Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 20
20 26f iIIíMA .7:1 Jf IflACJlMI /GIM U13AJH#4UOHOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 17. APRÍL 1991 N G 'S K O S N G A R Afleiðing' af sfcefnuleysi stj óni- valda í fiskvinnslu og iðnaði eftir Kristin Pétursson Á undanfömum dögum hafa stjórnarflokkamir keppst um að hæla sér þannig að halda mætti að á ferðinni væm ofurmenni, einskonar „súper“ Denni, Óli, JÓn og allir hinir ráðherrarnir. Ekki er þó minnst á það að það sem áunnist hefur er yfirleitt ekki stjómvöldum að þakka heldur þvert á móti. Þannig er lækk- un verðbólgunnar að þakka aðilum vinnumarkaðarins, o.s.frv. Veruleg hætta er þó á að verðbólgan fari á fulla ferð vegna yfirdráttar í Seðla- banka vegna fjárlagahalla og gengd- arlausra skulda og útþenslu ríkisins. Þegar einstök mál em hinsvegar skoðuð af raunsæi, kemur hinn kaldi raunvemleiki í ljós. Lítum nánar á tvö dæmi. Þróun í fiskvinnslu og iðn- aði. Þróunin í fiskvinnsiu Stefnuleysi stjómvalda í sjávarút- vegsmálum hefur t.d. einkennst af fádæma sinnuleysi gagnvart málefn- um fiskvinnslunnar, enda blasir af- leiðing þess hvarvetna við. Sífellt minni umsvif fískvinnslu hér á landi, fækkun starfa, minni vinna fyrir það fólk sem þó er eftir og minni verð- mætasköpun fyrir þjóðina í heild með afleiðingum lakari lífskjara en ella. Umtalsverð fækkun starfa hefur átt sér stað í fiystingu, söltun og herslu frá 1987-1990 um tæp 2.200 árs- verk. Úr 9.276 1987 í 7.085 ársverk 1990. Sjá meðfylgjandi mynd. Hin raunvemlega stefna núver- andi stjómvalda í málum fiskvinnsl- Hg Ársverkum í frystingu söltun og herslu fækkaði um 2191 1987-1990 H[ 7.897 1987 1988 1989 1990 £129 7.085 IH unnar í framkvæmd er því að flytja fiskvinnslu til Efnahagsbandalagsins í stómm stíl s.s. Grimsby og Hull eða á haf út, samanber fækkun starfa hér á landi í fískvinnslu. Ef núverandi þróun og stefna stjórn- valda verður látin viðgangast tekur það einungis 5-8 ár til viðbótar að leggja fískvinnslu hér á landi alger- lega niður, með afleiðingum stórkost- legs tjóns fyrir verðmætasköpun 1 þessu landi. Þetta er hinn kaldi raun- veraleiki um aðgerðir núverandi stjómvalda í málefnum fískvinnsl- unnar. Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr í þessum málum, séu menn læsir og hafí fyrir því að kynna sér hana á annað borð. Ennfremur skal minnt á ítarlega þingsályktun í mörgum liðum, sem greinarhöfundur ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins flutti á seinasta þingi um mótun fiskvinnslustefnu og gerð hef- ur verið grein fyrir hér í Morgunblað- inu fyrir fáeinum dögum (3. apríl sl.) Þar var m.a. komið með tillögur varðandi samkeppnismismunun inn- lendrar fiskvinnslu gagnvart EB, ijarskipta- og uppboðsmarkað - „ís- landsmarkað“, verðlagningu fersk- físks og fullvinnslu. Auk þess vom m.a. tillögur um sérstaka úttekt á áhrifum tollastefnu EB á íslenska fískvinnslu til framtíðar, markaðs- könnun ferskfísks í Evrópu, áhrifum kvótastefnunnar á fiskvinnsluna og byggðaþróun, margfeldisáhrifum fiskvinnslu á aðrar greinar og mögu- leikum á tækniframförum og aukinni framleiðni í fískvinnslu. Þessi þings- ályktunartillaga fékkst auðvitað ekki rædd á Alþingi