Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 22
MftBGl9»U&8»>
Elsta kynslóðin vanrækt
eftir Kristínu Á.
Ólafsdóttur
Hjúkrunarfólk á Landspítalanum
hefur sagt upp störfum vegna óvið-
unandi álags. Álagið stafar af því
að Reykjavíkurborg sinnir ekki þjón-
ustuhlutverki sínu við aldraða,
heilsuveila borgarbúa. Heimaþjón-
ustu er áfátt vegna þess að fólk
vantar til þess að starfa við hana.
Minnihlutinn í borgarstjóm hefur
hamrað á því undanfarin ár að laun
þessara starfsmanna verði að bæta
sem og annarra borgarstarfsmanna
ef mögulegt eigi að vera að veita
eðlilega þjónustu. Sjálfstæðismenn
hafa þverskallast við kröfum okkar
og láta sér sæma að greiða lægstu
laun sem þekkjast hjá sveitarfélög-
um landsins.
Skortur á hjúkrunarheimilum í
Reykjavík er önnur ástæða þess að
ekki er hægt að útskrifa gamalt
fólk af sjúkrahúsum. Ár eftir ár
hefur minnihlutinn í borgarstjóm
lagt til að uppbyggingu hjúkrunar-
heimila verði hraðað. Svömn sjálf-
stæðismanna hefur verið ótrúlega
dræm. Á síðasta áratug var Reykja-
víkurborg þátttakandi ásamt öðmm
aðilum í að reisa heimilið Skjól og
loks í fyrra var hafist handa við að
byggja nýtt hjúkrunarheimili í Graf-
arvogi. Það er samvinnuverkefni
með öðram aðilum, m.a. úr öðram
sveitarfélögum, og mun komast í
gagnið í áföngum á áranum 1992-
1994. Reykvíkingar munu fá þar
u.þ.b. 80 rými. Nú era hins vegar
yfir 200 manns sem bíða í brýnum
forgangi eftir hjúkranariými hjá öld-
ranarþjónustudeild Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkurborgar.
Eitt hjúkrunarheimili
Við gerð fjárhagsáætlunar þessa
árs vora allir aðilar minnihlutans
með tillögur um að setja verulegt
fjármagn til þessað fjölga hjúkrunar-
heimilum. Þeim var öllum vísað frá
af sjálfstæðismönnum. Meirihluta
borgarstjórnar finnst hæfilegt. að
dunda við hjúkrunarlieimilið eina í
Grafarvogi. Það á að kosta Reykja-
víkurborg 330 milljónir sem greiðast
á 5 ára framkvæmdatíma verksins.
Til samanburðar höfum við ákvörðun
sjálfstæðismanna um tæplega 300
milljóna króna bílageymsluhús and-
spænis Þjóðleikhúsinu sem bytjað
var á í febrúar og klárast á næsta
ári.
f B-álmu Borgarspítalans era enn
3 ófrágengnar hæðir sem eiga að
verða legudeildir- fyrir gamalt fólk
með samtals 81 rúmi. Alman hefur
verið í smíðum í 14 ár. Verði bygg-
ingarhraðinn svipaður og verið hefur
undanfarin 5-10 ár má búast við
álmunni fullbúinni á tímabilinu
2010-2020. Það vantar 460 milljónir
til þess að ljúka þessari bráðnauð-
synlegu framkvæmd.
Borgai’stjórinn,' formaður Sjálf-
stæðisflokksins, reynir í Morgun-
blaðinu 9. apríl sl. (bls. 2) að þvo
hendur borgaryfirvalda af ófremdar-
ástandinu með því að koma allri
„Þeir kjósendur sem
vilja að íslenskt samfé-
lag virði elstu þegna
sína og búi fólki öryggi
á efri árum hljóta að
hika, hafi þeir ætlað sér
að leiða Sjálfstæðis-
flokkinn til öndvegis í
landsstjórninni.“
ábyrgð á herðar ríkisvaldsins. Hann
kvartar yfir því að Reykvíkingar
hafi fengið lítið fé úr Framkvæmda-
sjóði aldraðra miðað við önnur sveit-
arfélög. f því samhengi segir hann:
„Við höfum sótt um fyrir B-álmu
Borgarspítalans í háa herrans tíð og
það koma aldrei neinir peningar í
hana.“ Þetta er undarleg fullyrðing
hjá æðsta embættismanni borgar-
innar í ljósi þéirrar staðreyndar að
um síðustu áramót hafði Fram-
kvæmdasjóður aldraðra greitt tæp-
lega 400 milljónir króna til
B-álmunnar eða 55% af því fé sem
þá var búið að veija til hennar. Regl-
ur sjóðsins kveða hins vegar á um
að sjóðurinn megi að hámarki fjár-
magna 35% framkvæmdarinnar.
Ábyrgð borgaryfirvalda
Hitt er svo annað mál að alþingis-
menn hafa staðið sig illa gagnvart
B-álmunni mörg undanfarin ár hvað
snertir árlegt framlag á fjárlögum.
Gildir þar einu hvort Sjálfstæðis-
Kristín Á. Ólafsdóttir
flokkurinn hefur verið í ríkisstjóm
eða utan eða hvort sjálfstæðismaður
hefur setið í stóli heilbrigðisráðherra
eður ei. í ljósi þeirrar reynslu lagði
minnihlutinn í borgarstjóm ítrekað
til að síðasta kjörtímabili að borgar-
sjóður legði fram peninga til B-
álmunnar umfram þau 15% sem
sveitarfélagið á að fjármagna sam-
kvæmt lögum. Nýr vettvangur vildi
við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs
veija 70 milljónum króna til B-
álmunnar umfram lagaskylduna, en
það hefði nægt til þess að ljúka einni
legudeild á árinu. Sjálfstæðismenn
hafa ávallt fellt þessar tillögur okkar
og látið nægja að benda ásakandi á
ríkið. Auðvitað eiga borgaryfirvöld
að axla ábyrgðina gagnvart öldruð-
um, veikum Reykvíkingum og koma
til skjalanna þótt Alþingi dragi lapp-
imar. Fjármagnið eigum við til þess
að leggja fram og það er svo seinni
tíma verkefni að innheimta hjá ríkis-
sjóði það sem honum ber að greiða
samkvæmt lögum. Þannig hefur ver-
ið staðið að mörgum framkvæmdum
í Reykjavík sem og í öðram sveitar-
félögum, t.d. hvað snertir byggingu
skólahúsnæðis á meðan það var sam-
vinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga.
Sporin hræða
Þetta era dæmi um það hvernig
einráður Sjálfstæðisflokkur í
Reykjavik vanrækir þarfir elstu kyn-
slóðarinnar. Dæmin era fleiri og
snúa m.a. að skorti á leiguhúsnæði
og vernduðum þjónustuíbúðum,
skorti á ferðaþjónustu og heimaþjón-
ustu um kvöld og helgar. Nýlega
var felld í borgarstjórn tillaga okkar
á Nýjum vettvangi um að auðvelda
ellilífeyrisþegum að búa í eigin hús-
næði með því að iækka á því fast-
eignaskatt. Nýjasta afrek sjálfstæð-
ismanna var að hafna beiðni ffá
7.000 manna Félagi eldri borgara
um að eiga áheyrnarfulltrúa í Fé-
lagsmálaráði borgarinnar þegar
fjallað er þar um málefni aldraðra
Reykvíkinga.
Þeir kjósendur sem vilja að ís-
lenskt samfélag virði elstu þegna
sína og búi fólki öryggi á efri árum
hljóta að hika, hafi þeir ætlað sér
að leiða Sjálfstæðisflokkinn til önd-
vegis í landsstjórninni. Sporin hræða
þegar valdaferill formanns Sjálf-
stæðisflokksins í höfuðborg landsins
er skoðaðurí ljósi staðreyndanna.
Höfundur er borgarfulltrúi Nýs
vettvangs.
HúsnæðismáJin og hinir flokkarnir
eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
Húsnæðismál hafa ekki verið mik-
ið til umfjöllunar í yfirstandandi
kosningabaráttu. Öðra hveiju heyr-
ast gagnrýnisraddir sem segja að
stokka þurfi upp húsnæðiskerfið að
loknum kosningum, en engar tillögur
koma fram um hveiju þurfi að
breyta. Ástæðan er einföld. Staðan
í húsnæðismálum hefur aldrei verið
betri. Þar kemur margt til og má
helst nefna:
— íbúðakaupendur geta fengið
fyrirgreiðslu hjá Húsnæðisstofnun
þegar þeim hentar en þurfa ekki að
bíða í mörg ár eftir lánum.
