Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 18

Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 18
Skýr sjálfstæðisstefna í heilbrigðismálum Aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra svarað eftir ÓlafF. Magnússon „Umfang heilbrigðisþjónustunn- ar fer stöðugt vaxandi samfara tæknilegri þróun og velmegun. í dag er unnt að fyrirbyggja eða lækna marga sjúkdóma, sem áður fyrr voru fylgikvillar öldrunar eða ollu ótímabærum dauða. Þessi staðreynd meðal annars veldur því að kostnaður við heilbrigðisþjón- ustuna vex ár frá ári. Heilbrigði- skerfið er hins vegar háð fjárveit- ingum á fjárlögum og verður því fyrir niðurskurði á samdráttartím- um. Slíkur niðurskurður tekur ekki tillit til þarfa þeirra, sem á þjón- ustu þurfa að halda. Niðurskurður- inn bitnar fyrst og fremst á eidra fólki, sem í raun hefur byggt það velferðarkerfi, sem við njótum í dag. Réttur þess er ekki virtur.“ Réttur fólksins er aðalatriðið Upphafsorð þessarar greinar eru orðrétt tilvitnun í ályktun 29. landsfundar Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðis- og tryggingamál. Stefna Sjálfstæðisflokksins í þess- um málaflokki er grundvölluð á virðingu fyrir einstaklingnum og rétti hans til heilbrigðisþjónustu, eins og kemur fram í eftirfarandi orðum: „ Tryggja þarf að sjálfsagður réttur til heilbrigðisþjónustu verði ekki háður miðstýringu og afkomu ríkisrekstursins hverju sinni. Sjálf- stæðisflokkurinn vill endurvekja sjúkratryggingar fyrir almenning, sem verði starfræktar í stærri rekstrareiningum en var á tímum sjúkrasamlaganna. Iðgjald, sem verði tekjutengt, innheimtist sem hluti af sköttum og skatthlutfall lækki sem nemur hlutfalli iðgjalds. Réttindi til þjónustu verði óháð tekjum. Réttindi tryggingartaka verði vel skilgreind. Þannig munu einstaklingar öðlast öruggan rétt til þjónustunnar þegar á þarf að halda.“ Gegn ofstjórn og miðstýringu Undanfarin ár hafa landsmenn kynnst meiri tilhneigingu en nokkru sinni til ofstjórnar og mið- stýringar úr heilbrigðisráðuneyt- inu. Þetta er andstætt stefnu Sjálf- stæðisflokksins, eins og kemur fram í eftirfarandi tilvitnun í lands- fundarályktunina: „Til að tryggja jákvæða þróun vill Sjálfstæðisflokkurinn sveigja frá þessari auknu miðstýringu. Því telur fundurinn nauðsynlegt, að veija valfrelsi einstaklinga til heil- brigðisþjónustu, jafnt utan sjúkra- húsa sem innan. Heilbrigðisstarfs- fólk og stofnanir eða fýrirtæki þess skulu ennfremur hafa frelsi til að veita þá þjónustu, sem fagleg hæfni leyfír. Rekstrarform heil- brigðisþjónustu skulu vera fijáls, svo fremi sem þjónustan sjálf full- nægi kröfum um gæði, bæði fag- lega og hvað snertir fjölbreytni." Ekki ríkisbákn í lyfsölumálum Stefna Sjálfstæðisflokksins gengur þvert á hugmyndir fram- sóknarmanna um nýtt ríkisbákn í lyfsölumálum. Rík ástæða er til þess að ætla, að framsóknarmenn myndu koma sínum mönnum fyrir í slíkri stofnun, eins og þeir hafa gert annars staðar í heilbrigðis- og tryggingakerfínu. Ég vil minna á, að þrír efstu menn á lista fram- sóknarmanna í Reykjavík eru í réttri röð talið, aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra, deildarstjóri upp- lýsingadeildar Tryggingastofnun- ar rikisins og formaður trygging- aráðs. En víkjum aftur að lands- fundarályktun Sjálfstæðisflokks- ins. „Hvað lyfsölu varðar telur fund- urinn, að hagsmunum neytandans sé best borgið, með því að koma þar við eins mikilli samkeppni og unnt er um verð og þjónustu, er samræmist því grundvallarsjónar- miði, að lyfsala er heilbrigðisþjón- usta. Því er lagt til, að lyfsöluleyfi skulu vera heimil einstaklingum og félögum, að uppfylltum ákveðn- um ströngum skilyrðum." Ennfremur segir í ályktuninni: „I samræmi við stefnu Sjálf- stæðisflokksins Jim sölu ríkisfyrir- tækja vérði Lyfjaverslun ríkisins gerð að almenningshlutafélagi.