Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 45

Morgunblaðið - 17.04.1991, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1991 45 Setningar misrituðust Vegna mistaka datt eitt orð og punktur út úr grein Einars Árna- sonar, „Hugarfar" Davíðs Odds- sonar og Stöð 2, sem birtist í blað- inu í gær. Réttar eru setningarnar svona: „Þessar staðreyndir um stórhækkun skatta á Reykvíkinga mun Stöð 2, „fréttastofa" Davíðs, ábyggilega reyna að þegja í hel og herða enn frekar áróðurinn fyrir borgarstjóra. „Fréttastofa" Stöðvar 2, með Elínu Hirst „frétta- mann“ og maka kosningastjóra Davíðs, Jón Olafsson varaformann stjórnar hennar, Pál Magnússon sjónvarpsstjóra og fleiri í broddi fylkingar, ætlar að koma Davíð Oddssyni til æðstu valda í þessu landi sama hvaða aðferðum er _beitt.“ „Græna kort- ið til sýninga í Bíóborginni BÍÓBORGIN hefur tekið til sýn- ingar myndina „Græna kortið“. Mleð aðalhlutverk fara Gérard Depardieu og Andie MacDowell. Leikstjóri er Peter Weir. Frakkanum Gerges Fauré hefur boðist starf í Bandaríkjunum og nú getur hann byrjað nýtt líf. Eins og aðrir útlendingar þarf hann að fá svonefnt grænt skírteini sem heim- ilar mönnum að dveljast og starfa í landinu. Fjótlegasta leiðin til að fá grænt skírteini er sú að giftast bandarískum ríkisborgara. Bronte Parrish, en hún býr í New York, er búin að finna draumaíbúðina sína. En sá böggull fylgir skamm- rifi að aðeins hjón geta fengið hana leigða. í New York gera menn næstum hvað sem er til að fá góða íbúð. Georges og Bronte eiga sam- eiginlegan vin sem kynnir þau og Guðrún Jónsdóttir. arkitekt, skipar 1. sæti F-listans í Reykjavík. ^Ajsí^sí ÆKBtm ÆEBBm JH »| »| •1*1 ^ fólk FRJÁLSLYNDIR fyrir folk Símar: 91 -8211 5, 98-22219, 91 -45878, 92-1 3871,96-27787 Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Krislján Guðmundsson formaður Lionsklúbbs Grundarfjarðar af- hendir Gunnari Kristjánssyni skóiastjóra Grunnskóla Eyrarsveitar tölvubúnaðinn. þau gifta sig af hagkvæmnisástæð- um. Hann fær græna kortið og hún íbúðina. Þau fara hvort í sína áttina og hafa ekki hugsað sér að hittast framar. Að liðnum nokkrum mán- uðum fer hið opinbera að kanna þetta hjónaband. Hjónakornin neyð- ast því til að búa nokkra daga und- ir sama þaki. Þau eru gerólík og þrasa bókstaflega um allt frá því hvernig á að laga kaffi til stjórn- mála. En smám saman kynnast þau betur og samkomulagið tekur að skána. Grunnskóli Eyrar- sveitar fær tölvu Grundarfírði. FYRIR skömmu gaf Lions- og var tölvan afhent skólanum klúbbur Grundarfjarðar Grunn- fyrir skömmu. skóla Eyrarsveitar fullkominn - Hallgrímur tölvubúnað. Hér var um að ræða handhæga tölvu með laser- prentara, sem ætlað er að létta nemendum og kennurum skól- ans störfin í framtíðinni. Flestir þeirra sem gengu í barn- askóla á árunum fyrir 1960 muna eftir Reikningsbók Elíasar Bjarna- sonar. Dag eftir dag voru nemend- ur æfðir í að leggja saman nokkr- ar sex til tíu stafa tölur og deila með þriggja stafa tölum upp í sjö stafa tölur. Nú á dögum þykir slík handa- vinna fráleit og nemendurnir læra í staðinn að þrýsta vísifingri á takkana á vasaþölvunni og fá út- komuna á svipstundu. Starf kenn- aranna hefur tekið svipuðum stakkaskiptum. Enginn kennari stendur lengur yfír handknúnu sprittfjölritunarvélinni til að fjöl- rita verkefni dagsins heldur er ýtt með litlafingri á „return“-takkann og laserprentarinn fer í gang með hljóðlátu suði. Skólastjórarnir og yfirkennar- arnir eru líka hættir að leggja sín dýrmætu heilabú í stundatöflu- gerð, nú er músin færð til og frá nokkrum sinnum í ýmsar áttir, ýtt á einn eða tvo takka, og sjá, stundataflan er komin. Þó er það svo að sumir skólar, einkum þeir minni, hafa hingað til farið á mis við þessar dýrðavél- ar og er það oft vegna fjárskorts. Þannig var því einmitt farið um Grunnskóla Eyrarsveitar og því var það að Lionsklúbbur Grundar- fjarðar tók sig til sl. haust og ákvað að gefa skólanum fullkom- inn tölvubúnað til gagns og gam- ans fyrir nemendur og kennara. Fjáröflun til verkefnisins gekk vel Tveir af aðalleikurunum í hlutverkum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.