Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.04.1991, Blaðsíða 35
MÖftbiMijAÐib 'aÞ'riijI^'í'' jK/lJ Reykjaneskjördæmi: Efstu menn á framboðslistum svara spurningum nemenda FG Efstu menn á sex af ellefu framboðslistum í Reykjaneskjör- dæmi mættust á framboðsfundi sem nemendafélag Fjölbrautar- skólans í Garðabæ stóð fyrir í gær. I upphafi fundarins gerðu frambjóðendur nemendum grein fyrir áherslum þeirra í helstu málaflokkum en nemendur báru síðan fram spurningar og var greinilegt að áhugi þeirra beind- ist að mörgum málaflokkum. Frummælendur á fundinum voru Ólafur G. Einarsson, Steingrím- ur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Sigurðsson, Júlíus Sólnes og Anna Ólafsdóttir Björnsson. Ólafur G. Einarsson var m.a. spurður um stefnu Sjálfstæðis- flokks varðandi jöfnun atkvæðis- réttar. „Við viljum að kosningalög tryggi jafnræði kjósenda og munum vinna að því. Það verður viðfangs- efni í næstu stjórnarmyndunarvið- ræðum að stíga stærri skref í því máli heldur en við höfum stigið til þessa,“ svaraði Ólafur. Steingrímur Hermannsson var m.a. spurður að því hvernig Fram- sóknarflokkurinn hygðist hagræða rekstri í landbúnaði. „Við verðum Nemendur Fjölbrautarskólans í Garðabæ spyrja efstu menn á listum framboðslistanna í Reykjaneskjör- dæmi út í stefnumál flokka þeirra á fundi í Fjölbrautarskólanum i gær að ná kjöt-og mjólkurframleiðslunni niður í það sem við þurfum sjálf en flokkurinn er mótfallinn því að flytja inn landbúnaðarafurðir sem við höfum hér svo- góðar fyrir,“ svaraði Steingrímur. Ólafur Ragnar Grímsson var spurður að því hvort hann væri stoltur af því að hafa kúgað launa- fólk með þeim hætti sem gert hefði verið í BHMR deilunni. Ólafur Ragnar sagði málið ekki snúast um stolt. Þarna hefði verið um hags- muni almannaheillar og efnahagsl- ífsins að ræða á móti hagsmunum ákveðins hóps. Jón Sigurðsson var m.a. spurður að því hvort hann myndi beita sér fyrir því að fleiri landbúnaðarvörur yrðu fluttar inn í kjölfar ostlíkisins, ef hann ætti eftir að sitja áfram sem viðskiptaráðherra. Jón kvaðst hiklaust myndi gera það, ekki síst vegna þess að innflutningur á ost- líkinu hefði vakið athygli á fram- leiðslu mozzarella osts á Höfn í Hornafirði. Júlíus Sólnes var spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af niður- stöðum skoðanakannanna sem sýndu að F-listinn hefði ekki miklu fylgi að fagna. Hann sagði svo ekki vera því fjöldi fólks óttaðist að við- urkenna í slíkum könnunum að það styddi ekki fjórflokkinn. „Slíkt er ofurvald fjórflokksins að fólk á það á hættu að missa vinnunna ef það segist í slíkum könnunum styðja aðra flokka,“ sagði Júlíus. Anna Ólafsdóttir Björnsson sagði aðspurð að innganga í Evrópuband- alagið kæmi ekki til greina af hálfu Kvennalistans. Framsókn í Tækniskólanum Tveir efstu menn Framsóknarflokksins í Reykjavík, Finnur Ingólfsson og Ásta R. Jóhannesdóttir, heilsuðu upp á nemendur og kennara Tækniskólans í hádeginu í gær. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur: Varað við aukinni neyslu á „reyklausa“ tóbakinu AÐALFUNDUR Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur þann 25. mars sl. ályktaði mcðal annars um mik- ilvægi þess að félagið héldi áfram öflugu tóbaksvarnarstarfi í skól- um, og góðum árangri af reykingavörnum var fagnað, en jafnframt varað við aukinni neyslu á „reyklausu“ tóbaki. Fagnað var kaupum á íbúðum i þágu aðstandenda krabbameins- sjúkliuga sem búa utan höfuð- borgarsvæðisins, og lýst ánægju með aukna starfsemi krabba- meinsfélaga á landsbyggðinni. Ennfremur var tekið undir þá hvatningu krabbameinssamtak- anna, að sérhver einstaklingur gæti að lífsháttum sínum og sýni árvekni um sjúkdómseinkenni. Tóbaksvarnarstarf í grunnskólum var sem fyrr viðamesti þátturinn í starfsemi félagsins. Fram kom að þau krabbameináfélög öhnúr,1 'setn1 nú hafa fastráðna starfsmenn, taka öflugan þátt í þessu starfi og fá til þess styrk frá Happdrætti Krabba- meinsfélagsins, sem jafnframt er helsta fjárhagsstoð Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur. Niðurstöður könn- unar sem gerð var á reykingum grunnskólanema í fyrrasumar sýndu að í heild hafði dregið úr reykingum skólabama í öllum læknishéruðum þar sem fyrri kannanir voru til sam- anburðar. Á hinn bóginn hafa borist vísbendingar um það undanfarið að hætta sé á aukinni útbreiðslu vissra tegunda af munn- og neftóbaki, ekki síst meðal bama og unglinga. í upphafi aðalfundarins minntist formaður félagsins Alfreðs Gíslason- ar læknis, sem lést í október sl. Al- freð var einn helsti frumkvöðull að stofnun Krabbameinsfélags Reykja- víkur, en hann var formaður þess árin 1952-1960 og heiðursfélagi frá 1974-.---r—----------------------— PHILIPS 20 tommu litasjónvarp • Hágæöa litaskjár • Fullkomin fjarstýr- ing semstýriröllum aögerðum • Sjálfleitari • 40 stöðva minni • Sjálfslökkvandi stillir Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNl SÍMI69 15 20 í sanutittífiwc Formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur er Jón Þ. Hallgrímsson yfirlæknir. Aðrir í stjóm em Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Ólafur Har- aldsson aðstoðarsparisjóðsstjóri, Páll Gíslason yfirlæknir, Sigríður Lister hjúkrunarforstjóri, Sveinn Magnús- son héraðslæknir og Þórarinn Sveinsson yfirlæknir. Framkvæmda- stjóri er Þorvarður Örnólfsson. Meim en þú geturímyndaó þér! FRAMBJOÐENDURIREYKJAVIK SITJA FYRIR SVÖRUM virka daga frá kl. 16.30-1 8.00 á Laugavegi 1 7, 2. hæð, símar 622908 - 620277. Verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.