Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUft 12. APRÍL 1991
23
DavíðOddsson
á Egilsstöðum
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
efnlr til almenns stjómmá/afundar í Valaskjálf
á Egilsstöðum laugardaginn 13. apríl.
Fundurinn hefst kl. 13:30.
Egilljónsson flyturstutt ávarp og
Kristinn Pétursson lokaorð.
Fundarstjóri: Hrafnkell A.jónsson.
Allir velkomnir.
Kristinn
nrafnkell
FRELSI OG
MANNÚÐ
„Við tökum þátt í við-
ræðum Efta-ríkjanna
við Evrópubandalagið
um Evrópskt efnahags-
svæði og við tökum þátt
í Gatt-viðræðunum.
Þannig reynum við að
tryggja að þrátt fyrir
Sameiginlegan markað
E vrópubandalagsins,
verði viðskiptahags-
munum okkar borgið
innan þess.“
Það eru minnst 6 til 7 ár, þar til
við þurfum að taka afstöðu til inn-
göngu í EB. Þann tíma eigum við
að nota og vinna okkar heimavinnu.
Um 70% af okkar útflutningsafurð-
um fer til Evrópubandalagsins. Við
erum öll sammála því að útflutning-
ur þarf að aukast og eflast á næstu
árum. Samkeppnin mun harðna,
áætlað er að vöruverð innan Evrópu-
bandalagsins muni lækka um 6%.
Við tökum þátt í viðræðum Efta-
ríkjanna við Evrópubandalagið um
Evrópskt efnahagssvæði og við tök-
um þátt í Gatt-viðræðunum. Þannig
reynum við að tryggja að þrátt fyrir
Sameiginlegan markað Evrópuband-
alagsins, verði viðskiptahagsmunum
okkar borgið innan þess. En ekki
er sppið kálið þótt í ausuna sé kom-
ið. íslensk stjórnvöld verða að búa
fyrirtækjunum sambærileg rekstrar-
skilyrði og em hjá EB. Það verða
settar kröfur um aukið eftirlit með
innflutningi til EB, t.d. um öryggis-
staðla. íslensk fyrirtæki verða því
að sníða sína framleiðsluvörur að
reglum EB og er ekkert nema gott
um þær að segja, þar sem þær koma
öllum neytendum til góða. íslensk
fyrirtæki verða líka að koma á meiri
hagkvæmni í rekstri ef þau ætla að
halda markaðshlutdeild sinni. Þeim
er nauðsynlegt að auka hlutdeild
sína og ná fram meiri framlegð til
að vega upp á móti lægra vöruverði.
Kostir — Ókostir
Hvað um veiðiheimildir EB-togara
innan okkar fiskveiðilögsögu. Við
erum ekki tilbúin til að slaka á í
þeim efnum, enda um að ræða undir-
stöðuatvinnuveg þjóðarinnar og við
höfum ekki efni á að veita erlendum
aðilum aðgang að okkar fiskimiðum.
Við erum til viðræðna um samskipti
í menningar- og menntamálum, eða
sættum við okkur við t.d. að íslensk-
ir námsmenn verði útilokaðir frá
evrópskum háskólum? Við viljum
gjarnan opna landið fyrir erlenda
íjáfesta á sama hátt og við viljum
eiga kosta á að fjárfesta erlendis.
Við viljum eiga kost á að búa erlend-
is um lengri eða skemmri tíma, það
þýðir að við verðum að bjóða útlend-
ingum það sama.
Ábyrg afstaða
Við tökum þátt í viðræðum um
Evrópskt efnahagssvæði, við tökum
þátt í öðrum viðræðum við Evrópu-
bandalagið. Við viljum vita hvað
okkur stendur til boð og hvað við
verðum að greiða fyrir það. Það
getur engin hrifsað af okkur sjálfs-
ákvörðunarrétt okkar, við göngum
með opnum huga til viðræðna, vegna
þess að við höfum ekki áhuga á að
verða einhver nátttröll norður í
Dumbshafi. Það er auðvelt að koma
með fullyrðingar rétt fyrir kosning-
ar, sem hafa þann eina tilgang að
slá ryki í augu kjósenda. Það getur
hver og einn sagt sér, hversu mikil
ábyrgð býr þar að baki. Við íslend-
ingar eigum því að venjast að stjórn-
Hver trúir Fram-
sóknarflokkmim?
eftir Maríu E.
Ingvadóttur
Framsóknarflokkurinn slær um
sig þessa dagana með slagorðinu
X-B ekki EB, vegna þess að þeir
álíta það hljóma vel í eyrum kjós-
enda. Sama gamla brellan, loforð í
dag, gleymt á morgun.
Þeim finnst þetta slagorð auðvitað
mjög sniðugt og státa sig af því að
hafa þor til að taka afstöðu til inn-
göngu í Evrópubandalagið. En hvað
felst í þeirri afstöðu þeirra, núna á
árinu 1991 að vera á móti inngöngu
í Evrópubandalagið. Telja framsókn-
armenn virkilega að íslendingar séu
svo vitlausir að þeir viti ekki að
ómögulegt er að hafna tilbooði sem
ekki hefur litið dagsins ljós.
Evrópubandalagið — okkar
stærsti útflutningsmarkaður
málamenn slái um sig með stórum
orðum rétt fyrir kosningar, jafnvel
að ráðherrar ausi út kosningavíxlum
síðustu lífdaga sína eins og nýleg
dæmi sanna.
Ég tel að það sé kominn tími til
að stjómmálamenn verði að standa
við stóru orðin og það er ein auð-
veld leið til að sýna það og sanna
að stjórnmálamenn geta staðið og
fallið með gjörðum sínum. Sú leið
er að tryggja Sjálfstæðisflokknum
hreinan meirihluta á þingi. Þá er
ekki hægt að skýla sér á bak við
málamiðlun og millivegi. Sjálfstæð-
isflokkurinn er tilbúinn til að taka á
sig slíka ábyrgð.
Höfundur skipar 6. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi
fyrir næstu Atþingiskosningar og
er formaður málefnanefndar
Sjálfstæðisflokksins um viðskipta-
og neytendamál.
María E. Ingvadóttir