Morgunblaðið - 17.04.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.04.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 Grunnrann- sóknir á Islandi eftir Guðmund Þorgeirsson Er ástæða til þess fyrir íslendinga að veija einhveijum verulegum fjár- munum til grunnrannsókna - grunnvísinda? Sennilega ríkir ekki neinn verulegur ágreiningur um þörf okkar fyrir hagnýtar rannsókn- ir, sem beita vísindalegum aðferðum til að leysa tiltekin hagnýt vanda- mál, sem snerta atvinnuhætti eða daglegt líf. Að vísu bendir margt í þjóðfélagslegri umræðu dagsins til þess að skilningur á gildi hinnar vísindalegu aðferðar risti ekki ýkja djúpt með þjóðinni. Það ér nánast árviss atburður þegar fiskifræðing- ar flytja óþægileg tíðindi um ástand einhvers tiltekins fískistofns að þeim er afneitað áður en haninn galar þrisvar. Undarleg oftrú er enn við lýði á stokka og steina, dulmögn og djöfla. Angi af þessu er hin hag- fræðilega umræða, sem iðulega hafnar öllum fræðilegum forsendum og hrapar, jafnvel á æðstu stöðum, niður á plan órökstuddra fullyrð- inga. Engu að síður virðist sá skiln- ingur almennur og útbreiddur, að hagsæld og framfarir í landinu verði því aðeins tryggð, að takist að hag- nýta þá þekkingu, sem vísindi nút- ímans hafa getið af sér. En hvað með grunnrannsóknir, sem leita þekkingar og svara við spumingum, sem hafa ekkert fyrir- sjáanlegt hagnýtt gildi? Áhugamál skýjaglópanna. Fræg dæmi eru ein- mitt spurningar eins og: Hvers vegna er himinninn blár og grasið grænt? í umræðu undangenginna ára hefur oft verið á það bent, að skil milli grunnrannsókna og hag- nýtra rannsókna séu oft óglögg, ekki síst vegna þess að oft sé að- eins tímaspursmál, hvenær sú þekk- ing, sem gninnrannsóknir afla, verði hagnýtt. Á ráðstefnu um grunn- rannsóknir á íslandi, sem Vísindafé- lag íslendinga gekkst fyrir vorið 1987, urðu margir til að ítreka þetta sjónarmið. M.a. var á það bent hvemig skilningur á orsökum himin- blámans hefur leitt af sér framfarir og tækni á mörgum sviðum eðlis- og efnafræði, líf- og læknisfræði. Engu að síður er munur á hagnýtum rannsóknum og grunnrannsóknum, IÚr flokki greina háskólamanna þar sem reifuð eru þjóðmál nú þegar kosningar fara í hönd. þótt þær nærist þannig hver á ann- arri. Grunnrannsóknir leita skiln- ings á veruleikanum skilningsins vegna og þótt reynslan sýni að slík- ur skilningur verði oft fyrr en varir hagnýtur, þá er hagnýtingin ekki á dagskrá þegar grunnvísindamenn spyija sinna spuminga. Þannig má t.d. segja að grunnrannsóknir í læknisfræði leiti skilnings á sjúk- dómum sem líffræðilegum fyrirbær- um án þess að vera neitt sérstak- lega á móti þeim eða taka að öðru leyti afstöðu til þeirra. Er þá aftur komið að þeirri spum- ingu sem sett var fram í upphafí þessa pistils: Er einhver ástæða til þess fyrir íslendinga að veija fé til svo loftkenndrar iðju, sem hefur engin augljós tengsl við brennandi vandamál samtímans? Ýmis rök má færa gegn því að stórar fjárhæðir renni úr þurrausnum sameiginleg- um sjóðum landsmanna til slíkrar starfsemi. Þar vegur þyngst, að mannafli og aðstaða í tækjabúnaði, bóka- og tímaritakosti hljóti að setja okkur slík takmörk, að við verðum að velja viðfangsefni í grunnrann- sóknum af ítrustu varkámi og íhaldssemi; helst ekki fást við önnur svið en þau, þar sem sérstaða okkar sem íslendinga veitir okkur eitt- hvert slíkt forskot, að við verðum .samkeppnisfærir þrátt fyrir öll þau vandamál sem íslenskar aðstæður og aðstöðuleysi skapa okkur. E.t.v. nægir að líta á tóman kassa Þjóðar- bókhlöðu ár eftir ár til að missa allan móð og allan metnað fyrir hönd íslenskra vísinda. Og má ekki benda á, að íslenskir háskólamenn hafí náð langt í hagnýtingu þekk- ingar og tækni sem þróuð er á al- þjóðlega vísu? Nærtækt dæmi er íslensk