Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 Evrópubandalagið: Krafan um veiði- heimildir ítrekuð Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EVIRO Dobosz, forseti EUROPECH, samtaka útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja innan Evrópubandalagsins (EB), hefur í bréf til til forseta ráðherraráðs bandalagsins og framkvæmdastjórnar þess ítrekað kröfur útgerðarmanna innan EB um að staðið verði fast á kröfunni um aðgang að fiskimiðum fyrir aðgang að mörkuðum í viðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ANC-fangar látnir lausir Reuter 41 félagi í Afríska þjóðarráðinu (ANC) var látinn laus úr Robben Island-fangelsinu við strönd Höfða- borgar í Suður-Afríku í gær. Þetta er stærsti hópur- inn sem sleppt hefur verið úr fangelsi í einu frá þvl F.W. de Klerk hóf stjómmálaumbætur sínar í fyrra. Innan við hundrað fangar eru eftir í fangelsinu. Á myndinni bera fangamir fyrrverandi eigur sínar úr báti sem flutti þá úr fangelsinu. Lögð er áhersla á að EB hafi ávallt, með réttu, krafíst þess I við- ræðunum um EES að I stað að- gangs að mörkuðum komi aðgang- ur að fiskimiðum EFTA-ríkjanna. Það sé hins vegar lióst að hvorki Svíar, Norðmenn né islendingar séu tilbúnir til að fallast á þær kröfur í samningaviðræðum EB og EFTA. Dobosz segir að það sé óaðgengi- legt að eina ferðina enn verði hags- munir sjávarútvegs innan EB fyrir borð bornir með samningum sem leitt gætu til ótakmarkaðs innflutn- ings á sjávarafurðum frá þessum ríkjum sem leiddu til verðlækkunar á verðmætari tegundum á mörkuð- um EB. Þess vegna megi alls ekki fóma sjávarútvegnum fyrir sam- komulag við EFTA-ríkin. Fram- kvæmdastjórnin verði því að standa fast á kröfunni um aðgang að fiski- miðum. Á morgun halda sjávarútvegs- ráðherrar EB fund I Lúxemborg þar sem m.a. verður fjallað um tillögur framkvæmdastjórnarinnar um að- gerðir til að draga úr veiðum innan lögsögu aðildarríkjanna. Tillaga EB um réttarhöld yfir Iraksforseta: Sendum ekki hersveitir til að handsama Saddam Hussein -segir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Washington, Strassborg. Reuter. DICK Cheney, varnarmálaráð- -herra Bandarikjanna, fagnaði í gær tillögu EB-ríkja um að efnt yrði til stríðsglæparéttarhalda yfir Saddam Hussein Iraksfor- seta. Ráðherrann sagði hins vegar að Bandaríkjamenn myndu ekki senda af stað herlið til að klófesta leiðtogann. Utan- ríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins (EB) samþykktu á fundi sínum á mánudag að hvelja til slíkra aðgerða þótt talsmaður þeirra viðurkenndi að erfitt yrði að hrinda málinu í fram- kvæmd. „Ef einhvern langar til að fara til Bagdad til að handtaka Saddam Hussein og draga hann fyrir rétt er það prýðilegt,“ sagði Cheney í útvarpsviðtali. „Ég hef ekkert á móti slíkum aðgerðum en við höf- um engin áform þar að lútandi." Verði af réttarhöldum mun Sadd- am verða sakaður um að hafa ráðist inn í íran og síðar Kúveit, beitt efnavopnum gegn óbreyttum borgurum og að hafa gert tilraun til þjóðarmorðs á Kúrdum. Javiér Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hvetur EB til varkárni. „Ég virði þetta frumkvæði en það er nauðsynlegt að huga vandlega að öllum undirbúningi því að ég vil ekki að neitt verði gert sem geti orðið þröskuldur í vegi þess mann- úðarstarfs sem Sameinuðu þjóð- irnar helga sig nú af öllum krafti,“ sagði de Cuellar í gær. SÞ standa fyrir umfangsmiklu hjálparstarfi I írak þar sem skortur er víða á brýnum nauðsynjum og óttast að farsóttir breiðist út er sumarhitar skella á. De Cuellar ræddi tillög- una um réttarhöld við Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxem- borgar, sem nú er í forsvari fyrir bandalagið, og verður hún tekin fyrir á vettvangi SÞ. De Cuellar er staddur í Strass- borg þar sem hann ávarpaði þing Evrópubandalagsins í gær. Varaði