Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 24

Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 24
M MORGUNfiLAÐID MIÐVIKUDAGUR,^. ARRÍUUW A L N G S K O S N N G A R Vill framsókn fram- selja fiskimiðin? Um hræsni og hræðslubandalög eftirJón Baldvin Hannibalsson „Ræða mætti gagnkvæmni í veiðiheimildum, enda þýddi það ekki að verkefni íslenskra fískiskipa minnki.“ (Frásögn af viðræðum Halldórs Asgrímssonar og Manuels Marins, sjávarútvegskommissars EB á fundi þeirra í aðalstöðvum EB í Brussel, 7. mars 1989.) „Hugsanleg skipti á veiðiréttind- um milli ísiands og Evrópubanda- lagsríkjanna. Ólíklegt væri að menn teldu hagstætt að íslensk skip veiddu í lögsögu Evrópubandalagsr- íkjanna og skip frá Evrópubanda- lagsríkjunum í lögsögu Islands í staðinn. Hins vegar væri rétt að taka slík atriði til umræðu, ef báðir aðilar teldu sig geta haft hag af. “ sV ekki gagnvart okkur. Rxða mztti gagnkvcmni i veiðiheimildum enda þýddi þið ekki það að verkefni islenskra fiskiskipa minnki. t þvi sambandi kvæðagreiðslu um aðild Islands að EB, að tillgöur um slíkt stórmál hefðu verið ræddar í ríkisstjórn, í utanríkismáianefnd, á Alþingi og með þjóðinni allri, mánuðum og helst misserum fyrir kjördag? 4. Mundir þú ekki gera svo sjálf- sagða kröfu til forsætisráðherra, þar sem slík aðildarumsókn kallar á grundvallarbreytingar á stjórnar- skrá Iýðveldisins íslands (um fram- sal löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds frá íslenskum stjórnvöld- um til yfirþjóðlegra stofnana EB?) og þar með á tvennar kosningar skv. stjómarskránni? 5. Hefur þú orðið þess var að forsætisráðherra hafí gegnt þessari sjálfsögðu skyldu sinni gagnvart þjóðinni? Ætli hann hafi gleymt því? 6. Vilt þú ganga til þjóðarat- kvæðis um að Island gangi í ríkja- (Frásögn af fundi sjávarútvegs- ráðherra íslands, Halldórs As- grímssonar, með sjávarútvegsráð- herrum fimm Evrópubandalags- ríkja í Cuxhaven, Þýskalandi, 11. október 1989.) 1. Veist þú að forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins hefur allt í einu hugkvæmst að kosningamar á laugardaginn séu þjóðaratkvæði um aðild íslands að EB? 2. Veist þú að enginn aðili í íslenska stjórnkerfínu hefur, svo kunnugt sé, sótt um aðild að EB f.h. íslands, og ekki er kunnugt um að Evrópubandalagið hafi boðið fram fyrir kosningamar? 3. Mundir þú ekki gera þá kröfu til forsætisráðherra, áður en hann kallaði sig að kjörborði í þjóðarat- bandalag við önnur ríki, án þess að þú hafír heyrt nema á skotspón- um, að slíkt standi til, hvað þá held- ur að ríkisstjórn eða Alþingi hafí fengið vitneskju um málið? 7. Veist þú að enginn stjórnmála- flokkur, sem býður fram við kosn- ingarnar á laugardaginn, hefur að- ild íslands að EB á stefnuskrá sinni? — Og að stjórnmálaflokkarnir höfðu þ.a.I. ekki frétt af þessum fmmlegu áformum um þjóðaratkvæða- greiðslu fyrr en forsætisráðherra datt þetta allt í einu í hug, sisvona á fámennum framsóknarfundi norð- ur á Akureyri? 8. Veist þú að tillaga um aðild íslands að EB kom fram á flokks- þingi Alþýðuflokksins í nóvember sl., en að hún var felld með öllum greiddum atkvæðum gegn einu, atkvæði flutningsmanns? 9. Veist þú að öfugt við það sem formenn hræðslubandalags Fram- sóknar og AB fullyrða, gegn betri vitund, segir í stefnuskrá Alþýðu- flokksins að flokkurinn telji að „hag íslands sé best borgið með þátttöku í samningaviðræðum EFTA við EB“ um stofnun Evrópsks efnahags- svæðis (sem hræðslubandalagið segist reyndar styðja líka)? 10. Veist þú að í stefnuskrá sinni ítrekar Alþýðuflokkurinn „óskoruð yfuráð íslendinga yfir fiskimiðun- um og orkulindum landsins“. En útilokar ekki aðild að EB, þegar það mál getur komist á dagskrá, að undangengnu vönduðu mati á kostum og göllum, undir næstu aldamót, ef skilyrðið um forræði íslendinga yfir fiskimiðum og orku- lindum er gulltryggt? 