Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 44

Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 N G N G A R Opið bréf til stuðningsmanna Sam- taka jafnréttis og félagshyggju frá Stefáni Valgeirssyni Á almennum fundi í Blómaskál- anum Vín fyrirtæpum þremur árum var samþykkt að leita eftir samstöðu um að bjóða fram í öllum kjördæm- um, í þeim kosningum sem í hönd fara. Þessi samþykkt hefur leitt það af sér að framboðslistar hafa verið lagðir fram í sjö kjördæmum. Vegna mistaka og samgönguerfíðleika tókst ekki að ná saman lista á Vest- fjörðum þó hljómgrunnur hafi verið fyrir slíku framboði þar. Flokkseig- endur gömlu flokkanna hafa reynt með ýmsu móti að koma í veg fyrir að við gætum boðið fram. Það sýnir að þeir óttast framboð, sem byggir á sama málefnagrundvelli og okkar samtök gerðu í síðustu alþingiskosn- ingum, minnugir niðurstöðu kosn- inganna þó hrakspám og blekking- um væri ótæpilega beitt. Okkar þjóð stendur á krossgötum. Það skiptir miklu máli hvaða leið verður valin. Alþýðuflokkurinn fer ekkert leynt með það, að hann vill stefna þjóðinni inn í EB. 0g hann vill byggja mörg álver á næstu árum. Ráðandi öfl í Sjálfstæðisfiokknum dreymir sömu drauma í vöku og svefni. Ef þessir tveir flokkar ná meirihluta á Alþingi í næstu kosn- ingum, fáum við yfir okkur viðreisn- arstjórn. Valið stendur því um það hvort við göngum inn í EB eða höfn- um aðild og kjósum H-listann. Þeir sem kjósa viðreisnarflokkana eru að veita þeim umboð til að ganga inn í EB, og þar með að láta í hendur þeirra umboð sitt til að afsala veru- legum hluta af sjálfstæði þjóðarinnar til Brussel. Með því fáum við yfir okkur yfirþjóðlegt ákvörðunarvald með öllu sem því fylgir, verðum aft- ur nýlenduþjóð. Viljum við það? Það er í okkar valdi hvað gerist í þessum málum og hvert atkvæði getur ráðið úrslitum. Framsóknarflokkurinn segir nú að hann sé á móti því að við göngum inn í EB. Af reynslu minni af þeim flokki treysti ég ekki þeirri yfirlýs- ingu. Ferill þessara flokka er á þann . veg, að furðulegt er að landsbyggð- arfólk og hinir efnaminni á suðuvest- urhorninu skuli kjósa þá. Vaxtaokrið sem upphófst á árinu 1987, af ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar, Stein- gríms Hermannssonar og Jons Bald- vins Hannibalssonar, hefur leitt af sér gríðarlega eignatilfærslu í þjóð- félaginu, fjölda gjaldþrota með til- heyrandi hörmungum og er fyrst og fremst orsök þess hvernig komið er fyrir þúsundum heimila í landinu. Fjöldi fjölskyldna hefur sundrast, margir flúið land, en aðrir standa uppi eignalausir og við mjög þröngan kost. Þetta ástand hefur einnig orð- ið til að fjölga sjálfsvígum. Sam- vinnufélögin voru rústuð með þessu tiltæki og mestur hluti útflutnings- framleiðslunnar. Til að sýna svart á hvítu hvað gerðist á árinu 1987 læt ég eftirfarandi fylgja með. (Sjá töflu.) Sjálfstæðisflokkurinn býður nú fram undir formerkinu „frelsi og mannúð“. Það er frelsi fjármagns- ins. Frelsi þeirra nær ekki lengra. Þeir snauðu vita ekki hvað þetta frelsi þýðir. En þeir sjá hveijir njóta frelsisins. Mannúð þýðir sennilega ölmusur til þeirra sem undir hljóta að verða. Orðin frelsi og mannúð eru hrein öfugmæli um það ástand sem fjöldinn býr við í dag. Endur- teknir loforðalistar og nýjar glans- myndir í dagblöðum og sjónvarpi breyta þar engu um. Þó hefur ýmis- legt skánað síðan Sjálfstæðisflokk- urinn hrökklaðist úr