Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 15

Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 Ik » 15 Gamlar og nýjar syndir Þegar betur er að gáð sést að viðskiptahallann undanfarin ár má einkum rekja til vaxtagreiðslna til útlanda, enda hefur vöruskiptajöfn- uður verið hagstæður. Árið 1989 námu vaxtagjöld umfram vaxtatekj- ur um 13 milljörðum króna. Þetta var hærri fjárhæð en útflutnings- verðmæti áls það ár. Vaxtabyrðin nemur því veltu eins álvers. Athygli- svert er að mikið er deilt um nýtt álver samtímis því sem fátt nýtt annað er í sjónmáli til aukningar hagvaxtar á íslandi. En lítið er rætt um þjóðarskuldina og hvernig efna- hagsstefnu eigi að fylgja til þess að létta skuldabyrðina. Vaxtabyrðin kemur til með að rýra lífskjörin fram á næstu öld því að hagvöxtur nægir ekki til þess að greiða vexti af er- lendum lánum á næstu árum. af þyí að horfa á skylmingaþræla drepa hvern annan? Við íslendingar höfum stært okk- ur af því að hér gætu menn gengið um stræti að næturlagi óhræddir. Við vitum að svo er ekki lengur. Þótt ofbeldi sé hér hvergi nærri í líkingu við erlendar stórborgir, þá höfum við of mörg dæmi um lim- lestingar sem sýnast með öllu til- hæfulausar og í sumum tilvikum gerðar beinlínis til að skemmta sér. Þær hafa leitt til dauða manna. Hvernig stendur á þessu? Er það vegna þess að ofbeldismennirnir sjá ekki mun á leiknu myndefni og al- vöru? Varla líta þeir á manndráp sem leik? En þeir virðast leika sér að því að meiða aðra. Við höfum nýverið upplifað stríð í beinni útsendingu, stríð sem enn veldur hörmungum og dauða eftir að því er lokið. Margir dáðust að tækniundrum drápstækjanna. Dást menn líka að örlögum Kúrda og dauða þúsunda barna? Aðdáun á manndrápum og ofbeldi er fyrirlit- leg. Snúum baki við þeim sem það gera. Lífið er ekki bein útsending í sjónvarpi. Lífið er ekki til að leika sér að því. Lífið er ekki til að deyða það. Lífíð er til þess að lifa því. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. Veilur í velferðinni Utifundur á Lækjarto Reykvíkingar! Hittumst á Lækjartorgi í dag, fimmtudaginn 18. apríl, kl. 17:30. Fylkjum liði til sigurs í kosningunum á laugardaginn. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu. Þuríður Pálsdóttir, yfirkennari, flytur ávarp. Fundarstjóri: Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Björgvin Halldórsson, Rut Reginalds og Egill Ólafsson ásamt Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar flytja íslenska tónlist frá kl. 17:00 og aftur þegar ræðumenn hafa lokið máli sínu. Allir velkomnir. þuríður rriðrík 'Vlapni'i gnusar FRELSI OG MAN NÚÐ eftir Guðmund Magnússon Viðskiptahalli og erlendar lántökur Á tólf undanförnum áum hefur verið halli á viðskiptum við útlönd öll árin utan eitt. Spáð er halla hið þrettánda, árið 1991. Löng erlend lán þjóðarinnar námu um 175 milljörðum króna um síðast- liðin áramót. Þar af skuldar hið opin- bera um 130 milljarða króna. Upp- safnaður viðskiptahalli á árunum 1979-1990 nam um 87 milljörðum króna á gengi ársins 1990. En þarf að hafa áhyggjur af þess- um lánum? Standa þau ekki undir arðbærum framkvæmdum og munu þau ekki greiðast af auknum hag- vexti? Betra, að satt væri. Það er rétt að halli á viðskiptum við útlönd getur átt rót sína að rekja til mikils innflutnings vegna fjárfest- inga sem skila sér í aukinni verð- mætasköpun þjóðarbúsins og út- flutningi síðar meir. Þetta á t.d. við um hlnar nýju dísir Flugleiða og væntanlegar virkjunarframkvæmdir í þágu álbræðslu. Halli um stundar- sakir kynni einnig að stafa af afla- bresti, verðlækkun útflutningsaf- urða eða verðhækkun á erlendum afurðum, sbr. olíuskellina. Tölur úr þjóðarbúskapnum sýna að erlend lán hafa verið tekin langt umfram þörf til fjárfestingar, þ.e. umfram það sem með þarf til að brúa bilið milli sparnaðar og fjár- munamyndunar þjóðarinnar. Erlend- ar lántökur hafa því í miklum mæli farið til þess að halda uppi neyslu og að nokkru leyti hagvexti. Þetta eru lífskjör að láni. Guðmundur Magnússon * Árið 1988 námu niðurgreiðslur vaxta hjá Húsnæðisstofnun, Lána- sjóði íslenskra námsmanna ásamt Höfundur er prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. vaxtaívilnun í skattakerfmu um 3.750 millj.kr. miðað við meðaltal raunvaxta ríkisskuldabréfa og um 4.750 millj. kr. miðað við meðaltal raunvaxta í bankakerfinu. Kostnað- ur ríkissjóðs vegna framangreindra lána á sérkjörum nam árið 1988 37% af hreinum vaxtagreiðslum til út- landa. * Bæta mætti við kostnaði vegna affalla á lánum Byggðasjóðs, vegna vildarkjara í nokkrum lífeyrissjóðum hins opinbera og ýmiss konar fyrir- greiðslu í landbúnaði og sjávarútvegi í gegnum sjóði hins opinbera og skattkerfi. Höfum við efni á þessu? Ef svarið er nei, þá skulum við bæði veita stjórnmálamönnum að- hald og vanda ráðstöfun okkar eigin fjár. ars staðar en á markaðnum þar sem hann hefur gengið í Seðlabankann á undanförnum mánuðum og sótt sér fé. Ekki kæmi á óvart þótt þetta endaði með erlendri lántöku að ein- hvetju leyti. Brestir í velferðarkerfinu Færa má rök fyrir því að bæði hið opinbera og einkageirinn standi fyrir þeirri umframeyðslu sem við- skiptahallinn myndar. Það er hins vegar ríkisvaldsins að setja þannig leikreglur að hallanum sé eytt. Þann- ig verður að rekja lán á sérkjörum til ákvarðana stjórnmálamanna. Lán á sérkjörum má líta á sem niðurgreidd erlend lán í þessu sam- bandi: IÚr flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. Á síðastliðnu ári fullnægði ríkis- sjóður nýrri lánsþörf á innlendum lánsfjármarkaði, m.a. með því að auka sölu ríkisvíxla. Þetta er mikil framför. En hin mikla lánsfjáröflun ríkisins á markaðnum veldur hærri raunvöxtum og getur hindrað fjár- festingu einkaaðila. Ríkissjóður ér nú einnig farinn að leita fanga ann-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.