Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 9
GOTT FÓLK/SIA
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991
9
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins,
Valhöll, Héaleitisbraut 1,3. hæð.
Símar: 679902 - 679903 - 679904
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá
borgarfógetanum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, jarðhæð, alla
daga kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga kl. 14-18.
Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt
sem lýtur að kosningunum. Aðstoð við kjörskrárkærur.
Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna efþið
verðið ekki heima á kjördag, 20. apríl nk.
Þú getur greitt
spariskírteini
ríkissjóðs
í áskriít með
greiðslukorti
Áskriftar- og þjónustusímar:
91-62 60 40 og 91-69 96 00
<*Taí&í
ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Þjónustumiöstöð ríklsverðbróla, Hverfisgötu 6, 2. hæö. Sími 91-62 60 40
MééééééM
Falast eftir forsæti
Valdatíma ríkisstjórnar „jafnréttis og fé-
lagshyggju" er senn að Ijúka. Ferli henn-
ar lýkur með jafnmiklum ósköpum og
urðu þegar til hennar var stofnað. Brigð-
mæli, rýtingsstungur og fjáraustur úr
opinberum sjóðum einkenndu upphaf
hennar og ekki síður endi. Það ótrúlega
hefur þó gerzt, að leiðtogi þessarar
stjórnar telur sig hæfastan til að leiða
nýja samsteypustjórn.
>»
A koppinn
Þegar Steingrímur
Hermannsson myndaði
vinstri stjórn sína í sept-
emberlok 1988 voru
áhöld um, hvort hún
hefði þingmeirihluta.
Hún var að sönnu studd
af Framsóknarflokki og
Alþýðuflokki, flokkun-
um, sem gengu út úr
rikisstjórn Þorsteins
Pálssonar. Hins vegar
gekk Aiþýðubandalagið
til stjórnarsamstarfsins
illilega klofið og hefur
þar ekki gróið um heilt
siðan. En ráðherrasósial-
istarnir Olafur Ragnar
Grimsson, Svavar Gests-
son og Steingrimur J.
Sigfússon börðu
stjórnaraðildma i gegn,
þegar ráðherrastólai’iiir
blöstu við þehn. Stórir
hópar Alþýöubandalags-
maiina gátu með engu
móti sætt sig við þær
kjaraskerðingar, sem
fyrir dyrum stóðu, eða
áiform um byggingu ál-
vers, svo einhver dæmi
séu nefnd.
Þá greip Steingrímur
Hermannsson til þess
ráðs að senya við Stefán
Valgeirsson um stuðning
við stjóraina og var ekk-
ert verð of hátt til að
tryggja sér stuðning
hans. Stefán studdi ríkis-
stjórnina gegn því að fá
aðgang að því mikla
sjóðakerfi sem til stóð að
koma á fót. Meira að
segja var starfsmaður
flokks Stefáns settur á
laun í forsætísráðuneyt-
inu.
Með þessu tókst
Steingrími að koma ríkis-
stjórninni á koppinn.
Síðar kom í ljós, að þrír
þingmenn Alþýðubanda-
lagsins voru með fyrir-
vara um stuðning við
hana, þeir Geir Gumiars-
son, Hjörleifur Gutt-
ormsson og Skúli Alex-
andersson. Rikisstjórnin
var því völt í sessi og
endaði það með því, að
Borgaraflokkurinn gekk
til iiðs við hana eftir að
Albert Guðmundsson,
Ingi Bjöm Albertsson og
Hreggviður Jónsson
sögðu skilið við flokk
sinn.
Meðferð opin-
berra fjár-
muna
Rikisstjórn jafnréttís
og félagshyggju hóf feril
sinn á gengisfeUingu,
kaupbindingu og skatta-
hækkunum. Að því
ógleymdu, að hver fyrir-
greiðslusjóðurinn á fæt-
ur öðrum var settur á
stofn.
A valdatíma ríkis-
stjórnarinnar hafa vákn-
að spurningar um með-
ferð opinberra fjármuna
t.d. varðandi ferðakostn-
að ráðherra, dagpen-
ingagreiðslur og skatta-
meðferð á bílahlumiind-
um. Þá hefur einnig ver-
ið deilt á meðferð á
skattaskuldum flokks-
bræðra (Nútímimi, Svart
á hvítu).
Hver skattahækkunin
eftir aðra hefur riðið yfir
og liækkanir hvers kyns
gjalda og álaga. í því
sambandi ættí að nægja
að nefna hækkun tekju-
skatts úr 28,5% í 32,8%
og stórfellda hækkun
eignarskatta (ekkna-
skatturinn).
