Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRIL 1991 Gt/endur erm'ilcUL L&k- ve 'táimaður." 3-7 . . . að flýta sér heim. TM Reg. U.S. Pat Off. — all righttreserved ® 1991 Los AngelesTimesSyr>dicate Með morgunkaffínu SÍv5'!-‘.Vri II, ^11 In_ fp.íl'i-;,', ,, I !''A" mm a a .""V 'i/'1'l i., "i * •.'i 'i'.1, '.V'IV, l\l l'l.'M Ijl llll I 11 íví: i,i i'i. Veðurútlitið: Sól syðra, rigning nyrðra. HOGNI HREKKVISI , Sl Æ/t+4/z. FfZE rr/F.. Ófriður úr óvæntri átt Til Velvakanda. Það er margt skrítið í kýrhausn- um. Ennþá fleira skrítið er að ger- ast í Kópavogi. Nú stendur sem sé til að reisa tvær kirkjur þar í austur- bænum svo til hlið við hlið. Eru þarna tveir sértrúarsöfnuðir að byggja yfir sig? Ó nei, ó nei. Kirkju- sóknirnar tvær í austurbæ Kópa- vogs, Digranes- ogHjallasókn, ætla báðar að byggja yfir sig. Hjallasókn á lóð sem frá upphafi var ætluð undir kirkju svo þar er allt með friði og spekt. Klerkur Digranes- sóknar vill hins vegar byggja kirkju í gömlu og grónu hverfi, í algjörri óþökk íbúanna. Getur hver litið í eigin barm, að fá skyndilega stór- hýsi í friðsælt íbúðahverfi. Kirkjunni er ætlaður staður á sparkvellinum sem börn og ungling- ar hafa leikið sér á árið um kring að heita má. Þessi ráðagerð hefur valdið mikilli óánægju meðal ungl- inganna og eiga þau bágt með að skilja hvers vegna þau eiga að missa leiksvæði sitt. Og svo skal kirkjan rísa steinsnar frá útsýnisskífunni á Víghól. Og hvað með það? Ekki annað en að þarna er verið að stórspilla einum fegursta og víð- sýnasta útsýnisstað á höfuðborg- arsvæðinu og þó víðar væri leitað. Fólk ætti að fara að útsýnisskífunni til að sjá hvað um er að ræða, og reyna að giska á hve mikið af fjalla- hringnum hverfur ef kirkjan risi innan 50 metra frá útsýnisstaðnum. Þarna er í uppsiglingu umhverfis- slys í líkingu við hraðbrautina sál- ugu í Fossvogsdalnum. Síðan mun kirkja Hjallasóknar rísa í næsta nágrenni nokkur hundruð metrum austar, í námunda við íþróttahús Digranesskóla. Er nokkur glóra í þessu? Er í rauninni nokkur hugsandi maður sem vill byggja tvær kirkjur þarna hvora ofan í annarri á Kópavogs- hálsi? Um árabil hafa söfnuðirnir í Kópavogi sameinast um notkun á hinni fallegu kirkju á Borgum, hinni eiginlegu Kópavogskirkju. Hvers vegna í ósköpunum ættu söfnuðirn- ir tveir á Digraneshálsi ekki að geta sameinast um eina kirkju sem risi á stað sem engar deilur standa um. Það hlýtur að vera í kristnum anda að vinna saman og halda frið- inn. Sóknarbarn Afkomend- urnir eru all- ir að vinna Til Velvakanda. Mikið var ánægjulegt að sjá bros- andi andlit umönnunarfólks barna- deildar Landakotsspítala í Morgun- blaðinu um daginn. Enda ekki furða. Foreldrar eða foreldri hafa ofan af fyrir sínum börnum allan guðslangan daginn, og sofa á dýnu á nóttunni. Það bregður öðru við þegar kemur að umönnun foréldra eða foreldris, um það vitna upp- sagnir hjúkrunarfólks á öldrunar- deild Landspítalans. Hinn aldraði á sér litla von, afkomendur eru allir að vinna. Mikið væri nú ánægjulegt ef börnin færu að þakka fyrir sig. Annast sína öldruðu foreldra eða foreldri, allan guðslangan daginn, °g liggja á dýnu á nóttunni í stað þess að senda þeim súkkulaðiegg á páskum og konfektkassa á jólum. Guðrún