vegna hrossakaupa .stjómarflokkanna. Ársverkum í iðnaði (fyrir utan ■ stóriðju) fækkaði um 3.336 B 16.205 1 987-1990 I. 1987 1988 1989 1990 15.200 14.288 IH Minni umsvif í framleiðslugreinum eins og fískvinnslu. þýða ekki aðeins minni umsvif verðmætasköpun í þeirri grein heldur einnig þeim at- vinnugreinum sem þjónustað hafa þá grein, beint eða óbeint. Slík þróun kemur hvað harðast niður á lands- byggðinni þar sem mörg iðnaðar- og þjónustufyrirtæki geta ekki fengið önnur verkefni á þeim stöðum sem fiskvinnslan minnkar sín umsvif. Slík þróun er nú í gangi víða um land, þar sem iðnaður og þjónusta hefur dregist vemiega saman í samræmi við minnkandi umsvif í fískvinnslu. Þróunin í iðnaði Enn er þá ástandið eitthvað skárra í iðnaði eða þjónustu almennt? Ef trúa ætti öllum fagurgala stjórnvalda um iðnað gæti fólk haldið að allt „Kjósendur hafa val- kost um það að halda núverandi stefnu í þess- um málum áfram, eða styðja Sjálfstæðisflokk- inn til raunhæfrar lausnar á þeim vanda sem núverandi sljórn- völdum hefur hvar- vetna tekist að skapa.“ væri þar í besta lagi. En hver er raunveruleikinn? Raunvemleikinn er sá að sungnir em svanasöngvar um stóriðju með miklum fjölmiðlasýning- Kristinn Pétursson um, þó árangur sé enn lítill sem enginn. Einstök byggðariög á lands- byggðinni s.s. á Austurlandi vom dregin á asnaeymnum um hugsan- lega staðsetningu stóriðju í viðkom- andi byggðarlagi — allt í plati. En hver er þá árangurinn í öðrum iðn- aði. Sannleikurinn um almennan iðn- Framsóknardraum- urínn sem brást eftir Davíð Stefánsson Enn á ný gengur Framsóknar- flokkurinn til kosninga undir merkj- um byggðastefnu. Nú í vor boðaði Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, ti! sögulegs blaðamanna- fundar þar sem hann kynnti niður- stöður einhverrar nefndar á vegum hans sem setið hafði með sveittan skalla og skrifað enn eina skýrsluna um byggðavandann og byggðastefnu framtíðarinnar. „Byggðastefna síð- asta áratugar hefur bmgðist," sagði forsætisráðherrann og horfði stómm saklausum augum á þjóðina rétt eins og það væru einhverjir vondir menn úti í bæ sem bæm ábyrgð á því og hann sjálfur væri einungis þolandi sem reyndi þó að bjarga því sem bjargað yrði í stöðunni. Hvað er Steingrímur Hermanns- son eiginlega að segja þjóðinni þegar hann segir byggðastefnu síðasta ára- tugar hafa bmgðist? Jú, hann er ein- faldlega að fella þann harðasta áfell- isdóm sem hægt er að fella yfír stefnu eigin flokks. Hann hefði alit eins getað sagt: „Framsóknarstefna síðustu ára hefur bmgðist." Merk- ingin hefði verið sú sama. Á svipuðum nótum var sú yfirlýs- ing framsóknarþingmanns af Norð- urlandi að allt hefði verið í kaldakoli í íslenskum sjávarútvegi þegar ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar tók við völdum á haustdögum 1988. Þá fyrst hefði verið hægt að hefja björgunaraðgerðir í sjávarútvegs- málum um hinar dreifðu byggðir landsins, eftir óstjórn íhaldsins. Sennilega er minnisleysi algengur kvilli á framsóknarheimilinu, a.m.k. virtist þessi þingmaður ekki hafa hugmynd um hvaða dóm hann var að kveða upp yfir Halldóri Ásgríms- syni, sem verið hefur sjávarútvegs- ráðherra í hartnær áratug! Að firra sig ábyrgð Enn einu