Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 35

Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 35
MÖftbiMijAÐib 'aÞ'riijI^'í'' jK/lJ Reykjaneskjördæmi: Efstu menn á framboðslistum svara spurningum nemenda FG Efstu menn á sex af ellefu framboðslistum í Reykjaneskjör- dæmi mættust á framboðsfundi sem nemendafélag Fjölbrautar- skólans í Garðabæ stóð fyrir í gær. I upphafi fundarins gerðu frambjóðendur nemendum grein fyrir áherslum þeirra í helstu málaflokkum en nemendur báru síðan fram spurningar og var greinilegt að áhugi þeirra beind- ist að mörgum málaflokkum. Frummælendur á fundinum voru Ólafur G. Einarsson, Steingrím- ur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Sigurðsson, Júlíus Sólnes og Anna Ólafsdóttir Björnsson. Ólafur G. Einarsson var m.a. spurður um stefnu Sjálfstæðis- flokks varðandi jöfnun atkvæðis- réttar. „Við viljum að kosningalög tryggi jafnræði kjósenda og munum vinna að því. Það verður viðfangs- efni í næstu stjórnarmyndunarvið- ræðum að stíga stærri skref í því máli heldur en við höfum stigið til þessa,“ svaraði Ólafur. Steingrímur Hermannsson var m.a. spurður að því hvernig Fram- sóknarflokkurinn hygðist hagræða rekstri í landbúnaði. „Við verðum Nemendur Fjölbrautarskólans í Garðabæ spyrja efstu menn á listum framboðslistanna í Reykjaneskjör- dæmi út í stefnumál flokka þeirra á fundi í Fjölbrautarskólanum i gær að ná kjöt-og mjólkurframleiðslunni niður í það sem við þurfum sjálf en flokkurinn er mótfallinn því að flytja inn landbúnaðarafurðir sem við höfum hér svo- góðar fyrir,“ svaraði Steingrímur. Ólafur Ragnar Grímsson var spurður að því hvort hann væri stoltur af því að hafa kúgað launa- fólk með þeim hætti sem gert hefði verið í BHMR deilunni. Ólafur Ragnar sagði málið ekki snúast um stolt. Þarna hefði verið um hags- muni almannaheillar og efnahagsl- ífsins að ræða á móti hagsmunum ákveðins hóps. Jón Sigurðsson var m.a. spurður að því hvort hann myndi beita sér fyrir því að fleiri landbúnaðarvörur yrðu fluttar inn í kjölfar ostlíkisins, ef hann ætti eftir að sitja áfram sem viðskiptaráðherra. Jón kvaðst hiklaust myndi gera það, ekki síst vegna þess að innflutningur á ost- líkinu hefði vakið athygli á fram- leiðslu mozzarella osts á Höfn í Hornafirði. Júlíus Sólnes var spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af niður- stöðum skoðanakannanna sem sýndu að F-listinn hefði ekki miklu fylgi að fagna. Hann sagði svo ekki vera því fjöldi fólks óttaðist að við- urkenna í slíkum könnunum að það styddi ekki fjórflokkinn. „Slíkt er ofurvald fjórflokksins að fólk á það á hættu að missa vinnunna ef það segist í slíkum könnunum styðja aðra flokka,“ sagði Júlíus. Anna Ólafsdóttir Björnsson sagði aðspurð að innganga í Evrópuband- alagið kæmi ekki til greina af hálfu Kvennalistans. Framsókn í Tækniskólanum Tveir efstu menn Framsóknarflokksins í Reykjavík, Finnur Ingólfsson og Ásta R. Jóhannesdóttir, heilsuðu upp á nemendur og kennara Tækniskólans í hádeginu í gær. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur: Varað við aukinni neyslu á „reyklausa“ tóbakinu AÐALFUNDUR Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur þann 25. mars sl. ályktaði mcðal annars um mik- ilvægi þess að félagið héldi áfram öflugu tóbaksvarnarstarfi í skól- um, og góðum árangri af reykingavörnum var fagnað, en jafnframt varað við aukinni neyslu á „reyklausu“ tóbaki. Fagnað var kaupum á íbúðum i þágu aðstandenda krabbameins- sjúkliuga sem búa utan höfuð- borgarsvæðisins, og lýst ánægju með aukna starfsemi krabba- meinsfélaga á landsbyggðinni. Ennfremur var tekið undir þá hvatningu krabbameinssamtak- anna, að sérhver einstaklingur gæti að lífsháttum sínum og sýni árvekni um sjúkdómseinkenni. Tóbaksvarnarstarf í grunnskólum var sem fyrr viðamesti þátturinn í starfsemi félagsins. Fram kom að þau krabbameináfélög öhnúr,1 'setn1 nú hafa fastráðna starfsmenn, taka öflugan þátt í þessu starfi og fá til þess styrk frá Happdrætti Krabba- meinsfélagsins, sem jafnframt er helsta fjárhagsstoð Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur. Niðurstöður könn- unar sem gerð var á reykingum grunnskólanema í fyrrasumar sýndu að í heild hafði dregið úr reykingum skólabama í öllum læknishéruðum þar sem fyrri kannanir voru til sam- anburðar. Á hinn bóginn hafa borist vísbendingar um það undanfarið að hætta sé á aukinni útbreiðslu vissra tegunda af munn- og neftóbaki, ekki síst meðal bama og unglinga. í upphafi aðalfundarins minntist formaður félagsins Alfreðs Gíslason- ar læknis, sem lést í október sl. Al- freð var einn helsti frumkvöðull að stofnun Krabbameinsfélags Reykja- víkur, en hann var formaður þess árin 1952-1960 og heiðursfélagi frá 1974-.---r—----------------------— PHILIPS 20 tommu litasjónvarp • Hágæöa litaskjár • Fullkomin fjarstýr- ing semstýriröllum aögerðum • Sjálfleitari • 40 stöðva minni • Sjálfslökkvandi stillir Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNl SÍMI69 15 20 í sanutittífiwc Formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur er Jón Þ. Hallgrímsson yfirlæknir. Aðrir í stjóm em Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Ólafur Har- aldsson aðstoðarsparisjóðsstjóri, Páll Gíslason yfirlæknir, Sigríður Lister hjúkrunarforstjóri, Sveinn Magnús- son héraðslæknir og Þórarinn Sveinsson yfirlæknir. Framkvæmda- stjóri er Þorvarður Örnólfsson. Meim en þú geturímyndaó þér! FRAMBJOÐENDURIREYKJAVIK SITJA FYRIR SVÖRUM virka daga frá kl. 16.30-1 8.00 á Laugavegi 1 7, 2. hæð, símar 622908 - 620277. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.