Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991
‘48
Ami H. Arnason,
Akranesi - Minning
Fæddur 7. júní 1915
Dáinn 11. apríl 1991
Mig langar að minnast hans afa,
Áma Halldórs Árnasonar, í nokkr-
um orðum. Þegar mér var sagt að
afi væri dáinn, ætlaði ég ekki að
trúa því, vegna þess að afi var allt-
af svo hress og duglegur. Þó að afi
væri hættur að vinna var hann allt-
af eitthvað að gera. Það voru alltaf
einhvetjir að koma og biðja hann
að gera við hitt og þetta, því að afi
gat gert við allt.
Þegar ég þurfti á hjálp að halda
þá var afi alltaf tilbúinn. Það var
gaman að vera með honum uppi á
háalofti að smíða eða dunda í ein-
hveiju öðru, þar kenndi afi mér
ýmislegt. Það var líka gaman að
fara með afa „á rúntinn“, þá sagði
hann mér sögur frá sinni tíð. Hann
fór oft með okkur á beijamó og það
var gaman og yfirleitt að vera með
afa því hann vildi allt fyrir mig gera.
Ég á eftir að sakna afa mikið því
hann var mér meir en afi, en amma
saknar hans örugglega miklu meira
og þess vegna bið ég Guð að vera
með henni og okkur öllum.
Árni Steinar Kjartansson
Sumum mönnum er gefinn sá lífs-
kraftur að geta alla ævi unnið lang-
an og erfiðan vinnudag, en þeir
bera þess engin merki. Þeir halda
sér vel og eru síkátir og íjörugir.
Lífsbaráttan vinnur ekki á þeim.
Ámi Halldór Árnason, sem hér er
minnst með nokkrum línum, var
einn þessara manna. Og þetta var
arfur. Þegar ég lýsi hér föður hans,
þá er ég jafnframt að lýsa Árna
heitnum yngri. Þeir voru um flest
einstaklega líkir feðgarnir.
Ámi var fæddur í Bolungavík,
7. júní 1915, sonur hjónanna Sigríð-
ar Guðmundsdóttur og Áma Sig-
urðssonar. Sigríður var fædd að
Brekku í Gilsfirði, dóttir hjónanna
Gróu Jónínu Guðmundsdóttur og
Guðmundar Magnússonar og eru
mér þeirra ættir ókunnar, nema ég
trúi að Guðmundur hafi verið breið-
firzkrar ættar. Hann var fæddur í
Flatey 1855. Gróa kona hans hafi
aftur verið ættuð úr Gufudalssveit
og af Ströndum. Þau hjón bjuggu
fyrst að Brekku í Gilsfirði, en síðan
að Ljúfustöðum í Kollafirði á
Ströndum, en fluttust til Bolunga-
víkur um aldamótin, einnig Samúel
bróðir Gróu og urðu systkinin kyn-
sæl vestra og út af þeim margt
dugandi manna. Það var mikið um
það á þessum tíma að fólk úr nær-
sveitunum fluttist til Bolungavíkur
ef vel aflaðist þar.
Ætt Áma Sigurðssonar var Hóls-
ætt í Bolungavík, hana má langt
rekja mann af manni þar í byggð
frá þeim hjónum, sem settust á Hól
um 1600, Elínar dóttur Magnúsar
sýslumanns prúða og Sæmundar
sonar Árna sýslumanns á Hliðar-
enda.
Faðir Árna var Sigurður Áma-
son, bóndi á Hóli í Bolungavík. Mik-
ill elju- og dugnaðarmaður. Formað-
ur langa tíð og hagleiksmaður bæði
á tré og járn. Þau hjón, Sigríður
Guðmundsdóttir og Árni Sigurðs-.
son, voru atgervismanneskjur jafnt
og góðar manneskjur. í Bolungavík
var allt fólk vinnusamt því dugði
ekki annað sér til bjargar. Þetta var
hart pláss bæði til sjós og lands,
en það held ég að það hafi ekki
verið önnur hjón í plássinu þeim
duglegri að bjarga sér með mikla
ómegð. Þeim fæddust átta böm.
Ámi Sigurðsson var frábær verk-
maður og eftirsóttur í skipsrúm.
Hann var bæði verklaginn og verk-
mikill. Það vars fátt um lærða véía-
menn á hans tíma vestra, og Árni
lærði ekki til vélgæzlu nema í verki,
en þótti með beztu vélamönnum og
sótzt eftir honum til þess starfa.
