Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. APRIL 1991
15
Framtíð fiskeldis
- Framtíð þióðar
eftir Rannveigu
Tryggvadóttur
Mig hefur lengi dreymt um að
við reyndum að halda landinu okkar
sem hreinustu og iegðum áherslu á
að verða matvælaframleiðehdur
fyrir heiminn. Slíkt myndi auka
jafnvægi í byggð landsins og gera
líf landsmanna ánægjulegra.
Því var það hvalreki fyrir mig
að rekast á viðtal við Skúla Pálsson
í Laxalóni í fylgiblaði Morgunblaðs-
ins, Viðskipti/Atvinnulíf, þann 7.
mars sl. Þessi grein byggir á viðtal-
inu en einnig ræddi ég við Skúla
og Ólaf son hans.
Skúli er frumkvöðull í fiskeldi á
íslandi. Fyrirtæki sitt, Laxalón,
stofnaði hann 1951, áratugum áður
en samskonar fyrirtæki voru sett á
laggirnar í nálægum löndum. Er
Noregur þar með talinn. Sárt hlýtur
það að vera fyrir 85 ára gamlan
eljumann, sem aldrei hefur kunnað
að hlífa sér, að sjá nú á bak fyrir-
tæki sínu undir hamar kerfisins.
Samt er gjaldþrotið ekki meira en
svo að eignir nema því nær skuld-
inni. Ég samhryggist honum og
öðrum þeim, sem gjaldþrot fyrir-
tækis hans hefur komið illa við, en
vil um leið þakka honum og öðrum
sem að fyrirtækinu stóðu það að
hafa lagt sig alla fram um að reyna
að gera góðan hlut til eflingar þjóð-
arhags.
Skúli segir íslendinga geta selt
allan þann matfisk sem þeir geta
framleitt. Við séum t.d. eina þjóðin
í Evrópu sem geti vegna heita
vatnsins alið eða ræktað verðmikinn
humar og fiskitegundir sem þurfa
hlýtt vatn. Með heita vatninu megi
stjórna kjörhita eldisfisksins. Verð-
mikill humar veiðist hvergi í álfunni
nema hér við land. Annars staðar
sé hann að verða uppurinn.
„Hver er lykillinn að dyrunum?"
er Skúli spurður. „Lykillinn er fólg-
inn í heita vatninu okkar. Eitt helsta
vandamálið í fiskeldi í útlöndum er
skortur á heitu vatni. Annar vandi
er mengun. Þessi vandamál eru
ekki fyrir hendi hér. Islendingar
þykja öfundsverðir af aðstöðu sinni,
því þessir þættir eiga að tryggja
öruggari afrakstur og bestu afkom-
una. Svo er ísland miðsvæðis á
markaðssvæðinu miHi Vesturheims
og Evrópu. En alla þekkingu skort-
ir, stjórnkerfið hefur brugðist.
Mönnum er hjálpað af stað en svo
er allt fast. Bankar og sjóðir leggja
út stórfé en taka ekki með í reikn-
inginn að það tekur nokkur ár að
ná peningunum inn á ný. Arðsemin
gæti verið gífurleg, en dæmið nær
aldrei svo langt.“
í því sambandi má nefna að opin-
berir sjóðir lánuðu til uppbyggingar
fiskeldis um sex milljarða króna
1985-90 án þess að nægileg þekk-
ing lægi að baki fiskeldi í landinu.
Skúli fékk aldrei neina opinbera
styrki. Samt er hann sá eini af físk-
eldismönnum sem borgaði milljónir
í skatta eftir að Laxalón fór að
skila arði.
„Þegar stöðvarnar fara svö á
hausinn," segir Skúli, „eru oftast
óhemjuverðmæti í óseldum eldis-
fiski af ýmsum stærðum. Þetta er
mikill harmleikur því möguleikar
íslendinga á þessu sviði eru ein-
stæðir. Og þá á ég ekki bara við
lax- og silungseldi, heldur eldi alls
konar fiskitegunda. Norðmenn eru
farnir að ala þorsk. Ef við tækjum
þau mál föstum tökum gætum við
um aldamótin framleitt hátt í það
sem allur kvótinn er í dag. Framtíð-
in liggur í framleiðslu slíkra eld-
isfiska og við munum finna enn
meira fyrir því ef Evrópubandalagið
(EB) kemur inn á miðin við ísland.
En þetta breyfir menn ekki. Hér
ræður skammsýní og eiginhags-
munasemi." Skúli segir öfundina
líka eiga hér stóran hlut að máli!
í lok viðtalsins segir Skúli: „Það
segir kannski meira en margt annað
um hvers lags rugl hér er í gangi
að sonur minn, Ólafur, sem er bæði
sprenglærður og margreyndur fisk-
eldismaður, gat sig varla hreyft
fyrir girnilegum tilboðum um ráð-
gjafar- eða stjórnunarstörf í fiskeldi
víða erlendis er það fréttjst að Laxa-
lón væri að rúlla og Ólafur væri
þar með á lausu. Hann er nú farinn
til Danmerkur, en það vildu margir
3
I
IC
ni
fá hann. Þannig er á málum haldið
hér á landi, að menn á borð við
Ólaf geta ekki starfað hérna þótt
þeir vildu helst hvergi annars stað-
ar vera!“
Sjálfra okkar vegna verðum við
að rígbalda í kunnáttumenn sem
Ólaf til efiingar þessari stórkostlegu
atvinnugrein, sem er eins og sniðin
fyrir landið og auðlindir þess.
Sjálfstæði þjóðarinnar er undir
því komið að hún standi sjálf undir
útgjöldum sínum. Einstaklingar,
sem með athöfn sinni skapa þjóð-
Rannveig Tryggvadóttir
„Skúli segir íslendinga
geta selt allan þann
matfisk sem þeir geta
framleitt. Yið séum t.d.
eina þjóðin í Evrópu
sem geti vegna heita
vatnsins alið eða rækt-
að verðmikinn humar
og fiskitegundir sem
þurfa hlýtt vatn.“
inni verðmætij eru svo nauðsynlegir
hlekkir til viðhalds sjálfstæðinu að
án þeirra glötum við því. Það er
ekki alltaf sem menn hafa skilið
þ.að eða vilja skilja það. Við verðum
að gera það upp við okkur hvort
við viljum vera húsbændur í eigin
landi eða ekki!
Höfundur er þýðandi.
Maðurinn, sem
Davíð þorir
ekki að mæta
Jón Baldvin
Hannibalsson
á Akureyri
á almennum stjórnmálafundi í
Alþýðuhúsinu, föstudaginn 12. aprfl
kl. 20.30.
Umræðuefni:
Kjörseðillirm, skattseðillinn,
launaseðillinn, auði seðill
íhaldsins og týndu
minnisseðlarnir hans
Steingrfms.
Ávörp flytja tveir efstu menn á A-lista í
Norðurlandskjördæmi eystra, Sigbjörn
Gunnarsson og Sigurður Arnórsson.
ALÞÝÐUFLOKKURINN
Sigbjörn Gunnarsson
Sigurður Arnórsson