heilbrigðisþjónusta, sem býður upp á alþjóðlega hátækni- læknisfræði, sem fellur aðeins I hlut útvalinna í heimi hér, og byggist að mestu á erlendum rannsóknum og tækniþróun. Mörg hliðstæð dæmi má nefna úr öðrum fræðigreinum. Hefur reynslan ekki leitt í ljós að farsæl hagnýting vísinda blessist ágætlega, þótt menn séu ekki af vanefnum að bisa við rannsóknir á grundvallarvandamálum? Að mínu áliti eru ofangreind rök gegn íslenskum grunnrannsóknum alls ekki léttvæg og skýra e.t.v. hvers vegna litlir fjármunir hafa til þeirra runnið. Hins vegar tel ég þau rök miklu þyngri sem kalla á aukna áherslu á slíkar rannsóknir: 1. Almennasta röksemdin snertir almennt menningarlíf í landinu. Rannsóknir og iðkun vísinda er grundvallaratriði í allri fijórri menn- ingu, eflir gagnrýna hugsun og spurn meðal almennings, lista- manna, stjórnmálamanna og þeirra sem atvinnulífi stjórna. Þetta viil stundum gleymast í landi þar sem stórkostleg bókmenntaarfleifð ríkir yfir allri menningarhefð. Færa má rök fyrir því að margt af því sem miður fer í íslensku þjóðfélagi stafi öðru fremur af skorti á vísinda- hyggju. Nægir að nefna stórbrotin fjárfestingarslys, sem undantekn- ingalítið hafa byggst á ófullnægj- andi rannsóknum áður en ráðist var í framkvæmdir. Frá þrengra sjónar- horni þeirra, sem stunda hagnýtar rannsóknir eða hagnýtingu nýrrar þekkingar, þá þjónar alvarleg ástundun ggunnvísinda í sérhverri fræðigrein innri menningu þess samfélags sem við greinina fæst, og vinnur gegn einangrun og búra- mennsku í faginu. Það er menning- arleg nauðsyn í öllum starfsgrein- um, að menn fái notið sín til fulls, en búi ekki við þá tilfinningu, að örlögin hafi hneppt þá í andlega fjötra með því að úthluta þeim starfsvettvangi á íslandi._ 2. Þótt fallist sé á að íslendingar hafí sérstakar skyldur á vissum fræðasviðum, sem engir geti sinnt betur, og slík svið eigi að sitja í öndvegi, mega þau ekki ýta öðrum greinum út í kuldann. Alvarleg glíma við séríslensk rannsóknarsvið krefst nálægðar og stuðnings hinna víðtæku fræða. Sem dæmi má nefna, að innan læknisfræði fá at- huganir á faraldsfræði sjúkdóma á íslandi, t.d. hjarta- og æðasjúkdóma eða arfgengra heilablæðinga, því aðeins vísindalegt gildi, að þær séu Guðmundur Þorgeirsson settar í víðara samhengi nýjasta skilnings á meingerð og meinþróun þessara sjúkdóma. 3. Hvernig verður aðstaða til vís- indarannsókna til? Tækjakostur, bækur, þjálfað aðstoðarfólk? Aðeins með því að að sýnt sé fram á þörf fyrir þessa hluti og starfskrafta með starfseminni sjálfri. Ef viðfangsefn- um er frestað þangað til einhvetjir aðrir hafa skapað aðstöðuna verður hún aldrei til. 4. Ef við trúum því að grunnrann- sóknir séu grundvöllur hagnýtra rannsókna og jafnvel háskóla- kennslu getum við ekki leyft okkur þann munað að glíma aðeins í al- vöru við svið þar sem von er í viður- kenningu og aðdáun útlendinga. Og enn skal það ítrekað, að ég tel að íslendingar hafi sérstökum skyldum að gegna á vissum fræðasviðum. Þessi svið eru bara í eðli sínu víð- tæk. Spurningar og viðfangsefni hlaupa út undan sér og krefjast áður en varir aðferða og þekkingar á óvæntum fræðasviðum. 5. Á örfáum árum hefur orðið gjörbylting í gagnamiðlun, sem hef- ur dregið stórlega úr því óhagræði sem vanbúin bókasöfn hafa verið íslenskum vísindamönnum. Á þessu sviði hefur því aðstaða þeirra í sam- anburði við erlenda starfsbræður og systur mjög jafnast. Engu að síður er aðbúnaður íslenskra rannsóknar- bókasafna einn svartastur blettur á íslenskri menningaraðstöðu. Ættu íslenskir stjórnmálamenn að stíga á stokk og strengja þess heit að fara í nokkurs konar ræðubindindi; að halda enga einustu menningarræðu fyrr en Þjóðarbókhlaðan er komin í starfhæft ástand. 