Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 45 Setningar misrituðust Vegna mistaka datt eitt orð og punktur út úr grein Einars Árna- sonar, „Hugarfar" Davíðs Odds- sonar og Stöð 2, sem birtist í blað- inu í gær. Réttar eru setningarnar svona: „Þessar staðreyndir um stórhækkun skatta á Reykvíkinga mun Stöð 2, „fréttastofa" Davíðs, ábyggilega reyna að þegja í hel og herða enn frekar áróðurinn fyrir borgarstjóra. „Fréttastofa" Stöðvar 2, með Elínu Hirst „frétta- mann“ og maka kosningastjóra Davíðs, Jón Olafsson varaformann stjórnar hennar, Pál Magnússon sjónvarpsstjóra og fleiri í broddi fylkingar, ætlar að koma Davíð Oddssyni til æðstu valda í þessu landi sama hvaða aðferðum er _beitt.“ „Græna kort- ið til sýninga í Bíóborginni BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn- ingar myndina „Græna kortið“. Mleð aðalhlutverk fara Gérard Depardieu og Andie MacDowell. Leikstjóri er Peter Weir. Frakkanum Gerges Fauré hefur boðist starf í Bandaríkjunum og nú getur hann byrjað nýtt líf. Eins og aðrir útlendingar þarf hann að fá svonefnt grænt skírteini sem heim- ilar mönnum að dveljast og starfa í landinu. Fjótlegasta leiðin til að fá grænt skírteini er sú að giftast bandarískum ríkisborgara. Bronte Parrish, en hún býr í New York, er búin að finna draumaíbúðina sína. En sá böggull fylgir skamm- rifi að aðeins hjón geta fengið hana leigða. í New York gera menn næstum hvað sem er til að fá góða íbúð. Georges og Bronte eiga sam- eiginlegan vin sem kynnir þau og Guðrún Jónsdóttir. arkitekt, skipar 1. sæti F-listans í Reykjavík. ^Ajsí^sí ÆKBtm ÆEBBm JH »| »| •1*1 ^ fólk FRJÁLSLYNDIR fyrir folk Símar: 91 -8211 5, 98-22219, 91 -45878, 92-1 3871,96-27787 Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Krislján Guðmundsson formaður Lionsklúbbs Grundarfjarðar af- hendir Gunnari Kristjánssyni skóiastjóra Grunnskóla Eyrarsveitar tölvubúnaðinn. þau gifta sig af hagkvæmnisástæð- um. Hann fær græna kortið og hún íbúðina. Þau fara hvort í sína áttina og hafa ekki hugsað sér að hittast framar. Að liðnum nokkrum mán- uðum fer hið opinbera að kanna þetta hjónaband. Hjónakornin neyð- ast því til að búa nokkra daga und- ir sama þaki. Þau eru gerólík og þrasa bókstaflega um allt frá því hvernig á að laga kaffi til stjórn- mála. En smám saman kynnast þau betur og samkomulagið tekur að skána. Grunnskóli Eyrar- sveitar fær tölvu Grundarfírði. FYRIR skömmu gaf Lions- og var tölvan afhent skólanum klúbbur Grundarfjarðar Grunn- fyrir skömmu. skóla Eyrarsveitar fullkominn - Hallgrímur tölvubúnað. Hér var um að ræða handhæga tölvu með laser- prentara, sem ætlað er að létta nemendum og kennurum skól- ans störfin í framtíðinni. Flestir þeirra sem gengu í barn- askóla á árunum fyrir 1960 muna eftir Reikningsbók Elíasar Bjarna- sonar. Dag eftir dag voru nemend- ur æfðir í að leggja saman nokkr- ar sex til tíu stafa tölur og deila með þriggja stafa tölum upp í sjö stafa tölur. Nú á dögum þykir slík handa- vinna fráleit og nemendurnir læra í staðinn að þrýsta vísifingri á takkana á vasaþölvunni og fá út- komuna á svipstundu. Starf kenn- aranna hefur tekið svipuðum stakkaskiptum. Enginn kennari stendur lengur yfír handknúnu sprittfjölritunarvélinni til að fjöl- rita verkefni dagsins heldur er ýtt með litlafingri á „return“-takkann og laserprentarinn fer í gang með hljóðlátu suði. Skólastjórarnir og yfirkennar- arnir eru líka hættir að leggja sín dýrmætu heilabú í stundatöflu- gerð, nú er músin færð til og frá nokkrum sinnum í ýmsar áttir, ýtt á einn eða tvo takka, og sjá, stundataflan er komin. Þó er það svo að sumir skólar, einkum þeir minni, hafa hingað til farið á mis við þessar dýrðavél- ar og er það oft vegna fjárskorts. Þannig var því einmitt farið um Grunnskóla Eyrarsveitar og því var það að Lionsklúbbur Grundar- fjarðar tók sig til sl. haust og ákvað að gefa skólanum fullkom- inn tölvubúnað til gagns og gam- ans fyrir nemendur og kennara. Fjáröflun til verkefnisins gekk vel Tveir af aðalleikurunum í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.