Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 45
mun hafa verið um 1950 að leiðir
okkar liggja fyrst saman, við áttum
þá heima í Nökkvavoginum sem var
í friðsælu úthverfi í uppbyggingu.
Þá veittum við athygli tveimur
mönnum sem komu daglega að
afloknum vinnudegi og alla helgi-
og frídaga og voru að sýsla á næstu
lóð við okkur. Þar voru á ferð feðg-
arnir Eggert Guðmundsson og Jón-
as Eggertsson. Eins og gengur byij-
uðu þeir að reisa vinnuskúr og að
því loknu hófu þeir ótrauðir að
koma upp myndarlegu íbúðarhúsi,
reis það ótrúlega fljótt af grunni
og fyrr en varði flutti fjölskyldan
inn. Fljótlega kyntumst við ijöl-
skyldunni, leiddu þau kynni til
órjúfanlegrar vináttu sem aldrei bar
skugga á. Eru gleðistundir okkar
óteljandi, einnig samskipti barna
okkar sem ég tel að hafi verið til
fyrirmyndar.
Jónas tók ungur til hendinni og
fljótlega að afiokinni skólagöngu
hóf hann ungur störf í Bókabúð
Braga. Alla tíð síðan var bóksala
hans starfsvettvangur, var m.a.
verslunarstjóri Bókabúðar Máls og
menningar og fulltrúi Innkaupa-
sambands bóksala. Þá veitti Jónas
árlegum bókamarkaði Félags ís-
lenskra bóksala forstöðu um langt
árabil ásamt vini sínum Lárusi
Blöndal bóksala.
Ungur gekk Jónas að eiga Ólöfu
Magnúsdóttur en hún er ættuð frá
Flateyri við Önundarfjörð, glæsileg
og mikilhæf kona, er óhætt að segja
að hún hafi staðið vel við bakið á
bónda sínum t.d. þegar þau stóðu
í húsbyggingunni kom hún sér upp
smáiðnaði sem hún vann við myrkr-
anna á milli, var það dijúgt búsílag
fyrir heimilið. Jónas og Ólöf áttu
miklu barnaláni að fagna. Börn
þeirra eru Magnús, heilsugæslu-
læknir í Reykjavík, kvæntur Sig-
t'únu Sigurðardóttur, hjúkruna-
rfræðingi, Signrrós, meinatæknir,
gift Ólafi G. Flóvens, jarðeðlisfræð-
ingi, Elín. læknir, starfandi í Kaup-
mannahöfn, gift Torsten Sörensen
viðskiptafræðingi, danskrar ættar,
yngstur er Eggert, viðskiptafræði-
nemi, allt mikið mannkostafólk.
Jónas lét sér afar annt um böm sín
og barnabörn enda sóttu þau mikið
til afa og ömrnu.
Eftir að Ólöf og Jónas höfðu
búið um árabil í Nökkvavoginum
reistu þau sér glæsilegt einbýlishús
í Árbæjarhverfinu og fljótlega eftir
að þau fluttust þangað settu þau á
stofn bókabúð sem nefndist Bóka-
búð Jónasar og þá sem fyrr stóðu
hjónin saman og dafnaði verslunin
vel í höndum þeirra.
Jónas var maður sem tekið var
eftir, hár og myndarlegur, röddin
djúp og karlmannleg, yfírbragðið
drengilegt var orðlagður fyrir orð-
heldni og heilbrigða viðskiptahætti,
enda fór það svo að stéttarbræður
hans leituðu til hans að taka for-
ystu í samtökum þeirra. Hann var
formaður Félags íslenskra bóka-
verslana um árabil. Hann var vara-
maður í framkvæmdastjórn Kaup-
mannasamaka íslands og síðar
gjaldkeri. Hann var um skeið vara-
maður í bankaráði Verslunarbank-
ans.
Þótt Jónas væri oftast störfum
hlaðinn átti hann sín hugðarefni.
Pyrr á árum tók hann mikinn þátt
í kórstarfsemi var um árabil félagi
í kór Fríkirkjusafnaðarins og öðrum
kórum. Sér til ánægju lagði hann
stund á söngnám en hann hafði
góða söngrödd og unni fögrum
söng.
