Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.04.1991, Blaðsíða 32
£2 i .MORGUNBLAÐIÐ .FÖSTUDAGUR ,4/2. APRIl 1991 Þn rvínr innsiglið og átt von i vinning Á næstu dögum áttu von á nýstárlegum bæklingi inn um lúguna. Þar gefst þér tækifæri til að krossa við rétt svör í skemmtilegri getraun. Það eru 10 sólarlandaferðir fyrir tvo í verðlaun. Ferðagetraun íA-flokki Karlakórinn Heimir er hann söng í Höfðaborg. Morgunbiaðið/Emar jóhannsson Hofsós: Karlakórinn Heimir syngnr í Miðgarði Hofsósi. KARLAKORINN Heimir er sá félagsskapur sem hvað mest hefur látið að sér kveða í tónlistar- og menningarlífi Skagfirðinga um langt árabil, og er starf hans mjög öflugt nú sem endranær. 60 söngmenn eru í kórnum sem eru viðsvegar úr Skagafirði. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason og undirleikarar Richard Simm og Jaqueline Simm. Föstudaginn 15. mars hélt kórinn tónleika í Akureyrarkirkju ásamt Karlakór Akureyrar, Geysi, við góða aðsókn og undirtektir áheyr- enda. Miðvikudaginn 27. mars hélt kórinn Heimiskvöld (söng- og skemmtikvöld) í Félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi, og í félags- heimilinu Miðgarði laugardaginn 30. mars. Þessar skemmtanir voru vel sótt- ar og var söng kórsins afar vel tek- ið og varð kórinn að endurtaka mörg lög fyrir þakkláta áheyrendur og syngja aukalög, einnig var kórfé- lögum sem sáu um gamanmál mjög vel tekið. Einsöngvarar með kóm- um voru Pétur Pétursson og Ásgeir Eiríksson, auk þeirra sungu saman tvísöng Gísli Pétursson og Sigfús Pétursson einnig Björn Sveinsson FÉLAGAR úr Óperusmiðjunni ásamt þeim Rúnari Vilbergssyni Leiðrétting- ÞVI miður féll niður setning úr grein Þorgríms Daníelssonar í þlað- inu sl. miðvikudag. Þar átti að standa: „Tökum fyrst höfuðborgarsvæð- ið: Uppbygging þess hefur verið hröð síðustu áratugi. Þar hefur myndast öflugt þéttbýli þar sem fjölþætt þjónustustarfsemi, menn- ing, listir og vísindi hafa blómstrað. slíkt öflugt þéttbýli er hverri þjóð nauðsyn. Það sýnir m.a. reynsla nágranna okkar Færeyinga, þar sem slíkt þéttbýli hefur ekki mynd- ast. Þar hafa stórir hópar fólks flutt úr landi.“ Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. og Sigfús Pétursson. Þá sáu konur kórfélaga um kaffiveitingar sem gestir kunnu vel að meta. Karlakórinn Heimir hefur í mörg ár staðið fyrir miklu tónleikakvöldi á Félagsheimilnu Miðgarði á laug- ardagskvöldi í sæluviku og nú seinni árin í samvinnu við Rökkurkórinn í Skagafirði þá hafa oftast tveir aðkomukórar einnig tekið þátt í tónleikunum. Þessir tónleikar verða nú haldnir í Miðgarði laugardaginn 13. apríl kl. 20.30. Þar koma fram auk Karlakórsins Heimis og Rökkur- kórsins, Rarikkórinn úr Reykjavík og Söngbræður úr Borgarfirði. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi að loknum söng. En Karlakórinn Heimir lætur ekki staðar numið að svo stöddu heldur ætlar kórinn að syngja í fagottleikarar og Bjarna Jónat- anssyni píanóleikara munu laug- ardagskvöldið 13. apríl skemmta gestum Hótel Borgar með léttri dagskrá. Flutt verða ljóð þýska tónskálds- ins Bertholts Brecht við lög þeirra Kurts Weil og Eisler. Húsið verður opnað kl. 19.00 og er aðgangseyt'ir fyrir skemmtun og dans 1.200 kr. Boðið verður uppá fjölbreyttan matseðil í stíl við tónlistina, s.s sal- öt, súpur, osta, omelettur, steikur og kökur. Dagskrá sem þessi er þægileg tilbreyting í skemmtanalíf borgar- innar, flutt verða verk í léttari kant- inum eins og Makki hnífur úr Tú- skildingsóperunni. Haukur Morth- ens og hljómsveit leika svo fyrir dansi til ki. 3.00 og er húsið opnað kl. 23.00 fyrir dansgesti. Borðapantanir eru daglega á Hótel Borg. Hlíðarbæ við Akureyri og Félags- heimilinu Ýdölum í Þingeyjarsýslu 1. maí, ef til vill mun kórinn einnig syngja víða á næstunni. Þá mun kórinn fara í söngferð til þriggja Norðurlanda 5. júní nk. en honum er boðið að taka þátt í móti 13 kóra í Stryn í Noregi 9.-10. júní nk. Hann mun einnig halda sjálfstæða tónleika á nokkrum stöð- um í Noregi, Svíþjóð og Danmörku í ferðinni sem tekur 14 daga. Þetta verður þriðja utanlandsferð kórsins en hann hefur áður farið til Noregs og ísraels og Egyptalands í söng- ferðir. Þá má geta þess að lokum að söngur kórsins hefur nýlega verið hljóðritaður vegna fyirhugaðrar útgáfu hljómplötu á þessu ári. Formaður kórstjórnar er Þorvald- ur G. Óskarsson á Sleitustöðum og hefur verið það um árabil og er það ekki hvað síst honum að þakka hvað starf kórsins er gróskumikið. - Einar Ráðstefna um villt spendýr LÍFFRÆÐIFÉLAG íslands efn- ir til ráðstefnu um villt íslensk spendýr í Norræna húsinu 12.-13. apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verður í 24 fyrir- lestrum fjallað um rannsóknir á refum, minkum, flökkuspen- dýrum, hvölum, selum og hrein- dýrum. Sambærileg ráðstefna hefur aldrei áður verið haldin hér á landi en undirbúningur hennar hófst á síðasta ári. Undirbúningsnefnd ,sem séð hjefur um efnisval og efni- stök á ráðstefnunni skipa dýra- fræðingarnir ERlingur Hauksson, Jóhann Siguijónsson, Karl Skírn- isson, Páll Hersteinsson og Skarp- héðinn Þórisson. Meðal erinda á ráðstefnunni má nefna erindi Páls Hersteins- sonar um félagskerfi íslenska mel- rakkans, tímgun villtra minka á íslandi eftir Karl Skírnisson, leður- blökur á íslandi eftir Ævar Peters- en, rannsóknir á hvölum við ísland eftir Jóhann Siguijónsson, rann- sóknir á selum við ísland eftir Erling Hauksson og geislavirk efni í hreindýrum eftir Sigurð Sigurð- arson. Ráðstefnan er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Bæklingur með útdráttum erindanna liggur frammi í Norræna húsinu ráðstefnudagana. Hótel Borg Óperusmiðjan á Hótel Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.