Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991
Alþingis-
O S N I N G A
R
Þorsteinn Pálsson:
Eðlilegt að byggja
áfram á framselj-
anlegu aflamarki
ÞORSTEINN Pálsson, fyrsti þing-
raaður Sunnlendinga sagði á al-
mennum stjórnmáiafundi í Vest-
mannaeyjum í fyrrakvöld að hann
teldi eðlilegt að þróa og bæta það
kerfi sem hér er við lýði í sjávarút-
vegi, “en ekki að fara að skapa
nýjan óróa, með því að hlaupa
annað hvert ár og skipta um
kerfi. Við teljum eðlilegt að
byggja áfram á aflamarki sem er
framseljanlegt og viljum að sjáv-
arútvegurinn viti að eftir þeirri
meginlínu verður starfað," sagði
Þorsteinn.
“Hér í þessu bæjarfélagi skiptir
mikiu máli, eins og víða annars stað-
ar í sjávarplássum í landinu, að fram-
fylgt sé markvissri og öruggri stefnu
í sjávarútvegsmálum. Umræðan
síðustu vikur hefur gengið út á það
að Sjálfstæðisflokkurinn hafí ekki
sýnt fram á skýra stefnu í þessum
efnum,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á
síðustu tveimur landsfundum lagt í
það mikla vinnu að leiða saman
menn sem væru fulltrúar ólikra hags-
muna, tii þess að móta heilsteypta
og markvissa stefnu á þessu sviði, í
ítarlegum atriðum.
“Við horfðum á reynslu undan-
genginna ára, þar sem hlaupið hefur
verið úr einu farinu í annað. Nú eig-
um við möguleika á því að skapa
festu og segja við þá sem í sjávarút-
veginum starfa: Hér eru starfskilyrð-
in, hér eru meginlínumar. Við ætlum
að þróa og bæta það kerfi sem við
búum við, en við ætlum ekki að fara
að skapa nýjan óróa, með því að
hlaupa annað hvert ár og skipta um
kerfi. Við teljum eðlilegt að byggja
áfram á aflamarki sem er framseljan-
legt og viljum að sjávarútvegurinn
viti að eftir þeirri meginlínu verður
starfað. En við endurskoðunina þurf-
um við að .horfa, ekki einasta á
ágalla þessa kerfís, sem auðvitað eru
margir, heldur líka afla okkur nýrra
upplýsinga um ástand fískistofnanna
og taka ákvarðanir um framhaldið á
grundvelli sem mestrar þekkingar,"
sagði Þorsteinn Pálsson, fyrsti þing-
maður Sunnlendinga.
Á fundinum var Þorsteinn spurður
hvort hann væri reiðubúinn til þess
að gegna embætti sjávarútvegsráð-
herra í ríkisstjórn sem “Davíð Odds-
son myndar vonandi eigi síðar en 6.
mai næstkomandi". Svar Þorsteins
var: “Fyrst skulum við vinna kosn-
ingasigurinn sem gefur okkur það
afl á Alþingi, að þjóðin hafi sýnt
okkur að hún treysti okkur til þess
að fara inn í ráðuneytin. Tökum svo
að okkur þau verk sem við helst kjós-
um“.
Skattgleði — Öfund
eftir Ragnar S.
Halldórsson
Flestir vita að einhveijar sterk-
ustu kenndir okkar mannanna
byggjast á ást og hatri. Náskyld
hinni síðarnefndu er öfundin. Sumir
telja hana jafnvel vera mánnlegustu
kenndina og aðrir telja hana vera
hina útbreiddustu. Svo mikið er víst
að sú hugmyndafræði sem náði
einna mestri útbreiðslu á þessari öld
er kommúnisminn, en grunnkjarni
lians er öfund í garð þeirra sem
betur mega sín, þ.e. þeirra sem eiga
einhveijar eignir og/eða hafa þokka-
legar tekjur. Nú, þegar heimsveldi
kommúnismans er þrunið, má und-
rum sæta að hér á íslandi skuli sitja
ríkisstjórn með fjármálaráðherra
sem byggir skatthugmyndir sínar á
öfundarkenningum kommúnismans.
Skulu hér færð til tvö dæmi þessu
til staðfestu.
Eignaskattar
Skattleysimörk af hreinni eign í
íbúðarhúsnæði eru kr. 3,3 milljónir.
Skattur af eign þar yfír er 1,2% upp
að 9 milljónum kr., en fyrir eignir
þar yfir hækkar skatturinn (miðað
við að árstekjur séu yfir 1,84 milljón-
ir kr.) í 1,95%. Með öðrum orðum,
skatturinn hækkar um 62,5%, þegar
tekjur eru yfir ofangreindu lág-
marki! Ef annaðhvort hjóna fellur
frá, kemur til hinn alræmdi, svo-
nefndi ekknaskattur. Um réttlæti
hans þarf ekki að fara mörgum orð-
um svo mjög sem um hann var fjall-
að er núverandi fjármálarráðherra
lagði hann á.
