Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 1

Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 1
72 SIÐUR B/C 86. tbl. 79. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Landamæradeila Japana og Sovétmanna: Minnkandi líkur á samkomulagi Tókýó. Reuter, The Daily Telegraph. HÁTTSETTIR japanskir embættismenn sögðust ekki sjá nein merki þess að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti væri tilbúinn að semja um fjórar japanskar eyjar sem Rauði herinn lagði undir sig í lok seinna stríðsins eftir að fyrsta viðræðufundi hans og Toshiki Kaifu forsætisráðherra Japans lauk. Embættismaður í utanríkis- ráðuneytinu í Tókýó sagði að Gor- batsjov hefði engan samningavilja sýnt enda ætti hann undir högg að sækja hjá harðlínumönnum heima fyrir sem vildu fyrir enga muni semja um framtíð eynna við Japani. iíyodo-fréttastofan sagði að japönsk stjórnvöld væru tilbúin að veita Sovétmönnum allverulega efnahagsaðstoð og tryggja miklar fjárfestingar japanskra fyrirtækja Jí Japan, en því aðeins að sam- komulag næðist í landamæradeilu ríkjanna. ið í veg fyrir að ríkin semdu form- lega um frið. Stjórnmálaskýrendur álíta að staða Gorbatsjovs sé of veik til að hann geti látið eyjarnar af hendi. Stjórnendur sovéska hersins séu á móti öllu landaafsali og bendi á að eyjarnar geti verið mikilvægar frá hernaðarlegu sjón- armiði. Stjórn Kaifus er einnig sögð of veik til að geta sætt sig við annað en fullnaðarsigur í deil- unni um eyjarnar. Sjá „Heillaðir af ríkidæminu í Japan“ á bls. 29. Kúrdísk móðir þvær hár barna sinna í Silopi-búðunum í Tyrklandi en þangað hafa nokkur þúsund Kúrda verið flutt. Þar fengu flóttamennirnir nógan mat og vatn í fyrsta sinn í tvær vikur. Gorbatsjov sagði i ræðu undir kvöldverði í keisarahöllinni í Tókýó í gærkvöldi, að Sovétmenn vottuðu fjölskyldum japanskra stríðsfanga sem fluttir hefðu verið til Síberíu, virðingu sína. Hann steig þó ekki skrefið til fulls og baðst afsökunar á framferði Sovétmanna sem not- uðu fangana sem þræla í námum og við jámbrautalagnir. Gorbatsjov og eiginkona hans, Raísa Gorbatsjova, hófu fjögurra daga opinbera heimsókn sína til Japans í gær. Þúsundir hægrisinna efndu til mótmæla í Tókýó vegna komu Gorbatsjovs sem er fyrsti Sovétleiðtoginn er sækir Japani heim. í stríðslok tóku Sovétmenn nokkrar eyjar af Japönum sem hafa krafist að fjórar þeirra verði japanskar á ný. Deilan hefur kom- Bandarískir hermenn sendir til Norður-íraks Nikósíu, Washington. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur ákveðið að senda hermenn til hjálpar- starfs á slóðum Kúrda í norðurhluta Iraks þar sem hundruð þúsuiula manna eru á flótta undan hersveitum Saddams Husseins Iraksfor- seta. Bandariskar og breskar herþyrlur hófu í gær matvælaflutninga til flóttamanna í hinu harðgera fjallahéraði á landamærum Tyrk- lands og Iraks og berst flóttafólkinu því neyðarhjálp mun hraðar en áður. Marlin Fitzwater, talsmaður I sveitir yrðu sendar til norðurhluta Bandaríkjastjórnar, sagði að her- | íraks til að hjálpa til við dreifíngu hjálpargagna en myndu ekki lið- sinna uppreisnarmönnum Kúrda í bardögum þeirra við sveitir Sadd- ams. Yrði um fámennar sveitir að ræða sem yrðu á ferðinni fram og til baka frá stöðvum í Tyrklandi. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að Samein- uðu þjóðimar yrðu að hugleiða að veita flóttamönnum hervernd ef til- Jónas Þórisson trúboði um starfsemi hjálparstofnana í írak: Neyðarhjálpin kemst illa til skila Hluti nauðþurfta fellur í hendur hersveita Saddams Husseins íraksforseta „ÁSTANDIÐ í Bagdad er miklu betra en maður bjóst við eftir allar þær loftárásir sem gerðar hafa verið á borgina. Eyðileggingin er mun minni en ég hélt og takmörkuð við símstöðvar, fjarskiptabygg- ingar og rafveitur, þar sem vélahúsin voru eyðilögð en spennivirk- in við hliðina stóðu óskemmd. Nokkrar brýr á Tígrisánni eru gjör- eyðilagðar en brýrnar eru það margar að það kemur ekki að sök. Það virðist sem loftárásirnar hafi verið nyög markvissar því bygg- ingarnar við hliðina á þessum háhýsum sem skotið var á standa og virðast sáralítið skemmdar eða jafnvel ekki neitt.