Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 43 Hann hafði þann sjaldgæfa kost að eiga auðvelt með að hrósa öðrum og benda á það sem vel væri. Mér var það oft mikilvægur stuðningur. Sjálfum sér hélt hann þó gjarnan til baka, var frekar dulur um eigin hagi og áhyggjur. Hann var hlýr og glaður alla jafnan en það duldist engum að hann var viðkvæmur og næmur maður sem ekki mátti neitt aumt sjá. Fyrir rúmum mánuði stóðum við Haddi frændi minn saman við gröf yngstu dóttur þeirra Ritu, Hafdís- ar, sem lést á voveiflegan hátt. Þá var frændi minn þegar merktur af sjúkdómnum ■ sem dró hann til dauða. Ef til vill voru samveru- stundir okkar nánastar undanfarn- ar erfiðu vikur og mánuði. Þær stundir eru mér mikils virði. Með Hafsteini Sæmundssyni er genginn heilsteyptur og góður mað- ur. Við sem fengum að deila lífínu með honum þökkum honum sam- fylgdina og varðveitum alla tíð minninguna um hann. Elsku Rita mín, börn og tengda- synir. Við samhryggjumst ykkur innilega og biðjum þess að þið finn- ið styrk í sorginni. Álfheiður Steinþórsdóttir Réttur áratugur er liðinn síðan ég kynntist Hafsteini Sæmunds- syni. Ef til vill er það ekki langur tími af mannsævinni, en við vorum orðnir sæmilega frjálsir til athafna sem lífga upp á tilveruna og að nokkru lausir við strit manndómsár- anna. Við bjuggum í sama bæjarfélagi en fundum okkar bar saman úti á rúmsjó, það umhverfi hæfði Haf- steini betur en mér, enda var hann vélstjóri til margra ára. Þarna skap- aðist traust vinátta sem hélst alla tíð. Ég er ekki gefinn fyrir að hlaða lofi á fólk lífs eða liðið, en mér er til efs að raunbetri manneskja verði á vegi manns. Hafsteinn var tilfínn- ingaríkur og hrifnæmur. Hinar björtu hliðar mannlífsins voru hon- um mikils virði og jafnframt áttu framsæknar og róttækar skoðanir stóran sess í huga hans. Hann var vel lesinn og greindur, enda sigld- ari en gengur og gerist. Knatt- spyrnuleikur gat orðið honum upp- spretta mikilla hughrifa og helst mátti hann ekkert aumt sjá hvorki hjá mönnum né málleysingjum. Hafsteinn var léttur í sinni og bros- mildur. Ekki veitti honum af þeim eiginleikum og lærði hann þá ein- stöku list að nýta sér þann kraft sem fólst í jákvæðum lífsviðhorfum og var hann í því tilliti, meira gef- andi en þiggjandi. Á stríðsárunum misstum við ís- lendingar hundruð kvenna til fjar- lægra landa. Hafsteinn jafnaði örlít- ið metin og sótti sér góða og töfr- andi konu til Englands. Þar eignað- ist hann lífsförunaut sem hæfði honum vel. Ég ætla ekki að orð- lengja þá ástúð og umhyggju sem þau sýndu hvort öðru og börnum sínum, það vita allir er til þekkja. Við Hafsteinn sigldum um lygn- an sjó er við hittumst fyrst. Á lífs- ins sjó er sjaldan logn. Fyrir fáum vikum fengu Hafstejnn og fjöl- skylda hans að reyna meira en al- mennt er lagt á fólk. Illvígur sjúk- dómur hefur nú tekið frá fjölskyld- unni langt um aldur fram góðan eiginmann og föður. Hafsteinn er farinn í sína hinstu ferð og ég hefi misst einn minn besta ferðafélaga og vin. Okkar ferð er við ráðgerðum nokkrum dögum fyrir andlát hans verður „Ferðin sem aldrei var farin“. Ég óska mínum kæra vini góðrar heimkomu til þess lands er okkur öllum er fyrirheitið og bið allar góðar vættir að styrkja konu hans, börn og önnur skyldmenni og vil enda mína kveðju á ljóði er gæti átt við lífshlaup þessa drengskapar- manns: „Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sin að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið ef þúsundir gerðu eins.“ (D.St.) Gunnar R. Magnússon Atvinnutæki- færi í sveitum FRAMLEIÐNISJÓÐUR landbún- aðarins, landbúnaðarráðuneytið og Samstarfsnefnd um atvinnu í sveitum gangast fyrir námstefn- unni „Má fjölga atvinnutækifær- um í sveitum?" Námstefnan verð- ur haldin í Húnvallaskóla í Aust- ur-Húnavatnssýslu 13. apríl nk. frá kl. 10-17. Á fundinum fjallar Valgarður Hilmarsson, formaður héraðsnefnd- ar Austur-Húnavatnssýslu, um Hlutverk sveitarfélaga í atvinnu- málum, Arnaldur Bjarnason, at- vinnumálafulltrúi: Þjónustuhlut- verk atvinnumálafulltrúa, Karl Sig- urgeirsson, átaksverkefnisstjóri: Staðbundin átaksverkefni, Guð- bjartur Guðmundsson, ráðunautur: Búnaðarráðunautar og atvinnumál, Jón Pálsson, iðnráðgjafi: Nýsköpun- arvinnubrögð, Jóhannes Torfason, form. Framleiðnisj. landb.: Hvar er aðstoð að fá?, Valtýr Sigurbjarnar- son, Byggðastofnun, Akureyri: At- vinnuþróun, atvinnuráðgjöf, hlut- verk Byggðastofnunar, Runólfur Sigursveinsson, endurmenntunar- stjóri: Fræðslumöguleikar, Ágúst Sigurðsson, bóndi: Ferðaþjónusta bænda og Jóhanna Pálmadóttir, kennari, Hvanneyri: Nýjungar í ull- arvinnslu.