En þó Árni væri rómaður verkmað-
ur, var honum mönnum minnisstæð- .
ari fyrir einstaklega skemmtilegt
lundarfar. Það glaðnaði jafnan yfír
gömlum félögum Árna, þegar þeir
minntust hans, sem sérlega
skemmtilegs félaga._ Hann skilaði
þessu til sonar síns Árna yngra, en
sjálfur mun hann hafa erft skap-
lyndi sitt frá móður sinni, Ingi-
björgu, því að Sigurður faðir hans
og hans bræður voru alvörugefnir
búsýslumenn.
Það var ekki einsdæma í þessu
plássi mikilla sjósóknara og sívinnu-
manna, að inn í ættgarð, sem engin
dæmi voru um hlátur upphátt, kæmi
kona úr einhverri átt og breytti
grónu svipmóti ættmenna til hýrara
yfirbragðs.
Sigríður, kona Árna, var og
skemmtileg skýrleikskona, jafnt og
einstök dugnaðarmanneskja, saum-
aði föt og pijónaði plögg á böm sín
og vaskaði fisk og gekk á reita og
hirti skepnur, sem þau hjón höfðu
sér til búsílags, en Árni var fjarvist-
um á vetrum. Hann stundaði þá sjó-
inn á „stóru bátunum“ á ísafírði.
Sex bama þeirra hjóna komust
til fullorðinsára, og era öll á lífi,
nema Ásta og Ámi, þau vora elzt
systkinanna.
Þetta var mikill hópur fyrir að
sjá á þeim tíma í landinu að pening-
ar uxu ekki á tijánum, sem þeir
hafa reyndar skiljanlega aldrei gert
í þessu tijálausa landi. Peningarnir
vora sóttir í hafdjúpin eða rifnir
uppúr grýttri jörð. Það þurfti mikið
til fyrram að fata og brauðfæða
slíkan barnahóp svo vel væri. En á
forstandsheimili Sigríðar og Árna
var alltaf nóg að bíta og brenna,
enginn skortur þar í garði á mæli-
kvarða tímans. Þau voru alltaf sem
bezt gerðist bjargálna þessi hjón,
því mátti ég vera kunnugur. Sigríði
og móður minni var vel til vina og
samgangur nokkur milli heimilanna,
og systir mín trúlofuð bróður Sigríð-
ar, Guðmundi Hafstein, formanni í
Víkinni, þegar hann fórst 11. sept-
ember 1923.
Mér var hlýtt til Sigríðar heit-
innar og hún átti það að mér bless-
unin, að ég minntist sonar hennar,
fyrst ég hef penna við höndina og
kunnugleika til að segja frá fólki
Árna heitins í Víkinni. Þá er það
líka svo, að þótt leiðir okkar lægju
ekki náið saman nema í æsku, kem
ég ekki alveg að fjöllum til að segja
frá honum sjálfum. Við vorum aldr-
ei samskipa við sjóinn vestra, en ég
var eitt sinn á báti, sem Árni var
þá nýfarinn af og vissi hvaða orð
skipsfélagar hans báru honum. Og
ég hafði jafnan góðar spurnir af
Árna heitnum, sem öðram hans
systkinum, því ég átti oft tal við
móður þeirra síðustu ár hennar á
Hrafnistu í Reykjavík, Sigríður lézt
9. desember 1985. Kunningjar mín-
ir eru bræður Árna heitins, þeir
Þorvaldur Árnason, þekktur skip-
stjóri, toppaflamaðúr í Reykjavík á
báti sínum Ásþór svo árum skipti
og Baldvin stýrimaður og síðar pípu-
lagningamaður, sem er að því leyti
eins og Árni heitinn bróðir hans,
faðir og afi, að það leikur flest í
höndunum á honum. Lagvirkni erf-
ist og gengur í ættir, ef það er rík-
ur eiginleiki ættföður, eða ættmóð-
ur. Einstaklega gott samlyndi hefur
ríkt með bömum Árna Sigurðssonar
og Sigríðar, og segir það sitt um
þau hjón að ala upp allan barnahóp-
inn til friðar og samheldnLog skila
bömunum til þess góðu eðlisfari í
arf.
Lífsferill Áma yngra var þessi:
Hann fæddist sem áður segir í Bol-
ungavík 7. júní 1915 og ólst þar
upp til þrettán ára aldurs, að for-
eldrar hans fluttust til ísafjarðar.