hann við nýju vopnakapphlaupi í Mið-Austurlöndum og hvatti EB til að hafa forgöngu um að helstu vopnasöluríki semdu um takmörk- un á viðskiptunum. Hann benti á að ríki sem nú væru talin vinsam- leg vopnasöluþjóðum gætu á skömmum tíma breyst í hættulega óvini. Yfírstjórn EB annast ekki eftirlit með vopnasölu aðildarríkj- anna en fram hafa komið óskir um að þessu verði breytt. Leikstjór- inn David Lean látinn Lundúnum. Reuter. BRESKI leikstjórinn sir David Lean lést í gær, 82 ára að aldri. Hann starfaði við kvikmynda- gerð og leikstjórn í hálfa öld og myndir hans hlutu alls 28 Óskars- verðlaun. David Lean var einn af fáum Bretum á meðal helstu kvikmynda- leikstjóra heims og (feJPÖ-S hann lagði ávallt mikla áherslu á góð handrit, frá- bæran leik og minnisstæða myndatöku. Á meðal frægustu verka hans eru „Arabíu-Lawren- The Bridge ce David Lean on the River Kwai“ (Brúin yfir Kwai-fljót), „Dr Zhivago" og „A Passage to India“ (Ferðin til Indlands). Lean var sæmdur sérstökum heiðursverðlaunum bandarísku kvikmyndastofnunarinnar í fyrra, þá 81 árs, og leikstýrði sama ár kvikmynd eftir einni af sögum rit- höfundarins Josephs Conrads, „Nostromo". Richard Nixon varar við efnahagshruni í Sovétríkjunum: Vill samvinnu við umbótasinna New York. Reuter. RICHARD Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir í rit- gerð, sem bandaríska tímaritið Time birti á mánudag, að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, sé að leiða landið í alvarlegar ógöngur og Bandaríkjamenn þurfi að hefja samstarf við andstæð- inga hans. Nixon fór nýlega I heimsókn til Sovétríkjanna og segir að Gor- batsjov hafí sagt sér að bandalag hans og sovéskra harðlínumanna sé aðeins „tímabundin krókaleið". „Langflest bendir þó til þess að hann sé að leiða Sovétríkin í alvar- legar ógöngur. Ef ekki verður grip- ið til róttækra umbóta verða Sov- étríkin einskismetið og vanmegna heimsveldi - kjarnorkuveldi með þriðja heims efnahag, sem erengan veginn fært um að gegna mikil- vægu hlutverki í heiminum.11 Nixon hefur heimsótt Sovétríkin sjö sinnum og hann segist aldrei hafa orðið var við jafn mikla svart- sýni á meðal Sovétmanna og í síð- ustu ferð sinni. „Nú er óttinn ekki lengur til staðar en vonin er einnig á bak og burt. Stjórn kommúnista nýtur einskis trausts á meðal al- mennings. Efnahagur landsins er að hrynja." Forsetinn fyrrverandi hvetur Bandaríkjastjórn til þess að beita sér fyrir samvinnu á sviði stjórn- mála, efnahagsmála og menningar við hin ýmsu lýðvéldi Sovétríkj- anna. Hann lýsir Borís Jeltsín, leið- toga Rússlands, sem „pólitískum þungavigtarmanni" er ekki sé hægt að hundsa. „Ég held því ekki fram að Bandaríkjamenn eigi að taka upp á því að skipta sér af innanríkismálum Sovétmanna og styðja Jeltsín gegn Gorbatsjov. Hins vegar eigum við að styrkja tengsl okkar á öllum sviðum við umbótasinna í Rússlandi og öðrum lýðveldum. Gorbatsjov mun kunna því illa. Við verðum á hinn bóginn að hafa hugfast að hann þarfnast okkar miklu meira en við hans.“ Nixon segir að ólíkt Gorbatsjov hafni Jeltsín algjörlega hugmynda- fræði kommúnista, styðji einka- eignarréttinn og sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna. Gorbatsjov hafi í fyrstu tekið höndum saman við umbótasinna og síðan snúist á sveif með harðlínumönnum með þeim afleiðingum að í reynd standi ekk- ert stjórnmálaafl á bak við hann. Kynningartilboð á Arrow hreinsi- og víðhaldsefnum 10% afsláttur út þessa viku. Hluti af úrvalinu Við höfum nýlega hafið sölu á Arrow hreinsi- og viðhaldsefnum sem m.a. eru notuð í útgerð, iðnaði, á verkstæðum, í fiskvinnslu og í matvælaiðnaði. Sérfræðingur veitir ráðleggingar í versluninni í dag og á morgu frá kl. 13 til 18. Notfærðu þér kynningarverðið. níaiomsa Grandagarði 2, Rvík., sími 28855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.