Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991
Lygin á skjánum
og innrætingin
eftir Siglaug
Brynleifsson
Þegar stjómmálamaður er kom-
inn í þá erfiðu aðstöðu að almennt
er álitið að hann ljúgi þegar hann
hefur upp raust sína og jafnvel
þegar bann hreyfir varimar, því
að þá er álitið að þar hefjist ein
lygarollan til, þá er illa komið.
Stjómmálamaður hlýtur þá að
grípa til annarra ráða. Og ráðin
eru hagtölur og ljósrit. Eins og
kunnugt er, er ákaflega auðvelt
að halla réttu máli með fölsuðum
hagtölum og línuritum. Til þess
þarf snyrtilega og drátthaga teikn-
ara, sem haga línum á uppdrættin-
um eftir boðum viðkomandi stjórn-
málamanns og breyta hagtölum í
þá átt sem hentar línuriti. Nú hef-
ur núverandi fjármálaráðherra
brugðið á þetta ráð í vandræðum
sínum með lygina með eigin röddu.
Hann lætur gera línurit sem sýna
svart á hvítu, að skattar séu hvergi
í heiminum lægri en á íslandi, laun
séu við hæfi og skuldir hafi staðið
í stað eða minnkað í hans stjórn-
artíð. Sömuleiðis sýnir línuritið að
vextir séu hvergi lægri, jafnvel
báðar tegundir vaxta (en þess ber
að gæta að tvennskonar tegundir
vaxta sem fela í sér hugtakið raun-
vextir, eru hvergi tíðkaðir nema
hér á landi). Einnig sýnir hann á
þennan hátt að staða ríkissjóðs sé
með miklum ágætum og að auð-
velt verði að standa skil á öllum
skuldbindingum ríkissjóða, svo
framarlega að hann fái tækifæri
til að auka mjög lántöku til greiðslu
á stöðugt vaxandi skuldum. Síðan
lofaði hann þjóðinni gulli og græn-
um skógum næstu tíu árin og taldi
sig geta auðveldlega spáð fyrir um
alla framvindu mála líkast sem
textahöfundar hinna margfrægu
fimm ára áætlana í löndum lífs-
gleðinnar fyrrverandi.
Sjónvarpsskjárinn er nýr miðill
til að ljúga í myndum og línuritum.
Fjármálaráðherra grípur hér tæki-
færið og kemur til skila lygi sinni
í myndefni þegar eigin framsögn
dugar honum ekki lengur. Ollum
er kunnugt nema e.t.v. mjög illa
upplýstum þjóðum, að upplýsingar
kommúnista frá ríkjum kommún-
ismans undanfarin sjötíu og fjör-
utíu ár er ein hrikaleg lygasaga,
bæði í máli, texta og myndum. Á
stöku stöðum er þó enn haldið
áfram lyginni ekki síst það sem
Alþýðubandalögum hefur tekist að
hreiðra um sig á löngum tíma,
einkum innan ríkisfjölmiðla og í
mennta- og skólakerfinu. Þar örlar
á því trúlega fyrirbrigði að Alþýðu-
bandalögum, þ.e. kommúnista-
flokkum sé trúað, reyndar víðast
hvar af örlitlum hluta þjóðanna,
sem virðist vera haldinn mikilii
þráhyggju og þó einkum furðuleg-
um upplýsingaskorti. Hér á landi
ber nokkuð á þessu. Þótt megin-
þorri þjóðarinnar hafi staðfesta
hugmynd og fréttir af glæpaferli
Alþýðubandalaganna í fyrrverandi
og núverandi kommúnistaríkjum
þá streitast forystumenn íslenska
Alþýðubandalagsins við að halda
hugmyndafræjum sínum að þjóð-
inni, í ýmsum myndum. Sem
stjómmálamenn vilja þeir telja sig
hlutgenga meðal annarra, þótt all-
ar kenningar þeirra byggist á hatri
á réttarríkinu og forsendum þess,
kristnum kenningum. Þeir slá úr
og í þegar Ríkisendurskoðun ber
fram athugasemdir eða Ríkislög-
maður. Ymist krefjast þeir þess
að þessi embætti séu lögð niður,
þegar athugasemdir koma illa við
þá, en ef athugasemdir eru þeim
hagstæðar, er ekki sparað að vitna
til embættanna. Kirkjan getur
einnig komið þeim vel ef svo hag-
ar, þar verða blauthyggjuklerkar
þeim ein geysihagleg geit.
Þótt þetta lið keppi að því að
sýnast hlutgengt, með því að villa
á sér heimildir oft með talsverðum
árangri, þá er stefna þeirra augljós
þegar litið er til þeirra stofnana,
sem þeir nota til innrætingar hug-
myndafræði sinni. Þar er augljós-
ust starfsemi Námsgagnastofnun-
ar. Þaðan er dreift og þar er unn-
ið tötramarxískt námsbókaefni,
ekki síst í félagsfræði og sögu, sem
síðan er notað á öllu grunnskóla-
stiginu. Kennslubækur í þessum
greinum í framhaldsskólum eru
sama marki brenndar. Á þennan
hátt er heimsmynd kommúnista
komið til skila og heimsmynd nem-
enda skekkt og bjöguð að hug-
myndafræði marxismans. Það þarf
ekki nema að blaða í gegn um
kennslubækur þessarar tegundar
til þess að augljóst megi verða
hveit stefnt er.