“ Um öldrunarmál og fleira „Jafnframt því, sem hópur aldr- aðra í þjóðfélaginu fer vaxandi hafa þarfír hans breyst. Aldraðir eru nú yfírleitt betur á sig komnir líkamlega og andlega en jafnaldrar þeirra af fýrri kynslóð. Því þarf að auka fjölbreytni í þjónustu við þetta fólk. Nauðsynlegt er að stuðla að því, að aldraðir geti dval- ið sem lengst utan stofnana en vistun verði tryggð, ef á þarf að halda. Áhersla skal lögð á gæði og hagkvæmni í öldrunarþjónustu og að nýta beri kosti einkareksturs í þessari þjónustu sem annarri." í ályktun landsfundarins er auk þess sem þegar er lýst fjallað um launamál og menntun heilbrigðis- stétta, aðgerðir í þágu fatlaðra, um heilsuvemd og forvarnir. Lagfæra þarf lífeyrismálin Mikill munur er á stefnu sjálf- stæðismanna og núverandi ríkis- stjórnar í lífeyrismálum og um þau mál segir: „Einstaklingum verði fijálst að ávaxta lífeyri hjá hveijum þeim aðila sem til þess verður viður- kenndur og ítrekar fundurinn and- stöðu við hugmyndina um einn líf- eyrissjóð fyrir alla landsmenn. Líf- eyriseign megi skipta í séreign sem hægt verði að taka út á tilteknum árafjölda, og sameign, til þess að mæta lífeyri hjá þeim, sem lifa lengur eða búa við skerta starfs- orku og til að mæta maka- og bamalífeyri. Greiðslur í lífeyrissjóð verði skattlausar en greiðslur úr sjóðum verði skattlagðar sem tekj- ur. Ellilífeyrir almannatrygginga verði grunnlífeyrir, sem greiðist án tillits til annarra tckna. “ Síðustu tvær setningamar hér á undan em afar mikilvægar. Núver- andi stjórnvöld tvískatta lífeyrisfé landsmanna og þeim, sem sýnt hafa fyrirhyggju er refsað, þegar ellilífeyrir er greiddur út. Sjálf- stæðismenn líta svo á, að fólkið eigi lífeyrissjóðina og að stjómmál- amenn megi ekki ráðskast með þá, að eigin geðþótta. Ekki lengur „þverpólitísk samstaða" Um árabil var því haldið fram, að hérlendis ríkti þverpólitísk sam- staða í heilbrigðismálum. Menn hafa á undanförnum áram haft af því áhyggjur, að miðstýring úr heilbrigðisráðuneytinu hefur farið vaxandi. Keyrði um þverbak í þeim efnum, þegar heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp sitt um heil- brigðisþjónustu árið 1989. Öll „þverpólitísk samstaða“ í heil- brigðismálum var þar með rokin út í veður og vind. Síðan hafa línur skýrst í þessum efnum og sjálfstæðismenn hafa sett fram stefnu, þar sem réttur fólks til heílbrigðisþjónustu er var- inn og miðstýringaráráttu og skömmtunarvaldi stjórnmála- manna er hafnað. Vinnubrögð Finns Ingólfssonar Stefna Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum er skýr. Því er það með ólíkindum, þegar Finnur Ingólfsson heldur því fram, að „Stefna Sjálfstæðis- flokksins í heilbrigðis- málum er skýr. Því er það með ólíkindum, þegar Finnur Ingólfs- son heldur því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn sé stefnulaus í heil- brigðismálum. Sem at- vinnustj órnmálamanni og starfsmanni heil- brigðisráðuneytisins ber honum skylda til þess, að kynna sér stefnu stærsta stjórn- málaflokks landsins í heilbrigðismálum, áður en hann gefur út yfir- lýsingar um hana. Þetta verða að teljast óvönd- uð vinnubrögð. Sjálfstæðisflokkurinn sé stefnu- laus í heilbrigðismálum, sem at- vinnustjórnmálamanni og starfs- manni heilbrigðisráðuneytisins ber * honum skylda til þess, að kynna sér stefnu stærsta