Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991
-13
ENGAR RANG
FÆRSLUR
eftir Björn Bjarnason
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, telur það
sér helst til tekna í kosningabar-
áttunni að hafa skorað á forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins til
kappræðna. Þeir pólitísku loftfím-
leikar eru í ætt við annað í stjórn-
málastörfum formannsins. Les-
endur Morgunblaðsins hafa getað
kynnst því á orðaskiptum okkar
Jóns Baldvins hér í blaðinu að til
næsta lítils er að eiga orðastað
við hann um alvörumál, jafnvel á
hans eigin verksviði. Hann velur
þann kost að víkja sér undan og
neitar að viðurkenna staðreyndir
þegar við hann er rætt með vísan
til þeirra.
Vegna greinarkorns Jóns Bald-
vins hér í blaðinu í gær vil ég
árétta eftirfarandi:
1. Jón Baldvin Hannibalsson
heyktist á því sem utanríkisráð-
herra að heimila forkönnun vegna
varaflugvallar á vegum Atlants-
hafsbandalagsins. Um þá stað-
reynd verður ekki deilt.
„Jón Baldvin Hannib-
alsson heyktist á því
sem utanríkisráðherra
að heimila forkönnun
vegna varaflugvallar á
vegnm Atlantshafs-
bandalagsins. Um þá
staðreynd verður ekki
deilt.“
2. Þótt leiðtogafundur Atlants-
hafsbandalagsins í London í júlí
hafi verið lokaður fer ekkert á
milli mála um það, sem á honum
gerðist. Margaret Thatcher sagði
að takmörkun vígbúnaðar næði
ekki til flota bandalagsríkjanna.
Var því sjónarmiði ekki andmælt
af öðrum fundarmönnum, þegar
Manfred Wörner, framkvæmda-
stjóri bandalagsins, bar það sérs-
taklega undir þá. íslensku ráðherr-
unum mistókst að koma afvopnun
á höfunum inn í umboð CFE-2
viðræðnanna. Jón Baldvin stað-
festi það hér í blaðinu í gær.
Björn Bjarnason
3. ísland lagði ekki fram tillögu
um sérfræðikönnun vegna kjarna-
kljúfa á hafinu á allsheijarþingi
Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndin
um slíka tillögu var rædd við
sendinefndir einstakra ríkja en til-
lagan ekki lögð formlega fram á
allsheijarþinginu.
Þetta eru einfaldar og skýrar
staðreyndir og engar rangfærslur.
Höfundur skipar þriðja sætið á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
Hver er stefna stjómmála-
flokkanna í áfengismálum?
eftir Jens Agúst
Jónsson
Ég þakka Leifi Sveinssyni, lög-
fræðingi, grein þá sem hann reit
og birtist í Morgunblaðinu laugar-
daginn 13. apríl, síðastliðinn.
I upphafi greinar sinnar segir
Leifur: Um hálfrar aldar skeið hef-
ur það verið stefna stjórnvalda að
byggja íjárhagslega afkomu sína á
veikleika þegnanna. Sala áfengis
og tóbaks hefur verið ein helsta
tekjulind ríkissjóðs. Tilvitnun lýkur.
Það hefur margur góður maður-
inn, því miður, gerst háseti á fleyi
hans hátignar Bakkusar, eins og
undirritaður, en með aðstoð, um-
hyggju og elju hefur samtökum
áhugafólks um áfengisvandamálið
tekist að bjarga þúsundum lands-
manna frá borði.
Bakkus siglir enn og ég tel það
skyldu stjórnvalda að forða lands-
mönnum frá því að stíga um borð
hjá þessum lúmska skipstjóra. Það
gera stjómmálamenn einvörðungu
með því að sýna sjálfir gott for-
dæmi.
Fyrir tæpum sextíu árum, reyndi
öldruð kona hér í borg að forða
ættingja frá áfengisbölinu, en án
árangurs. Hún gafst upp á að leita
aðstoðar stjórnvalda sem höfðu lít-
inn sem engan skilning á málinu.
Konan gerði eftirfarandi vísur sem
birtust í Morgunblaðinu, og þurfa
þær engra skýringa við, en þær
bera glögglega með sér hug kon-
unnar til áfengismála og stjórn-
valda.
Dofnar menning, minnkar dáð,
magnast særðra kveinin,
stórmál landsins strákskap háð,
stækka þjóðar meinin.
Þjóðnýtt vín er verndað í
virkum ráðaklasa,
til að hafa hendur í
heimskingjanna vasa.
