Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 34

Morgunblaðið - 17.04.1991, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 Morgunblaðið/Rúnar Þór Línubalar teknir um borð Þeir félagarnir Valur Hauksson og Jónas Antonsson á Sædísi EA frá Dalvík voru að taka línubalana um borð er Ijósmyndari rakst á þá niður við höfn. Þeir sögðu afla tregan bæði á línu og í net, en þeir biðu þess að fá loðnu í beitu og vonuðu vitaskuld að sá guli færi að gefa sig. Ólafsfjörður: Skeljungnr kaup- ir hlut þæjarins í Hótel Ólafsfirði SKELJUNGUR hefur keypt hlutabréf Ólafsfjarðarbæjar í Hótel Ólafsfirði, en samningur um kaupin var undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjar- stjórnar, en næsti fundur hennar verður á þriðjudag í næstu viku. Meirihluti bæjarstjórnar er fylgj- andi sölu hlutabréfanna, en minnihlutinn viil að bærinn leysi þann fjárhagsvanda sem hótelið hefur átt í og reyni að auka starf- semi þess. Tillöguteikningar um stækkun við hótelið hafa verið lagðar fyrir bygginganefnd Ólafsfjarðar. Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri sfigðist vera ánægður með sölu hlutabréfa bæjarins í hótelinu og taldi hann að þorri manna væri sama sinnis. í hótelinu eru 11 tveggja manna herbergi á efri hæð þess, en á þeirri neðri eru veitinga- Yinafé- lagið held- ur fund salir. Lagðar hafa verið fram tillög- uteikningar i bygginganefnd Ólafsfjarðar um viðbót við hótelið, en samningurinn um söluna er einn- ig með þeim fyrirvara að heimild fáist til að byggja við það. Sigurður J. Sigurðsson forstöðu- maður Skeljungs á Akureyri sagði að í tillögum að breytingu á hús- næðinu væri að finna byggingu þar sem veitt yrði hefðbundin ferða- mannaþjónusta, almenn bifreiða- þjónusta og bensínsala. Hann sagði að hugmyndin væri sú að hluti þess- arar viðbótarþjónustu er veitt yrði við hótelið yrði tilbúin í sumar. „Við munum flytja okkar starf- semi inn á þetta svæði þar við við stefnum að því að skapa aðlaðandi og glæsilegan ferðamannastað, bæði að því er varðar gistiaðstöðu, veitingasölu og almenna þjónustu við ferðamenn. Það er því nauðsyn- legt að byggja við hótelið sjálft, en við gerum þó ekki ráð fyrir aukn- ingu í gisturými. Við teljum að þetta geti unnið vel saman, veitinga- og gistiþjónustan og styrkt hvort ann- að,“ sagði Sigurður. Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju: Myndlistarsýning, ljóðatónleikar og p a KIRKJULISTAVIKA verður haldin í annað sinn í Akureyrar- kirkju í næstu viku, dagana 21. til 28. apríl, en þá munu sameina krafta sína margir aðilar sem standa að menningarmálum á Akur- eyri. Má þar nefna Kór Akureyrarkirkju, Tónlistarfélag Akur- eyrar, Leikfélag Akureyrar og Kammerhljómsveit Akureyrar, en auk þess verður Sinfóníuiiljómsveit íslands einnig þátttakandi. Reynt verður að fella inn í vikuna ýmis tilefni, m.a. að Björgvin Guðmundsson tónskáld hefði orðið 100 ára 26. apríl næstkomandi og 200 ára ártíðar Mozarts er minnst um heim allan. Um 300 manns verða beinir þátttakendur að listavikunni og verður í boði fjölbreytt dagskrá. frumsýning LA VINAFÉLAGIÐ á Akureyri heldur opinn fund í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30, en á fundinum verður starfsemi félagsins kynnt. Félag þetta var stofnað ný- lega af nokkrum Akureyring- um, en markmið þess er að efla mannleg samskipti, áhuga fólks á tómstundum, að kynn- ast öðru fólki og að mynda góð vináttusambönd, einnig hefur hópurinn í hyggu að fara sam- an í ferðalög, leikhús og fleira. Félagsskapurinn hefur að- stöðu í Safnaðarheimilinu og verða þar haldnir