“ Þannig mælt- ist Jónasi Þórissyni trúboða í samtali við Morgunblaðið, en hann kom í gærkvöldi til Amman í Jórdaníu frá Bagdad í írak. Þangað hélt hann sl. laugardag á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar með tvo vörubíla af hjálpargögnum, mjólkurdufti, lyfjum og öðrum nauð- þurftum. Hluti af því var afhentur Rauða hálfmánanum og átti að nýtast í Bagdad og Basra. Jónas sagði að allt hjálparstarf væri afar erfítt í írak. Ekki væri hægt að koma hjálpargögnum beint til fólksins, allt yrði að fara í gegnum hið opinbera í Bagdad. „Því miður eru skiptar skoðanir um hvernig til tekst og þykir ein- sýnt að ekki er að málum staðið af hálfu Iraka eins og hjálpar- stofnanimar óska sér að þeim væri háttað. Eg hitti í Bagdad bæði heimamenn og fulltrúa ann- arra hjálparstofnana en okkar sem létu óánægju í ljós með hversu erfitt það virtist vera að fá að koma hjálpargögnum beint til fólksins. Það er ljóst að eitt- hvað af þeim fer til yfirvalda og til hersins, en það er verið að reyna að fínna leiðir til þess að sem mest af hjáipargögnunum fari til þeirra sem mest eru þurfi. Það berast til dæmis fréttir af mjög alvarlegu ástandi í Basra en afar iila hefur gengið að fá leyfi til að fara þangað með hjálp- argögn. Það hefur reynst erfitt að fá heimild til að koma ein- hveiju hjálparstarfi í gang nema það sé algjörlega i höndum hins opinbera," sagði Jónas. „Það er sáralítið rafmagn í Bagdad og aðeins lítill hluti borg- arinnar fær rafmagn á kvöldin. Símasamband er ekkert í landinu. Vatnsleysi er mikið og veldur það gífurlegum vandræðum. Það vatn sem er að fá er mjög mengað og verður að sjóða það rækilega til drykkjar. Umferð er enn mjög lítil, það sást varla bíll á ferð nema í Bagdad, því lítið bensín er að hafa í landinu. Á yfirborðinu kann daglegt líf að vera að færast í eðlilegt horf í Bagdad en þar er gífurlegur skortur af nauðþurftum. Það er hægt að fá ýmislegt á svarta- markaðsverði, kannski 15 sinnum dýrara en það kostaði áður, og þess vegna líða þeir skort sem minna hafa á milli handanna. Ég fór á tvö sjúkrahús og sá þar talsvert af vannærðum börn- um. Þau báru þess merki að hafa ekki fengið þá umönnun sem þau hefðu þurft á að halda í langan tíma. Þriggja mánaða börn litu út eins og þriggja vikna,“ sagði Jónas. raunir yrðu gerðar til þess að hindra eða koma í veg fyrir hjálparstarf á svæðum Kúrda. Sagðist Major jafn- framt hafa falið lögmönnum að kanna hvort aðför Saddams að Kúrdum og öðrum þjóðarhópum sem honum væru andsnúnir jafnað- ist á við þjóðarmorð, samkvæmt skilgreiningum alþjóðasamninga og laga. Matvælaflutningar við landa- mæri Tyrklands og íraks gengu mun betur í gær eftir að banda- rískar og breskar þyrlur tóku til við flutninga. Nokkur þúsund Kúrda voru í gær flutt í tyrkneskar búðir sem verið hafa áningarstaður pílagríma á leið til Mekka og er vistin þar mun betri en á fjöllum. Enn er óslitinn straumur flótta- manna frá írak til Tyrklands og írans, en talið er að nú hafí nær- fellt tvær milljónir manna flúið undan sveitum Saddams forseta, þar af hírast allt að 700 þúsund manns í úfnu fjalllendi við tyrkn- esku landamærin. Tyrkir hvöttu ríki heims til að koma þeim til hjálpar því þeir réðu ekki sjálfir lengur við þann vanda sem borið hefði að höndum. Þjóð- veijar ákváðu í gær að þrefalda stuðning sinn við íraska flóttamenn og veita 150 milijónum dollara, jafnvirði níu milljarða ÍSK, til hjálp- arstarfsins. Fulltrúi Alþjóða Rauðakrossins sagði í gær, að fimm milljónir manna í suðurhluta íraks liðu einn- ig gífurlegar hörmungar og líf þeirra væri í hættu, m.a. vegna farsótta sem brotist hefðu þar út. Sjá „Sendum ekki hersveitir til að handsama Saddain Hus- sein“ á bls. 28.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.