sinni ætlar Framsóknar- flokkurinn að fírra sig allri ábyrgð á eigin gerðum. Flokkurinn ætlar að heyja enn eina kosningabaráttu und- ir þeim formerkjum að öll óreiðan sé einhveijum öðmm að kenna. Það næsta sem Framsóknarflokkurinn hefur komist því að viðurkenna að hann beri ábyrgð á einhveiju er þeg- ar formaðurinn sagðist hafa verið „plataður" héma um árið. Við skul- um aftur á móti hafa það hugfast „Byggðastefna síðasta áratugar hefur brugð- ist,“ sagði forsætisráð- herrann og horfði stór- um saklausum augum á þjóðina rétt eins og það væru einhverjir vondir menn úti í bæ sem bæru ábyrgð á því...“ að beri einhver ábyrgð á því hvernig ástand mála er í þjóðfélaginu í dag þá er það Framsóknarflokkurinn — flokkurinn sem hefur verið nær sam- fleytt í ríkisstjórn síðustu tvo ára- tugi. Og ekki nóg með það. í þessa tvo áratugi hefur Framsóknarflokk- urinn talið sér það helst til hróss að vera ólíkt öðrum flokkum málsvari byggðastefnu — þeirrar byggða- stefnu sem formaður flokksins segir nú að hafi brugðist. Kjósum ekki byggð gegn byggð Auðvitað brást byggðastefna Framsóknarflokksins. Stefna sem Um námsefni í valgreinum í 8.-10. bekk grunnskóla eftir Ásgeir Guðmundsson Flestir skólamenn og margir for- eldrar muna vel eftir skýrslu umboðs- manns Alþings sem kom fram sl. haust rétt í þann mund er skólar vom að hefja störf. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir námsefni. Skoðun sína byggði hann á lögum og reglugerðum um skólastarf. Menntamálaráðherra óskaði þegar eftir áliti ýmissa stofnana og félaga á niðurstöðum umboðsmanns. Er skemmst frá að segja að flest álit hnigu í sömu átt og umboðsmanng, þ.e. að ekki væri heimilt að láta nem- endur greiða fyrir námsefni í skyld- unámi. Á sama tíma gerði mennta- málaráðuneytið könnun á því hve mikið nemendur hefðu þurft að greiða fyrir námsefni í valgreinum í 10. bekk á síðasta ári. í ljós kom að nemendur höfðu lagt út 25-30 milljónir króna einvörðungu til kaupa á námsefni í valgreinum í þessum bekk. Dreifibréf menntamála- ráðuneytisins 13. nóvember í dreifibréfí þessu var skýrt frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt tillögu menntamálaráðherra um að farið skyldi að áliti umboðsmanns. Fallist var á að Námsgagnastofnun eigi að láta nemendum í skyldúnámi í té ókeypis nánsefni. í dreifíbréfínu segir einnig að gerðar verði ráðstaf- anir til að efla Námsgagnastofnun þannig að hún geti betur uppfyllt þá lagaskyldu sem á henni hvflir. Þá verði skipuð nefnd til að setja reglur um valgreinar. Auknar fjárveitingar í kjölfar þessa bréfs var þrýst á um fjárveitingu að upphæð 25-30 milljóna til kaupa á efni í valgreinum og við síðustu umræðu um fjárlög var ákveðið að auka fjárveitingar til Námsgagnastofnunar um 10 milljón- ir í þessu skyní. Nefndin um valgreinar hefur lokið störfum og skýrsla hennar verið send skólum. I skýrslunni er lagt til að rífcið leggi fram þær 15-20 milljónir sem á vantar til kaupa á efni í val- greinum. Það hefur ekki verið gert. Haft er eftir menntamálaráðherra á fundi á Hótel Sögu 16. mars sl. sem kennarafélögin í Reykjavík boðuðu til með fulltrúum stjórnmálaflokk- anna að hann myndi beita sér fyrir auknu fjárframlagi við afgreiðslu