Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 •
27
50
40
30
20
10
Fylgi flokka
á landinu öllu
Félagsvísindastofnun blaSiðdagana 13.-1 manna var tekiSúr [3 eða um 78,5%. Úrtal með tilliti til búsetu, a utan og innan súlnan svna vikmörk fylgis h fíokkanna voru 0,5% 1 1 Kosningar 1987 Z1 Könnun í mars 1991 1 1 Könnun í opríl 1991 gerði könnunina fyrir Morgun- 5. apríl. Handahófsúrtak 1.500 óðskró og svöruÖu 1.177 manns iS þótti endurspegla þjóðina vel durs og kyns. SkyggSu svæSin, na fyrir skoðanakönnunina nú, vers flokks. Vikmörk minnstu eða minni.
□□
Aðrir
Fjármagnstekjuskattur í stað
eignarskatts:
V erðbréfasalar
telja hættu á að
spamaður minnki
HÆTTA er á að sparnaöur minnki ef tekinn verður upp skattur
á fjármagnstekjur, að mati stjórnenda tveggja verðbréfafyrir-
tækja sem Morgunblaðiö rteddi við í gær. Þorsteinn Pálsson
alþingismaður sagði á framboðsfundi í Vestmannaeyjum i fyrra-
kvöld að sjálfstæðismenn ættu að opna umræðu fyrir fjármagns-
tekjuskatt í staðinn fyrir eignarskatt. Hann sagði að það hlyti
að vera réttlætismál að allar tekjur yrðu skattlagðar með svipuð-
um hætti.
Þeir sem neituðu að svara eru
8,4%, 1,9% sögðust ekki myndu
kjósa, 3,3% ætla að skila auðu og
8,3% neituðu að svara.
í meðfylgjandi töflu er sýnt
hvernig fólk skiptist í afstöðu sinni
eftir að allra þriggja spurninganna
hafði verið spurt. í annarri töflu
eru niðurstöður könnunarinnar
bornar saman við kannanir síðustu
mánaða og kosningaúrslitin 1987.
Athuga ber að í þeirri töflu eru
gefin upp vikmörk, öðru nafni
óvissumörk. Þau segja til um á
hvaða bili líklegt sé að fylgi flokks
liggi miðað við fjölda í úrtaki. Vik-
mörk upp á +/-3,1% fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn þýða til dæmis að líklegt
er að flokkurinn hafi 37,3% til
43,5% fylgi meðal þjóðarinnar.
vaxta í tengslum við kjarasamninga
ASÍ og VSI sem kenndir hafa verið
við þjóðarsátt. Eftir að verðbólga
hafði náð lágmarki á þriðja ársfjórð-
ungi og hækkað nokkuð á ný fóru
nafnvextir lítillega upp um áramót-
in. Meðalvextir verðtryggðra lána
tóku hins vegar að hækka á árinu
þrátt fyrir að verulega drægi úr
eftirspurn atvinnuveganna. Má
rekja það til lánsfjáreftirspurnar
rikissjóðs innanlands og íbúðarlána-
kerfisins en framboð húsbréfa jókst
mjög á árinu. Mikil hlutabréfasala
undir lok ársins er einnig talin hafa
ýtt undir hækkun raunvaxta.
Það sem af er þessu ári hafa
nafnvextir bankanna haldist stöð-
ugir. Raunvextir á verðbréfamark-
aði hafa á hinn bóginn haldið áfram
að þokast upp á við og hefur ávöxt-
un húsbréfa verið leiðandi í hækk-
uninni. Þrátt fyrir það hafa meðal-
vextir verðtryggðra lána bankanna
lækkað lítillega frá áramótum. Það
skýrist af lftilsháttar lækkun vaxt-
anna eftir viðræður Seðlabankans
og innlánsstofnana í lok janúar.
Ennfremur höfðu breytingar á vægi
vaxtaflokka innan kjörvaxtakerfis-
ins áhrif til lækkunar meðaltalsins.
