Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991
fólk í
fréttum
Tískuhönnuðir spá heitu symri.
TISKA
Tískukóng-
ar spá
heitu sumri
Tískuhönnuðir beggja vegna Atl-
antshafsála hafa keppst við
að sýna vor- og sumartískuna.
Raunar eru þeir byrjaðir að sýna
haust- og vetrartískuna því ekki er
of seint af stað farið. Myndin sem
þessum pistli fylgir hefur þó ekkert
að gera með haust og vetur. Hún
er ein af mörgum sem borist hafa
frá erlendum fréttastofum og með
erlendum blöðum og er nokkuð
"d'æmigerð fyrir djarfari kantinn af
fatnaðinum sem tískukóngamir
ætlast til að kvenfólkið dragi á sig
með hækkandi sól. Má glöggt sjá
að þeir reikna ekki með kuldaköst-
um, heldur heitu og góðu sumri.
Þótt sú flík sem hér er sýnd sé í
efri öfgakantinum þá má þó segja
um tískuna fyrir vorið og sumarið
að hún er fremur djörf að því leyti
að stutta tískan gefur ekkert eftir
og þunnar efnislitlar flíkur njóta
vinmsælda hönnuða.
King, bólginn
og blár, eftir
barsmiðarnar.
BARSMIÐAR
Ovænt myndataka kemur
lögreglunni í LA í klípu
George Holliday er nú þekktur
maður í Bandaríkjunum, en
fyrir nokkrum vikum var ekki svo.
Laugardaginn 2. mars síðast liðinn
var hann að yfirfara myndbands-
upptökuvél sína. Daginn eftir stóð
til að taka þátt í Los Angeles
maraþoninu og fara síðan í brúð-
kaup vinar síns. Báða atburðina
hugðist hann festa á myndband.
Því var vélin bæði við höndina og
tilbúin í slaginn er Holliday vakn-
aði með andfælum skömmu eftir
miðnætti við ákaft sírenugaul og
hávaða og ljóskastara frá lögreglu-
þyrlu sem sveimaði yfir fjölbýlis-
húsinu sem hanrr býr í San Fem-
ando dalnum. Hann þeyttist hálf-
vankaður og svefndrukkinn fram
úr rúmmi sínu en hrifsaði vélina
með sér. Eftir að hafa nuddað
stírnurnar úr augunm, trúði hann
því vart sem fyrir augu bar. Að
minnsta kosti þrír lögreglumenn
stóðu yfír ungum blökkumanni og
börðu hann linnulaust með stál-
kylfum. Að minnsta kosti sex aðr-
ir stóðu álengdar og aðhöfðust
ekkert. Holliday festi barsmíðarn-
ar á myndband sem síðan hefur
tröllriðið fréttatímum bandarískra
sjónvarpsstöðva.
Eiginkona Hollidays, Eugenia,
hafði séð hluta af barsmíðunum
og þau fylgdumst sameiginlega
með fréttum og dagblöðum næstu
tvo daga. Þau höfðu áhuga á því
að vita hvað eiginlega gekk á. Er
þau urðu einskis vísari var sú til-
finnig farin að vakna hið innra
með þeim að eigi væri allt með
felldu. Holliday hringdi þá í lög-
reglumiðstöð síns hverfis, en þar
var honum sagt að skipta sér ekki
af því sem honum kæmi ekkert
við. Það þurfti ekki meira til og
Holliday hringdi til sjónvarpsstöðv-
arinnar KTLA og afhenti þar síðan
myndbandið. í fréttatíma sama
kvöldið var myndbandið sýnt og
samstundis ætlaði allt að verða
bandvitlaust og alls konar félög,
einstaklingar og stofnanir fóru í
hár saman.
Upp úr öllu stóð, að blökkumað-
urinn heitir Rodney King sem er
byggingaverkamaður sem setið
hefur inni fyrir ræna áfengisút-
sölu. Lögreglan segir hann hafa
ekið Hunday Excell bifreið sinni á
140 kílímetra hraða á klukkustund
og síðan, eftir hrikalegan eltingar-
leik, hafi hann reynt að forðast
handtöku. Þessu er alfarið neitað.
