Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991
Fyrirferðalitlir,
afkastamiklir.
10 blöð á mínútu.
Einstaklega lítill
rekstrarkostnaður.
SKRÍFSTOrUVELAB suno hf
NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222
-lœkni og þjónuttla ú trauttlum grumii
FACIT
P 8 1 0 0
LASERPRENTARAR
*
ogskúffur
I
u
Fyrirskrúfur.rærogaðra
smáhluti. Einnig vagnar og
verkfærastatif. Hentugt á
verkstæðum og vörugeymslum.
Ávallt fyríiiiggjandi.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS OG HBILDVERSLUN
BILDSHÖFDA 16 SIMI: 6724 44
fyrir fólk
KOSNINGA
SKRIFSTOFUR
Skeifunni 7 91-82115
Reykjavík
Eyrarvegi 9 98-22219
Selfossi
Háholti 28 93-12903
Akranesi
Glerárgötu 26 96-27787
Akureyri
Nýbýlavegi 16 91-45878
Kópavogi
FRJALSLYNDIR
Sú bláa móða frjálshyggjan
eftir Leif Jónsson
Á fímmtándu öld geisuðu hér
plágur tvær og lá við landauðn. Sú
fyrri var hinn nafntogaði Svarti-
dauði (1402—1404), en hin síðari
tröllreið landsmönnum 1493 og var
nefnd plágan síðari. Ekki þekktu
menn eðli vágesta þessara og varð
því fátt til varnar. Menn munu því
almennt hafa beðið þess, sem verða
vildi, en sagan segir þó frá einstaka
manni, sem fór ótroðnar slóðir og
barg sér og sínum.
Til sögunnar er nefndur Torfí
ríki Jónsson, sýslumaður í Stóra-
Klofí á Landi. Hann var bæði stór-
huga og skjótráður þegar hagsmun-
ir lands og lýðs voru í veði. Til
marks um þetta hafði Torfí meðal
annars stjórnað aðför að hinum ill-
ræmda Lénharði fógeta. Lét fógeti
þar líf sitt.
Víkur nú sögunni að plágunni
síðari, er geisaði á dögum Torfa.
Plágan sú var talin eiga upptök
sín fyrir vestan Hellisheiði. Hún
breiddist þaðan til austurs og fylgdi
blá móða. Þegar sá til móðunnar
úr Landsveit, brá Torfi við skjótt
og hélt með allt sitt lið til fjalla og
létti eigi fyrr en í dal einum í Torfa-
jökli. Þarna lét nú Torfí fyrirberast
uns plágunni létti og „burtu leið sú
bláa móða, sem henni fylgdi".
Lýkur hér að segja frá Torfi í
Klofa og plágunni síðari.
Nú skal farið nokkrum orðum
um aðrar plágur og nærtækari,
einkum þær, sem fylgir blá móða
og sérdeilis ef þær eiga upptök sín
fyrir vestan heiði. Ekki mun það
hafa farið framhjá neinum, að kosn-
ingar fara í hönd.
Minni spámenn Sjálfstæðis-
flokksins vilja á hefðbundinn hátt
skrúfa fyrir tekjustofna opinberra
sjóða. Allt, sem nefnist skattar skal
lækka. Hvar skera á niður í opinber-
um útgjöldum sést ekki. Þótt þessi
boðskapur sé ætíð sama augnaynd-
ið við fyrstu sýn fer af honum
mesti ljóminn, þegar auk rökleys-
unnar rennur upp fyrir hæstvirtum
kjósendum, að spámennirnir eru
engir aðrir en gjaldþrotakóngar,
offjárfestingarfurstar og aðrir at-
hafnamenn í pilsfaldakapítalisma-
geiranum, sem gera hvað harðastar
kröfur um fyrirgreiðslur úr ríkis-
sjóði, þegar fjármálafímleikar
þeirra mistakast. Slíkur hringavit-
íeysuboðskapur ber aðeins vott um
óendanlegt virðingarleysi við dóm-
greind landsmanna.
I boðskap nýkjörins formanns
flokksins blása að vonum ferskari
vindar. Nú erú skuggalegar hug-
renningar undangenginna ára ekki
lengur orðaðar undir rós. Davíð
boðar tæpitungulaust að arðvæn-
legar eignir fólksins í landinu skuli
fluttar í einkaeign og það sem fyrst.
Þeim, sem halda því fram að
formaðurinn geysist um landið
stefnulaus, skal hér með bent á
Morgunblaðið frá 17. mars sl., og
sjá þá að svo er aldeilis ekki. Þar
er grein, er ber fyrirsögnina „Leita
á leiða til að selja orkufyrirtæki"
og er höfð eftir formanninum. Síðar
í greininni kemur fram að hann á
við Landsvirkjun, Rafmagnsveitur
Reykjavíkur, Hitaveituna o.s.frv.