Alþýðubandalagið eða forustu-
menn þess geipa mjög um afrek
sín í núverandi ríkisstjórn. Eitt
þeirra afreka eru talin nú grunn-
skólalög ásamt fylgiriti. Þessi lög
ásamt fylgiriti bera með sér hvert
stefnir, aukin miðstýring fræðslu-
kerfisins, upphrúgun stjómsýslu
og starfshópa, sem virðist eiga
einkum að þjóna því hlutverki að
verða atvinnubótavinna fyrir heila-
þvegin fyrirbrigði í stíl marxískrar
hugmyhdafræði. Auk þessa hefur
nú verið komið á skólaskyldu fyrir
börn allt frá 6 mánaða aldri með
skipulagningu dagheimila og upp-
eldis af „sérmenntuðu starfsliði“.
Það er sem sagt ætlunin að ríkið
taki algjörlega að sér uppeldi bama
í landinu. Slíkar tilraunir hafa ver-
ið gerðar áður í heiminum. Fyrir
200 ámm vom svipaðar hugmynd-
ir mótaðar á svörtustu ámm ógnar-
stjómarinnar í París. Síðar endur-
tók sagan sig í Sovétríkjunum og
í Þýskalandi nasismans. Fyrir-
myndirnar em auðfundnar. Og
fyrsta atriði þessa uppeldis, er af-
kristnunin, sem eðlilegt er sam-
kvæmt skilningi fyrrverandi og
núverandi hugmyndafræðinga.
Fyrir um það bil áratug stóð útg-
áfustjóm Námsgagnastofnunar
fyrir því að fræða skólaæskuna
um helstu trúarbrögð heimsins
ásamt sérstakri útleggingu á
kristnum trúarbrögðum. Tilgang-
urinn var að gera kristna trú að
einhverskonar félagshyggjugutli
eins og áður hefur verið sagí, „höf-
undinn að einhverskonar félags-
málafulltrúa almættisins". Með
þessu naga þeir blautkristnu sem-
ínaristar og tötramarxistar sundur
þau tengsl sem tengjast vestrænni
menningarviðleitni um árþúsundir.
Þar með hefst lokun meðvitundar-
innar og einskorðun að þröngsýn-
ustu tegund marxískrar hugmynd-
afræði. Eftirleikurinn er auðveldur
þegar víddirnar em lokaðar úti,
þá telja forustumenn fræðslumála
hér á landi að gjörlegt sé að halda
innrætingunni áfram jafnvel eftir
Byltinguna 1989, þegar glæpa-
stjómir marxista tóku að hrynja
um allan heim og „kvemnum“ var
kastað á hauga.
Hin nýju fræðslulög eru spor ef
ekki stökk í þessa átt að dómi
„flokksins". Og höfuðið á mennta-
málaráðherra birtist síðan á skján-
um líkast því sem það leiki á kúlu-
legu, rykkist fram og aftur og út
á skjön og mælir spektarfull orðtök
frá eigin bijósti, svo sem „málið,
það er málið“ (í tilefni málátaksins
sáluga) og nú síðast „andinn sigrar
(!) vanda“ sem á að vera mottó eða
einkunnarorð Menningarhátíðar á
Suðurlandi. Með þessari kátlegu
höfuð-gymnastík virðist mennta-
málaráðherra ætla að leggja
„áhersluþunga" á þessi miklu
spektaryrði.
En því miður hefur málfari farið
aftur jafnvel þann stutta tíma sem
hann hefur mótað málstefnuna, að
nokkru um hörmungarútgáfu
ríkisstofnunarinnar í málfræði og
útþynntu bókmenntagutli, málið
er að verða mál Námsgagna-
stofnunar. Og andinn sigrar hvorki
né leysir nokkurn vanda íslensks
fræðslukerfis meðan andinn er
þessháttar að auka lágkúruna og
Siglaugur Brynleifsson
“Sjónvarpsskjárinn er
nýr miðill til að ljúga í
myndum og línuritum.
Fjármálaráðherra gríp-
ur hér tækifærið og
kemur til skila lygi
sinni í myndefni þegar
eigin framsögn dugar
honum ekki lengur.“
forpokunina fremur en að kveða
hana niður.
Þetta „afrek“ núverandi stjórn-
valda, grunnskólalög og þær stofn-
anir sem þau hafa unnið er aug-
ljóst og auglesið vottorð um þá
stefnu sem íslenska Alþýðubanda-
lagið hefur og fylgir í raun, þótt
reynt sé að stunda feluleik á þeim
pólitíska vettvangi.
