Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 1991
Gt/endur erm'ilcUL L&k- ve 'táimaður."
3-7
. . . að flýta sér heim.
TM Reg. U.S. Pat Off. — all righttreserved
® 1991 Los AngelesTimesSyr>dicate
Með
morgunkaffínu
SÍv5'!-‘.Vri
II, ^11
In_ fp.íl'i-;,', ,, I
!''A"
mm
a a
.""V
'i/'1'l
i., "i *
•.'i 'i'.1,
'.V'IV,
l\l l'l.'M
Ijl llll I 11
íví:
i,i i'i.
Veðurútlitið: Sól syðra,
rigning nyrðra.
HOGNI HREKKVISI
, Sl Æ/t+4/z. FfZE rr/F..
Ófriður úr óvæntri átt
Til Velvakanda.
Það er margt skrítið í kýrhausn-
um. Ennþá fleira skrítið er að ger-
ast í Kópavogi. Nú stendur sem sé
til að reisa tvær kirkjur þar í austur-
bænum svo til hlið við hlið. Eru
þarna tveir sértrúarsöfnuðir að
byggja yfir sig? Ó nei, ó nei. Kirkju-
sóknirnar tvær í austurbæ Kópa-
vogs, Digranes- ogHjallasókn, ætla
báðar að byggja yfir sig. Hjallasókn
á lóð sem frá upphafi var ætluð
undir kirkju svo þar er allt með
friði og spekt. Klerkur Digranes-
sóknar vill hins vegar byggja kirkju
í gömlu og grónu hverfi, í algjörri
óþökk íbúanna. Getur hver litið í
eigin barm, að fá skyndilega stór-
hýsi í friðsælt íbúðahverfi.
Kirkjunni er ætlaður staður á
sparkvellinum sem börn og ungling-
ar hafa leikið sér á árið um kring
að heita má. Þessi ráðagerð hefur
valdið mikilli óánægju meðal ungl-
inganna og eiga þau bágt með að
skilja hvers vegna þau eiga að missa
leiksvæði sitt. Og svo skal kirkjan
rísa steinsnar frá útsýnisskífunni á
Víghól. Og hvað með það?
Ekki annað en að þarna er verið
að stórspilla einum fegursta og víð-
sýnasta útsýnisstað á höfuðborg-
arsvæðinu og þó víðar væri leitað.
Fólk ætti að fara að útsýnisskífunni
til að sjá hvað um er að ræða, og
reyna að giska á hve mikið af fjalla-
hringnum hverfur ef kirkjan risi
innan 50 metra frá útsýnisstaðnum.
Þarna er í uppsiglingu umhverfis-
slys í líkingu við hraðbrautina sál-
ugu í Fossvogsdalnum.
Síðan mun kirkja Hjallasóknar
rísa í næsta nágrenni nokkur
hundruð metrum austar, í námunda
við íþróttahús Digranesskóla.
Er nokkur glóra í þessu? Er í
rauninni nokkur hugsandi maður
sem vill byggja tvær kirkjur þarna
hvora ofan í annarri á Kópavogs-
hálsi? Um árabil hafa söfnuðirnir í
Kópavogi sameinast um notkun á
hinni fallegu kirkju á Borgum, hinni
eiginlegu Kópavogskirkju. Hvers
vegna í ósköpunum ættu söfnuðirn-
ir tveir á Digraneshálsi ekki að
geta sameinast um eina kirkju sem
risi á stað sem engar deilur standa
um.
Það hlýtur að vera í kristnum
anda að vinna saman og halda frið-
inn.
Sóknarbarn
Afkomend-
urnir eru all-
ir að vinna
Til Velvakanda.
Mikið var ánægjulegt að sjá bros-
andi andlit umönnunarfólks barna-
deildar Landakotsspítala í Morgun-
blaðinu um daginn. Enda ekki
furða. Foreldrar eða foreldri hafa
ofan af fyrir sínum börnum allan
guðslangan daginn, og sofa á dýnu
á nóttunni. Það bregður öðru við
þegar kemur að umönnun foréldra
eða foreldris, um það vitna upp-
sagnir hjúkrunarfólks á öldrunar-
deild Landspítalans. Hinn aldraði á
sér litla von, afkomendur eru allir
að vinna. Mikið væri nú ánægjulegt
ef börnin færu að þakka fyrir sig.