Kjötkatlamir
Ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar hefur
ekki nægt að skattpína
þjóðina heldur hefur ver-
ið safnað skuldum tíi að
kosta óráðsíuna. Ríkis-
sjóður hefur verið rekinn
með miklunt halla öll árhi
og lántökur utanlands
sem innan hafa verið
gegndarlausar.
Þó tók steininn fyrst
úr síðustu starfsdaga Al-
þmgis. Þar ríktí algert
öngþveití við kjötkat lana,
þegar þingmenn stjórn-
arUðsins reyndu að
krækja sér í sem feitasta
bita tíl að styrkja stöðu
sína í kosningunum. Fór
svo, að stjórnarliðar sam-
þykktu að slá nær 28
þúsund milljón króna lán
til að kosta sukkið og
síðan hefur fjármálaráð-
herrann þar að auki
skrifað undir samninga,
sem binda milljarðaút-
gjöld á ríkissjóð.
í flestum málum hefur
ríkisstjórnin verið sem
rekald án fastmótaðrar
stefnu. Ráðherrarnir
hafa sameinast um það
eitt að sitja sem fastast.
Þeir hafa ítrekað lýst
ánægju sinni yfír því,
hversu samstarf þeirra
hefur gengið vel fyrir
sig. Þangað til kosninga-
baráttan hófst. Nú láta
þeir skammirnar dyi\ja
hver á öðrum og níða
skóinn hver niður af öðr-
um.
Iðnaðarráðherraim
hefur mátt þola meira en
flestír hinna. Bæði for-
sætísráðherrann og fjár-
málaráðherrann hafa
veitzt að honum fyrir
meðferð álmálsins.
Steingrímur sagði á dög-
unum, að Jón Sigurðsson
hefði haldið málinu hjá
sér og lagt höfuðáherzlu
á að undirrita marklaust
plagg. Nú síðast hefur
utanríkisráðherrann
fengið það óþvegið hjá
forsætísráðherranum.
Hann segir, að Jón Bald-
vin stefni að því að se(ja
Island undir erlent vald
(EB). Enn á ný eru land-
sölukenningarnar komn-
ar á kreik i íslenzkri
pólitík og nú er það for-
maður Framsóknar-
flokksins sem stendur
fyrir þeim, ekki komm-
amir, þótt þeir kvaki
undir.
ístakkbúinn
Miðað við þetta er það
með óllkindum, að
Steingrímur Hermanns-
son og flokkur hans
heyja kosningabaráttuna
undir því fororði, að eng-
um öðrum en Steingrími
sé ætlandi að vera í for-
sætí nýrrar samsteypu-
stjómar. Steingrímur
sagði m.a. í viðtali við
Bylgjuna fyrir nokkru:
„Og ég hef, að því er
ég tei, sjaldan verið betur
í stakk búmn, bæði and-
lega og Iíkamlcga, tU að
leiða nýja samsteypu-
stjóra í þessu landi. Ég
hef mikla reynzlu á því
sviði.“
Framsóknarflokkur-
inn hefur að undanförnu
auglýst þessa skoðmi
Steingríms og byggt
kosningaslag sinn m.a. á
henni. I flokksauglýsing-
unni segir: „Styðjum
Steingrím — Þjóðin
þarfnast hans við stjórn-
völinn áfram“.
Framsóknarflokkur-
inn hefur setíð í ríkis-
sijóm nær samfellt frá
1971, eða tvo áratugi.
Mestan þann tíina hefur
Steingrimur verið ráð-
herra — að sjálfsögðu án
ábyrgðar eins og flokkur
hans. Hami hefur lika
verið opinn í báða enda
og aðhyllist já, já, nei,
nei stcfnuna. Og nú vill
liann fá enn eitt tækifær-
ið tíl stjórnarforustu eftir
allt það sem á undan er
gengið.
N Y BOK U M HLUTABREFAMARKAÐ
HVERSU STOR GETUR
MARKAÐURINN ORDIÐ?
I bókinni „Hlutabréfamarkaðurinn á Islandi“ er
m.a. að fínna erindi sem Sigurður B. Stefánsson
framkvæmdastjóri VÍB flutti á ráðstefnu sem VÍB hélt
í tilefni af 5 ára afmæli Hlutabréfamarkaðarins hf.,
HMARKS, Þar íjallar Sigurður um hlutabréfamarkað-
inn á íslandi fram til ársins 2000 og hvort mikillar
aukningar á viðskiptum með hlutabréf sé að vænta.
Bókin fæst í helstu bókaverslunum, en þeim sem
óska að fá bókina eða kynningarbækling sendan í
pósti er bent á að hafa samband við Framtíðarsýn
hf. í síma 91-678263.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.