Það veit ég næst til Áma heitins að
á átjánda ári fór hann til sjós og
var með góðum skipstjórum á
ísafirði og aflamönnum. Hann varð
eins og faðir hans vélamaður öðram
þræði og hafði til þess réttindi. Ámi
fluttist til Akraness 1938. Eins og
kunnugt er í fiskveiðisögunni var
algert aflaleysi f ein 5 ár um allt
land á síðarí hluta kreppuáranna
1934-39 og hvergi meira en á Vest-
fjörðum, þar mátti heita ördeyða
sum árin. Það var helzt að aflaðist
eitthvað sunnanlands og margir
Vestfírðingar flutttu á þessum áram
til Akraness. En Ámi var ekki að
flýja aflaleysið vestra. Hann var að
sækja sér suður lífsförunaut, eða
fylgja málinu eftir. Þegar „hin eina
rétta“ á í hlut fara menn heimskau-
tanna milli og fjöll standa ekki fyr-
ir mönnum eða höf. Kvenkosturinn
var á Akranesi, en kynnin höfðu
hafizt þegar daman var í Húsmæðr-
askólanum á ísafirði. Þann 5. nóv-
ember 1938 kvæntist Ámi Stein-
unni Þórðardóttur Ásmundssonar
útgerðarmanns á Akranesi. Stein-
unn var manni sínum jafnaldra,
fædd 26. júní 1915. Þau hjón eign-
uðust 11 böm, eitt þeirra dó í vöggu,
en hin eru öll á lífi, hið mesta sóma-
fólk, og barnabörn Árna heitins og
Steinunnar orðin 21 og barnabarna-
böm 7.
Þegar Ámi settist að á Akranesi
stundaði hann fyrst sjóinn í nokkur
ár en réðst síðan til tengdaföður
síns og gerðist þar verkstjóri og síð-
ar vélstjóri við Heimaskaga, útgerð-
arfyrirtæki Þórðar, og í þeim starfa
var Ámi meðan það fyrirtæki var
rekið, en réðst þá sem verzlunar-
maður að veiðarfæraverzlun Axels
Sveinbjömssonar og starfaði þar í
yfir 20 ár, eða til 1989 að hann
hætti störfum. Axel ber Áma heitn-
um vel söguna, segir hann hafa
verið mjög vel látinn verzlunar-
mann.
Árna var eins um það sem fleira
farið líkt og föður hans, að hann
var sívinnandi, heimili sínu og fjöl-
skyldu. Hann átti sér litla fleytu og
reri á henni í frístundum til grá-
sleppu og rauðmaga^
Þótt Árna sé minnst með góðs
heimilisföður og góðs verkmanns
að hveiju sem hann gekk, verða
minningarnar um hann líkt og föður
hans. Menn minnast hans sem ein-
staks ljúfmennis og glaðlyndi hans
og skemmtilegheit í minni höfð af
kunningjum hans og félögum til sjós
og lands og náttúrlega ekki síður
venzlamönnum. Bræður hans og
systur höfðu á honum mikla elsku.
Hann var næstelztur sinna systkina
og var yngri systkinum sínum stoð
í barnmargri fjölskyldu foreldra
þeirra.
Trúlega verður einhver annar en
ég til'að minnast náið þessa góða
drengs. Ég hef ekki ætlað mér
meira en ég vissi öll deili á. Árni
hafði kennt hjartaveilu í nokkur ár,
en enginn átti þó þess von, að svo
brátt yrði um hann, sem raun varð
á. Hann var fyrir skömmu búinn
að sitja fermingarveizlu með fjöl-
skyldu sinni og var þar glaður og
reifur. En það varð snöggt um hann
og hann lézt sama mánaðardag og
faðir hans, 1945, þann 11. apríl, og
það var við hæfi, að þeir hefðu líkt
um endinn sem annað, feðgarnir.
Steinunni ekkju Árna heitins svo
og öðram hans venzlamönnum sam-
hryggist ég við óvænt lát þessa Ijúfa
manns og óska þeim öllum guðs-
blessunar og velfarnaðar.
Ásgeir Jakobsson
Lífið líður áfram og í gegnum
gleði og sorg mannlífsins mótast
viðhorf okkar og reynsla. Einstaka
persónur verða okkur mikilvægari
en aðrar og sumar verða okkur
fyrirmyndir og leiðarljós inn í fram-
tíðina.
Eitt af okkar bestu leiðarljósum,
hann afi Árni, er nú fallinn frá.
Hann sofnaði svefninum langa í
kyrrð og ró við hliðina á ömmu.