Annast sína öldruðu foreldra eða
foreldri, allan guðslangan daginn,
°g liggja á dýnu á nóttunni í stað
þess að senda þeim súkkulaðiegg á
páskum og konfektkassa á jólum.
Guðrún Jacobsen
Yíkveiji skrifar
Kosningabaráttan sem lýkur á
laugardag hefur meðal ann-
ars einkennst af gamalli áráttu al-
þýðubandalagsmanna að þykjast
menningarlegri en aðrir stjómmála-
flokkar. Hefur þetta meðal annars
birst í auglýsingastarfsemi Svavars
Gestssonar á kostnað skattgreið-
enda. Hefur rækilega verið vakin
athygli á því, að sú auglýsinga-
mennska öll er einsdæmi.
Hvað hefðu menn sagt ef Davíð
Oddsson, borgarstjóri og formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefði tekið sig
til og látið borgarsjóð greiða fyrir
litmyndaauglýsingu af sér í tilefni
af því að safn Asmundar Sveinsson-
ar var opnáð á laugardaginn? Þarf
ekki annað en nefna hugmyndina
til að aliir sjái hve hún er fjarstæðu-
kennd. Að sjálfsögðu hefði borgar-
stjóri aldrei látið skattgreiðendur
standa að slíkum hégóma í kringum
persónu sína.
Með endurbótum og nýbyggingu
hefur Asmundasafni verið gjör-
breytt. An auglýsingaskrums og
hávaða hafa borgaryfirvöld beitt sér
fyrir enn einni endurreisninni í þágu
íslenskrar menningar. Skattgreið-
endur finna ekki fyrir auknum byrð-
um vegna þessa en glorían í kring-
um ráðherra Alþýðubandalagsins
byggist öll á lánsfé sem er varpað
á herðar almennings.
xxx
egar Víkveiji var ungur að
árum tíðkaðist að listamenn
komu í skóla Reykjavíkur og kynntu
nemendum list sína. Var þessi starf-
semi þá rekin á vegum ríkisins.
Þótt ekki hafi allir alltaf verið með
hugann við það sem fram fór á
þessum stundum minnast margir
þess áreiðanlega þegar þeir heim-
sóttu skólana rithöfundarnir Guð-
mundur G. Hagalín og Kristmann
Guðmundsson, svo að tvö kunn
nöfn séu nefnd. Listkynningu í skól-
um á vegum ríkisins var hætt og
þrátt fyrir ítrekuð tilmæli skóla-
stjóra og kennara hefur mennta-
málaráðuneytið, nú síðast í tíð
Svavars Gestssonar, hafnað beiðn-
um um slíka starfsemi með vísan
til þess að ríkið hefði ekki efni á
henni.
Undir forystu sjálfstæðismanna
í borgarstjórn Reykjavíkur er annað
uppi á teningnum. í ár er ætlunin
að veija allt að 6 milljónum króna
úr borgarsjóði til að kynna list í
skólum borgarinnar og hefur Sig-
urður Björnsson, óperusöngvari og
fyrrum framkvæmdastjóri Sin-
fóníuhljómsveitar íslands, verið
ráðinn til að stjórna þessu starfi.
Undanfarið hafa tónlistarmenn
heimsótt skóla til að kynna tónlist
Mozarts í tilefni af því að í ár er
200. ártíð hans. Er Víkveija kunn-
ugt um að þessu framtaki er ákaf-
lega vel tekið af þakklátum nem-
endum og kennurum.
xxx
Ekki hefur verið neitt auglýs-
ingaskrum í kringum þessa
menningarstarfsemi á vegum
Reykjavíkurboi'gar. Enn biður Vík-
veiji lesendur sína að ímynda sér
glamrið vegna þessa framlags til
lista og menningar ef hinir sjátf-
umglöðu forystumenn Alþýðuband-
alagsins hefðu átt einhveija aðild
að því.
Mörgum blöskrar að geta aldrei
horft á fréttir í sjónvarpi án þess
að verða fyrir áreitni vegna ráð-
herragrobbs á kostnað skattgreið-
enda. Menn slökkva þó ógjarnan á
sjónvarpinu af því að alltaf kann
að vera von á einhverju öðru. Við
getum hins vegar öll gjörbreytt yfir-
bragði sjónvarpsfréttanna til fram-
búðar með því að hafna hinum aug-
lýsingaglöðu stjórnarherrum í kosn-
ingunum á laugardag!