Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 4
4.g
MOÍlGUNBLAÐIfi 17% A1>WL l<)W-.
Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins:
Hægt að lækka skatta
og auka tekjur ríkisins
Blekkingariðj a og reykbombur Ölafs
Ragnars Grímssonar með ólíkindum
DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri í
Reykjavík sagði, þegar Morgunblaðið spurði hann álits á staðhæf-
ingum Alþýðubandalagsins um skattlagningu Reykjavíkurborgar,
að meginmálið sé, að það sem Óláfur Ragnar Grímsson hafi reynt
að sýna fram á sanni hið gagnstæða. „Við höfum Iækkað okkar
skattstofna. við erum með lægsta útsvar sem nokkurt sveitarfélag
leggur á í landinu og lægstu fasteignaprósentu sömuleiðis. Samt
sem áður eru tekjur borgarinnar miklar og hafa vaxið,“
sagði Davíð
„Varðandi okkar kosningabar-
áttu segjum við nákvæmlega
þetta: Við getum lækkað skattana,
en samt sem áður geta tekjur ríkis-
ins vaxið, alveg eins og gerst hef-
ur hjá Reykjavíkurborg," sagði
Davíð. Hann sagði að það væri
vegna þess að tekjur færu vax-
andi, þegar ýtt væri undir fijálst
VEÐUR
og öflugt atvinnulíf, eins og gert
hefði verið hjá Reykjavíkurborg,
með margvíslegri fyrirgreiðslu við
atvinnufyrirtækin, lóðamálum,
umferðarmálum, með því að stuðla
beint að stofnun fyrirtækja og
aðgerðum í skipulagsmálum.
„Þó að við beitum skattstofnin-
um mildilegar en nokkurt annað
sveitarfélag gerir, hefur afl innan
borgarinnar vaxið og tekjur henn-
ar. Þannig að það sem átti að
vera sönnun um það að við beittum
sömu aðferðum og Ólafur Ragnar
Grímsson, hittir hann fyrir eins
og búmerrang. Þetta staðfestir
einfaldlega það sem við höfum
sagt að hægt er að beita skatt-
stofninum af mildi, en engu að
síður að tryggja öflugar tekjur og
öfluga þjónustu," sagði Davíð
Oddsson.
Davíð sagði að það væri með
ólíkindum hvað Ólafur Ragnar
leyfði sér í blekkingariðju og reyk-
bombum. „Ég held að það sé nú
þess vegna sem fólkið treystir
honum ekki, því hann hefur oft
orðið uppvís að slíkri iðju áður,“
sagði Davíð.
_ —.
VEÐURHORFUR I DAG, 17. APRIL
YFIRLIT: Milli íslands og Faereyja er 1.050 mb hæðarmiðja sem
þokast suður. Fyrir norðan land er að myndast smálægð sem mun
þokast austur og síðar suðaustur.
SPÁ: Norðaustan gola eða kaldi. Él norðanlands, en þurrt syðra.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg suðvestan- og vestanátt. Víðast
skýjað um vestanvert landið en þurrt og víða léttskýjað á austan-
veröu landinu. Fremur kalt í veðri.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestankaldi eða stinningskaldi. Skúrir eða
slydduél um vestanvert landið en þurrt að mestu austanlands. Hiti
0 til 5 stig.
TAKN:
Heiðskírt
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r / r f Rigning
/ / /
* / *
/ # / * Slydda
/ * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
\J Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
CO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 léttskýjað Reykjavík 7 þokumóða
Bergen 4 skur
Helsinki 4 haglél
Kaupmannahöfn 7 úrkoma
Marssarssuaq 3 slydda
Nuuk 1 rigning
Ósló 9 skýjað
Stokkhólmur S skýjað
Pórshöfn 1 skýjað
Algarve 16 skýjað
Amaterdam 8 skúr
Barcelona 14 þokumóða
Berlín 7 skýjað
Chicago 7 alskýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 13 léttskýjað
Glasgow 11 léttskýjað
Hamborg 1 haglél
Las Palmas vantar
london 10 skýjað
Los Angeles 12 skýjað
Lúxentborg 11 léttskýjað
Madríd 15 skýjað
Malaga 16 skýjað
Mallorca 17 þokumóða
Montreal 7 rigning
NewVork 16 heiðskfrt
Orlando vantar
Parls 14 léttskýjað
Róm 20 léttskýjað
Vín 18 skýjað
Washlngton 13 heiðskírt
Winnipeg 1 alskýjað
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Gunnar Vagnsson ekur hér af kappi. Hann taldi brautina
skemmtilega, hæfilega krókótta og bjóða upp á skemmtileg til-
þrif.