Hins vegar má gera ráð fyrir að
raunvextir bankanna þokist upp á
við á næstu mánuðum í kjölfar
aukinnar spennu sem virðist fram-
undan á fjármagnsmarkaði vegna
lánsfjáreftirspurnar ríkissjóðs og
aukins framboðs húsbréfa. Þannig
er almennt gert ráð fýrir því að
vextir á spariskírteinum ríkissjóðs
verði hækkaðir fljótlega að loknum
alþingiskosningum, enda hefur sala
á þeim verið dræm undanfarið og
ríkissjóður því sífellt aukið skuld
sfna við Seðlabanka fyrir bragðið.
Gunnar Helgi Hálfdánarson for-
stjóri Landsbréfa hf. sagði að sum-
ar tegundir sparnaðar væru skatt-
lagðar nú þegar með eignarskatt-
inum. „Öll umræða um skattlagn-
ingu sparnaðar skapar óvissu og
kvíða á meðal sparifjáreigenda,
dregur úr vilja þeirra til að spara
Frambjóðendur á þeytingi
Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna eru á miklum þeytingi þessa dagana. Alþingismennirnir Friðrik
Sophusson, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Sólveig Pétursdóttir, sjötti maður á
lista Sjálfstæðisflokksins f Reykjavík litu við á kaffistofu Sjálfsbjargar í Hátúni um miðjan dag í gær.
og hvetur til eyðslu. Þróunin und-
anfarna mánuði hefur verið þannig
að peningalegur sparnaður hefur
farið ört dvínandi og þenslumerki
gert vart við sig. Vextir hafa ver-
ið að hækka. Minnkun sparnaðar
hvetur til hækkunar vaxta og auk-
in skattlagning myndi hvetja til
enn meiri hækkunar vaxta. Eg tel
að miðað við núverandi aðstæður
sé óráðlegt að tala um fjármagns-
skatta í skiptum fyrir aðra vonda
skatta sem ætti að afnema,“ sagði
Gunnar Helgi.
„Það hefði vond áhrif á sparn-
að, ég held að því sé fljótsvarað,"
sagði Sigurður B. Stefánsson þeg-
ar hans álits var var leitað. „Eg
tel að þetta sé ekki rétti tíminn
til að tala um skattlagninguá tekj-
ur af sparnaði því sparifé íslend-
inga er hlutfallslega aðeins um
fjórðungur eða svo af því sem er
hjá öðrum þjóðum. Fremur ætti
að stuðla að því að fólk leggi
meira fyrir en að draga úr sparn-
aði með skattlagningu," sagði Sig-
urður. Hann vakti athygli á því
að sparnaðurinn væri að mestum
hluta lagður fyrir af skattlögðum
tekjum.
„Mér kemur það mjög á óvart
að svona hugmyndir skuli koma
fram hjá frambjóðanda Sjálfstæð-
isflokksins nokkrum dögum fyrir
kosningar. Þetta er ekki mál sem
hefur verið í vinnslu að undan-
förnu. Menn hafa frekar reynt að
efla sparnaðinn," sagði Sigurður.
„Charme"
PVOTTAVÉL AR
UMBOÐSMENN
UM
LAND ALLT
ísafjörður Sauðárkrókur Siglufjörður Húsavík
Straumur Hegri r°r8lð öryggi
Græna línan
V
Gæði og góð þjónusta
Borgartúni 20, sími: 626788
Kaupfélag Húnvetninga
Blönduósi Akureyri
fbúðin
Stykkishðlmur
Húsið
Borgames
Rafblik
Akranes
Matthías Hailgrfmsson Selfoss
Hafnarfjörður Árvirkinn
Rafbúðin Aifaskeiði Helia
Keflavík Mosfell
Ingóifur Bárðarson
Vestmannaeyjar
Neisti
Neskaupstaður
Bakkabúð
Egilsstaðir
Eyco