Saklaus skattgreiðandi spyr: Af
hveiju á að selja fyrirtækið mitt
og einmitt þegar það er loksins
farið að skila arði? Ekki lætur Dav-
íð standa á svarinu frekar en fyrri
daginn, en í þessari hnitmiðuðu
Moggagrein segir hann: „Þarna eru
öflug skuldlaus fyrirtæki og ætti
að vera auðvelt að koma þeim í
verð.“
Ef skatgreiðanda dytti síðan í
hug að spyija hveijum Davíð detti
helzt í hug að selja arðvænleg, opin-
ber fyrirtæki, fæst ákveðin vísbend-
in í títtnefndri grein, en þar er skýrt
tekið fram að selja beri einkaaðil-
um. Ekki er ljóst hvort formaðurinn
á þarna við almenningshlutafélög.
Reynslan sýnir hins vegar að slíkt
kemur út á eitt, því að jafnvel óska-
barn þjóðarinnar, Eimskipafélag
Islands, var eitt sinn almennings-
hlutafélag, en er nú komið í einka-
eign til blessunar fyrir land og lýð.
Einkaaðilar skulu það vera, en þó
tæpast hver sem er.
I margáðurnefndri grein er haft
eftir Víglundi Þorsteinssyni, að tími
sé til kominn að afnema einokun
ríkis og sveitarfélaga á orkuiðnaði.
Ekki útfærir Víglundur þetta afnám
nánar, en skv. kenningum Davíðs
eru það einkaaðilar sem taka skulu
við einokuninni.
Ríkisvernduð einkaeinokun er
greinilega óskadraumur þessara
fijálshyggjupostula. Dæmigert sýn-
ishorn slíks er Bifreiðaskoðun ís-
lands. Við stofnun þess hækkuðu
skoðunargjöld verulega. Var þetta
ekki talið óeðlilegt, þar sem byggja
þurfti upp fyrirtæki og veita bætta
þjónustu. Þegar fyrirtækið jafn-
framt fór að sýna tugmilljóna króna
gróða var spurt hvort verið gæti
að skoðunargjaldið hefði e.t.v.
hækkað óeðlilega mikið. Svo var
ekki talið, því nú skyldu viðskipta-
vinirnir gera sér grein fyrir því, að
með einkavæðingunni hefði starfs-
grundvöllur þess breytzt. Nú væri
ekki einasta um þjónustufyrirtæki
að ræða, heldur einnig gróðafyrir-
tæki, sem skila skyldi eigendunum
arði.
Slíkur peningaleikur kapítalist-
anna undir pilsfaldi ríkisins er pott-
þétt fyrirtæki. Gjaldskrána semja
þeir sjálfír og samkeppnin er engin.
Maður sér í anda orkureikninga
framtíðarinnar, þegar einkageirinn
er kominn með orkufyrirtækin á
eina hendi og samkeppnin er engin.
Nú eru hugmyndir þessar ekki
einasta bundnar við orkufyrirtæki,
heldur koma öll arðgefandi opinber
fyrirtæki til greina. Þar sem háttv-
irtur skattgreiðandi hættir þarna á
Leifur Jónsson
„Flokkseigandafélag
Sjálfstæðisflokksins er
hægt og sigandi að
sölsa undir sig eignir
landsmanna. Skv. yfir-
lýsingum hins óþving-
aða, nýkjörna for-
manns, er það hlutverk
flokksins að stuðla að
eignaupptöku arðvæn-
legra, opinberra fyrir-
tækja og koma þeim í
hendur flokkseigend-
anna.“
að sjá á eftir fyrirtækjum sínum,
vaknar sú spuming hvort þessi fyr-
irtæki kunni að lenda á vergangi.
Trúlegast er þó, að þeim félögum
Davíð og Víglundi komi einhver
kaupandi í hug, t.d. fjársterkur ein-
Er ekki kommn tími til að tengja?
eftir Astu R.
Jóhannesdóttur
Málefni Ríkisútvarpsins hafa
nokkuð verið til umræðu undanfar-
ið, ekki síst vegna ástandsins sem
skapaðist í útvarpsmálum í óveðrinu
sem geisaði á landinu á dögunum,
þegar annað gömlu langbylgju-
mastranna á Vatnsendahæð brotn-
aði.
Ég held að allir séu sammála um
að það sé skylda Ríkisútvarpsins
sem öryggistækis að halda sam-
bandi við alla landsmenn hvað sem
á bjátar, enda er það skylda stofn-
unarinnar samkvæmt lögum.
En hvernig er Ríkisútvarpinu
gert kleift að rækja þetta hlutverk
sitt?
Hvemig standa alþingismenn við
bakið á þessari mikilvægu sameign
okkar sem er skylt að sinna svo
margvíslegum og fjölþættum verk-
efnum sem öryggistæki og menn-
ingarmiðill?