fundir annað hvert miðvikudagskvöld og er stefnt að því að fá fulltrúa frá margs konar félagasamtökum á fundina til að kynna starf- semi félaga sinna. Fyrsta daga kirkjulistavikunnar verður fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni, þar sem sr. Birgir Snæ- björnsson þjónar fyrir altari og nemendur úr Tónlistarskóla Akur- eyrar leika, þá munu nemendur og kór Lundarskóla flytja helgileik. Hátíðin verður síðan formlega sett kl. 14 á sunnudag. Opnuð verður myndlistarsýning á verkum fimm kvenna, þeirra Önnu G. Torfadótt- ur, Margrétar Jónsdóttur, Kristín- ar G. Gunnlaugsdóttur, Ragnheið- ar Þórsdóttur og Sólveigar Bald- ursdóttur. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur í kirkjunni kl. 17 und- ir stjórn Petri Sakari, en með hljómsveitinni leika Björn Steinar Sólbergsson, orgel, Kristinn Örn Kristinsson og Sólveig Anna Jóns- dóttir á pianó. Vesper, síðdegisbænagjörð, verður í kirkjunni kl. 18 á mánu- dag, en á þriðjudag verða hádegist- ónleikar og ritningarlestur. Þá verða hringborðsumræður í Safn- aðarheimilinu kl. 17 um tengsl hinna ýmsu greina lista við kirkju og guðfræði. Fyrirlestur flytur sr. Kristján Valur Ingólfsson, Tryggvi Gíslason skólameistari verður fundarstjórit en þátttakendur Jón Hlöðver Askelsson, tónskáld, Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri, Ei- ríkur Þorláksson, listfræðingur, Anna G. Torfadóttir, myndlistar- kona og sr. Þórhallur Höskuldsson. Skrúðsbóndinn eftir Björgvin Guðmundsson verður frumsýndur kl. 21. á miðvikudag, 24. apríl í tilefni 100 ára afmælis hans. Þetta er sýning Leikfélags Akureyrar í leikgerð og leikstjórn Jóns St. Kristjánssonar, en tónlistarstjóri er Björn Steinar Sólbergsson. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju taka einnig þátt í uppfærslunni. Aðeins verða þijár sýningar á Skrúðsbóndanum, 24., 25. og 26. apríl, og hefjast þær allar kl. 21. Tónlistarfélag Akureyrar efnir til ljóðatónleika á laugardaginn, 27. apríl, en þar flytja Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona, og Kristinn Örn Kristinsson, píanó- leikari, efnisskrá með íslenskum og erlendum trúarljóðum. Frum- flutt verður verk eftir Jónas. Tóm- asson sem sérstaklega var samið af þessu tilefni, en tónleikarnir verða í Safnaðarheimilinu. Kirkjulistavikunni lýkur með hátíðarmessu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 28. apríl, þar sem hr. Sigurbjöm Einarsson biskup pred- ikar, en sóknarprestarnir þjóna fyrir altari. Flutt verður „Missa Brevis“ í C-dúr kv 259 eftir Moz- art í tilefni 200 ára ártíðar hans. Flytjendur eru kór Akureyrar- kirkju og félagar ú Kammerhijóm- sveit Akureyrar, en eru einsöngv- apftr,íúr)li?Qð!um;.tórféliaga. ■ i u u, FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ (153 A AKUREYRI Tilkynning frá slysadeild F.S.A. Þann 16. apríl flutti slysadeild F.S.A. starfsemi sína í nýtt húsnæði. Slysadeildin verður framvegis staðsett í suð-vesturhorni nýbyggingar sjúkra- hússins (áður inngangur göngudeild- ar). Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Þann 18. apríl tekur Háskólinn á Akureyri í notkun ný símanúmer og eru þau sem hér segir: Við Þingvallastræti..............11770 - Bókasafn - Heilbrigðisdeild - Húsvörður - Rekstrardeild - Rektor - Skrifstofa Beint innval..............................11790 Við Glerárgötu 36.........................1 1780 - Sjávarútvegsdeild - Hafrannsóknastofnun Beint innval.............................11791 Póstfax háskólans........................11799 4-»l

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.