Morgunblaðið - 17.04.1991, Síða 50

Morgunblaðið - 17.04.1991, Síða 50
50 'MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 Minning: Sigurborg S. Jónsdótt- ir frá Súgandafirði Fædd 23. apríl 1903 Dáin 6. apríl 1991 Eins og verk þín elsku sýna augað hvar sem líta má allt ber vott um visku þína veröld öll þar skýrir frá. (Sálmur.) Mig langar í fáeinum orðum að minnast tengdamóður minnar Línu eins og hún var ávallt kölluð. Lína var fædd á Gelti í Súgandafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Jón H. Guðmundsson og Arnfríður Guð- mundsdóttir. Lína átti 9 systkini og eru 2 bræður nú eftir á lífi þeir Ingólfur og Friðrik, Lína giftist 28. nóvember 1922 Bjama Guðmundi Friðrikssyni. Bjarni var fæddur á Flateyri 31. júlí 1896 en barn að aldri flutti Bjami með föður sínum til Suður- eyrar. Það var mikið gæfuspor.þeg- ar tengdaforeldrar mínir gengu í hjónaband. Þau Lína og Bjarni bjuggu á Suðureyri við Súganda- fjörð þar til árið 1943 er Bjarni gerðist vitavörður á Galtarvita. Þar vom þau í 7 ár en fluttu þá aftur til Suðureyrar. Árið 1971 fluttu þau suður til Reykjavíkur og bjuggu í hjóníbúðum á Hrafnistu þar til að Bjarni lést 5. nóvember 1975. Eftir það bjó Lína á Hrafnistu í Reykja- vík. Lína og Bjarni eignuðust 16 börn. Fyrsta bamið dó óskírt skömmu eftir fæðingu. Bergþóra og Karl dóu böm að aldri eins misstu þau dóttur Sigríði Borghildi í eldsvoða á ísafirði aðeins íjögurra ára að aldri. Uppkomin dóttir Elísabert lést 1958 frá 5 bömum maður hennar var Vilhjálmur Óskarsson. Friðrik lést árið 1983 hans kona var Guðrún Bjamadóttir og eiga þau einn son. Hin börnin 10 eru á lífi en þau eru: Ása sem á tvo syni, Eyjólfur kvænt- ur Guðfinnu Vigfúsdóttur þau eiga þrjú börn, Þórhallur ókvæntur, Andrés kvæntur Hrafnhildi Guð- mundsdóttur þau eiga fjögur böm, Anna gift Magnúsi Hagalínssyni og eiga þijár dætur, Páll giftur Sigríði Gissurardóttur eiga 4 börn, Arnbjörg gift Eðvarði Sturlusyni og eiga 5 börn, Borghildur gift Jóni B. Jónssyni eiga 3 syni og Hermann kvæntur Pricillu Joan Stockdale og eiga tvö börn. Langömmubörnin eru orðin 31 talsins. Þegar komið er að leiðarlokum koma minningarnar eins og mynd- brot upp í hugann. Ég minnist þess þegar ég flutti til Súgandafjarðar árið 1960. Ég sem kom úr lítilli fjölskyldu og tengdist þessari stóru fjölskyldu er ég giftist Eyjólfi syni Línu. Ég dáðist að henni hvernig hún komst yfir að gera allt sem þurfti að gera á stóm heimili 3-4 á sjó við dagróðra og höfðu allt nesti að heiman. 5-6 að vinna í frystihúsinu og voru að koma í kaffí og_ mat allan daginn að mér fannst. í 10 ár bjó ég á Suðureyri. Allan þann tíma var komið daglega á Eyrargötuna þar sem Lína og Bjami bjuggu. Lína hafði unun af lestri góðra bóka og þó hún hafí ekki átt þess kost að mennta sig þá kom maður ekki að tómum kof- unum hjá henni, alltaf var jafn gaman að setjast í eldhúsið hjá henni og rabba um allt milli himins og jarðar. Lína og Bjami voru mikl- ir jafnaðarmenn og fylgdist hún með þjóðarmálum allt fram á síð- ustu stundu. Það vora mikil við- brigði fyrir hana þegar sjónin fór að minnka það mikið að hún hætti að geta heklað eða lesið góðar + Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR STEINSSON, lést 15. apríl. Erna Kristjánsdóttir, Kristján S. Guðmundsson, Ólafur S. Guðmundsson. LÁRUS HARRY EGGERTSSON, Sólvallagötu 45, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 18. apríl k|. t3.30 Ingibjörg Björnsdóttir, Björn, Hrafnhildur, Heimir, Eggert, Birgir, Sigurbjörn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir mín og systir okkar, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Gnoðarvogi 36, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. apríl kl. 15. Már Kjartansson, Bergvin Guðmundsson, Steindór Guðmundsson, Engilbert Guðmundsson, Guðbjartur Guðmundsson. bækur en í gegnum útvarpið fylgd- ist hún vel með. Ég vil að lokum þakka Línu hvað hún var okkur góð móðir og amma. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guðfinna Vigfúsdóttir Amma mín, Sigurborg Sumarlína Jónsdóttir, lést í Landspítalanum 6. apríl síðastliðinn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast henn- ar. Sumar manneskjur vinna sín stórvirki í kyrrþey og hafa ekki mörg orð um þann dugnað og þraut- seigju sem þær verða að beita í lífs- baráttunni. Amma mín var ein þeirra. Hún ól sextán börn inn í þennan heim. Tólf þeirra náðu full- orðinsaldri, allt manndómsfólk. Ásamt afa mínum, Bjarna Guð- mundi Friðrikssyni sjómanni og vitaverði, stjórnaði hún af röggsemi og alúð mannmörgu heimili þeirra hjóna á Suðureyri við Súganda- fjörð. Þar var ég sem strákhnokki og var mér alltaf tekið opnum örm- Gústaf RolfKrist- iansen - Minning Fæddur 10. apríl 1915 Dáinn 7. apríl 1991 Gústaf Kristiansen var fæddur á Seyðisfirði 10. apríl 1915. Foreldrar hans voru Mattía Þórðardóttir Kristiansen og Jantoft Komelíus Kristiansen ættaður frá Narvík í Noregi. Gústaf ólst upp á Seyðis- firði, tók vélstjórapróf, og vann við sjómennsku þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1942. Fljótlega hóf hún nám í pípulögnum hjá Run- ólfí Jónssyni og vann hjá honum þar til hann réðst starfsmaður á Mælingastofu pípulagningamanna. Þar hófust kynni okkar sem urðu að vináttu, sem entist þar til Gústaf andaðist 7. apríl síðastliðinn. Gústaf var mjög heill maður, og hygg ég að vandfundinn sé sá sem betur stóð undir því sem sagt var: Hann var drengur góður. Gústaf var óvenju vandvirkur, og hafði þann góða eiginleika umfram flesta menn, að geta alltaf litið á málin frá mörgum hliðum, og fella aldrei úrskurð nema að vandlega' athug- uðu máli. í starfí sínu þurfti hann oft að sætta ólík sjónarmið, og gerði það af þeirri sanngirni, að flestir undu vel við, enda ekki á hvers manns færi að fá Gústaf til að falla frá þeim skoðunum, sem hann taldi réttar. Eins og áður segir var Gústaf pípulagningamaður að mennt, og vann við þá iðn sína beint eða óbeint til ársins 1989, en þá lét hann af störfum hjá Mælingastofu pípu- lagningamanna, en vann þó áfram í taxtanefnd, og var í sambandi við sinn gamla vinnustað, og vinnufé- laga, allt þar til yfír lauk. Tel ég á engan hallað þótt ég segi, að fáir hafí unnið stétt sinni betur en Gú- staf. Við Gústaf fóram saman á nokkrar fagsýningar erlendis, og undraðist ég hvað hann hafði næmt auga fyrir þeim nýjungum í efni og verkfæram sem hann taldi að að gagni kæmu í iðn okkar. Þessar ferðir, og reyndar öll samskipti okkar Gústafs, era með því besta í minningunni þegar til baka er litið. Fyrir allmörgum árum varð Gúst- af fyrir þeirri miklu sorg að missa konu sína Bergþóru Pálsdóttur eftir erfið veikindi og sýndi hann þá vel hvern mann hann hafði að geyma hvað varðaði umönnun konu sinnar og dætra, en þau hjón eignuðust tvær dætur, Þóru og Svandísi, eru þær nú báðar giftar. Ætíð var kært með þeim og föður þeirra, er mér mjög í minni af hve mikilli hlýju Gústaf talaði um dætur sínar, maka þeirra og ekki síst barnabömin sex. Drengskaparmaður er kvaddur. Ég sendi dætrum hans og fjöl- skyldum þeirra, svo og öðrum vand- amönnum, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jónas Valdimarsson Kveðja frá Sveinafélagi pípulagningamanna I dag er til moldar borinn Gústaf Rolf Kristiansen er lést á heimili + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORSTEINA GUÐJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Suðurgötu 23, Akranesi, sem lést 10. apríl, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudag- inn 19. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness eða dvalarheimilið Höfða. Ingiberg J. Hannesson, Helga Steinarsdóttir, Páll G. Hannesson, Marta Guðiaugsdóttir, Hansina Hannesdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Anna Hannesdóttir, Jens Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Bálför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður + og ömmu, SIGRÚNAR RAKELAR TRYGGVADÓTTUR, Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og Ásgarði 31, jarðarför Reykjavík, SUNNU STEFÁNSDÓTTUR, sem lést 8. apríl, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn Gnoðarvogi 18, 17. apríl kl. 16.30. Reykjavík. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti liknarstofnanir njóta þess. Karólína Eiríksdóttir, Þorsteinn Dagbjartsson, Þorsteinn Hannesson, börn, tengdabörn og barnabörn. Tinna Þorsteinsdóttir. um, nóg var af umhyggjusemi og kærleika. Stundum þurfti amma mín að fara út seint á kvöldin til að leita að mér. Þegar ég spurði hana að því nokkrum áratugum seinna, hvort þetta hefði nú ekki farið í taugarnar á henni, var svo aldeilis ekki. Hún hefði alls ekki viljað missa af þessum annars ágætu göngutúrum. Þessi eiginleiki hennar, að sjá það jákvæða í svo mörgum hlutum kemur sterklega upp í huga minn þegar ég minnist ömmu minnar. Annar eiginleiki sem ég dáðist að í fari hennar, var æðra- leysið. Síðustu árin sem hún lifði hrakaði sjón hennar nokkuð stöð- ugt. Aldrei heyrði ég hana kveinka sér né álasa einum eða neinum um ástand sitt, hún mætti sínu mótlæti af æðraleysi. Sigurborg Sumarlína Jónsdóttir var merkiskona og henn- ar er sárt saknað. Það var mín gæfa að fá að kynnast henni og njóta samvista við svo mikla mann- eskju sem hún var. Blessuð sé minn- ing hennar. Stefán S. Stefánsson sínu aðfaranótt 7. apríl sl. á 76. aldursári. Gústaf fæddist á Seyðis- firði 10. apríl 1915 og var annað barn foreldra sinna, sem vora Matt- ía Þórðardóttir Knstiansen og Jent- oft Komilíus Kristiansen. Gústaf lærði pípulagnir hjá Run- ólfí Jónssyni pípulagningameistara og lauk námi árið 1953. Að loknu námi gekk Gústaf í Sveinafélag pípulagningamanna og var þar fé- lagsmaðurtil dauðadags. Árið 1961 er hann fyrst kosinn til trúnaðar- starfa fyrir félagið í prófnefnd og gegndi því til ársins 1987. í mars 1964 hefur hann störf á Mælinga- stofu pípulagningamanna og starf- ar þar óslitið til 1. október 1989. Hann var formaður Sveinafélagsins frá 1966 til 1973 og í taxtanefnd frá 1965 til dauðadags. Gústaf kvæntist árið 1955 Berg- þóru Pálsdóttur, en hún lést árið 1979 eftir langvarandi veikindi. Þau eignuðust tvær dætur, Þóru og Svandísi. Ég hitti Gústaf fyrst árið 1965 er ég var við nám í pípulögnum en kynntist honum 1973 þegar ég var kosinn í stjórn félagsins og áttum við gott samstarf, sérstaklega era minnisstæðar samverustundir okk- ar í Hrafnadal, jörðinni sem bæði pípulagningafélögin keyptu saman sem orlofsstað fyrir félaga sína og fjölskyldur þeirra. Gústaf hafði mikinn áhuga á uppbyggingu stað- arins og eru ófáar ferðirnar jafnt vinnu- sem skemmtiferðir, sem við fórum og var jafnan glatt á hjalla, þó eru fjölskylduhátíðir eftirminni- legastar. Þar var Gústi í essinu sínu, afí allra barna á svæðinu, smíðaði flugdreka, skar út ýmsa smáhluti og hafði tíma til að sinna öllum óskum yngstu kynslóðarinnar. Eins og áður kom fram starfaði Gústaf mikið fyrir Sveinafélagið og á 50 ára afmæli félagsins var hann sæmdur gullmerki þess og árið 1985 kosinn fyrsti heiðursfélagi þess. Um leið og ég kveð Gústaf og þakka honum samstarfið í gegnum árin votta ég, fyrir hönd Sveinafé- lagsins, dætrum hans og öðrum ættingjum dýpstu samúð á kveðju- stund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.