Það er hart, sem þó er skeð,
þrælslund slíka að finna,
að menn voga að versla með
vanmátt bræðra sinna.
Öllum löstum ýta á stjá,
andstyggð flesta kanna,
þeir sem lengst af lifa á,
lægstu hvötum manna.
Þetta er í annað sinn sem vísurn-
ar birtast á prenti. Ég læt það ógert
að nefna nafn konunnar.
Höfundur er verslunarmaður.
A EFTIR BOLTA
KEMUR BARN
Er þitt barn öruggt í umferð-
inni? Éfalaust er svarið nei. Við
getum aldrei verið örugg um það
né getum við tryggt öryggi þess.
En við getum stuðlað að vax-
andi öryggi með því að taka
höndum saman og verið með
stöðugan áróður fyrir bættri
umferðarmenningu.
JC Vík í Reykjavík ætlar á
kosningadaginn að fara af stað
með átak fyrir bættu öryggi
barna í umferðinni. Börn hlaupa
hraðar en þau hugsa. Og því
verðum við stöðugt að vera á
varðbergi.
Það er von okkar sem að þessu
átaki stöndum að þið vegfarend-
ur góðir takið okkur vel. Hafið
hugfast að það gæti verið ykkar
barn sem kæmi hlaupandi næst
á eftir bolta út á akbrautina.
Akið í samræmi við það. Látum
þetta sumar vera slysalaust.
Kær kveðja,
f.h. JC Víkur,
Asta Magnúsdóttir,
Asgerður Káradótt-
ir,
Sigríður Jónsdóttir.
Guðrún Sveinsdóttir ráðin verk-
efnisstjóri „Fósturbamanna“
GUÐRÚN Sveinsdóttir hefur
verið ráðin verkefnisstjóri „Fóst-
urbarnanna" sem er framlag
ungmennafélaganna til umhverf-
ismála.
Guðrún er fædd og uppalin á
bænum Hvannastóði á Borgarfirði
eystra og er næstyngst úr hópi tíu
systkina. Árið 1985 lauk hún
B-Ed-prófi frá Kennaraháskóla ís-
lands með íslensku og líffræði sem
aðalgreinar. Síðastliðin 5 ár kenndi
hún við Víkur-
skóla í Vík í Mýrd-
al. I vetur starfaði
Guðrún sem
fóstra.
„Fósturbörnin“
er verkefni ung-
mennafélaganna
tileinkað um-
hverfisvernd.
Stefnt er að því að hvert einstakt
ungmennafélag í landinu taki að
sér „fósturbarn", eitt eða fleiri, úr
náttúru landsins. Verkefnin eða
„fósturbörnin" geta verð margvís-
leg, s.s. fjara eða vegarkafli sem
hreinsuð eru reglulega, land til upp-
græðslu, hefting foks, gróðursetn-
ing eða hvað annað sem kemur
landinu til góða. Áformað er að
hefjast handa fyrstu helgina í júní
og mun fóstrið standa yfir næstu
þrjú árin.
(Fréttatilkyiyifng)
Emleikaraprófstónleikar:
Finnst spennandi
að skoða mig um og
læra ný tungumál
- segir Svanhvít Friðriksdóttir
sem lýkur einleikaraprófi á horn
SVANHVIT Friðriksdóttir,
hornleikari, mun leika verk eft-
ir Eugene Bozza, Joseph Rhein-
berger, Carl Nielsen og Paul
Hindemith á tónleikum í Norr-
æna húsinu í kvöld klukkan
20:30. Tónleikarnir eru seinni-
hluti einleikaraprófs Svanhvít-
ar frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Með henni leikur
Anna Guðný Guðmundsdóttir á
píanó.
Svanhvít er fædd og uppalin á
Akureyri þar sem hún 6 ára göm-
ul hóf nám í blokkflautuleik. Um
tíma lærði hún líka á píanó. Hor-
nið valdi Svanhvít 11 ára gomul.
„Ég hafði öfundað bróður minn
af því að blása í lúður og fá að
fara í ferðalög með lúðrasveitinni
og einhverntíma þegar ég fór á
hljóðfærakynningu sá ég hornið
og leist svo vel á það að ég ákvað
að slá til og byija að læra. Þá var
ég ennþá að læra bæði á blokk-
flautu og píanó en seinna hætti
ég því en hélt mig við homið.“
Eftir fímm ára nám hjá Roari
Kvam á Akureyri hélt Svanhvít til
Bandaríkjanna þar sem hún var
skiptinemi í eitt ár. Þegar heim
kom hélt hún áfram að læra á
hornið auk þess sem hún stundaði
menntaskólanám. Veturinn á eftir
flutti hún til Reykjavíkur þar sem
hún hefur stundað nám hjá Joseph
Ognibene í þrjú ár. Með náminu
lauk hún stúdentsprófí og sá sér
farborða með því að leika á hor-
nið, í Þjóðleikhúsinu og íslensku
Óperunni.