ríkisstjórn. Hlutur kratanna er þó sýnu verri, enda hef ég þá reynslu af þeim að forystusveit þeirra sé ekki sam- starfshæf. Utvegbankasalan er eitt dæmi af mörgum. Söluverðið var langt undir nafnvirði. Iðnaðarráð- herra réttlætti söluna með því að viðskiptamenn hins nýja banka mundu njóta betri kjara eftir samein- ingu bankanna. Könnun hefur leitt í ljós að því er öfugt farið, í bankan- um hans Jóns er okrið mest. í stjóm- málasáttmálanum var því heitið að raunvöxtum yrði komið niður í 6%, en em nú 8-10,5%. Blekkingarnar um álbræðslu- og orkusölusamning- ana eru með ólíkindum, en hvað Vextir í árslok 1986 og 1987 1986 1987 Hækkun Fiskveiðasjóður 4,0% 5,5% 37% (gengistryggð) Afurðalán (USD) 7,5% 10,25% 37% (gengistryggð) Almenn fasteignalán 16,7% 36,2% 117% Víxillán 16,3% 34,1% 109% Yflrdráttarlán 17,9% 36,4% 103% Dráttarvextir (mán.) 2,25% 4,1% 82% gera menn ekki fyrir þingsæti? Og nú er iðnaðarráðherra loksins búinn að skipa fjölmenna nefnd til að hefja formlegar viðræður við Þjóðveija um mögulega vetnisfram- leiðslu hér á landi. Það athyglisverða við þessa nefndaskipan er að gengið er framhjá Braga Árnasyni prófess- or, sem hefur fylgst með og fram- kvæmt rannsóknir á þessu sviði um 20 ára skeið, hefur verið og er tengi- liður við Þjóðveijana í þessu máli og kom upplýsingum til iðnaðarráð- herra um samskipti sín, við þá. Er iðnaðarráðherra virkilega á móti vetnisframleiðslu hér á landi? Geta verið aðrar skýringar á að Braga Árnasyni er haldið utan við athugan- ir og samningagerð um þetta mál? Er ráðherrum Alþýðuflokksins fyrir- munað að koma að nokkru máli án þess að klúðra því? Mýmörg dæmi gæti ég tilgreint, sem benda til þess, og þar er enginn ráðherra AlþýðU- flokks undanskilinn. Lesendur góðir, gerum okkar til að hindra viðreisnarstjórn. Kjósum því H-listann. Stefán Valgeirsson Þó ég hverfí nú af vettvangi stjórnmálanna, vænti ég þess að merki jafnréttis og landsbyggðar verði haldið á lofti, ekki einungis í orði, heldur einnig í verki um alla framtíð. Eg þakka ánægjulegt og gott samstarf á liðnum árum og óska þess að víðtækari samstaða náist, þó síðar verði, um meira réttlæti gagnvart landsbyggðinni og þeim til handa sem höllum fæti standa. Með bestu kveðju. Höfundur er alþingismaður fyrir Samtök jafnréttis og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra. Húsbréfin og unga fólkið eftir Rann veigu Guðmundsdóttur Biðraðakerfinu hefur verið lokað. Alþingi samþykkti að loka þessu húsnæðislánakerfi, sém fyrir löngu var útséð um að hvorki þjónaði íbúð- arkaupendum né þjóðinni í heild. Það er hins vegar Ijóst að fjöldi manna hefur beðið, jafnvel á fímmta ár, eftir láni. Biðtími eftir lánsloforðum var orðinn þijú ár og því þótti nauð- synlegt að gefa þeim sem ekki hafa fengið lánsloforð, kost á að stað- festa umsóknir sínar og bíða eftir láni úr því kerfi, þrátt fyrir lokun. Húsbréfakerfíð og félagslega íbúðakerflð eru þeir kostir sem að- stoð hins opinbera byggist á í hús- næðismálum. Gífurleg aukning hefur orðið á félagslegum íbúðum. á þessu kjör- tímabili og hefur þriðja hver félags- leg íbúð í landinu verið fjármögnuð á síðustu 4 árum. Það er ótrúlegt, þegar haft er í huga að bygging verkamannabústaða hófst árið 1929. Alþýðuflokkurinn mun halda áfram þessari stórsókn í félagslegum íbúð- um, fái hann til þess umboð. Húsbréfakerfið er fyrir alla og þjónar öllum jafnt. Biðtíminn eftir afgreiðslu