6. Loks skal talin sú röksemd, að grunnrannsóknir styðji mjög far- sæla hagnýtingu þekkingar. í þeirri hagnýtu fræðigrein, sem ég þekki best, læknisfræði, er lögð á það vaxandi áhersla í framhaldsmennt- un að hún fari fram í nánum tengsl- um við grunnrannsóknir. Þar sem slík menntun rís hæst er víða kraf- ist beinnar þáttöku í slíkum rann- sóknum til sérfræðiviðurkenningar. Að sjálfsögðu er ekki stefnt að því að allir læknar verði grunnvísinda- menn, en menntunar- og undirbún- ingsgildi rannsóknarvinnunnar er talið slíkt, að réttmætt sé að gera slíkar kröfur. Þegar íslenskir ung- Iæknar hafa þreytt erlend læknapróf hafa þeir jafnan staðið sig vel í hin- um hagnýtu kiínisku greinum, en þekking þeirra helst reynst götótt í grunngreinum eins og sameindalíf- fræði og frumulíffræði. Á þessum sviðum hefur orðið slík þekkingar- sprenging, að þekkingarforðinn tvö- faldast á örfáum árum. Það verður stórt verkefni á næstu árum að hagnýta þessa þekkingu í þágu hinna sjúku og kallar á víðtæka og ítarlega þekkingu í grunngreinum læknisfræðinnar, þekkingu sem að- eins fæst með ástundun rannsókna á þessum sviðum. Þannig hníga margháttuð rök að því, að samfélaginu sé það mikil- vægt að stundaðar séu grunnrann- sóknir á sem víðtækustum sviðum. Þær verða best efldar með því að hlúa að þeirri starfsemi, sem þegar hefur skotið fijóöngum, með auknu fjármagni, bættri aðstöðu og starfs- skilyrðum fyrir fleiri hendur og fleiri höfuð. Ef hins vegar er farið að segja grunnvísindamanninum fyrir verkum er vegið að dýpstu rótum sjálfrar viðleitninnar, sem er í eðli sínu eins og listsköpun: Einstakl- ingsbundin útrás fyrir sköpunar- hneigð. Og þótt vísindahefðin á ís- landi .sé e.t.v. veik og ekki á loft haldið er fordæmi forfeðranna hvöss brýning. Ég nefni aðeins til vitnis Svein Pálsson, sem uppi var á seinni hluta 18. aldar og fyrri hluta þeirr- ar 19., þegar efnahagslegt gengi og lísfskjör íslendinga voru hvað lökust. Á sama tíma og hann var aðallæknir landsins frá Reykjavík til Djúpavogs og varð á tímabili að róa sér vertíðarhlut á Grund undir Eyjaíjöllum, „þótt oft yrði stopull vegna sjúklinga aðkalls“, stundaði hann rannsóknir í grasafræði, dýra- fræði og veðurfræði íslands auk jarðfræði, þar sem hann skipaði sér á bekk meðal fremstu jarðfræðinga Evrópu. Hann varð fyrstur til þess allra fræðimanna í læknisfræði að lýsa heymæði, eða heysótt eins og hann nefndi hana með öllu nákvæm- ara orði. í frístundum var hann af- kastamikill ævisagnaritari eins og fram kemur í erfiljóði Bjarna Thor- arensen: Bautastein Bjarna þú reist- ir/ og bautastein Jóni. Höfundur er dósent við læknadeild Háskóla íslands. MEÐAL ANNARRA ORÐA Er misþyrmmg skemmtun? eftir Njörð P. Njarðvík í bandaríska vikuritinu News- week frá 1. apríl sl. eru tvær athygl- isverðar greinar, sem báðar snerta viðhorf til ofbeldis og manndrápa í listum, skemmtiiðnaði og fjölmiðl- um. Sú fyrri nefndist Violence in Pop Culture, sem ég leyfi mér að kalla Ofbeldi í afþreyingariðnaði, og lýtur fyrst og fremst að kvik- myndum. Ég býst við að það fari ekki framhjá neinum sem fylgist með bandarískri kvikmyndagerð (og aðrar kvikmyndir sjáum við sjaldan hér), að þar er gengið sí- fellt lengra í ofbeldi, og vilja sumir kalla það ofbeldisdýrkun. Nýrri blekkingartækni í kvikmyndum, sem sögð er hafa þróast við gerð sjónvarpsauglýsinga, er beitt til að sýna æ hryllilegri ofbeldisatriði í allri sinni nekt. Nú er ofbeldi í kvik- myndum ekki nýtt fyrirbæri. Hin vegar er sú breyting orðin að kvik- myndir um skelfílegan hrottaskap eru nú framleiddar af viðurkennd- um og virðulegum fyrirtækjum með frægum og hæfileikaríkum leikur- um — og þykja ekkert tiltökumál meðal almennings, sem flykkist til að horfa á þær. I greininni er tékið dæmi af kvikmynd eftir skáldsögu Thomas Harris „The Silence of the Lambs". Leikstjóri