aukaljárlaga. Ef aukafjárlög verða ekki afgreidd fyrr en í nóvember eins „í Námsgagnastofnun er verið að ganga frá kyniiingarskráog pönt- unarlistum. Námsefni frá stofnuninni er yfir- leitt sent skólum í júní- mánuði. Pantanir á námsefni frá öðrum aðilum og samningar um þau kaup taka sinn tíma. og gerðist á síðasta ári kemur það sér illa fyrir skólana. Undirbúningur skólastarfs Þessa dagana eru skólar að und- irbúa skólastarf á næsta hausti og Ásgeir Guðmundsson þar með hvaða valgreinar verða í boði. í Námsgagnastofnun er verið að ganga frá kynningarskrá og pöntun- arlistum. Námsefni frá stofnuninni er yfirleitt sent skólum í júnimánuði. Pantanir á námsefni frá öðrum aðil- 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 t miTSUSHIBR T/u' /nmge ot Pcrtcction ©GOLF Glæsilegir golfpokar ífallegum 9“ POKI AÐEINS kr. 8.900, Í|.A 7“ POKI AÐEINS kr. 6.900,- HHl ÚTILÍF ", Glæsibæ - Sími 82922 Höfundur er forstjóri Námsgagnastofnunnr. 1/1 SETT 3 AAÁLM/KYLFUR 9 JÁRN fyrir dömur og herra aðeins kr. 26.500,- UNGLINGASETT 2 MÁLM/KYLFUR 4 JÁRN + PUTTER aðeins kr. 15.900, G0LFKERRUR kl. 6.800,- um og samningar um þau kaup taka sinn tíma. En það er um þessar mundir sem allir þessir aðilar þurfa að vita hvaða námsefni verður í boði, þar með talið námsefni í valgreinum. Það er núna sem peningana vantar Það er nú sem ákvörðun þarf að taka um áðurgreinda aukafjárveit- ingu að upphæð 15—20 milljónir- króna sem á vantar á þessu ári til að hægt sé að útvega það efni ókeyp- is sem nemendur hafa hingað til greitt fyrir. Að öðrum kosti verður ekki annað séð en flestir ef ekki all- ir skólar neyðist til að skerða val- kosti nemenda miðað við síðasta ár. Hafa ber í huga að samkvæmt ný- samþykktum grunnskólalögum er heimilt að veija allt að helmingi námstíma nemenda í 8.—10. bekk til valgreina. Námsgagnastofnun og skólar landsins sinna 42 þúsund gmnnskól- anemum sem treysta á þjónustu og starfsemi þessara stofnana. Þegar löggjöfin og framkvæmdavaldið breyta reglum verða þeir að sjá svo urn að þessum aðilum sé gert kleift að sinna skyldum sínum. að (fyrir utan stóriðju) er sá að hann hefur verið Iátinn sitja á hakanum eins og fískvinnslan og afleiðingin er stórfelld fækkun starfa í iðnaði? Frá 1987-1990 hefur störfum í al- mennum iðnaði fækkað um 3.336 ársverk, eða tæp 3.400 ársverk, — þökk sé stefnu stjórnvalda í atvinnu- málum. Niðurstaða Þessi þróun í fiskvinnslu og iðnaði er dæmigerð fyrir stefnu núverandi stjómvalda í atvinnumálum þar sem stefnan í framkvæmd er að leggja niður og flytja úr landi atvinnutæki- færi í fiskvinnslu og almennum iðn- aði. Mikilvægara virðist vera hjá stjórnvöldum að vera í sífelldum fjöl- miðlaauglýsingum með blekkingar, en að sinna raunhæfum verkefnum í aðalatvinnugreinum landsmanna. Samanlagt hefur því ársverkum í fískvinnslu og iðnaði fækkað um 5.527 frá 1987-1990. Ef reiknað er með missi starfa í þjónustugreinum sem sinnt hafa þjónustu við þessar greinar má bæta við a.m.k. 50% þ.e. 2.763 ársverki. Samanlögð fækkun starfa vegna þessara greina er því um 8.290 ársverk. Ef reynt er að fínna hversu margir einstaklingar hafa unnið þessi 8.290 ársverk má bæta við a.m.k. 20% þ.e. 1.658 ein- staklingum, þar