Stefna „flokkins“ beinist að
samskonar lokatakmarki og stefnt
er að inr.an fræðslugeira bandar-
ísks og ensks skólakerfis og miklar
deilur standa um þar í löndum, sem
er upplausn og hrun vestrænnar
menningar. Hér á landi má ljóslega
sjá þessa stefnumörkun í útgáfum
Námsgagnastofnunar í Islands-
sögu, ritin eru fölsuð saga, barna-
legar og einhlítar útskýringar á
fortíðinni og engin vafaatriði kom-
ast að, eins og kunnugt er, er
marxísk söguskoðun sú eina rétta.
Forseti Sameinaðs þings telur
að Alþýðubandalagið sé flokkur
og fólk „sem þori og geri“ og nefn-
ir grunnskólalögin því til staðfest-
ingar. Einnig er umbreyting Þjóð-
leikhússins nefnd í því sambandi,
en í raun er búið að ganga frá
þriðjungi þeirra breytinga, og var
allt það brölt að margra dómi
meira en lítið vafasamt m.a. vegna
höfundarréttar arkitektsins. Svo
eru göngin gegnum Ólafsfjarðarm-
úla þökkuð núverandi samgöngu-
málaráðherra. Þessi framkvæmd
var skipulögð og undirbúin af for-
vera núverandi samgöngumálaráð-
herra svo að það hljómar hálf hjá-
kátlega þegar sá núverandi kemur
og ber sér á bijóst og segir „sjáið
hvað ég afrekaði“.
Aftur á móti hefur þessi ráð-
herra, sem bændur landsins vita
öllu betur, að er landbúnaðarráð-
herra, einkum verið iðinn við þann
starfa að „grisja byggðina“ í
landinu og helst að fækka bændum
um rúmlega íjórðung og leggja þar
með stór svæði landsins í eyði.
Með þessu slær hann félaga sinn
Stalín alveg út, hann fækkaði þó
ekki rússneskum bændum nema
um '/6 í fyrstu lotunni, reyndar á
sinn sérstæða hátt. Stefnan í land-
búnaðarmálum hefur lengi mótast
af pólitískri miðstýringu, en nú á
að ljúka þessu með algjörri fjar-
stýringu. Og svona í leiðinni að
grafa sig gegnum fjöllin til þess
að auðvelda byggðaeyðinguna.
Þetta er einkennileg stefna nú þeg-
ar eina von rússneskra ráðamanna
er aé afnema fjarstýringu landbún-
aðar þar í ríkjum og létta bænda-
kúguninni. En það er margt skrítið
í kýrhausnum og ekki síður hænu-
hausunum.
Kórónan á sköpunarverki núver-
andi stjórnar er að þeirra mati,
niðurfærsla dýrtíðarinnar og lækk-
un vaxta. Þar ljúga þeir allir, ekki
bara ráðherrar Alþýðubandalags-
ins sem hafa þeirra mesta leikni í
lygum, eru búnir að ljúga sem
kommúnistar í að minnsta kosti
fjörtiu ár. Lækkun verðlags og
dýrtíðar og vaxta er verk hinna
svonefndu „aðila vinnumarkaðar-
ins“. Tillögur komu frá þeim og
samtök þeirra hafa framkvæmt
verkið. Ríkisstjórnin drattaðist til
að samþykkja tillögurnar, þótt þeir
hefðu lag á því að gera samninga
við eitt stéttarfélag með miklum
óheilindum, sem leiddi til þess að
þeir sviku samninga og settu síðan
þvingunarlög á eigin samninga.
Viðhorf ríkisstjórnarinnar allrar í
því máli minnir á aðferðir „umbóta-
sinnaðra kommúnista“ þar sem
slík fyrirbrigði hanga enn við völd.
Þar hafa svikin komið í staðinn
fyrir morðin fyrir Byltinguna 1989.
í stuttu máli hefur stefna stjórn-
arinnar mótast mjög af áhrifum
kommúnista og hefur stefnt að
síaukinni miðstýringu, stöðugt
meiri afskiptum af hveijum þegni,
hlálegri skattlagningu í fífllega
lágum launum, þótt þeir sjálfir sjái
um að hreiðra notalega um sig í
ríkisgeiranum. Og það hættuleg-
asta er stefna kommúnista þ.e.
Alþýðubandalagsins í fræðslumál-
um. Þar er hinn raunsanni áróður
þeirra stundaður af fullum krafti.
Þeir, sem tóku við fræðslukerfum
eftir stjóm kommúnista í Austur-
Evrópu tala gjarnan um að „skafa
þurfi burt fjörutíu ára óhroða“ og
endurhæfa kennara. Hér á landi
hafa marxistar mótað fræðslukerf-
ið því meir sem á hefur liðið, en
ekki tekist að loka því, sem þakka
ber menntuðum kennurum innan
stéttarinnar. Þegar svartnætti
tötra marxista linnir í íslensku
fræðslukerfí verður full þörf á að
hleypa inn fersku lofti og endur-
hæfa þá sem endurhæfingu taka,
eins og í austantjaldslöndunum.
Höfundur er rithöfundur.
JfATRŒÐI SF3LAR ÁRANGRI
*
Island í A-flokk!