Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 19 A L NGISKOSNINGAR Yeljum framtíðina! eftirÁrna Ragnar Árnason Það er höfuðverkefni ríkisstjóm- ar á hverjum tíma að skapa slíkt efnahagslegt umhverfi, með laga- setningu og framkvæmd laga, að atvinnuvegir, fyrirtæki og fjöl- skyldur hafi góða afkomu. Þegar litið er yfir feril núverandi ríkis- stjórnar og stöðu efnahagsmála okkar er ljóst að þessu höfuðverk- efni hefur hún ekki sinnt. í góðærum undanfarinna ára hafa fiskimenn okkar dregið úr hafdjúpunum allan þann afla sem þeim var heimilt og fyrir afurðirn- ar hefur fengist hæsta verð sem sagan greinir. Á sama tíma hafa lífskjör þjóðarinnar rýrnað saman- borið við nágrannaþjóðir okkar. Við drögumst aftur úr! Um áratugi hefur efnahagsástand þjóðarbús- ins ekki verið bágbornara! Hvar endum við ef áfram heldur sem horfir? Jú það er einsýnt. Við verð- um ríki örbirgðar, rétt eins og ríki kommúnista í Austur-Evrópu og í . Sovétríkjunum. Enda sitja félagar þeirra hér við stjórnvölinn. Hvort þeir kalla sig framsóknarmenn, krata, komma, jafnaðarmenn eða félagshyggjumenn skiptir engu, það er sami rassinn undir þeim öllum! Svona er vinstri stjórn Það er segin saga að svona fer undir vinstri stjóm. Sú sem nú sit- ur hefur slegið öll fýrri met í óráðs- íu. Ekki einasta að skattar hafa verið stórhækkaðir, um á annan tug milljarða, heldur hafa skuldir ríkisins líka verið auknar sem aldr- ei fyrr, og lánin hafa farið sömu leið og skattahækkanirnar, í hít aukinna ríkisumsvifa og ríkisút- gjalda, styrki til illa rekinna fyrir- tækja og til að mismuna fyrirtækj- um landsmanna. Að skuldadögum kemur og þá eru enn meiri vinstri skattar framundan til að borga lánin. Enda hefur sjálfur forsp- rakkurinn sagt, að hann treysti engum öðrum til þess að fram- kvæma þær skattahækkanir sem nauðsynlegar væru á næsta kjör- tímabili, að hans mati! Það er skiljanlegt, að hann telji þörf á meiri skattheimtu. Þegar samdráttar gætir í almennum at- vinnurekstri í landinu er ekki von á auknu fé í ríkissjóðs, nema með því að hækka skattana. Og sannar- lega er nauðsyn á auknu fé fyrir ríkissjóð til að greiða laun nýrra ríkisstarfsmanna svo hundruðum skiptir, sem þessi ríkisstjórn hefur bætt á reikning skattgreiðenda á hveiju ári, fyrir utan alla aðra aukningu ríkisútgjalda og styrkja, sem að mestu á eftir að greiða. Og þeir vinstrimenn kunna engin ráð önnur en að auka umsvif og afskipti ríkisins, hækka skatta! Auknir skattar verða aldrei til þess að bæta lífskjör, þó þeir gangi til þess að greiða laun ríkisstarfs- manna. Hversu þörf sem störf þeirra teljast vera þá skapa þau ekki ekki ný verðmæti. Sköpum atvinnulífi lands- manna rekstrargrundvöll Framundan er enn það höfuð- verkefni, sem óleyst hefur verið alla tíð núverandi ríkisstjórnar, að skapa atvinnulífi landsmanna, framtaki einstaklinganna, slíkan rekstrargrundvöll að það hafi af starfsemi sinni fjárhagslegt bol- magn til að fást við nýjungar í framleiðslu og markaðssetningu. Til þess dugir ekki sívaxandi skatt- heimta. Til þess dugir ekki sívax- andi ásókn ríkissjóðs í sparifé landsmanna. Til þess þarf almenn- ur fijáls fjármagnsmarkaður að fá að dafna og svara þörfum atvinnu- lífsins. Til þess þarf hið fijálsa atvinnulíf landsmanna að fá efna- hagslega jafna samkeppnisaðstöðu vð atvinnulíf nágrannaþjóða okkar. í atvinnulífinu, hinu fijálsa fram- taki einstaklinganna er hinn raun- verulegi hvati til þess að gera bet- ur. Fijálst framtak og fijáls sam- keppni leiðir alltaf til vegs þá sem bjóða bestu vöru og þjónustu á bestu verði. Slíkt atvinnulíf gengst fyrir nýsköpun til hagkvæmni og betri afkomu. Það er vaxtarbrodd- ur lífskjaranna. Þess vegna Sjálfstæðisflokkinn Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn „Þess vegna þarf nýja ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins. Ríkisstjórn sem minnkar skatta, minnkar ríkisumsvif, minnkar ríkisafskipti, og í þess stað leyfir aukin umsvif og aukið athafnafrelsi einka- framtaksins, og leysir frumkvæði einstakling- anna í landinu úr læð- ingi ríkisafskipta vinstri stjórnar.“ leggur höfuðáherslu á afrakstur og framlag einkaframtaks atvinn- ulífsins til þess að skapa almenn- ingi lífskjör, og skilur að í afkomu þess liggja mörk hins mögulega í opinberri þjónustu. Allir vinstri flokkarnir virðast telja að skattar skapi slík verðmæti. Við öll sjáum í hendi okkar að slík bábilja stenst ekki. Þess vegna þarf nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn sem minnkar skatta, minnkar rík- isumsvif, minnkar ríkisafskipti, og í þess stað leyfir aukin umsvif og aukið athafnafrelsi einkaframtaks- Árni Ragnar Árnason ins, og leysir frumkvæði einstakl- inganna í landinu úr læðingi ríkis- afskipta vinstri stjórnar. Þess vegna þurfa íslendingar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins! Við þá stjórn munu atvinnuvegir landsmanna rísa og gefa þjóðinni aukna hagsæld. Á henni byggjum við velferð, menningarstarf, frelsi og mannúð til frambúðar. Við get- um skilað æsku landsins góðum lífskjörum í góðu landi. XD — Sjálfstæðisflokkurinn er framtíð Islands! Höfundur skipar 4. sætí á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. -------------------------------------------1 Ger&u matseldina fjölbreyttari! Eldunartækin frú Tefal bjóða upp á skemmtilega tilbreytingu í matseld. Þú tilreiðir fínustu krásir á borðgrilli, í mínútugrilli eða djúpsteikingarpotti, með lítilli fyrirböfn. Tefal eldunartækin eru líka þeim kostum gædd að vera örugg og auðveld íþrifum. Taktu áþig rögg í eldamennskunni, það verður einfalt með tækjunum frá Tefal! OEMSSON hf Lagmula 8. Simi 38820 Umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.