Fallegri kveðjustund er varla hægt
að hugsa sér. En fyrir okkur sem
eftir lifum er sáraukinn og söknuð-
urinn mikill. í okkar huga var afi
sú manngerð sem er í mikilli útrým-
ingarhættu á tímum yfirborðs-
mennsku og tímaleysis. Éinskonar
blanda af Bjarti í Sumarhúsum og
Jóni prímus. Það er sérstök náð að
fá að kynnast slíkum mönnum, því
að ómeðvitað var hann boðberi fal-
legustu lífsspeki sem við höfum
kynnst. Hann hafði aldrei tækifæri
til að hlaupa á eftir persónulegum
duttlungum. Aðstæðurnar höguðu
því þannig að öll hans starfsorka
og meira til fór í að halda heimilinu
saman og afla fæðu til konu sinnar
og barnanna tíu. Síðar bættust þar
við bama og barnabamabörn. Hann
átti aldrei mikla peninga en hafði
þó oft orð á því hversu ríkur hann
væri. Án þess að stjórna stjómaði
hann. Og án þess að hafa um þaö
mörg orð gekk hann jafnt í kven-
og karlastörf. Æðrulaus og hóg-
vær, verkin varð að vinna. Börn
drógust að honum eins og segli.
Afa fannst aldrei nóg af börnum
og við hvert nýtt barnabarn var
hamingja hans slík að maður gat
haldið að þarna hefði ekki fyrr
fæjíst bam. Stundum kom maður
að honum inni í stofu raulandi með
bæði hnén fullsetin og eitt barn
klifrandi á bakinu. Á sumrin var
oft lítill hópur barnabama að slá
og raka með afa sínum. Það var
þarna einhver hljóðlát og sjaldgæf
samvinna kynslóða. Þar sannaðist
hið margkveðna að þar þarf ekki
að öskra eða skipa börnum svo að
þau hlýði og virði. Tvisvar sáum
vð afa byrsta sig og óskuðum þess
að það þyrftum við ekki að upplifa
aftur. Afi Árni vissi hvað skortur á
mat var og fátt veitti honum meiri
gleði, en að gefa af heimilisfram-
leiðslunni. Hvort sem það var beij-
asaft, sulta, heimabakaða brauðið
hennar ömmu, fiskibollurnar þeirra
góðu eða harðfiskur. Hann gerði
besta harðfisk í heimi enda sátu
þeir sem áttu spyrðu frá afa, á
henni eins og gulli. Heimili ömmu
og afa breyttist ekki eftir duttlung-
um tískunnar. Það hafði sínar
sterku rætur þar sem áherslumar
vora á notagildi hlutanna fremur
en ytri umbúnað. En fyrst og fremst
sístarfandi eining. Samt var allt á
sínum stað og allt í góðu lagi, enda
var afi sansari hinn mesti og gerði
við flest allt sem einhver möguleiki
var á að laga, hlutunum var ekki
hent að nauðsynjalausu. Minnis-
stæðastur er okkur ostaskeri með
brotið hald sem á var bætt haldi
af ónýtu skrúfjámi og var hann
síðan í fullri notkun með rauða
skrúfjámshaldinu. Að minnsta kosti
95% þjóðarinnar síkvartandi hefðu
farið samdægurs út í búð og keypt
nýjan ostaskera. Eins er með gamla
jólatréð með græna kreppappírnum
sem kemur niður af háalofti á hveij-
um jólum og er í okkar augum
dýrmætt djásn. Hlutirnir voru nýtt-
ir og maturinn var nýttur. Það sem
ekki kláraðist inni á heimilinu var
skipt á milli fugla, katta og hunda.
Allir höfðu jafnan rétt og af sömu
alúð var umgengni við menn, dýr
og hluti. Þannig sjáum við afa fyrir
okkur rólegan og sístarfandi með
húmorjnn á réttum stað. Mann sem
vegna aldurs og aðstæðna hafði
tekist að greina kjarnann frá hism-
inu, í hveiju hin sönnu verðmæti
lífsins eru fólgin. Og það sem meira
var, við sem í kringum hann voram
skildum það án þess að hann þyrfti
að hafa um það mörg orð.
Elsku, elsku besta amma. Það
er erfitt að fylla í stórt tómarúm.
En í börnunum ykkar, tengdabörn-
unum, barnabömum og bama-
barnabörnunum býr lítill geisli sem
afi hefur gefið okkur. Megi sam-
staða og stuðningur okkar mynda
stóran bjartan geisla sem lýsir þér
í gegnum myrkrið.
Hella og Lalli
Ekki trúði ég því þegar mamma
sagði mér að hann afi minn hefði
verið að kveðja þessa veröld í nótt.
Ég brást illa við eins og við öll. En
sem betur fer get ég alltaf hugsað
til hans. Ég veit að allir eiga góðar
minningar um hann afa því hann
var góður maður.