stjórnmála- flokks landsins í heilbrigðismálum, áður en hann gefur út yfirlýsingar um hana. Þetta verða að teljast óvönduð vinnubrögð. Ólafur Ragnar Grímsson hefur sett hugmyndir forsjárhyggju- manna skýrar fram en fyrrverandi flokksbræður hans í Framsóknar- flokknum, einkum í heilbrigðismál- um. Hann vill, að verktakaþjónusta lækna verði lögð niður, og að sömu verk verði unnin á göngudeildum sjúkrahúsa og á heilsugæslustöðv- um. Einmitt þetta hefur verið gert í Svíþjóð og reynslan er ótvíræð: Stofnkostnaður, yfírbygging og starfsmannahald hefur aukist, en þjónustan er seinvirkari og biðlist- arnir lengri. Þegar ég stundaði læknisstörf í Svíþjóð, kynntist ég vel því viðhorfí margra Svía, að heilbrigðisþjónustan þar væri óper- sónuleg og kerfísvædd fram úr hófí. Era Svíar nú að reyna að bijóta sér leið úr þessum ógöngum með einkavæðingu í heilbrigðis- þjónustu. Ég ætlast ekki til þess, að Ólaf- ur Ragnar Grímsson eða Finnur Ingólfsson leggi mikið upp úr hug- tökum eins og persónulegri þjón- ustu og valfrelsi fólks í heilbrigðis- þjónustu. Hjá þeim er vald stjórn- málamanna yfír heilbrigðisstofn- unum og starfsfólki þeirra aðalat- riðið. Þannig er forsjárhyggjan. Ummæli Finns Ingólfssonar um lækna Það er í Morgunblaðsgrein 10. apríl sl. sem Finnur Ingólfsson lýs- ir áðumefndri skoðun sinni um stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum. í sömu grein veitist hann harkalega að heimilis- læknum í Reykjavík. Þessi aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra hikar ekki við, að lítilsvirða þá heimilis- lækna sem lengst og mest hafa þjónað borgarbúum. Gefíð er í skyn, að störf þessara manna séu „þjónustulítil, stöðnuð, úrelt og gamaldags“. Þannig talar fulltrúi þeirra sjónarmiða, að sú starfsemi sem ekki fellur að einlitu miðstýr: ingarkerfi, eigi ekki rétt á sér. í þessu sambandi er skylt að nefna einu sinni enn óraunhæfar tillögur framsóknarmanna, um að leggja niður Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Órökstuddar fullyrðingar í áðurnefndri Morgunblaðsgrein víkur Finnur Ingólfsson orðum sín- um að mér, vegna skrifa minna í Morgunblaðið 13. mars sl. og segir: „Um útúrsnúning staðreynda, dylgjur og vísvitandi misskilning á ýmsum þeim atriðum, sem fram koma í grein Ólafs, mætti hafa mörg orð. En flest af því sem þar kemur fram hefur áður verið hrak- ið í blaðagreinum af heilbrigðisráð- herra, undirrituðum og fleirum.“ Þetta er fjarstæða. Hvorki heil- brigðisráðherra né aðstoðarmaður hans hafa svo ég viti hrakið eitt einasta atriði í blaðagreinum mín- um. Þeir hafa andmælt málflutn- ingi mínum en ekki hrakið hann. Á því er reginmunur. Ofannefndar fullyrðingar Finns Ingólfssonar eru órökstuddar og ekki tilgreint hvað hann á við. Ég vænti þess, að Finn- ur Ingólfsson vandi betur málflutn- ing sinn í framtíðinni og noti meira rök en gífuryrði. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Hann starfar með heilbrigðis- og tryggingamálanefnd Sjálfstæðisflokksins. TH2010 Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þaraftværhalógen og ein stækkanleg, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. TH 490 Helluborð „Moon“ kermik yfirborð, stálrammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. TH4500 Helluborð „Moon“ keramik yfirborð, snertirofar, svartur rammi eða stálrammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen og ein stækkanleg, hitaljós, tímastilling á hellum. O Cf) TH483B Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Funahöfða 19 sími 685680 V) V) 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.