___'_______________ Þorleifur Björns- son - Kveðjuorð Fæddur 24. janúar 1926 Dáinn 24. mars 1991 Hann Leifi minn er farinn. Eftir að ég heyrði frá andláti Leifa kom upp í hugann söknuður mikill, já, söknuður vegna þess skarðs sem hann skilur eftir og aldrei verður uppfyllt. Hann var einstakur mað- ur, rólegur og hægur en samt húm- oristi mikill. Hann sýndi best hvaða persónuleika hann hafði að geyma þegar hann barðist gegn sjúkdómn- um sem síðan sigraði að lokum. Það var aldrei að finna á Leifa að hann ætti bágt eða liði illa. Umhyggjan fyrir öðrum var alltaf í fyrirrúmi og það hvernig aðrir hefðu það var alltaf mikilvægara fyrir hann heldur en það hvernig honum liði. Það verður erfitt að koma heim frá Þýskalandi þegar enginn Leifi verður til þess að heimsækja í Leifa- lund, þann sælureit sem hanri skap- aði með ólýsandi dugnaði. Ég full- yrði hinsvegar að hver þúfa, hver steinn, hver hóll og sérhver hæð í Leifalundi á eftir að minna okkur hin á þennan stórbrotna mann sem nú fær hvíld í öðrum heimi. Ég vil með þessum fáu orðum þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast Leifa og hans fjölskyldu og sendi Röddu og börnum þeirra mín- ar innilegustu samúðarkveðjur með von um að Guð styrki þau í sorginni. Elísabet Sveinsdóttir og fjölskylda. Laugardaginn 30. mars var lagð- ur til hinstu hvílu tengdáfaðir minn, Þorleifur Björnsson, en hann andað- ist á Borgarspítalanum á morgni pálmasunnudags. Það er margs að minnast á svona stundu, svo margt ljúft og gott. Hann var einstakur faðir, tengd- afaðir og afí. Hann vildi ávallt fylgj- ast vel með lífi okkar og rétti alltaf hjálparhönd þegar þess þurfti. Dóttir mín og Sigurgeirs sonar hans, naut þess að hafa afa og ömmu nálægt eftir að við fluttum heim frá Danmörku eftir 9 ára dvöl. Þó hún sé bara á þriðja aldursári, þá var afi hennar mikill þáttur í lífi hennar, enda voru barnabörnin 8 hans líf og yndi. Eftir að afi, eins og við yfirleitt kölluðum hann, þurfti að leggjast inn á spítala þar sem hann dvaldi síðustu vikur ævi sinnar, var hún mjög dugleg að heimsækja hann. Nánast daglega bað hún um að fá að fara til afa á spítalann. Við vor- um oft undrandi yfir hvað svona lítið barn virtist skilja. Það var líka gott að heimsækja afa, því ávallt var stutt í góða skap- ið og blíðu þó hann væri orðinn mikið veikur. Það var ekki hægt annað en að dást að dugnaði hans. Hans kristna trú var sterk og einnig styrkti hann okkur öll til að nálgast trúna. Hann vissi að hveiju stefndi og sennilega var hann að undirbúa okkur undir það sem koma skyldi með því að biðja bænir með okkur. Það var ávallt hans hugsun að okkur liði sem best. Elsku tengdapabba á ég margt að þakka, og þá sérstaklega fyrir að hafa verið svo góður afi. Ég bið góðan Guð að styrkja alla ástvini hans og þá sérstaklega tengdamóð- ur mína, því missir hennar er mik- ill, þar sem þau voru sannir viniv og félagar. Nú kemur það í okkar hlut að varðveita allar góðu minningarnar og miðla þeim áfram til barna okk- ar. Að lokum vil ég minnast vers- anna úr Passíusálmunum sem hann kenndi mér og við fórum svo oft með. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. Vaktu, minn Jesús, -vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Minningu hans geymum við í hjarta okkar. Þóra Harðardóttir HJÓLASKÓFLUR 966 F 950 F 6 strokka, 235 hestafla vél — Skóflu- 6 strokka, 180 hestafla vél. — Skóflu- stærðir: 3,3-4,0m3 — Lyftigeta: 15.000 kg. stærðir: 2,5-3,5m3 — Lyftigeta: 15.000 kg. Olíukældir diskhemlar. — Fjöðrunarbúnaöur á skóflutjökkum „Ride con- trol“. — Mismunadrif með tregðulæsingu. — Umhverfis-hljóðeinangrun. — Sjálfvirkur loftþurrkari fyrir hemlaloft. — Auka vökvastjórnloki. — Bretti yfiröllum hjólum. — Kaldræsibúnaður. — Hraðtengibúnaður á skóflu. — Grjóthlífarundirmótorog glrkassa. — Nýrog öflugurvatnskassi. — o.m.fl. ÖRYGGI OG ÞÆGINDI — Hljóðeinangrað veltigrindarhús með: lituðu gleri, öflugri miðstöð og loftkælingu. — Tölvustýrt aðvörunarkerfi tengt 11 skynjurum sem stanslaust skynja ástand tækisins og láta stjórnand- ann vita. — Snúningshraða- og veghraðamæiir. — Stereo útvarp með segulbandi. — Þurrkur með vatnsskolun, að framan og aftan. — Besta fáanlega sæti fyrir stjórnand- ann með fjölbreyttum möguleikum á stillingum, auk öryggisbelta. — Létt og þægilegt veltistýrishjól með neyðarstýringu auk nevðarhpmlnkArfi<?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.