er Jonathan Demrae og aðalleikarinn Jodie Fost- er og Anthony Hopkins. Myndin fjallar um lögreglukonu sem á að koma upp um kvennamorðingja sem stundar þá skemmtiiegu iðju að flá fórnardýr sín. Sér til aðstoðar fær hún siðblindan sálfræðing sem er mannæta. Þarf að segja meira? Það er rækilega undirstrikað í grein- inni, að fórnardýrin í slíkum mynd- um séu yfírleitt konur. En það er líka tekið fram að myndir af þessu tagi skila dijúgum skildingi. Tvær kvikmyndir eru nefndar sem dæmi: „Total Recall“ gaf af sér 117,5 milljón dollara hagnað og „Die Hard 2“ 112 og hálfa milljón. Ónæmi Auðvitað er tekið fram að þessar myndir séu ekki við hæfi barna, en spurningin er hvort þær eru yfir- leitt við hæfi manna. Greinarhöf- undur efast um að börnum og ungl- ingum sé vísað frá kvikmyndahús- um þótt myndir séu háðar aldurs- takmörkunum og bendir á að eng- inn vandi sé að verða sér úti um myndbönd. Þeir fullyrða að 18 ára bandaríkjamaður hafi að meðaltali séð 200 þúsund ofbeldisatriði og þar á meðal um 40 þúsund morð, enda horfi böm frá 2ja til 11 ára aldurs á sjónvarp í um það bil 25 klukkustundir á viku. Slíkt veldur smám saman eins konar ónæmi og breytist í ávana sem verður skemmtun. Og um leið sljóvgast samúðarkenndin. í greininni segir að hæfileikum okkar til samúðar sé misþyrmt með gegndarlausum hrottaskap (Our ability to feel compassion is brutalized by ex- cessive brutality). Um áhrif ofbeld- ismynda hefur verið deilt. Tveir sálfræðingar við University óf 111- inois, Leonard Eron og L. Rowell Huesmann, hafa fylgst með hópi barna í meira en 20 ár, og þeir halda því ákveðið fram að börn sem hafa séð mikið af ofbeldismyndum við átta ára aldur, séu miklu lík- legri til þess en aðrir að fremja ofbeldisglæpi um þrítugt. Þeirra kenning er því sú að beint samband sé á milli ofbeldismynda í sjónvarpi og ofbeldis, glæpa og hrottaskapar í þjóðfélaginu. Því muni ofbeldi fara vaxandi í daglegu lífi okkar, ef ekkert verður að gert. Bein útsending frá aftöku Hin greinin heitir „Live, from San Quentin ...“ og snertir aftöku glæpamanna í hinu fræga fangelsi skammt utan við Golden Gate- brúna yfír San Fransisco-flóann. Þar eru morðingjar teknir af lífi með gaseitrun í kyrrþey innan fang- elsismúranna. Viðstaddir eru aðeins örfáir menn, opinber vitni og fáein- ir blaðamenn sem mega segja frá atburðinum, en ekki taka myndir. Nú hefur aftaka ekki átt sér stað þarna í 24 ár, en að því er talið koma bráðlega, þar sem fangi að nafni Robert Alton Harris er talinn muni mæta slíkum örlögum síðar á árinu. Og þá ber svo við að sjón- varpsstöðin KQED-TV í San Franc- isco vill fá heimild til að sýna þá aftöku í beinni útsendingu og hefur meira að segja hafíð málaferli til þess að öðlast slíkan rétt. Sú var tíð víða um heim að aftök- ur voru opinberar, og hópaðist fólk að til að sjá sakborninga mæta dauða sínum. Síðasta opinbera af- takan í Bandaríkjunum var árið 1937, þegar Roscoe Jackson var hengdur í Galena í Missouri. Nú eru margir á því að dauðarefsing sé í raun villimennska og að þjóðfélagið hafi ekki rétt til þess að drepa menn, þótt þeir hafi gerst sekir um alvarlega glæpi. En hvers vegna sækist sjónvarpsstöð eftir beinni útsendingu frá slíkum voðaatburði sem afhjúpar opinbera grimmd yfir- vegaðs réttlætis? Hugmyndir um skemmtun Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að hryllilegar ofbeld- ismyndir væru ekki framleiddar, ef enginn vildi sjá þær. Hið sama gild- ir væntanlega einnig um umsókn sjónvarpsstöðvarinnar í San Franc- isco. Því hljótum við að spyija: þyk- ir fólki gaman að sjá menn deyja? Hvers vegna sækist fólk eftir því að horfa á misþyrmingar? Erum við í sömu sporum og almenningur í Rómarborg til forna sem hafði yndi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.