Hvað framtíðina varðar segist
Svanhvít stefna á framhaldsnám
í Þýskalandi. „Ég fer í prufuspil
til Hermanns Baumanns, sem er
einn þekktasti hornleikari í heim-
inum, í júlí og ef ég kemst í tíma
til hans, eins og ég vona, býst ég
við að byija þar næsta haust. Að
námi loknu er ekki gott að segja
hvað maður gerir. Mér fínnst
Svanhvít Friðriksdóttir
spennandi að skoða mig um og
læra ný tungumál en auðvitað
langar mig líka til að koma heim.
Annars lítur það ekki sérlega vel
út því markaðurinn fyrir hornleik-
ara er fremur lítill á íslandi."
Tónleikarnir á morgun hefjast
á verki eftir Eugene Bozza. „Verk-
ið er frekar stutt, í litlum köflum
og heitir „í skóginum" segir Svan-
hvít og bætir við að það sé samið
sem prufuspilstykki fyrir tónlistar-
háskóla í Frakklandi. „Á eftir leik
ég sónötu eftir Joseph Rheinber-
ger fyrir horn og píanó í þremur
köflum. Hann var uppi á svipuðum
tíma og Brahms og Schumann en
er lítið þekktur. Næst á
efniskránni er svo verk eftir Carl
Nielsen sem heitir „Canto Serioso"
og er samrð sem prufuspilstykki
fyrir lághorn. Síðasta verkið á
efniskránni er sónata eftir Paul
Hindemith sem er af mörgum tal-
in ein besta sónatan sem samin
hefur verið fyrir horn og píanó.
Sýnishorn úr söiuskrá:
2ja-3ja herb.
Efstihjalli - Kóp.
Góö 2ja herb. íb. á 1. hæð i 2ja hæða
fjölb. Endurn. sameign utan og innan.
Ahv. 2,3 millj húsnstjlán.
Hólar - skipti
Falleg 3ja herb. íb. á jarðh. meö
stórum sérgarði í suður. Parket.
Skipti mögul. á 4ra-5 herb. f
sama hverfi. V. 6 m.
Nökkvavogur
Góð 3ja herb. íb. á 2. hæö i fjórb. Mik-
ið endurn., m.a. ný eldhúsinnr., nýtt
gler og rafm. Góð staðsetn. Ákv. sala.
Verð 4,9 millj.
Kjarrhólmi - húsnlán
Falleg og björt mikiö endurn. 3ja herb.
íb. á 1. hæð á þessum góða staö. Hús-
eign ný yfirfarin. Áhv. 2,3 mlllj. húsnlán.
Skipasund
Góð 3ja herb. ib. á 1. hæö í sex
íb. húsi. Ný beykieldhúsinnr. og
nýtt á baði. Ákv. sala.
Hafnarfjörður - laus
Góð 3ja-4ra herb. sérh. í risíb. í fallegu
steinh. Stofa, 2-3 svefnherb. Þvottah.
í íb. Laus strax. Verð 5 millj.
4ra-5 herb. íbúðir
Norðurmýri - laus
Ný uppgerð 3ja herb. ib. í þríb. ásamt
bílskúr sem innr. er sem einstaklíb.
Nýtt á gólfum. Góð staðsetn. Laus
strax.
Seltjarnarnes
Falleg 4ra herb. ib. á 1. hæð m/sér-
garöi. Stór stofa, 3 svefnherb. Stórar
svalir. Innangengt i bílskýli. Áhv. 3,0
millj. góð langtlán.
Flúðasel - laus
Góð og vel umgengin 4ra herb.
íb. ó 1. hæð Hús og sameign
nýuppgert. Bílskýli. Laus strax.
Góð f. húsbréf.
Valshólar - skipti
Glæsil. og rúmg. 4ra-5 herb. íb. á 2. hæð
í tveggja hæða fjölb. Stofa, 3-4 svefnh.
Sérþvherb. og -geymsla í íb. Húseign í
toppstandi. Bílskréttur. Mögul. skipti ó
minni eign. Verð 8,2 millj.
Ragnar Tómasson hdl., Brynjar Harðarson, viðskfr.,
Haukur Geir Garðarsson, viðskfr., Guðrún Árnad., viðskfr.