Jacobsen Yíkveiji skrifar Kosningabaráttan sem lýkur á laugardag hefur meðal ann- ars einkennst af gamalli áráttu al- þýðubandalagsmanna að þykjast menningarlegri en aðrir stjómmála- flokkar. Hefur þetta meðal annars birst í auglýsingastarfsemi Svavars Gestssonar á kostnað skattgreið- enda. Hefur rækilega verið vakin athygli á því, að sú auglýsinga- mennska öll er einsdæmi. Hvað hefðu menn sagt ef Davíð Oddsson, borgarstjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði tekið sig til og látið borgarsjóð greiða fyrir litmyndaauglýsingu af sér í tilefni af því að safn Asmundar Sveinsson- ar var opnáð á laugardaginn? Þarf ekki annað en nefna hugmyndina til að aliir sjái hve hún er fjarstæðu- kennd. Að sjálfsögðu hefði borgar- stjóri aldrei látið skattgreiðendur standa að slíkum hégóma í kringum persónu sína. Með endurbótum og nýbyggingu hefur Asmundasafni verið gjör- breytt. An auglýsingaskrums og hávaða hafa borgaryfirvöld beitt sér fyrir enn einni endurreisninni í þágu íslenskrar menningar. Skattgreið- endur finna ekki fyrir auknum byrð- um vegna þessa en glorían í kring- um ráðherra Alþýðubandalagsins byggist öll á lánsfé sem er varpað á herðar almennings. xxx egar Víkveiji var ungur að árum tíðkaðist að listamenn komu í skóla Reykjavíkur og kynntu nemendum list sína. Var þessi starf- semi þá rekin á vegum ríkisins. Þótt ekki hafi allir alltaf verið með hugann við það sem fram fór á þessum stundum minnast margir þess áreiðanlega þegar þeir heim- sóttu skólana rithöfundarnir Guð- mundur G. Hagalín og Kristmann Guðmundsson, svo að tvö kunn nöfn séu nefnd. Listkynningu í skól- um á vegum ríkisins var hætt og þrátt fyrir ítrekuð tilmæli skóla- stjóra og kennara hefur mennta- málaráðuneytið, nú síðast í tíð Svavars Gestssonar, hafnað beiðn- um um slíka starfsemi með vísan til þess að ríkið hefði ekki efni á henni. Undir forystu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur er annað uppi á teningnum. í ár er ætlunin að veija allt að 6 milljónum króna úr borgarsjóði til að kynna list í skólum borgarinnar og hefur Sig- urður Björnsson, óperusöngvari og fyrrum framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitar íslands, verið ráðinn til að stjórna þessu starfi. Undanfarið hafa tónlistarmenn heimsótt skóla til að kynna tónlist Mozarts í tilefni af því að í ár er 200. ártíð hans. Er Víkveija kunn- ugt um að þessu framtaki er ákaf- lega vel tekið af þakklátum nem- endum og kennurum. xxx Ekki hefur verið neitt auglýs- ingaskrum í kringum þessa menningarstarfsemi á vegum Reykjavíkurboi'gar. Enn biður Vík- veiji lesendur sína að ímynda sér glamrið vegna þessa framlags til lista og menningar ef hinir sjátf- umglöðu forystumenn Alþýðuband- alagsins hefðu átt einhveija aðild að því. Mörgum blöskrar að geta aldrei horft á fréttir í sjónvarpi án þess að verða fyrir áreitni vegna ráð- herragrobbs á kostnað skattgreið- enda. Menn slökkva þó ógjarnan á sjónvarpinu af því að alltaf kann að vera von á einhverju öðru. Við getum hins vegar öll gjörbreytt yfir- bragði sjónvarpsfréttanna til fram- búðar með því að hafna hinum aug- lýsingaglöðu stjórnarherrum í kosn- ingunum á laugardag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.