Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 Tryggjum viðunandi starfs- skilyrði í sjávarútvegi eftir Magnús Kristinsson Eins og gefur að skilja hafa orðið miklar umræður í kosningabar- áttunni um sjávarútvegsmál. Eðlilegt er að misjöfn sjónarmið komi fram hjá frambjóðendum og talsmönnum hinna ýmsu stjórnmálasamtaka í landinu um þennan undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar. Ég hef lengi starfað við útgerð og síðar einnig fiskvinnslu í Vest- mannaeyjum, þar, eins og annars staðar í landinu, er enginn fullkom- lega ánægður með núverandi kvóta- kerfi. Mikil umræða átti sér stað á Alþingi og úti í þjóðfélaginu við und- irbúning og setningu laganna um stjórnun fiskveiða er tóku gildi um síðustu áramót. En þrátt fyrir allt má segja að ekki hafi komið fram heillegar og nothæfar tillögur um breytingar sem geti leyst núverandi kvótakerfi af hólmi. Landsfundurinn mótaði skýra stefnu Ég sat Landsfund Sjálfstæðis- flokksins í síðasta mánuði og tók þátt í mótun ályktunar um sjávarút- vegsmál. Fundi nefndar um sjávarútvegs- mál sóttu að jafnaði yfir 100 lands- fundarfulltrúar og voru fluttar yfir 40 ræður meðan á nefndarstörfum stóð. Þar var engin lognmolla í um- ræðum. En upp frá borðum stóðu menn þokkalega sáttir, með skýr skilaboð til þjóðarinnar um stefnu Sjálfstæðis; flokksins í sjávarútvegsmálum. í umræðum eftir Landsfund hef ég orðið var við að ýmsir hafa misskilið ályktun fundarins þegar fjallað er um mótun sjávarútvegsstefnu. Sjáv- arútvegsstefna nær jafnt yfir veiðar og vinnslu. Fyrir er fískveiðistefna byggð á aflamarki í kvótakerfi á flestum fisktegundum en engin físk- vinnslustefna hefur enn verið mótuð af stjómvöldum. Sjálfstæðisflokkur- inn hafnar öllum áformum um auð- lindaskatta á sjávarútveginn í formi veiðigjalds. Slíkt yrði ekkert annað en skattur á landsbyggðina, þar sem yfír 80% fyrirtækja í sjávarútvegi eru utan höfuðborgarsvæðisins. Endurskoðun fiskveiðistefnu Landsfundurinn ályktaði um nauð- syn endurskoðunar núverandi fisk- veiðistefnu á næsta ári, eins og lög gera ráð fyrir. Þar eru engar koll- steypur áætlaðar, aflamarkið hefur orðið ofan á og kvóti verður áfram bundinn við fiskiskip. Engu að síður er nauðsynlegt að gera ýmsar lag- færingar á núverandi kvótakerfí. Sjálfur tel ég brýnt að gefa mögu- leika á varanlegum kvótatilfærslum á milli fiskiskipa. Vel væri hægt að hugsa sér það t.d. að fiskiskip með tiltölulega mikinn karfakvóta á norð- ursvæði gæti skipt honum fyrir þorskkvóta hjá fískiskipi af suður- svæði. Að sjálfsögðu þyrftu slík var- anleg framsöl á kvóta að fara fram með leyfi og umsjón sjávarútvegsráð- uneytis eða stofnunar sem hefði eftir- lit með framgangi fiskveiðistjómun- ar. Framþróun og frekari hagræðing Við sem vinnum við sjávarútveg teljum grundvallaratriði og lífsspurs- mál að vita hvaða starfsskilyrði okk- ur eru búin af stjórnvöldum. Enda- laus óvissa með eldri kvótalög stóð í vegi fyrir eðlilegri framþróun og hagræðingu í sjávarútvegi. Ef lagður verður auðlindaskattur á sjávarút- veginn er búið að kippa fótum undan Magnús Kristinsson atvinnulífinu í sjávarplássum um allt land. Stjómmálaflokkar sem hafa uppi áform um að leggja á slíkan landsbyggðarskatt þurfa að gera kjósendum grein fyrir þessu nú þeg- ar. Þá þarf að taka til og grynnka „Upp frá borðum stóðu menn þokkalega sáttir, með skýr skilaboð til þjóðarinnar um stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum. “ á reglugerðarskóginum í sjávarút- vegsráðuneytinu og gera vinnureglur auðskiijanlegri fyrir þá sem þurfa að starfa eftir þeim. Dæmi um slíkt er reglugerð um vigtun sjávarafla, þar sem íslenskum tölvuvogum, þeim fullkomnustu sem völ er á, er ekki lengur treyst til þess að vigta fram- leiðslu um borð í frystitogurum. Við þurfum að ganga vel um þessa miklu