— Lánshlutfallið er hærra en
nokkru sinni sem dregur úr þörf
fyrir skammtímalán.
— Vextir í húsbréfakerfinu eru
6% og breytast ekki á lánstímanum
og era óháðir gengi húsbréfa.
— Af hveijum 100 þúsund króna
vaxtagjöldum lágtekjufólks era um
40 þúsund krónur endurgreiddar í
formi vaxtabóta.
— Raunvextir lágtekjufólks eftir
vaxtabætur eru um 2-3%.
— Húsbréfakerfið stuðlar að
vaxtaiækkun þegar losna mun um
fjánnagn lífeyrissjóðanna inn á al-
menna lánamarkaðinn eftir að þeir
þurfa ekki að fjármagna gamia hús-
næðislánakerfíð síðar á þessu ári.
— Seljendur fá greiðslur mun fyrr
en áður sem leiðir til lækkunar á
fasteignaverði.
— Ein af hveijum þremur félags-
legum íbúðum sem byggðar hafa
verið í landinu frá upphafi félagslega
húsnæðiskerfisins 1929 voru byggð-
ar á kjörtímabilinu.
— Kaupleiguíbúðir og búseturétt-
aríbúðir voru lögfestar á kjörtímabil-
inu sem hefur í för með sér að val-
kostir í húsnæðismálum era nú fleiri
en áður.
Afföll hafa alltaf verið
Gagnrýni á húsbréfakerfið stafar
einna helst af þeim afföllum sem eru
á húsbréfunum. Talað er eins og
afföll í viðskiptum hafi komið með
húsbréfakerfinu og því gleymt að
affQllin.í.gamia Jánakerfínu voru.síst
lægri en nú eða að afföll era t.d.
líka á spariskírteinum ríkissjóðs.
Nefna má að í lok kjörtímabilsins
1983 voru afföllin á húsnæðismark-
aðnum um 20-30% og þau voru um
20% í lok kjörtímabilsins 1987.
Hverjar eru tillögur
hinna flokkanna
Af umfjöllun Sjálfstæðisflokksins
um húsnæðismál að dæma má helst
ætla að þeir vilji taka upp gamla
biðraðakerfið frá 1986. Lánakerfi
með allt að 5 ára biðtíma, þar sem
jafnt þeir sem þurfa á aðstoð hins
opinbera að halda og hinir sem eiga
nóg, fá niðurgreidda vexti á kostnað
skattborgara. Ekki má gleyma því
að oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópa-
vogi vill leggja niður félagslega íbúð-
akerfið. Vilja Sjálfstæðismenn virki-
lega að lágtekjufólk þurfi að sæta
eftir Árna Pál
*
Arnason
Forsætisráðherra landsins hefur
lýst því yfir fyrir skömmu að þjóðar-
atkvæðagreiðsla um aðild að Evr-
ópubandalaginu fari fram í landinu
þann 20. apríl nk. Hinu sama hafa
bæði menntamálaráðherra og fjár-
málaráðherra lýst yfir.
Aðeins 11 dögum fyrir kosningar
koma þessi mikilvægu skilaboð til
þjóðarinnar án þess að nokkur kynn-
ing hafi farið fram fyrir þjóðinni á
Evrópubandalaginu, eðli þess og af-
leiðingum aðildar að því. Þjóðin á
því að taka svo afdrifaríka ákvörðun
með bijóstvitið eitt að vopni.
Frambjóðendur hafa því brugðist
við og miðlað þjóðinni af þekkingar-
branni sínum um Evrópubandalagið.
Tökum tvö dæmi:
Forsætisráðherra lýðveldisins hef-
ur lýst því yfir að Rómarsáttmálinn,
sem hann með réttu líkir við stjóm-
arskrá Evrópubandalagsins, kveði
skýrt á um að fiskimið bandalagsr-
Jkjanna.utan. 12 sjóm0na.séu sam-
„Af umfjöllun Sjálf-
stæðisflokksins um hús-
næðismál að dæma má
helst ætla að þeir vilji
taka upp gamla bið-
raðakerfið frá 1986.“
því að þijár af hveijum fjórum krón-
um sem það vinnur sér inn fari í
vasa leigusala? Þar sem Sjálfstæð-
isfiokkurinn ræður ferðinni er lítið
um kaupleiguíbúðir og virðast þeir
líta framhjá því að kaupleiguíbúðir
eru leið til að styrkja sjálfseignar-
stefnuna í húsnæðismálum, líka fyr-
ir hina lægstlaunuðu.