Talsmaður Hunday-verksmiðjanna
segja Excel-týpuna aldrei hafa náð
slíkum hraða og sjálfur segist King
ekki hafa brotið af sér með öðrum
hætti en að aka snökktum of hratt
í íbúðarhverfi. Vitni hafa borið að
King hafí stigið möglunarlaust út
úr bifreið sinni og lagst á götuna
er honum var skipað að gera svo.
En í stað þess að handtaka mann-
inn eðlilega hafi einn lögregluþjónn
gengið að honum og stungið í hann
rafskautum sem gefa allt að
50.000 volta straum. Eftir að hafa
stuðað King tvisvar hafi nokkrir
lögregluþjónar síðan ráðist til at-
lögu og lúskrað hroðalega á liggj-
andi manninum. Á myndbandi
Hollidays hafa verið talin alls 55
kylfuhögg og 8 spörk. King var
víða brotinn og blár eftir atgang-
inn, meðal annars sprakk höfuð-
Holliday mundar upptökuvélina af svölunum heima hjá sér.
kúpan við augntótt, kinnbein
brotnaði svo og ökkli. Þá hlaut
hann svo slæman heilahristing að
læknar telja mögulegt að höfuð-
verkir muni þjaka manninn alla
ævi. Þá þarf King að fá nýjar fyll-
ingar í flestartennur sínar, því þær
hrukku flestar úr við barsmíðarn-
ar.
Það lítur ekki vel út fýrir þá
lögregluþjóna sem nú svara til
saka og þeir sem til þekkja segjast
vona að atburðurinn verði til þess
að lögreglan í Los Angeles vakni
til vitundar. Hún sé rómuð fyrir
að níðast á minnihlutahópum og
svona uppákomur séu engin ný-
lunda. Sá sé nú munurinn að til
þessa hafa þeir unnið slík verk í
skjóli myrkurs og enginn hafi þor-
að að ganga fram fyrir skjöldu.
Holliday segist trúa því að það
séu aðeins fá rotin epli sem vinni
slík illvirki, lögreglan sem slík eigi
ekki öll að svara fyrir verkið. Enda
hafi fjölmargir lögregluþjónar og
yfirmenn lögreglunnar I LA haft
samband við sig og óskað sér allra
heilla í leik og starfi. „Ég hef að-
eins fengið eina morðhótun og það
hlýtur að segja mér að ég hafí
breytt rétt,“ segir Holliday.
-n
Lærðu til að verða Naprapat
— nútímalegt starf
COSPER
Naprapati er algengasta sérmeðferðin, sem beitt er þegar reynt er að lækna
óþægindi í hrygg, liðamótum og vöðvum með höndum.
Læknisfræðilega efnið:
Líffærafræði, líftækni, lífefnafræði, lífeðlis-
fræði, taugasjúkdómafræði, matvælafræði,
bæklunarsérfræði, meinafræði.
Sjúkraþjálfun:
Rafsegulfræði, liðamótafræði, nudd, teygjur,
Lækning með höndum (manuell medicin):
Sjúkdómsgreining, tæknileg lífeðlisfræði, hag-
kvæm líffærafræði, losunar- og hreyfingatækni.
íþróttalæknisfræði;
Íþróttalífeðlisfræði, íþróttasálarfræði, „tejpning".
í kennaraliðinu eru dósentar, læknar, háskóla-
kennarar og doktorar í naprapati.
Menntunin samsvarar 160 p.
y
Naprapathögskolan
Menntun, sem leiðir til sjálf-
stæðs og mikilverðs starfs.
Observatoriegatan 19-21, 113 29 Stockholm
Tel. 08-16 01 20
£L*. 11Í.92
COSPER.
— Þú lofaðir mér kossi, ef ég tæki meðalið, svo ég
kláraði úr flöskunni.
I d K'Stk i. A&HÍ