11. Veist þú að Jóhann Einvarðs- son, meðframbjóðandi forsætisráð- herra á lista Framsóknar í Reykja- nesi og formaður utanríkismála- nefndar, lýsti því yfir á fundi um ísland og Evrópu á vegum BSRB þann 11. apríl, að hann væri að vísu á móti aðild að EB, „nema ef EB hugsanlega breytti fiskveiði- stefnu sinni“? (Þ.e. ef EB félli frá kröfum um veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu, fyrir tollfijálsan aðgang að EB-mörkuðum.) Hefur forsætisráðherra kallað meðfram- bjóðanda sinn „úlf í sauðargæru“, og varað Reyknesinga við honum? 12. Veist þú að allir stjórnmála- flokkar á íslandi, aldrei þessu vant, eru sammála um, að aldrei komi til greina, að íslendingar afsali sér forræði yfir fiskimiðunum í kring- um lahdið? Og hafa allir hafnað veiðiheimildum EB í íslenskri físk- veiðilögsögu, þ.e.a.s. allir nema einn: Framsóknarflokkurinn. 13. Veist þú að sjávarútvegsráð- herra Framsóknarflokksins er eini stjórnmálamaðurinn á íslandi, svo kunnugt sé, sem í formlegum við- ræðum við sjávarútvegskommissar EB hefur sagt að „ræða mætti gagnkvæmni í veiðiheimildum“ og að „hugsanleg skipti á veiðiréttind- Jón Baldvin Hannibalsson „Veist þú að allir stjórn- málaflokkar á íslandi, aldrei þessu vant, eru sammála um, að aldrei komi til greina, að Is- lendingar afsali sér for- ræði yfir f iskimiðunum í kringum landið? “ um milli íslands og Evrópubanda- lagsríkjanna“ kæmu til greina. Þessar tilvitnanir eru sóttar í fund- argerðir af fundum Halldórs, m.a. í höfuðstöðvum EB, sem forsætis- ráðherra lýsir um hættulegasta óvinaríki íslendinga. 14. Veist þú að þar með er Fram- sóknarflokkurinn eini flokkurinn á íslandi, sem formlega hefur boðið, í viðræðum við EB, að opna íslenska fiskveiðilögsögu fyrir veiðiflota EB? 15. Finnst þér ekki að það hefði staðið Framsóknarflokknum nær að leggja þessa tillögu Framsóknar- flokksins undir þjóðaratkvæði á laugardaginn (þetta er formleg til- laga og opinberlega staðfest í við- ræðum við EB), fremur en að láta kjósa um uppiognar aðdróttanir í Julian Beech hljóðmeistari: Breytingarnar á Þjóðleikhúsinu hafa komið niður á hljóðgæðunum Julian Beech nefnist breskur hijóðmeistari sem sér um hjjóðsetn- inguna í söngleiknum Söngvaseið sem frumsýndur var á fjölum Þjóð- leikhússins í.gærkvöldi. Beech kom hingað fyrst fyrir átta árum til að hljóðsetja söngleikinn Gæjar og píur og hefur unnið við hljóðsetn- ingu allra söngleikja sem settir hafa verið upp í Þjóðleikhúsinu síðan, Chicaco árið 1985, Vesalinganna 1987, Olivers 1989 og Söngva- seiðar sem frumsýndur verður í kvöld. Beech starfar hjá og er einn af eigendum Autograph-hljóðsmiðj- unnar í London sem m.a. sér um hljóðsetninguna í söngleikjunum Cats, Vesalingunum, Starlight Ex- press og Saigon, sem frumsýnt var í New York í gærkvöldi. „Starf mitt hér átti upphaflega að vera tímabundið. Fyrst kom ég fyrir átta árum til að sjá um að hljóðkerfí sem Þjóðleikhúsið hafði þá nýlega keypt virkaði rétt en síðan varð þetta eins konar hefð. Gæjar og píur slógu í gegn og ég kom aftur tveimur árum síðar til að hljóðsetja Chicaco og aftur til að hljóðsetja Vesalingana og svo aftur og aftur. Þess á milli hef ég starfað í London og flakkað um heiminn tii að sjá um hljóð í söng- leikjum," sagði Julian Beech í sam- tali við Morgunblaðið. Auk þess að starfa við hljóðsetn- ingu í Þjóðleikhúsinu hefur Beech starfað við uppsetningu hljóðkerfís sem Reykjavíkurborg keypti af Autograph árið 1986 og hljóðsetn- ingu tónleika á Listahátíð árið 1988. Einnig sá hann um hljóðsetn- ingu ræðuhalda við komu páfans árið 1989. íslendingar eru, að hans sögn, mjög kröfuharðir á hljóm- gæði. „Það er mjög gaman að vinna með og fyrir Islendinga því þeir gera miklar kröfur og bera gott skynbragð á hvað er gott og hvað slæmt í þessum efnum. Hljóðtækni þróast örar en önnur tækni og þeg- ar hljóðkerfí Þjóðleikhússins var keypt fyrir átta árum hafði hljóð- tækni þess dregist mjög aftur úr. Það færðist hins vegar tíu ár fram í tímann þegar kerfíð var tekið í notkun og nú er hljóðtækni leik- hússins mjög nýtískuleg,“ sagði Beech. „Ég tel að breytingarnar sem gerðar hafa verið á Þjóðleikhúsinu á undanförnum