Nú á síðustu árum eignaðist fjöl-
skyldan unaðsreit í Grímsnesinu og
reisti sér fallegan sumarbústað,
leitaði fjölskyldan þangað í öllum
frístundum. Jónas var ekki fyrr
kominn á staðinn að hann var kom-
inn í vinnugallann, gróðursetti og
hlúði að gróðri sínum. Sú skemmti-
lega hefð komst á hjá okkur þrenn-
um hjónum að fagna þorra til skipt-
is á heimilum okkar og við bættist
að halda Jónsmessuhátíð í sumar-
bústaðnum hjá Lou og Jónasi. Síð-
asta þorrablót okkar var haldið
fyrsta laugardag í þorra 1991. Þá
voru veikindin búin að ná heljartök-
um á vini okkar. Var það í síðasta
skipti sem við sáumst. Nokkrum
dögum síðar lagðist hann á sjúkra-
hús og, átti þaðan ekki afturkvæmt..
Nú að leiðarlokum kveð ég vin
minn með miklum söknuði. Við
Dadda og börnin okkar sendum
Lóu, börnum hennar og öðrum ást-
vinum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jakob Tryggvason
Foreldrar: Eggert Guðmundsson,
verkamaður, og Sigurrós Jónsdótt-
ir. Eftirlifandi eiginkona Ólöf Jó-
hanna Magnúsdóttir. Börn þeirra:
Magnús, læknir; Sigurrós, húsmóð-
ir; Elín, læknir, búsett í Danmörku,
og Eggert, viðskiptafræðingur.
Þegar íslendingar taka á móti
erlendum gestum sínum hefur það
verið nánast föst venja að byrja
landkynningu með upptalningu á
áhugaverðustu stöðum landsins:
Hekla, Geysir, Þingvellir, hitaveitan
og svo næst það sem við höfum
verið einna stoltastir af, yfir 100
bókabúðir og þar af yfir 30 þeirra
á einum stað, í Reykjavík. Flestir
erlendir menn hafa nánast tekið
frásögn af 30 bókabúðum á einum
litlum stað, sem skemmtilegar ýkj-
ur. Við vitum hinsvegar að ekki er
um ýkjur að ræða. Nú hafa mál
hinsvegar þróast á þann veg, að
með hinum miklu umbrotum í þjóð-
félaginu, og sem ekki síst er að
finna í verslun, eiga bókabúðirnar,
stolt okkar, mjög í vök að veijast
og týna nú tölunni, þar sem bók-
sala færist í auknum mæli inn í
stórmarkaði og tvær þijár stórar
bókaverslanir. Þessari þróun fylgir
að raunverulegir bóksalar týna
tölunni og í dag er þannig komið
að bóksalar — eins og við skiljum
það orð — má telja á fingrum ann-
arrar handar. Og nú hefur stórt
skarð verið höggvið í þennan litla
hóp, er Jónas Eggertsson hverfur
af vettvangi. Þetta er þróun er ekki
var honum að skapi og hann hafði
miklar áhyggjur af. Honum var ljóst
að sú þjónusta er bóksalinn hefur
veitt íslenskum lesendum í tugi ára
með persónulegum upplýsingum og
oft á tíðum með nauðsynlegri ráð-
gjöf, hverfur með öllu er bóksalan
fer að mestu fram í stórmörkuðum,
þar sem bókinni er hent í matar-
körfuna með smjörlíki og kartöflum
og virðingin fyrir bókinni er rokin
út í veður og vind. Jónas var ekki
myrkur í máli er hann ræddi þessi
mál.