Það sem ég hugsaði fyrst þegar
ég frétti að afi væri dáinn, var
hvað lífið gæti verið ósanngjarnt.
Mér finnst að svona gott fólk, eins
og afi, eigi alltaf að vera til og
vera okkur fyrirmynd, afí var alltaf
glaður og í góðu skapi, alltaf var
hann að kenna okkur krökkunum
ýmsa hluti. Hann kenndi mér mik-
ið. Hann kenndi mér að borða allan
íslenskan og góðan mat og að vera
þakklát fyrir að fá matinn. Hann
kenndi mér að vera alltaf glöð og
ánægð með lífíð.
Afi var þúsund þjala smiður,
hann gat gert við allt milli himins
og jarðar. Hann gerði ekki bara
við, heldur bjó til heilu verkfærin
eins og til dæmis allar beijatínurnar
og garðverkfærin. Það var alveg
sama hversu illa hlutirnir litu út,
alltaf gat afi gert við þá. Viðgerð
á vélum lék í höndum hans.
Hann stundaði sjómennsku í
mörg ár og sjórinn átti mikil ítök
í honum. Eftir að afi hætti að
stunda sjóinn voru ferðir hans
margar niður á höfn, til að hitta
alla trillukarlana og fá fréttir af
sjónum.
Afi gaf okkur ríkulegt veganesti
sem við búum alltaf að.
Við eram þakklát fyrir allan tím-
ann með afa, en eftir sem áður
erum við rík, því við eigum yndis-
lega ömmu sem ekki eingöngu
missir ástkæran eiginmann, heldur
sinn besta vin. Megi Guð veita
ömmu styrk í hennar sorg,
Kveðja,
íris og Kristinn Magnús
Hann elsku frændi minn, hann
Árni í Suðurgötunni, er dáinn. Að-
faranótt ellefa þessa mánaðar
kvaddi hann þennan heim. Þegar
Milla frænka mín hringdi til mín
snemma þennan morgun og færði
mér þessa frétt, þá gagntók mig
mikill tómleiki og söknuður. Það
er þessi hugsun að allt í einu fái
maður ekki oftar að sjá þann sem
manni þykir vænt um, sem er svo
skerandi og sár. Ég hef alla tíð lit-
ið mikið upp til Árna frænda míns
og þótt óumræðilega vænt um hann
og Steinu. Ég er ein af þeim sem
hef verið svo lánsöm að fá að vera
samvistum við þau. Alveg frá mín-
um fyrstu bemskuminningum teng-
ist líf mitt lífinu á Suðurgötunni
og frændsystkinum mínum þar og
þannig hefur það verið alla tíð.
Þegar foreldrar mínir fluttu búferl-
um til Reykjavíkur, þá höfðu Árni
og Steina orð á því við mig, að ég
gæti ekki verið svona „munaðar-
laus“ á Akranesi og þá var ákveðið
að ég yrði tólfta barnið þeirra og
hef ég síðan gengið undir nafninu
númer tólf á Suðurgötunni, þeim
munaði ekki mikið um að bæta við
hópinn sinn. Ámi og Steina eignuð-
ust ellefu böm og komust tíu þeirra
upp, átta era búsett hér á Akra-
nesi, ein dóttir í Hnífsdal og ein í
Reykjavík. Barnabömin era orðin
tuttugu og þijú og barnabarnabörn-
in sjö. Alla tíð hefur ríkt hjá þeim
þessi yndislega hjartahlýja og alltaf
nóg pláss fyrir alla á Suðurgöt-
unni. Árni var einstakur faðir og
afi og hafði alltaf nógan tíma fyrir
hópinn sinn, enda sóttu bömin mik-
ið til afa á Suðurgötu.
Ámi fæddist í Bolungarvík og
var einn af átta börnum ömmu
minnar, Sigríðar Guðmundsdóttur
og afa míns Árna Sigurðssonar, sex
komust upp, en af þeim eru nú fjög-
ur eftir á lífi. Hann flutti til Akra-
ness 1938 og nefur búið hér alla
tíð síðan. Árni var æðrulaus og
rólegur maður og sló alltaf á létta
strengi á hveiju sem gekk. Við viss-
um öll að síðustu tvö árin gekk
hann ekki heill til skógar, en hann
kvartaði ekki og lét aldrei á neinu
bera. Það lýsir honum svo vel áð
síðast þegar ég spurði hann um
heilsuna svaraði hann „Sigga mín,
ég er eins og gömlu vélarnar, það
þarf að_ fara að skipta um vara-
hluti". Ég vil með þessum fátæk-
legu orðum þakka Árna frænda
mínuni fyrír að fá að' vera samvist-