Sé um skrifstofu- og/eða verzlun-
arhúsnæði að ræða er skatturinn
1,45% af hreinni eign, en að auki
reiknast 1,5% af fasteignamatsverði,
sem sérstakur eignaskattsauki til
ríkisins. Auk þess er lagður á fas-
teignir sérstakur 2,25% svonefndur
Þjóðarbókhlöðuskattur, sem reyndar
að mjög óverulegu leyti hefur verið
notaður í samkvæmi við tilgang sinn.
Með öðrum orðum, ef tiltekin* slík
fasteign er hrein eign, er verið að
Ragnar S. Halldórsson
hirða verðmæti hennar til ríkisins á
rúmlega 25 árum árum.
Margir vel metnir lögfræðingar
telja bæði eignaskattsþrepið á íbúð-
arhúsnæði og hinn sérstaka eigna-
skatt á skrifstofu- og verzlunarhús-
næði vera hreint brot á eignarrétt-
arákvæði __ stjómarskrár lýðveldisins
íslands. Á það þarf að láta reyna
fyrir dómstólum hið fyrsta.
Skattar á iðgjöld til
lífeyrissjóða
Evrópska samfélagið er í óða önn
að samræma reglur aðildarlanda
sinna um réttarstöðu lífeyrissjóða,
bæði hvað varðar ávöxtun og skatt-
lagningu iðgjalda. Sem dæmi um
það hvað gildir í einu þessara landa,
„Nú, þegar heimsveldi
kommúnismans er
hrunið, má undrum
sæta að hér á Islandi
skuli sitja ríkisstjórn
með fjármálaráðherra
sem byggir skatthug-
myndir sínar á öfundar-
kenningum kommún-
ismans.“
Bretlandi, er sýnt á töflunni hér fyr-
ir neðan hvernig skattlagningu lífey-
risiðgjalda er háttað þar í landi. Til
samanburðar er ísland:
Margsköttun iðgjalda sjóðfélaga
lífeyrissjóðanna hér á landi var mjög
til umræðu undir lok þess alþingis,
sem nýlega var slitið og löngum mun
frægt verða að endemum sakir
bruðls með fé okkar skattborgar-
anna.
Þótt nægur tími væri til að af-
greiða ýmis furðufrumvörp og gera
að lögum, þótti stjornarliöum nðg
að gert að álykta, að fela ijarmála-
ráðherra að gera könnun á skatta-
legri meðferð lífeyrissparnaðar og
undirbúa nauðsynlegar lagabreyt-
ingar. Þetta hafa þeir ugglaust sam-
þykkt í trausti þess að núverandi
stjórnarmynstri verði klastrað sam-
an á ný eftir kosningar og að máiið
verði síðan svæft. Kjósendur verða
að grípa í taumana og koma í veg
fyrir að svo hörmulega fari.
Höfundur er verkfræðingur
Skattlagning lífeyrisiðgjalda
Bretland Island
Framlag einstaklings skattfijálst ’ Framlag atvinnurekanda (6%) skatt-
að eftirfarandi mörkum fijálst, einnig viðbótarframlög
36 ára og yngri 17,5% Framlag launþega (4%)
36 — 45 ára 20% skattskylt að fullu
46 — 50 ára 25%
51 — 55 ára 30% Framlag eiganda einkafyrirtæk-
56 — 60 ára 35% is er skattskylt að fullu (10%)
61 og eldri 40%
Fiskimálastefn-
ur flokkaima
eftirBjörn
Dagbjartsson
Það er ekki óeðlilegt að töluvert
mikið hefur verið rætt um sjávar-
útvegsmál í kosningabaráttunni
að undanförnu. Hitt er miklu und-
arlegra hvemig sú umræða hefur
verið. Frambjóðendur einna níu
flokka hafa talið það sér mest til
framdráttar að tíundi flokkurinn
skuli ekki vilja lofa einni allsher-
jarlausn á þessu líklega flóknasta
og viðkvæmasta viðfangsefni
næstu ríkisstjórnar. Það er vissu-
lega fróðlegt að skoða hvaða „pat-
entlausnir" hinir níu bjóða upp'á.
En fyrst er rétt að sjá hvemig
hinn sameiginlegi óvinur þeirra
allra, Sjálfstæðisflokkurinn, vill
vinna að sjávarútvegsmálum eftir
kosningar. Stikla verður á mjög
stóm.
Sjálfstæðisflokkurinn veit að í
landinu gilda lög um fískveiði-
stjómun til ársloka 1992, sem á
að vera búið að endurskoða fyrir
þann tíma. Sjálfstæðismenn vilja
fá aðstöðu til að stjóma því verki.