Ný keppnisbraut fyr-
ir akstursíþróttamerai
NÝ 15 milljón króna keppnisbraut akstursíþróttamanna á
Reykjavíkursvæðinu er að verða tilbúin. Braut fyrir keppni í
rally cross og bílkross hefur verið reist við Krísuvíkurleið sunn-
an Hafnarfjarðar og verður notuð í sumar fyrir stórmót í akst-
ursíþróttum, bæði fyrir bíla og mótorhjól.
Unnið hefur verið að brautar-
gerðinni í vetur, en fyrsta mótið
fer fram í júníbyijun. Nokkrir
valinkunnir keppnismenn próf-
uðu brautina í vikunni, til að
kanna möguleika sem hún gefur
- ikeppni.„Þettaeralveg4ygiiega
gaman og á eftir að verða fjör
að keppa héma, sama á hvaða
tæki menn mæta,“ sagði Árni
Kópsson íslandsmeistari í tor-
færuakstri, enn hann var einn
þeirra sem prófaði brautina.
Hann hyggst keppa í bílkrossi
fyrir jeppa auk þess að vera í
torfæru í sumar, en á brautinni
nýju verða fiokkar fyrir ýmiskon-
ar farartæki og búist er við 50-60
keppendum í hveiju móti.
Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið:
Afstaða til heimilis i
fyrir einhverfa átalin
STJÓRNIR Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags
Islands átelja harðlega afstöðu bæjarsljórnar Selljarnarness til heim-
ilis einhverfra við Sæbraut á Selljarnarnesi.
í ályktun stjórnanna segir:
„Að eiga heimili eru grundvallar
mannréttindi sem allir þegnar þessa
lands eiga að njóta, einnig fatlaðir.
Ef heimilinu væri gert að flytja er
það brot á þessum mannréttindum.
Afstaða bæjarstjórnar Seltjarn-
arness er með öllu óskiljanleg í Ijósi
þess að komið hefur verið að veru-
legu leyti til móts við tillögur til
lausnar málinu. Stjómir Landssam-
takanna Þroskahjálpar og Öryrkja-
V
iiíEUíKÍ VJ
bandalags íslands munu standa
vörð um þessi mannréttindi fatlaðra'
með öllum tiltækum ráðum.
Stjórnir Landssamtakanna
Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags
íslands skora því á bæjarstjórn
Seltjarnarness að afturkalla áskor-
un sína til félagsmálaráðherra um
að flytja heimili einhverfra frá Sel-
tjarnarnesi, ogþannig í nafni mann-'
úðar að standa vörð um grundvallar
mannréttindi fatlaðra hér á landi.“
Félag matvörukaupmanna:
Aldraðir fá ekki
staðgreiðsluafslátt
hætt að veita okkar félagsmönnum-
afslátt," sagði Guðrún.
Hún sagði margar matvöruversl-;.
anir ætluðu áfram að veita öldrað-n
um afslátt gegn staðgreiðslu ogi
segðu að gott væri að fá peninga
í kassann í stað þess að lána fólki,
hvort heldur það með greiðslukort-
um eða á annan hátt.
-----♦ ♦ ♦ ’
Póstur og sími:
Engin skýr-
ing á biluninni
EKKI hefur tekist að skýra hvað
olli bilun í tölvubúnaði í miðbæj-
arstöð Posts og síma um miðjan
dag síðastliðinn mánudag, þegar
um tíu þúsund símanúmer urðu
óvirk.
Að sögn Bergþórs Halldórssonar
yfirverkfræðings, verður leitað til
erlendu framleiðendanna um skýr-
ingar á biluninni. ■ ■,..
FÉLAG matvörukaupmanna í
Reykjavík og nágrenni hafa sagt
upp samningi við Félag eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni
um 5% staðgreiðsluafslátt. Til-
kynning þessa efnis er við búðar-
kassa nokkurra matvöruverslana
á höfuðborgarsvæðinu.
Matvörukaupmenn samþykktu á
aðalfundi sínum 6. febrúar að hætta
að veita öldraðum 5% afslátt gegn
staðgreiðslu og segir í tilkynningu,
sem er við búðarkassa nokkurra
verslana, að þetta sé gert vegna
aukinna erfiðleika í matvöruversl-
uninni.
Guðríður Ólafsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Félags eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni, sagði að
félaginu hafí verið tilkynnt um þetta
um miðjan mars. „Við vorum nýbú-
in að gefa út bækling þar sem þær
verslanir sem gáfu okkur afslátt
vora kynntar. Það vora 17 matvöru-
verslanir í Reykjavík og mér er
kunnugt um að fjórar þeirra hafí