er örfáar vikur, saman- borið við 5 ára biðtíma sem orðinn var í „86“ kerfinu. Vextir í húsbréfa- kerfinu eru vegna endurgreiðslu í skattakerfinu, nokkuð lægri en á hefðbundnum húsnæðislánum. Þetta á við um þá sem fá vaxtabætur í gegnum skattakerflð. Hinir tekju- hærri og þeir sem eiga stórar eignir fá sína vexti hins vegar ekki bætta. Þannig næst jöfnuður. Eru afföll hjá kaupanda? Afföll af húsbréfum hafa mikið verið til umfjöllunar og valdið áhyggjum íbúðarkaupenda. Umræð- ur um afföll hafa verið háværar og á þá lund að afföllin séu varanleg til framtíðar. Þau segja þó fyrst og fremst til um framboð húsbréfa, sem í augna- blikinu er mikið, m.a. vegna nýlegra ákvæða um greiðsluerfiðleikalán og nýbyggingalán. í framtíðinni mun meira jafnvægi komast á. Það er reginmisskilningur að gengi húsbréfa, sem er verðið sem fæst fyrir bréfin við sölu, valdi fjár- hagslegu tjóni hjá íbúðarkaupend- um. Þeir fá aldrei nein húsbréf, þeir gefa við íbúðarkaup út skuldabréf, sem Húsnæðisstofnun innheimtir vexti og afborganir af. Þeim er í raun óviðkomandi hvert er sölugengi húsbréfa, sem seljandinn fær hjá Húsnæðisstofnun. Seljendur eru í langflestum tilvikum að kaupa ann- að íbúðarhúsnæði. Þeir láta því sín húsbréf sem greiðslu fyrir íbúðina sem þeir eru að kaupa. Þessi hús- bréf fara ekki með afföllum. Þau eru metin sem greiðsla á því verði sem þau segja til um, þ.e. nafnverði. Þar eru engin afföll. Húsbréf eru góð fjárfesting Sá sem er að minnka við sig hús- næði eignast væntanlega húsbréf fyrir töluvert hærri fjárhæð, en minni íbúðin kostar. Sá hinn sami getur geymt þessi húsbréf, eins og Rannveig Guðmundsdóttir „Almenningur hefur hins vegar ekki áttað sig á því hve gott sparn- aðarform húsbréf eru og þau eru skattfrjáls. Unga fólkið getur því undirbúið íbúðarkaup í framtíðinni með því að kaupa húsbréf, og þannig ávaxtað fé sitt á öruggan hátt.“ hver önnur ríkistryggð skuldabréf, eða selt þau. Þá eru afföll af bréfun- um. Ef gefin eru út húsbréf fyrir 65% af nafnverði íbúðar og þau seld með 15% afföllum, þýðir það 10% afföll af verði íbúðar. Sú stað- greiðsla sem þannig fæst, hlýtur að tryggja viðkomandi staðgreiðsluaf- slátt, og sama gildirvæntanlega um byggingarefni og innréttingar. Með húsbréfum fæst 65-70% af verði íbúðar lánað á einum stað. íbúðar- kaupendur þurfa því varla að leita á náðir bankanna með skammtíma-' lán. Húsbréfalán fást afgreidd á örf- áum vikum og gera húsbyggjendum kleift að koma við ýtrustu hag- kvæmni og hagræðingu við bygging- una, á meðan biðraðakerfið eyðilagði alla eðlilega skipulagningu og hag- kvæmni. Unga fólkið og sparnaður Fram til þessa hafa það mest ver- ið lífeyrissjóðir sem keypt hafa hús- bréf, enda tryggja þeir hag sjóð- félaga mjög vel með því að kaupa þau meðan gengið er lágt. Almenn- ingur hefur hins vegar ekki áttað sig á því hve gott sparnaðarform húsbréf eru og þau eru skattfijáls. Unga fólkið getur því undirbúið íbúðarkaup í framtíðinni með því að kaupa húsbréf, og þannig ávaxtað fé sitt áJjruggan hátt. Ég vil hvetja fólk til að athuga það sparnaðarform sem húsbréf eru og einkanlega bið ég unga fólkið að kynna sér þetta. Það væri vel athug- andi að breyta skyldusparnaði ungs fólks til íbúðarkaupa í húsbréfakaup. Höfundur er alþingismaður og skipar 3. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamidill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.