auðlind okkar, fiskinn í sjónum, og tryggja jafnvægi á milli veiða og vinnslu. Þá fyrst næst friður í sjávar- útvegi og spennandi verður að ta- kast á við hin miklu verkefni sem þar bíða. Höfundur er útgerðarmaður og fiskverkandi í Vestmannaeyjum. Mun íhaldið leggja niður félagslega íbúðakerfið? eftir Rannveigu Guðmundsdóttur Skoðun oddvita Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjóm Kópavogs Guðmundur Eyjólfur Konráð Frambjóðendur SjáHstæðisfíokksins iKafpvagninum Tveir af frambjóðendum Sjáifstæðisfíokksins í Reykjavík við Alþingiskosningarnar 20. apríl, Guðmundur Hallvarðsson og Eyjólfur Konráð Jónsson, verða í Kaffivagninum kl. 9:00 í fýrramálið. Um hvað snýst kosningabaráttan? Hver eru stefnumál sjálfstæðismanna? xB FRELSI OG MANNÚÐ var skorinorð í grein hans í Morgun- blaðinu 27. mars sl. Þar segir hann „Það á að leggja niður félagslega íbúðakerfið". Á Alþingi og víðar hafði Sjálf- stæðisflokkurinn talað í þessum dúr, svo sem um leiguliðastefnu, en aldrei var eins skýrt að orði kveðið og nú. Það eru breyttir tímar. Meðan Alþýðuflokkurinn var við stjórnvöl- inn í Kópavogi var það aðalsmerki að viðhalda séreignastefnu fyrir alla, líka láglaunafólkið, með öflugu félagslegu íbúðakerfi. Alls staðar þar sem kratar hafa stjórnað hefur verið lögð megináhersla á uppbygg- ingu félagslegra íbúða, nægir að benda á Kópavog, Keflavík og Hafnarfjörð. Að eiga valkost_____ í öllum þjóðfélögum í kringum okkur eru félagslegar íbúðir val- kostur og yfirleitt eru félagslegar íbúðir 25—30% af íbúðareign lands- manna. Hér er hún 8—9% og nú vilja sjálfstæðismenn leggja niður félagslega íbúðakerfið ef marka má oddvita þeirra í Kópavogi. í hvaða fílabeinsturni búa þessir menn? Þeir tala um séreignastefnu fyrir alla. Félagslega íbúðakerfið er þó einmitt leið til að viðhalda séreignastefnu fyrir alla, líka lág- launafólk. Oddviti sjálfstæðismanna segir líka í greininni: „Það er skelfilegt til þess að vita að Ijöldi fólks verð- ur að slíta hjúskap til þess eins 'að geta orðið forgangshópur í þessu kerfi.“ Ef þessi staðhæfing er rétt, er hann þá ekki einmitt að lýsa afleiðingum af stefnu Sjálfstæðis- flokksins í húsnæðismálum. Ef svo er komið er það þá ekki einmitt vegna þess að ekki hafa verið til valkostir í húsnæðismálum eftir þörf og aðstæðum hvers og eins í þjóðfélaginu og framboð af félags- legum íbúðum hefur ekki verið nægjanlegt. Breyttar áherslur Veruleg breyting hefur orðið þar á á liðnu kjörtímabili. Þriðja hver íbúð sem byggð hefur verið frá því löggjöf um félagslegar íbúðir var sett 1929, hefur verið byggð á þessu mÝTT Sí NA IsAER ^u"s.NGADBlDA^ flni Rannveig Guðmundsdóttir „ Alls staðar þar sem kratar hafa stjórnað hefur verið lögð meg- ináhersla á uppbygg- ingu félagslegra íbúða, nægir að benda á Kópa- vog, Keflavík og Hafn- arfjörð“. kjörtímabili. En hveijir hafa verið kostir láglaunafólks víða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið við stjórnvölinn? Jú, kostirnir hafa verið þeir að taka íbúð á leigu á fijálsum markaði. Oft er um að ræða leigusala sem eignast hafa íbúð, stundum margar, með niður- greiddu fé gegnum almenna sjóði skattborgaranna, Þeir hinir sömu leigja svo húsnæðið á okurleigu fólki, sem er að basla á lágum laun- um. Þessu vildum við jafnaðarmenn breyta. Þess vegna var sett löggjöf um kaupleiguíbúðir. Þess vegna var sett löggjöf um félagslegar íbúðir. Þess vegna var fjármagn stór- aukið til félagslegra íbúða og stór- átak gert undir stjórn Alþýðu- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú talað hreinni röddu um þetta stóra mál. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja niður félagslega íbúðakérfið. Hefur nokkurn tíma komið jafn berlega í ljós að það skiptir máli hveijir stjórna? Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.