Stjómmál snúast um það að
stjóma. Sjálfstæðisflokkurinn vill
að sjávarútvegsstefnan verði ann-
að og meira en rifrildi um fisk-
veiðipólitík. í vinnslu afla og sölu
sjávarafurða liggur enn sproti
hagvaxtar sem sj'álfstæðismenn
vilja hlúa að með aðstoð allra sem
málið snertir. Slíku- verki verður
ekki stjórnað nema af ráðherra
og ríkisstjóm. Sjálfstæðisflokkur-
inn virðist einn allra flokka gera
sér grein fyrir því að hraðsoðin
„patentlausn“ sem boðuð er nú
gæti reynst óframkvæmanleg eftir
Vh ár.
Framsóknarflokkurinn boðar
óbreytt kvótakerfí til eilífðamóns.
Framsóknarmenn virðast líta á
endurskoðun laga um fiskveiði-
stjómun og endurbætur á þeim
sem algert aukaatriði enda vanir
því í krafti ráðuneytisvalds að deila
og drottna yfír greininni, takandi
mjög takmarkað tillit til nema
ákveðinna hópa hagsmunaðila.
Hagsmunaaðila skilgreina þeir
mjög þröngt og í málefnum fisk-
vinnslu og físksölu virðast þeir
engu vilja breyta, jafnvel hindra
framþróun. Framsóknarmenn
hafa meira að segja einir flokka
hálfgerð hom í síðu fiskmarkaða.
Alþýðuflokkurinn í Reykjavík
og Reykjanesi vill leggja auðlinda-
skatt á útgerð landsmanna, sem
er rekin utan þessara kjördæma
að langmestu leyti. Frambjóðend-
ur krata úti á landi segja aftur
að auðlindaskattinn eigi að leggja
á aðeins 2-10% af afla og stjóma
fískveiðum þannig. Um útfærslu
auðlindaskatts og framkvæmda-
atriði segir enginn neitt. í mark-
aðs- og sölumálum virðist stefna
krata vera helst sú að kljúfa sem
mest samvinnu og samstöðu ís-
lendinga í þeim efnum til hagsbóta
fyrir erlenda kaupendur.
Alþýðubandalagið fann sína
fiskveiðistefnu á skírdag í grein
eftir 3ja mann Sjálfstæðisflokks-
ins á Vestfjorðum og eigið þing-
mannsefni á Vesturlandi. Sú
stefna byggist á „bannskrapdaga-
kerfí“ undir stjóm fulltrúa Alþing-
is. Svipað kerfi var dæmt ónýtt
og aflagt fyrir 8 áram. Auk þess
á að skattleggja landaðan afla.
(NB þetta er ekki auðlindaskatt-
ur). I skírdagsgreininni er ansi
margt óljóst og dugar fráleitt sem
heilsteypt tillaga að framkvæmd.
í raun þarf mikinn kjark til að
grípa upp þvílíkar lauslegar lítt
unnar hugmyndir í miðri kosn-
Björn Dagbjartsson
„Niðurstaðan er sú að
enginn þeirra stjórn-
málaflokka sem nú
bjóða fram er tilbúinn
með framkvæmanleg-a
heildstæða sjávarút-
vegsstefnu, ekki heldur
Framsóknarflokkur-
inn, sem einn flokka
hefði haft aðstöðu til
þess.“
ingabaráttu og gera að stefnu
stjórnmálaflokks. Undarlegt er að
formaður Alþýðubandalagsins
skuli ekki treysta sér til að skatt-
leggja „ofsagróða“ útvegsmanna,
sjómanna og smábátaeigenda.
Kvennalistinn og að því er best
verður séð Heimastjórnarmenn,
Þjóðarflokkurinn og að einhveiju
leyti Frjálslyndir vilja að úthlutun
hins takmarkaða afla verði falin
hreppsnefndum eða bæjarstjórn-
um eða samtökum sveitarfélaga
eftir því sem við á. Einhveijar
mismunandi lauslegar hugmyndir
eru uppi um útfærslu en hin
pólitísku stjórnvöld landsins
ákveða heildarafla og skipta hon-
um á landshluta án tillits til kjör-
dæmis viðkomandi sjávarútvegs-
ráðherra. Flokkarnir virðast allir
álíta að eftir því sem úthlutunar-
aðilar standa nær þeim sem fá
aflakvóta, séu meiri Iíkur á rétt-
læti og friði meðal frænda, vina
og nágranna í litlum hreppsfélög-
um þar sem sveitarstjórnir era oft
flokkspólitískar og meirihlutinn
verður að styðjast við sína umbjóð-
endur.
Niðurstaðan er sú að enginn
þeirra stjómmálaflokka sem nú
bjóða fram er tilbúinn með fram-
kvæmanlega heildstæða sjávarút-
vegsstefnu, ekki heldur Fram-
sóknarflokkurinn, sem einn flokka
hefði haft aðstöðu til þess. Sjálf-
stæðisflokkurinn gerir sér ljósa
grein fyrir mikilvægi þessa verks
og vill fá tilstyrk kjósenda til að
hafa afgerandi áhrif á mótun sjáv-
arútvegsstefnunnar. Það er
ábyrgðarleysi að þykjast hafa ein-
falda lausn á þessu flókna og erf-
iða máli.
Höfundur er fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra.