Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1991 17 Evrópuríki ísland og EB eftir GuðmundH. Garðarsson Sérhver íslendingur, sem kominn er til vits og ára, á_ að láta sig skipta með hvaða hætti ísland á að aðlag- ast nýjum og breyttum viðhorfum í samskiptum og samstarfí þjóða. Engin á að fínna til smæðar vegna þess, að einhveijir oft á tíðum sjálf- skipaðir „sérfræðingar“ í utanríkis- málum reyna að tileinka sér umræð- una og marka stefnuna út frá oft á tíðum einstrengislegum viðhorfum, sem eiga sér ekki rætur í íslensku umhverfi ogþeim raunveruleika, sem meginþorri Islendinga býr við. Með þessu er ekki verið að segja að engu megi breyta né að íslendingar skuli ekki tileinka sér nýjungar, sem horfa til framfara ogalmennra heilla. Held- ur er fólk hvatt tii að kynna sér vel hvað felst 1 enn frekari nálgun ís- lands og Evrópubandalagsins. Hvað vinnst og hvað tapast fyrir hinum almenna manni, einstaklinginn, sem vill lifa og starfa á íslandi um ókomna framtíð. ísland og Bandaríkin Ýmsir, þar á meðal höfuhdur þess- arar greinar, hafa átt þess kost í gegnum lífsstarf sitt að kynnast all- vel þeiiri þróun, sem hefur átt sér stað og á sér nú stað í Vestur-Evr- ópu jafnframt því sem þeir hafa kynnst kostum þess að ísland hefur átt í fleiri hús að venda en Evrópu í utanríkismálum. Á það bæði við um öryggis- og varnarmál sem og í utanríkisviðskiptum. Ber þó sérstak- lega að hafa í huga áratuga árang- ursrík samskipti við Bandaríki Norð- ur-Ameríku. Þau hafa reynst íslend- ingum hagkvæmari, en nokkur toll- amismunur í viðskiptum við Evrópu- ríki. Án viðskiptamöguleikanna við Bandaríkin og stuðnings og velvilja Bandaríkjamanna á tímabili þorska- stríðanna 1958-1976, hefði sigur aldrei unnist í útfærslu íslenskrar fiskveiðilögsögu úr 12 sjómílum í 200 sjómílur. Þetta er staðreynd, sem þeir sem tóku þátt í lausn þessara mála vita gerst. Ef stefna Vestur- Evrópuríkjanna hefði ráðið myndum við enn deila fískimiðunum við Is- landsstrendur með Bretum, Þjóðveij- um, Belgíumönnum og væntanlega Spánveijum og Portúgölum, sem við myndum einnig þurfa að gera gengj- um við í EB. Lífskjör á íslandi væru þá mun lakari. Fjöregg — fiskimiðin Allir ábyrgir stjórnmálamenn á íslandi eru sammála um, að ekki kemur til greina að hleypa erlendum aðilum inn á fiskimiðin. Þá auðlind ætla og verða íslendingar sjálfir að nýta, ef þeir, með góðu móti, eiga að búa í þessu landi. Þetta er hinn efnahagslegi grundvöllur, sem setur þjóðinni ákveðin takmörk og gefur henni jafnframt svigrúm til viðræðna við aðrar þjóðir um stöðu sína og framtíð. Þótt aðrar atvinnugreinar og önnur atvinnustarfsemi skipti miklu máli í verðmætasköpuninni, er það nýting og yfirráð yfir fískimið- unum, fiskvinnslunni og söiu afurð- anna, sem ræður því, hvort á íslandi þróast samfélag 2-300.000 manna á sjálfstæðum og lífvænlegum grund- velli. Skynsamt fólk gerir sér grein fyrir þessari staðreynd, en því miður eru alltof margir, sem ekki virðast skilja þetta, né vilja beygja sig undir þau efnahagslögmál, sem íslenskt umhverfí setur fámennri þjóð á ey- landi nyrst í Atlantshafi. Ýmsir áköf- ustu talsmenn aðildar íslands að EB eða þeir, sem vilja að ísland undir- gangist ákvæði hins nýja efnahags- svæðis hvað verslun, viðskipti, þjón- ustu og fjármagnsstreymi áhrærir, vilja ekki viðurkenna að í því felist raunverulega framsal fullrar sjálfsá- kvörðunar um meðferð þessara mála. ísland og Wall Street Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og þrátt fyrir gagnrýni á eigna- og tekjuskipt- ingu á hveijum tíma, ríkir á íslandi meiri jöfnuður og fólk býr almennt við betri lífskjör og meira öryggi en tíðkast í Evrópu. Aðild að EB mun raska þessu og gjörbreyta eigna- og tekjuskiptingu landamanna með þeim hætti, að misskiptingin verður enn meiri. Einhver hugsanlegur efnahagsbati vegna nýrra atvinnu- tækifæra á íslandi, sem enginn hefur enn bent á í allri umræðunni um aðild að EB, mun ekki fá neinu hér umbreytt. ísland verður aldrei neitt „Wall Street" í samfélagi þjóðanna. Það vita þeir, sem þekkingu hafa á al- þjóðaviðskiptum. Það er einfalt mál fyrir góða skriffínna, sem hafa litlar sem engar rætur í atvinnulífínu, þar sem frumsköpun verðmæta hefst, að setja fram í ræðu og riti, almenn rök fyrir aðild íslands að efnahagssvæði Evrópu. Þessi menn skynja ekki, hversu örlagaríkt það er að missa eigið vald og stjórnun yfír helstu þáttum atvinnulífsins og peninga- og bankakerfinu svo nokkuð sé nefnt. Ábyrgð og eignarhald Það er eftirtektarvert, en kemur þó þeim ekki á óvart sem þekkja, að í skoðanakönnunum um hugsanlega aðild ísland að EB voru það fyrst Guðmundur H. Garðarsson „Ef stefna Vestur-Evr- ópuríkjanna hefði ráðið myndum við enn deila f iskimiðunum við ís- landsstrendur með Bretum, Þjóðverjum, Belgíumönnum og væntanlega Spánverj- um og Portúgölum, sem við myndum einnig þurfa að gera gengjum viðíEB. Lífskjör á Is- landi væru þá mun lak- ari.“ og fremst sérfræðingar og ákveðin tegund þjónustuaðila, sem vildu að íslendingar gengju EB á hönd. Fólk- ið í atvinnulífínu, einstaklingarnir sem axla ábyrgðina vegna starfa á þeim vettvangi, voru andvígir aðild- inni eða of mikilli nálgun. Þessi aðil- ar vita hvað er í húfí. Eignarhald, stjórnun, tekjuskipting, velferð, menntun, vamir, öryggi — allt eru þetta atriði, sem kryfja verður til mergjar, þannig að fólk sjái enn bet- ur með augljósum hætti, hvað í húfi er. Málglaðir skólabókasérfræðingar, sem hafa allt sitt á þurru og þurfa ekki sjálfír að deila eigum sínum, fyrirtækjum eða öðru rrieð erlendum aðilum, eiga ekki að komast upp með að blekkja fólk með lítt studdum rökurn. Að trúa á sjálfan sig íslendingar eni og verða alltaf Evrópuþjóð, en það þýðir ekki að við þurfum að framselja sjálfstæði okkar og fullveldi með aðild að EB. Þessi þjóð býr við þær aðstæður og hefur það mikla möguleika, að hún þarf ekki að gerast aðili að EB til að tryggja sína framtíð. Auðlindir lands- ins og þau gæði sem þær gefa af sér, eru og verða eftirsótt. Þar við bætist að lega landsins mun áfram hafa þýðingu fyrir varnir, öryggi og eftirlit stórþjóðanna á norðurhveli jarðar. íslendingar eiga ekki að láta neins ófreistað til að ná sem bestum samn- ingum við aðrar þjóðir. Það á ekki aðeins við um EB-ríkin. Möguleikar fyrir 2-300.000 manna velmenntaða þjóð eru miklir. ísleiidingar hafa kunnað að nýta sér tækifæri fortíðar- innar og það er ekkert sem segir að þeir muni ekki geta gert það í fram- tíðinni. Til þess þarf trú á sjálfan sig og styrkleika til athafna. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjáifstæðisflokkinn ogá sæti í Evrópustefnunefnd Alþingis. Þórir V. Þórisson „Einn er þó sá flokkur sem í dag sker sig úr með því að vera með skýrustu og heilsteypt- ustu stefnuskrána fyrir hina nýju umbóta- stefnu, en það er Þjóð- arflokkurinn.“ miðstýringu og ríkisrekstri. Þeir kunna ekki önnur úrráð og eiga því að hverfa úr myndinni. Nýr ás kem- ur í ljós þar sem markaðsbúskapur er hið ríkjandi efnahagskerfi. Að markaðsbúskapur standi uppi sem hið eina fullgilda hagkerfí þarf alls ekki að þýða að kapítalismi sé hið eina rétta þjóðfélagskerfi. Hinir nýju pólar gætu orðið auðvalds- hyggja í sinni hreinustu mynd, og markaðshagkerfi með valddreifingu, umhverfísvernd og mannúðarstefnu í fyrirrúmi. Þessum seinni pól má alls ekki blanda saman við vinstri stefnu, en þar eru meginstjómar- hættirnir miðstýring og ríkisrekstur, og lítið hefur farið fyrir manngildis- sjónarmiðum og umhverfisvernd nema e.t.y. .í ;Svíþjóð. Það .sem, gæti valdjð slíkum rugljngi ^r a,ð> mjög margir, vinstri menn á íslandi eru fyrst og fremst húmanistar og hafa hafnað í hinum ýmsu vinstri- og miðjuflokkum vegna þess hve Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lítið sinnt mannúðarstefnu, en ein af megin- stoðunum í stefnu þess flokks er ein- staklingshyggjan. Á undanförnum árum hafa komið fram margir flokkar og hreyfingar sem hafa valddreifingu og mannúð- arsjónarmið á stefnuskrám sínum, nægir að nefna Kvennalistann, Þjóð- arflokkinn, Heimastjórnarsamtökin og Flokk mannsins. Þessir flokkar eru vel til þess fallnir að mynda sam- eiginlega hinn mótstæða pól gegn auðvaldshyggju- og miðstýringaröfl- unum sem nú ríkja í Sjálfstæðis- flokknum. Einn er þó sá flokkur sem í dag sker sig úr með því að vera með skýrustu og heilsteyptustu stefnuskrána fyrir hina nýju umbóta- stefnu, en það er Þjóðarflokkurinn. Hann er ekki miðjuflokkur eða þver- pólitískur flokkur. Þjóðai'flokkurinn er nýtt og ferskt afl með ný viðhorf í stjórnmálum. Þjóðarflokkurinn stefnir að vald- dreifíngu, með því að færa stjómun og pólitískar ákvarðanir út til lands- hlutanna. Þessi valddreifing hvetur þegnana til fullrar ábyrgðar og þátt- töku í ákvarðanatöku. Þjóðarflokkur- inn hefur manngildissjónarmið að leiðarljósi sem hafa skerpst við samr- una við Flokk mannsins. Hann hafn- ar aðild að Evrópúbandalaginu sem stofnar sjálfstæði og sjálfsákvörðun- arrétti þjóðarinnar í hættu, og krefst þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram ef innganga er yfírvofandi. Ég ætla.ekki að tíunda stefnuskrá Þjóð- arflokksins í smáatriðum, en bendi kjósendum á að kynna sér hana gaumgæfilega. Ég skora á kjósendur að samein- ast um að koma á fót sterku stjórn- málaafli til mótvægis við Sjálfstæðis- flokkinn með því að kjósa Þjóðar- flokkinn. „Vinstri“ flokkamir eru steinaldarfyrirbæri. Mikið betri jöfn- un lífsgæða næst með vaiddreifingu, einkaframtaki og mannúðarstefnu en með miðstýringu, ríkisrekstri og eiginhagsmunapólitík. X-Þ. Höfundur er heilsugæslulæknir á Dalvík. ■ ; Tvö höfuð á sömu kú eftir Jón Helga Björnsson Framþróun verður að taka við af kyrrstöðu í íslenskum landbún- aði. Móta þarf skýra stefnu til framtíðar, aðeins þannig geta bændur tekist á við þann vanda sem fyrir liggur. Vanda sem hefur safnast saman undir átta ára stjórn Framsóknar og Alþýðu- bandalags. Sundurlyndi Bændur vita nú ekki hvert stefnir í landbúnaðarmálum. Þeir hafa fengið sendan búvörasamn- ing, en hvað er hann? Formaður Alþýðuflokksins seg- ir hann viljayfirlýsingu og Stein- grímur Sigfússon segir hann samning. Fyrir Jóhannesi Geir þriðja manni á lista Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra er þetta ágætur samningur. A Páli Péturssyni þingmanni Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra er helst að skilja að samningurinn sé ekki á vetur setjandi. Búvörusamningur- inn taki ekki tillit til byggðasjónar- miða og hann sé vondur fyrir bændur. Það er reyndar ekki óvan- alegt að framsóknarmenn hafi tvö höfuð á sömu kú. Á síðustu vikum hefur þannig komið í ljós að ríkisstjórnarflokk- arnir hafa ekki mátt eða samstöðu til að móta landbúnaðarstefnu til framtíðar. Sátt um landbúnaðinn Sjálfstæðisflokkurinn einn hef- ur þann mátt og þá breidd sem þarf til að koma fram landbúnað- arstefnu til framtíðar. Þar ríður á að sátt ríki milli framleiðenda og neytenda. Frumkvæði aðilja vinnumarkað- arins sem skóp þann búvörusamn- ing sem nú er um rætt, er lofs- Jón Helgi Björnsson „Sjálfstæðisflokkurinn einn hefur þann mátt og þá breidd sem þarf til að koma fram land- búnaðarstefnu til fram- tíðar. Þar ríður á að sátt ríki milli framleið- enda og neytenda.“ verð. Sú sátt sem þar hefur náðst getur verið grannur að landbún- aðarstefnu næstu ára. Enda eru þær tillögur i anda þeirrar stefnu sem samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins haustið 1989. Ljóst er að búvörusamningur sá sem liggur fyrir er aðeins skref í átt til -aukins frelsis, margt er óljóst og bíður næstu ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma-að því verki. Ungt fólk kallar á breytingar Ungt fólk getur ekki fellt sig við höft og miðstýringu. Allir hljóta að sjá að ungt fólk sem tek- ur við af foreldram sínum verður að hafa kost á þyí að auka og hugsanlega breyta þeirri fram- leiðslu sem fyrir er. Þannig getur búskapur verið spennandi atvinnu- grein. Aukið fijálsræði er forsenda þess að ungt fólk fáist til að snúa sér að búskap. íslenskur landbúnaður verður að vera opinn fyrir ungu fólki. Því aðeins að hægt sé að virkja atorku og hæfileika þess er líklegt að landbúnaðurinn -standist þá storma sem uni hann blása í dag. Umhverfið Sjálfstæðisflokkurinn leggur megin áherslu á það að umhverfis- vernd eigi að byggjast sem mest á fólkinu sjálfu. I samræmi við það er nauðsynlegt að bændur og samtök þeirra hugi að þessum málum. Hreinleiki og lítil mengun mun verða helsti styrkur íslensks landbúnaðar á komandi árum. Bændur eiga að hafa samstarf við þá aðilja sem vinna að gróður- vernd og uppgræðslu. Sjálfstæðis- flokkurinn telur að beina eigi verk- efnum á sviði landgræðslu til bænda, enda nýtist þekking bænda vel þar. Að lokum Islenskur landbúnaður sem er í náinni snertingu við markaðinn og lifir í sátt við umhverfi sitt, á fyrir sér bjarta framtíð, ef rétt er á málum haldið. Höfundur er líffræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í $ Norðurlandskjördæmi eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.