Stofnun í fjársvelti
Ríkisútvarpinu eru markaðir
ákveðnir megin tekjustofnar skv.
lögum. Það eru afnotagjöld, auglýs-
ingatekjur og svo aðflutningsgjöld
af viðtækjum. Nú í nokkur undan-
farin ár hefur einn af þessum föstu
tekjustofnum útvarpsins, aðflutn-
ingsgjöldin, verið tekinn af stofnun-
inni með valdboði. Aðflutnings-
gjöldin gætu numið 200 milljónum
á þessu ári og verða þessar tekjur
nú enn einu sinni teknar af stofnun-
inni. Afnotagjöldum hefur verið
haldið niðri og nú er svo komið að
Ríkisútvarpið er í fjársvelti, þannig
að það er ærinn vandi fyrir forráða-
menn þess að láta enda ná saman
og ákveða hvað af starfseminni á
að sitja á hakanum.
Dagskráin gengur fyrir
Hingað til hefur það verið niður-
staðan að reyna að halda úti góðri
dagskrá á kostnað viðhalds og end-
urnýjunar á tækjum. Reynt hefur
verið að skipta réttlátlega niður fé
í dagskrár útvarps og sjónvarps og
í sjónvarpinu milli innlends og er-
lends aðkeypts efnis. Mikill metnað-
ur hefur verið lagður í að halda úti
góðri menningarlegri og fræðandi
dagskrá, sem ég tel að hafi tekist
mjög vel, sérstaklega þegar tekið
er mið af þeim þrönga stakki sem
fjármunirnir setja stofnuninni.
Tækin í lamasessi
Tækjakostur stofnunarinnar er
svo úr sér genginn og gamall að
ekki er á hann treystandi lengur,
eins og kom berlega í ljós í óveðrinu
í vetur. Til dæmis er Vatnsenda-
stöðin orðin svo gömul og úrelt að
ekki fást í hana varahlutir lengur,
enda löngu hætt að framleiða þá
og tæki hennar komin langt yfír
sinn endingartíma. Kostnaður við
endurnýjun Vatnsendastöðvarinnar
nemur á bilinu 450—500 milljónum
króna. Það er ljóst að til endurnýj-
unar stöðvarinnar verður að koma
sérstök fjárveiting, því það verður
ekki gert með núverandi tekjustofn-
um.
Dagskrárfé til tækjakaupa
Síðastiiðið ár tókst Ríkisútvarp-
inu að halda fjárhagsáætlun, enda
fór ekkert í viðhald og endurnýjun
tækja nema í það alíra brýnasta.
Samkvæmt fjárlögum er greinilegt
Ásta R. Jóhannesdóttir
„Aukin þjónusta og
jafnvel sama þjónusta
og verið hefur er ekki
möguleg við núverandi
ástand í peningamálun-
um.“
að þingmenn ætlast til að Ríkisút-
varpið verði rekið með halla. Engar
auknar fjárveitingar eru þar til Rík-
isútvarpsins. Það gengur ekki leng-
ur að alit rekstrarféð fari í dag-
skrána. Nú verður að taka tækja-
málin og tæknimálin í gegn, nema
við sættum okkur við að stór hluti
þjóðarinnar búi við einangrun iang-
tímum saman. Það er ábyrgðarhluti
að sætta sig við slíkt. En það kem-
ur niður á dagskrá útvarps og sjón-
varps og hver vill styttri dagskrá?
Eða lélegri?
Og það er líka ábyrgðarhluti að
slaka á gæðum dagskrárinnar. Við
eigum í samkeppni og við höfum
ákveðnum skyldum að gegna gagn-
vart landsmönnum öllum, eigendum
Ríkisútvarpsins og greiðendum af-
notagjaidanna.
Þingmenn halda og sleppa
I vetur hafa útvarpsráði og öðr-
um forsvarsmönnum Ríkisútvarps-
ins borist til umsagnar þingsálykt-
unartillögur frá þingmönnum, fyrst
frá þingmönnum Vesturlandskjör-
dæmis og síðan Suðurlandskjör-
dæmis, þar sem farið er fram á
aukna þjónustu Ríkisútvarpsins við
þessi kjördæmi, m.a. er farið fram
á að hraðað verði framkvæmdum
við svæðisútvarp fyrir þessa lands-
hluta. Þessir sömu þingmenn, sem
vita vel hvernig búið er að stofnun-
inni fjárhagslega og ættu að geta
bætt úr því, hreyfa hvorki legg né
lið til þess. Það er eins og það vanti
einhveija tengingu hjá þeim í þessu
máli. Áukin þjónusta og jafnvel
sama þjónusta og verið hefur er
ekki möguleg við núverandi ástand
í peningamálunum.
Skyldur einkastöðvanna
við almenning
Sú skoðun hefur heyrst jafnvel
frá þingmönnum hvort ekki megi
láta einkastöðvarnar taka á sig þær
skyldur Ríkisútvarpsins að þjóna
öllum landsmönnum. í fyrsta lagi
er það ekki á færi annarra en ríkis-
ins að rækja það hlutverk í svo
dreifbýlu landi og svo hefur það