Eldri Reykvíkingar muna eflaust
enn einn af þekktustu bóksölum
Reykjavíkur um miðbik aldarinnar;
Braga heitinn Brynjólfsson, en
hann stofnsetti og rak bóksölu sína
í Smjörhúsinu í Hafnarstræti. Bragi
var mjög fær í sínu starfi og valdi
ekki aðra sér við hlið en þá sem
vissu um hvað starfið snerist og
voru reiðubúnir að taka það alvar-
lega og hann vissi að þar var Jón-
asi að treysta. Jónas hóf starf í
Bókabúð Braga 1944 og vann þar
til ársins 1954 — eða í tíu ár. —
En Bragi var ekki einn um að koma
auga á manninn með bóksalann
innra með sér. Á þessum árum vann
Kristinn E. Andrésson af sínum
alkunna krafti að uppbyggingu
Bókmenntafélagsins Máls og menn-
ingar og bókabúðarrekstri á þess
vegum. Kristinn var sem kunnugt
er mikill mannþekkjari og vissi for-
sendu þess að hugsjónir hans um
fyrirmyndar útgáfufélag og bóka-
verslun, var að hafa góðum mönn-
um á að skipa í forystu fyrirtækj-
anna. Það kom því engum á óvart
að Kristinn lagði leið sína í Bóka-
búð Braga og leitaði liðsinnis hjá
Jónasi Eggertssyni. Þó vitað væri
að samvinna þeirra Jónasar og
Braga væri með ágætum, ákvað
Jónas þó að ganga til liðs við Krist-
in og taka þátt í uppbyggingu
Máls og menningar með því að
gerast framkvæmdastjóri bókabúð-
ar félagsins, sem er langstærsta
fyrirtæki í sinni grein á Islandi í
dag. Jónas starfaði síðan sem fram-
kvæmdastjóri Bókabúðar Máls og
menningar til ársins 1962. Er hér
var komið höfðu samtök bóksala
stofnað eigið innflutningsfyrirtæki.
— Innkaupasamband bóksala — er
annast skyldi innflutning blaða og
bóka fyrir bókabúðirnar. Það þótti
því eðlileg ákvörðun er Jónas ákvað
að fylgja eftir starfi sínu fyrir bók-
sala með því að flytja sig til fyrir-
tækis þeirra sjálfra. Hann gerðist
því fulltrúi hjá Innkaupasamband-
inu 1962 og starfaði þar til ársins
1972. 1967 stofnaði hann eigin
bókabúð, en hélt samt áfram í hlut-
astarfi hjá Innkaupasambandinu til
ársins 1972. Eftir það sinnti hann
aðeins sínu eigin fyrirtæki. Það kom
engum á óvart að hann var fljótur
að ávinna sér virðingu og vináttu'
viðskiptavina sinna og ekki síst
skólamanna er störfuðu í næsta
nágrenni. Þeir fundu fljótt að þar
var kominn nágranni er treysta
mátti í hvívetna og engin fyrirhöfn
var spöruð til að samvinna bóksal-
ans og skólans mætti verða báðum
til ánægju og hagsbóta.
Jónas tók virkan þátt í félags-
starfi bóksala. Hann var m.a. for-
maður í 'Félagi íslenskra bókaversl-
ana. Varamaður í framkvæmda-
stjórn Kaupmannasamtakanna og
gjaldkeri sömu samtaka. Ennfrem-
ur varamaður í bankaráði Verslun-
arbanka íslands.
Ekki verður skilið svo við þessi
fáu minningarorð, að ekki sé minnst
á það starf, sem Jónas er e.t.v.
þekktastur fyrir í hugum Reykvík-
inga. En þar á ég við samstarf
þeirra Jónasar og Lárusar Blöndals,
bóksala, við framkvæmdastjórn
hins landskunna árlega bókamark-
aðar Félags íslenskra bókaútgef-
enda. En sá markaður var frá árinu
1962 sem nokkurskonar framhald
bókaveislu jólanna.
Það var með ólíkindum hvað þeim
félögum tókst að draga að sér þús-
undir manna til þessarar bókaveislu
án þess að til kæmi litaauglýsingar
í sjónvarpi kvöld eftir kvöld. Eg
held að þótt enn séu haldnir bóka-
markaðir hér og þar, að þá náist
ekki aftur þessi sérstaka og ósvikna
markaðsstemmning, sem við minn-
umst frá þessum árum.
Með þessum fljótfærnislegu
minningarorðum vil ég þakka Jón-
. asi langa og fölskvalausu vináttu.
Eiginkonu, börnum og öðrum
aðstandendum votta ég dýpstu
samúð mína og konu minnar.
Jónsteinn Haraldsson
Þegar Jónas Eggertsson bóksali
verður kvaddur hinsta sinni frá
kirkjunni sinni í dag má greina að
vorið er í nánd, þessi einstöku um-
skipti frá dvala vetrarins til vor-
gróðurs alls þess sem móðir jörð
elur og nærir. Það var líkt þessum
svipbjarta vini mínum að deyja inn
í vorið. í ljóði Steins Steinarrs
skálds, í vor, segir m.a. svo:
„og máttur hins gróandi
lífs
ljómaði úr augum þínum."
Glampi augna Jónasar Eggerts-
sonar var hrífandi og máttugur,
ógleymanlegur þeim sem þekktu
hann. Atgervi og persónutöfrar
Jónasar hefðu nýst honum vel hver
sem starfsvettvangur hans hefði
orðið. En í starfi verslunarmanns-
ins, sem dag hvern stendur and-
spænis fyölda fólks, eru glaðlyndi,
einlægni, hisjiursleysi mikilsverðir
eðliskostir. Eg man Jónas fyrst,
þegar hann stjórnaði bókabúð Máls
og menningar við Laugaveginn. Eg
held að ég hafi ekki vitað nafn
hans á þeim tíma, hvað þá að ég
þekkti hann nokkuð. En ég man
glöggt hvað mér þótti hann bjartur
og hrífandi í önnum hversdagsins.
Síðar sátum við í nokkur ár við
sama borð,- þar sem margvísleg
málefni kaupmanna bar á góma og
urðum miklir mátar. Hreinskiptinn
var hann og talaði ekki neina tæpi-
tungu ef honum bauð svo við að
horfa. En drenglyndi hans, einlægni
og heiðarleika dró enginn í efa.
Rösklega gekk hann að hveiju verki
og var á stundum sem ákefð og
eldhugur bæru hann hálfa leið. Það
þreifst engin lognmolla í návist Jón-
asar Eggertssonar, hann hreif allt
og alla með sér til starfs og at-
hafna. Viðmót hans var öðru frem-
ur ljúft, hjartahlýjan ómæld, glað-
værðin fölskvalaus og smitandi.
Jónas Eggertsson var bóksali
eins og þeir gerast bestir, nánast
sérfræðingur um þær fjölskrúðugu
bækur sem í boði voru hveiju sinni.
Hann kynnti sér efni þeirra bóka,
sem voru til sölu hveiju sinni og
hafði trausta dómgreind.
Jónas var um langt skeið formað-
ur í Félagi bókaverslana og starfs-
bræður hans litu alltaf til hans sem
foringja í sínum hópi. Honum var
auk þess margvíslegur trúnaður
falinn^ á vegum Kaupmannasam-
taka íslands. Hann átti um langt
skeið sæti í stjórn þeirra, í stjórn
Almenna stofnlánasjóðsins átti
hann lengi sæti, hann var um ára-
bil varafulltrúi í bankaráði Verslun-
arbanka Islands hf. og er ekki allt
þar með tekið. Jónas var sæmdur
æðsta heiðursmerki Kaupmanna-
samtakanna.
Við leiðarlok eru bornar fram
þakkir þeirra Ijölmörgu, sem með
honum unnu að málefnum kaup-
manna, þakkir starfsbræðra og
starfsmanna KÍ. Fráfall Jónasar í
miðri starfsönn er augljóst harms-
efni. Lífsþróttur hans var mikill en
varð að lúta í lægra haldi fyrir ofur-
efli illvígs sjúkdóms.
Elskulegri eiginkonu Jónasar og
fjölskyldunni allri, sem hann unni
svo heitt, er vottuð einlæg og djúp
samúð. Bjart ljós augna hans og
minningin um góðan mann mun lifa
í vitund okkar allra.
Sigurður E. Haraldsson
Þegar mér barst til eyrna að
heiðursmaðurinn Jónas Eggertsson
bóksali væri látinn staldrar hugur-
inn óneitanlega við.
Ekki mun ég reyna að rekja lífs-
hlaup Jónasar hér en kunnugt er
að hann starfaði mikið fyrir bók-
sala. Okkar kunningsskapur hófst
vegna stofnunar íþróttafélags í Ár-
bæjarhverfi. Fæðing íþróttafélags-
ins Fylkis var erfið og hálfgerður
gjörningur í hverfi þar sem flestir
voru í byggingarbasli. Fáir fullorðn-
ir fengust til starfa en sægur barna
og unglinga voru tilbúin til átaks.
Jónas var þó fljótur að átta sig á
þörfinni á félaginu og frá stofnun
þess hefur hann verið haukur í horni
og rétt fram margvíslega hjálp í
formi sölu getraunaseðla, happ-
drættismiða svo eitthvað sé nefnt
að ógleymdum öllum þeim auglýs-
ingum sem Bókabúð Jónasar hefur
styrkt Fylki með. Jónas átti einnig
sæti í stjórn Fylkis. Jónas var orð-
heppinn maður enda greindur vel
og skapstór þegar á þurfti að halda.
Við köstuðum stundum íslenskum
lýsingarorðum á milli okkar og voru
þau fallegustu oft ekki höfð með.
Var þetta þó alltaf í góðu og aldrei
bar skugga á okkar samskipti. Eitt
er það atvik sem mér hverfur seint
úr minni og þegar Jónas var minnt- w
ur á það þá kom gletta í auga og
smáglott fylgdi með. Atvikið átti
sér stað á Framvellinum við Stýri-
mannaskólann. Var þetta fyrsta
keppnisár Fylkis og var 3. aldurs-
flokkur félagsins að k'eppa. Jónas
stóð á línunni og fylgdist vel með
leiknum. Dómgæslan var slök og
óneitanlega Fylki í óhag. Var nú
farið að þykkna í mörgum og loks
sauð uppúr hjá Jónasi og eftir nokk-
ur vel valin orð til dómarans var
leikurinn stöðvaður og dómarinn
gekk til Jónasar og vísaði honum
frá línunni.
Það er skarð fyrir skildi að Jón-
asi brottgengnum og er mér efst í
huga þakklæti til hans fyrir góðan
kunningsskap. Ólöfu og fjölskyldu
sendi ég innilegar samúðarkveðjur
og vona að minningin um góðan
dreng verði þeim huggun harmi
gegn.
Theodór Oskarsson
í dag verður gerð frá Árbæjar-
kirkju útför Jónasar Eggertssonar
bóksala sem lést 1. apríl sl. Jónas
fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1925.
Kona Jónasar, Ólöf Magnúsdóttir, f
lifir mann sinn en þeim varð fjög-
urra barna auðið. Ætt Jónasar og
lífshlaupi verða ekki gerð skil í
þeim fáu orðum sem hér verða sett
fram, það munu aðrir gera sem
betur þekkja til. íþróttafélagið
Fylkir varð þeirrar gæfu aðnjótandi
í bernsku sinni að hafa Jónas í for-
ystusveit sinni og það vita þeir sem
með honum störfuðu að í kringum
hann var aldrei nein lognmolla og
þótti sumum nóg um ákveðni hans
og baráttukraft þegar málið snerist «
um það að sækja eitthvað það í
hendur borgaryfirvalda, sem mátti
verða til þess að bæta aðstöðu æsk-
unnar í okkar unga og ört vaxandi
félagi. Þó að Jónas hyrfi úr stjórn
Fylkis fylgdist hann ávallt með
gangi félagsins á íþróttasviðinu og
var ófeiminn við að segja sína mein-
ingu á málunum bæði í meðbyr og
andstreymi. Okkar síðasta samtal
átti sér stað í búðinni hans um jól-
in og sem oft áður snerist það um
stöðu mála hjá Fylki. Jónas óskaði
félaginu til hamingju með það að
hafa lokið framkvæmdum við vell-
ina og hafa þar með eignast þrjá
grasvelli auk malarvallarins. Síð-
ustu orð hans við mig voru þessi:
„Jóhannes minn, stattu þig, íþrótta-
húsið verðum við að fá.“ Þannig
var hagur félagsins ávallt ofarlega
í huga Jónasar.
Megi fordæmi hans og eldlegur
áhugi verða okkur hjá Fylki það
leiðarljós sem lýsir okkur fram á
veginn. Jónasi Eggertssyni eru hér
með færðar þakkir fyrir öll hans
störf og margháttaðan stuðning við
félagið.
Eiginkonu, börnum og öðrum
aðstandendum sendum við samúð-
arkveðjur. Megi minningin um góð-
an dreng verða ykkur styrkur á
sorgarstund.
íþróttafélagið Fylkir
Jóhannes Oli Garðarsson
Verslanir Hagkaups og Ikea
verða lokaðar f dag,
föstudaginn 12. apríl,
frá kl. 14.00-16.00 vegna
jarðarfarar Pálma Jónssonar.