misserum séu að mörgu en þó ekki að öllu leyti góð- ar. Of mikil áhersla hefur verið lögð á að láta bygginguna líta vel út og vissulega gerir hún það en það hef- ur hins vegar verið gert á kostnað hljómgæða í húsinu. Það er eins og tæknilegu atriðin hafí setið á hak- anum í breytingunum. Það boðar aldrei gott þegar ekki er haft sam- ráð við það fólk sem starfar í leik- húsum þegar gerðar eru_á þeim viðamiklar breytingar. Ég hef t.d. starfað meira eða minna við Þjóð- leikhúsið síðastliðin átta ár en fékk hins vegar ekkert að segja um breytingamar fyrr en fyrir sex vik- um. Svipuð mistök hafa verið gerð í Bretlandi. Þar er víða verið að breyta leikhúsum og skyndilega er kominn hópur manna utan veggja þess til að taka þátt í þeim en starfsfólk leikhússins hefur lítið um breytingamar að segja,“ sagði Beech. Að sögn Beech er óvíst hvort hann mun sjá um hljóðsetningu fleiri söngleikja hérlendis. „Mér líkar afskaplega vel að vinna hér á landi en ég veit hins vegar ekki hvað framtíðin ber í skauti sér nú þegar búið er að segja svo mörgum upp hjá Þjóðleikhúsinu. Reyndar skil ég ekki vinnubrögðin sem hafa verið viðhöfð í því máli. Það er allt þið undarlegasta mál sem _komjné_r_ garð samstarfsaðila í ríkisstjórn um að þeir vilji hugsanlega eða mögu- lega læðast bakdyramegin inn í EB á næsta kjörtímabili, að þjóðinni forspurðri? Hvað hefur Framsókn að fela? 16. Veist þú að áður en íslensk ríkisstjórn, sama hvaða flokkar að henni standa, getur lagt samning um aðild íslands að EB undir þjóð- aratkvæði, munu líða amk. 6 ár þ.e.a.s. það getur ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi eftir tvennar reglulegar kosningar til Alþingis (1991 og 1995) auk þríðju kosninganna, vegna breytinga á stjórnarskránni? Það getur varla faríð fram hjá þjóð- inni, ef til þess kemur? 17. Veist þú að EB byijar ekki samningaviðræður við þær þjóðir, sem fyrír eru í biðröð um aðild, fyrr en árið 1993, eftir að áætlunin um innri markað Evrópubandalags- ins er komin til framkvæmda? 18. Veist þú að skv. fordæmum ög upplýsingum forseta fram- kvæmdastjórnar EB munu slíkir samningar taka að lágmarki 4-5 ár, uns unnt er að leggja samnings- drög fyrir, til staðfestingar í þjóð- þingum 12 aðildarríkja EB? Þá verður komið fram á árið 1997. Eigum við að kjósa um það núna, sem gæti gerist eftir 6 ár? Væri ekki fyrirhyggja í því að gefa kjós- endum kost á að kjósa um innlimun fslands í Bandaríkin á næstu öld? Það hefur að vísu enginn lagt það til, en allur er varinn góður, er það ekki? 19. Hvers vegna heldur þú að forsætisráðherra hafi fengið þá hugljómun upp úr þurru norður á Akureyri, að þingskosningar núna eftir nokkra daga, geti snúist um samninga um aðilda að EB? Að- ildarumsókn, sem enginn hefur lagt fram, sem enginn flokkur styður og engin leið er að geti legið fyrir, fyrr en undir næstu aldamót? 20. Heldurðu það geti verið að forsætisráðherra hafi gleymt stund og stað eða hvar hann var staddur í tíma ogrúmi, á þessum framsókn- árfundi á Akureyri? 21. Heldurðu það geti verið að sjálfur forsætisráðherrann sé að gera grín að þér og mér og okkur öllum, þjóðinni allri? Eða er eina skynsamlega skýríngin á þessari uppákomu sú, að Jóhannes eftir- herma frá Ingjaldssandi hafi hlaup- ið í skarðið fyrir formann Fram- sóknarflokksins á fundinum á Ak- ureyri sællar minningar, íklæddur gervi forsætisráðherra? 22. Heldurðu það geti verið? Dettur þér betri skýring í hug? Eða var Akureyrarfundurinn kannski sviðsettur í fréttastofu Spaugstof- unnar? Höfundur er utanríkisráðherra. Morgunblaöið/KGA Julian Beech hljóðmeistari alveg í opna skjöldu. Vissulega þarf leikhús á breytingum að halda og ungu fólki en svo miklar breytingar á svo skömmum tíma gera engum gott. Ég hef hér verið í nánu sam- starfí við fólk sem allt mun hætta í haust og veit því ekki hvort ég á eftir að koma aftur til að starfa hjá Þjóðleikhúsinu. Framtíðin mun skera úr um það,“ sagði Julian Beech að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.