóm fískveiða hefur sætt gagnrýni án þess að samstaða hafí tekist um aðra stefnu. Mælt er fyr- ir um að lög þessi verði -endurskoð- uð á næsta ári. Mynda parf sem víðtækasta samstöðu um sann- með tveim þrepum? Hvernig á að taka á þeim aðilum sem þiggja laun frá fleiri en einum aðila? Hvernig á að meðhöndla þá aðila sem eru á lágum launum hluta árs en háum launum annan hluta? Á þá að setja á stofn endur- greiðslukerfi ef það kemur ljós að launamaður hefur eftir árið verið innan marka hátekjuskatts á árs- grundvelli — hvernig yrði það fram- kvæmt? Hvað myndi slík kerfísbreyting auka starfslið hins opinbera um marga? Þetta eru sárafáar af þeim fjöl- mörgu spurningum sem vakna við athugun á „iausnum" Alþýðuband- alagsins, verði þeim ekki svarað skýrt og skorinort, hlýtur flokk- gjarna og réttláta fískveiðistefnu, þar sem pólitísk afskipti verði sem minnst og frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja þeirra fái best notið sín. Stjóm fiskveiða á að hamla gegn ofveiði og tryggja hagræð- ingu, treysta byggð og sem besta nýtingu fjárfestingar." Ég hef rætt stefnu Sjálfstæðisflokksins erfíð- leikalaust á þessum skynsamlega grundvelli í kosningabaráttunni. Ég tel, að hér sé tekið mið af megin- þáttum sjálfstæðisstefnunnar. Þessi stefna er langt frá því að vera óskýr. Það var meginkjarni greinar minnar sem Morgunbiaðið vitnaði til í for- ystugrein sinni að forðast bæri að boða patentlausnir á flóknum fram- tíðarmálum. Tel ég þá meginskoðun einnig í fullu samræmi við sjálf- stæðisstefnuna. Um það hvað felst í sjávarútvegs- stefnu má rita langt mál. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda, hefur staðið fremstur í Ingi Björn Albertsson urinn að skoðast sem stefnu- og úrræðalaus í þessum málaflokki. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Olafur Ragnar! - Svar óskast Björn Bjarnason flokki þeirra, sem leggja áherslu á nauðsyn sjávarútvegsstefnu. Má þar meðal annars vísa til erindis sem hann flutti 3. apríl 1990 um mótUn siíkrár stefnu. Þar segist hann ganga út frá því að núverandi fískveiðistefna verði grunnurinn að framtíðarstefnumörkun á þessu sviði og gerir ráð fyrir því að sjávar- útvegurinn verði að laga sig að þeim staðreyndum sem hún hefur í för með sér. Síðan segir Magnús orðrétt: „Ég hef lengi talið þörf á að íslenskur sjávarútvegur hugsaði um þróun sína og' umhverfí sem eina heild í stað hinnar miklu og hörðu skiptingar sem gjarnan hefur verið á liðnum áratugum milli út- gerðar og fískvinnslu. Ég ætla mér því m.a. að reyna að ræða um stefn- umörkun fyrir íslenskan sjávarút- veg í heild þ.e.a.s. sjávarútvegs- stefnuna og reyna að leggja út af því umhverfi og samkeppnisskilyrð- um fyrir fískvinnsluna sem núver- andi fískveiðistefna leggur grunn að fyrir fiskvinnsluna." Framtíðarstefnan að því er varð- ar fiskveiðar og vinnslu er sem betur fer mjög til umræðu fyrir þessar kosningar. Hefur það ekki farið fram hjá neinum sem les Morgunblaðið. Er nauðsynlegt að í þeim umræðum séu öll sjónannið rædd af opnum huga og fordóma- laust. Þótt menn kunni að deila um stefnur ættu þeir allir að geta verið sammála um það. Höfundur skipar þriðja sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Karl Steinar Guðnason alþingismaður: Olga meðal lágtekjufólks Iðnaðarráðherra segir að álsamningar verði undirritaðir í haust Morgunblaðið/KGA Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Karl Steinar Guðnason alþing- imaður, voru framsögumenn á fundi Alþýðuflokksins á Seltjarnar- nesi. Á FUNDI Alþýðuflokksins á Sel tjarnamesi voru framsögumenn þeir Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra og efsti maður listans í Reykjaneskjördæmi og Karl Stein- ar Guðnason þingmaður og annar maður listans. I máli Jóns kom meðal annars fram að álviðræður væru ve! á veg komnar. Unnið væri að samkomulagi um efnisatr- iði og stefnt að lokagerð samning- anna í næsta mánuði og undirritun í haust. Kari Steinar sagði að þrátt fyrir almenna ánægju með þjóðar- sáttina væri ólga meðal lágtekju- fólks. Jón sagði þ'ið nauðsynlegt, að gjörbylta stefnunni í sjávarútvegi og koma í veg fyrir að menn flytji veiðiheimild milli landshluta ásamt verkfærunum. Menn ættu að velja sér verkfærin eftir heimildunum. Hann vék síðan að sölumálum og sagði að tollar af unnum físki og styrkir til sjávarútvegs í Evrópu- bandalaginu torvelduðu innlendri fískvinnslu að keppa við gámaút- flutning. Samningar þyrftu að nást við Evrópubandalagið eða EFTA eða utan við EFTA um lækkun tollanna sem eru nú tveir milljarð- ar. „Þetta mundi gjörbreyta stöð- unni hér, bæði kjörum í fiskvinnsl- unni og möguleikum okkar til að hafa meira upp úr henni seinna,“ sagði Jón. Hann sagði að auðvitað fengist ekkert fyrir ekki neitt en „er það ekki stærsta hagsmunamál fyrir fólkið okkar í fískinum að sleppa við þennan aðgangseyri? Með þessum orðum er ekki verið að ræða um aðild að Evrópubanda- laginu, við erum að tala um aukna fríverslun með fisk og aukin sam- skipti." Jón var spurður um hvernig mætti eyða rekstrarhalla ríkissjóðs og sagði hann að róttæk uppstokk- un þyrfti að koma til meðal annars með því að draga úr útgjöldum vegna landbúnaðar og að huga að rekstri ríkisstofnanna. Sérstaklega þeirra sem taka að sér verkefni fyrir aðra. Þar yrði að ná endum saman í rekstri. Fara þarf yfir öll ríkisfyrirtæki í samkeppnisgreinum og breyta þeim í hlutafélög, Búnað- arbankann, Sementsverksmiðjuna eða Áburðarverksmiðjuna. Lausnin mætti ekki vera eingöngu sú að hækka skatta. Draga ætti úr vægi tekjuskattsins og hafna hátekju- skatti eða hátekjuþrepi, það væri eingöngu skattur á yfirvinnuna og fyrirhöfnina en ekki sanngjörn nið- urjöfnun. Karl Steinar Guðnason sagði meðal annars, að þrátt fyrir ótrú margra á síðustu kjarasamningum hafí þeir sömu síðar lýst yfir ánægju með þjóðarsáttina, hún hefði sannað sig. En nú væri ljóst að hækka þyrfti skattleysismörkin og laun láglaunafólks, þar væri ólga undir niðri. Nauðsyn bæri til ' að bæta Hfskjör og ein leið væri að reisa álver og virkja orkulindir. Nú væru viðræður að hefjast á ný um kjarasamninga vegna álversins og yrði'þeim lokið í maí. Sagði hann það skiljanlegt að sjómenn norðanlands og sunnan bæru saman kjör sín en hann hefði áhyggjur af fískverkafólkinu sem sæti eftir. Reynt hefði verið að halda jafnvægi en spurningin væri hvort ekki ætti að skylda alla sjó- menn til að landa á fiskmarkaði og leyfa jafnframt útlendingum að bjóða í fiskinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.