sem margir vinna hlutastörf. Samanlagt hafa því um 10.000 einstaklingar misst vinnuna í fiskvinnslu og iðnaði og þeim at- vinnugreinum sem þjónusta þær greinar beint eða óbeint á árunum 1987-1990. Þessi mikli fjöldi, 10.000 manns, jafngildir því 75% áf öllum íbúafjölda á Austurlandi sem er 13.337 íbúar. Þessi atvinnufjand- samlega stefna stjórnvalda hefur því þurrkað út störf í fískvinnslu, iðnaði og þjónustu sem nemur 75% af íbúa- fjölda Austurlands eða meirihluta alls íbúaíjölda Austurlands. Þetta er raunveraleikinn um stefnu núverandi stjórnvalda í fískvinnslu og iðnaðar- málum. Kjósendur hafa valkost um það að halda núverandi stefnu í þessum málum áfram, eða styðja Sjálfstæðis- flokkinn til raunhæfrar lausnar á þeim vanda sem núverandi stjórn- völdum hefur hvarvetna tekist að skapa. Höfundur er alþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Austurlandskjördæmi. og.beri einhver ábyrgð á því, þá er það Framsóknarflokkurinn. Nú stendur þessi flokkur hins veg- ar frammi fyrir alþjóð og fer fram á áframhaldandi umboð til að halda sukkinu áfram. Byggðastefna Fram- sóknar hafði engin skýr markmið fyrir tíu árum, og svo er heldur ekki nú. Eftir að hafa haldið um stjórnar- taumana í nær tvo áratugi með ónýta byggðastefnu sem hefur valdið mikl- um flótta frá landsbyggðinni, fara þessir menn fram á endurnýjað traust. Ætlum við að veita þeim það? Rétt eins og Framsóknarflokkn- um hefur tekist að eyðileggja sam- vinnuhreyfinguna hefur honum tek- ist að koma óorði á hugtakið byggða- stefnu. Stuðningur við afturhaldsöfl í Framsóknarflokknum er að kjósa byggð gegn byggð í stað byggð með byggð. Framsóknardraumurinn — draumurinn um ofstjórn og óstjóm í byggðamálum — brást. Það hefur sjálfur forsætisráðherrann viður- kennt. Hvílum Framsóknarflokkinn í þessum kosningum. Þreyttur og forneskjulegur flokkur á það skilið — eftir öll sín óþurftarstörf. Framsókn í frí fyrír fólkið! Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. byggir að mestu á miðstýringu og hagsmunapoti er dæmd til að tortíma sjálfri sér að lokum. Stefna er bygg- ir á því að draga sífellt meir af sjálfs- aflafé fólksins af landsbyggðinni í hina pólitísku sjóði sem allir em jú samankomnir á einum stað, sunnan heiða. Framsóknarmenn hafa ekki haft hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi við framkvæmd byggða- stefnu sinnar heldur einhverra óskil- greindra aðila og fyrirtækja sem set- ið hafa við kjötkatla kommissaranna á kostnað annarra. Þá vita þeir sem lesið hafa Tímann, stórlega ríkis- styrkt málgagn þeirra, að eitt helsta einkenni stefnu framsóknarmanna er að ala á úlfúð miili þéttbýlis og dreifbýlis. Þeir hafa sagt að það búi tvær þjóðir í landinu, ein á höfuð- borgarsvæðinu og önnur utan þess. Kaldhæðnin er sú að sé þetta rétt MKStUr ákiördag Davíð Stefánsson Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík vantar sjálfboðaliða með bíla til aksturs á kjördag, laugardaginn 20. apríl. Upplýsingar og skráning á skrifstofu flokksins í Valhöll, Háaleitisbraut I, eða í síma 82900 frá kl. 9:00 til 22:00. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík. FRELSI OG MANNÚÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.