Framsóknarflokkurinn er klofínn
í afstöðu til húsnæðismála. Hluti
eign bandalagsins og lúti beinni
stjórn frá Brussel. Hið sama kom
fram í framboðskynningu Fram-
sóknarmanna í sjónvarpi. Þetta er
rangt. í Rómarsáttmálanum er
hvergi ijallað um fiskveiðilögsögu
bandalagsins og reyndar ekki um
sjávarútveg, að öðra leyti en því að
fiskur er talinn með landbúnaðarvör-
um og því er talið að sömu grunn-
reglur gildi um opinber afskipti af
styrkjakerfi og markaðsstjórnun,
hvort heldur um sjávarútveg eða
fiskveiðar. Reglur um 12 mílna bel-
tið og hið sameiginleg haf þar fyrir
utan er í meginatriðum að finna í
tveimur reglugerðum, settum af ráð-
herraráði bandalagsins, nr. 101/76
og 170/83.
Formaður utanríkismálanefndar
Alþingis sagði á fundi í síðustu viku
að bandalagið væri ólýðræðislegt og
nefndi sem dæmi að þing bandalags-
ins gáeti ekki samþykkt vantraust á
sína stjórnarherra. Þetta er rangt. í
144. gr. Rómarsáttmálans er skýrt
kveðið á um heimild þingsins til að
samþykkja vantraust á framkvæmd-
astjórn bandalagsins.
flokksins vill ríghalda í biðraðakerfið
frá 1986. Forsætisráðherra sagði þó
aðspurður í sjónvarpi við þeirri
spurningu hvort Framsóknarflokk-
urinn hafi staðið við kosningaloforð
í húsnæðismálum á kjörtímabilinu:
„Já“, og benti á húsbréfakerfið.
Borgaraflokkurinn vildi danska
húsbankakerfíð. Þegar þeim var
bent á galla þess sneru þeir sér að
sænska húsnæðislánakerfinu. Nú
þegar þeir hafa skipt um nafn og
kalla sig Fijálslynda vilja þeir að líf-
eyrissjóðirnir sjái um almenna fast-
eignamarkaðinn fyrir þá sem eru
ekki að eignast sína fyrstu íbúð.
Þeir vilja m.ö.o. hækka vextina frá
því sem nú er og lækka lánin.
Alþýðuflokkurinn er eini flokkur-
inn sem hefur skýra stefnu í hús-
næðismálum. Eriginn veit hvað aðrir
flokkar vilja. Getur fólk treyst þeim
„í Rómarsáttmálanum
er hvergi fjallað um
fiskveiðilögsögu banda-
lagsins og reyndar ekki
um sjávarútveg, að
öðru leyti en því að fisk-
ur er talinn með land-
búnaðarvörum og því
er talið að sömu grunn-
reglur gildi um opinber
afskipti af styrkjakerfi
og markaðsstjórnun,
hvort heldur um sjávar-
útveg eða fiskveiðar.“
Við þekkjum þess mýmörg dæmi
úr stjómmálasögu þriðja og fjórða
áratugar þessarar aldar að stjórn-
málaöfl beittu þeim aðferðum til að
vinna sigra, að höfða til þjóðernisof-
stopa sem kynt var undir með ósann-
indum og rökleysum ásamt dylgjum
.um. afstöðu annarra ftokka og.land.-
Jóhanna Sigurðardóttir
til að fara með húsnæðismálin á
næsta kjörtímabili?
Höfundur er félagsm&laráðherra.
Árni Páll Árnason
ráðabrigslum í þeirra garð. Ef slíkar
aðferðir duga flokkum til fylgis-
aukningar í lok þessarar aldar á ís-
landi, er til ills varið mannauði og
fé þessari þjóð til menntunar svo
hún fengi betur greint sundur rök
og rökleysu. Þá er líka lítið vit í
kosningum.
Höfundur erað Ijúka laganámi,
með Evrópuréttsemsérgrein.
Er vit í kosningum?