Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B gg^tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 _____________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Enn er óljóst hve margir týndu lífi í hörðum jarð- skjálftum sem urðu á mánudagskvöld í Mið-Amer- íkuríkjunum Costa Rica og Panama. Vitað er með vissu að 52 fórust og eignatjón er gífurlegt. Skjálft- inn mældist 7,2 stig á Richter-kvarða. Á myndinni sjást hrunin hús í borginni Batan de Limon í Costa Rica. Sjá ennfremur „Tugir manna ...“ á bls. 23. Þingið samþykkir neyðaráætlunina Kohl vill að Berlín verði á ný höfuðborg Þýskalands Moskvu, Mínsk. Reuter. SOVÉSKA þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða ■neyðaráætlun Sovétstjórnarinnar sem ætlað er að vinna bug á efna- hagsöngþveitinu í landinu og koma á frjálsu markaðshagkerfi. 323 þingmenn greiddu atkvæði með áætluninni en 13 á móti. Valentín Pavlov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, mælti fyrir áætluninni og fékk frest til 20. maí til að leggja fram tillögur um framkvæmd hennar í smáatriðum. Talsmenn kúrdískra sjálfstæðis- hreyfinga sem átt hafa viðræður í þrjá daga við stjórnvöld í Bagdad um aukna sjálfstjórn Kúrdahérað- anna í norðurhluta íraks segja að þær gangi vel og verði haldið áfram. Viðræðunefnd Kúrda krefst þess að Kúrdahéruð íraks fái sjálfstjórn í innanlandsmálum, ftjálsar kosn- ingar verði haldnar í öllu írak, Kúrdar verði hafðir með í ráðum í öllum stærri málum landstjórnar- innar og loks að stórborgin Kirkuk og olíuauðugt héraðið umhverfis hana verði hluti sjálfstjórnarsvæðis- ins. Talsmenn hreyfinganna segja að öryggi nefndarmanna hafi verið tryggt en tjáðu sig ekki nánar um þau mál. Mikil tortryggni ríkir gagnvart Saddam Hussein í röðum Kúrda en forsetinn hefur margsinn- is svikið samninga við þá. Fyrir þrem árum lét hann myrða þúsund- ir óvopnaðra Kúrda með eiturgasi í hefndarskyni vegna stuðnings við Irani í átta ára styrjöld ríkjanna tveggja. Kúrdar hyggjast fara fram á að Sameinuðu þjóðirnar ábyrgist væntanlega samninga við stjórn Saddams um sjálfstjórn. Stjórnvöld í Bagdad segja að vopnaða liðið í Zakho sé úr lögregl- unni í stórborginni Mosul í Norður- Irak en borgarbúar eru vantrúaðir og óttaslegnir. Þeir telja að um liðs- menn öryggislögreglu Saddams eða úrvalssveita Lýðveldisvarðarins sé að ræða og eigi þeir að njósna um óbreytta borgara. Bandarísku her- mennirnir eru byijaðir að flytja flóttafólk úr nágrenninu til borgar- innar á ný. Þýskir hermenn taka nú þátt í að byggja flóttamannabúðir í íran og er þetta í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyijaldar sem þýskt Berlín. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, lagði til í gær að Berlín yrði á ný höfuðborg landsins og stjórnarráðið og þing landsins yrðu flutt þangað innan 15 ára. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um að flytja höfuð- borgina frá Bonn til Berlínar verði tekin fyrir sumar- hlé þýska þingsins. Sýnt þykir að flutningarnir muni auka enn á kostnað Þjóðverja vegna sameiningar þýsku ríkjanna. Kannanir á afstöðu þingmanna til flutninganna, áður en Kohl tók af skarið, höfðu bent til þess að örlítill meirihluti þeirra vildi að þingið og aðsetur stjórnarinnar yrði áfram í Bonn. Kohl sagði að sögu- leg rök væru fyrir því að gera Berlín að höfuðborg Þýskalands. Hann sagði eðlilegt að 10-15 ár tæki að flytja ráðuneyti þangað en lagði til að sum þeirra, þar á meðal varnarmálaráðuneytið, yrðu eftir í Bonn. Stjórnmálaskýrendur sögðu að Kohl hefði beðið með að opinbera afstöðu sína í þessu máli fram yfir kosningar í sambandslýðveldinu Rheinland-Pfalz í vesturhluta landsins en þar beið flokkur hans, kristi- Reuter Mannskæðirjarðskjálftar íMið-Ameríku verkamenn í dráttarvéla- og bíla- verksmiðjum til verkfalls og mót- mælafundar á Lenín-torginu í mið- borginni. Þeir kröfðust þess að þing Hvíta-Rússlands kæmi saman til að tryggja aukna sjálfstjórn lýð- veldisins. Búist er við að Gorbatsjov sæti harðri gagnrýni harðlínumanna á fundi miðstjórnar sovéska komm- únistaflokksins í dag. Einn af ráð- gjöfum forsetans, Vítalíj ígnatenko, sagði í gær að staða Gorbatsjovs sem flokksleiðtoga væri í hættu og útilokaði ekki að hann segði af sér embættinu. Spenna fer vaxandi í sovétlýð- veldunum við rætur Kákasusfjalla. Gorbatsjov beindi í gær spjótum sínum að aðskilnaðarsinnum í lýð- veldinu Armeníu og lýsti ómerk lög armenska þingsins, sem kveða á um þjóðnýtingu eigna kommúnista- flokks lýðveldisins og takmarkanir við starfsemi hans. Oeirðir brutust út í Adjaria-héraði í Georgíu, við landamærin að Tyrklandi, þar sem múslimar mótmæltu tilraunum Zviads Gamsakhurdia, forseta Ge- orgíu, til að svipta héraðið sjálf- stjórn. Fregnir hermdu að mótmæl- endur hefðu ráðist inn í þing héraðs- ins og rekið forsætisráðherra Ge- orgíu á brott. Þjóðaólgan í Sov- étríkjunum hefur hingað til ekki náð til í Ádjaria. Spenna .er einnig sögð fara vaxandi í héraðinu Nagorno- Karabak í lýðveldinu Azerbajdzhan, sem Armenar hafa gert tilkall til. Fregnir herma að harðir skotbar- dagar hafí brotist út í héraðinu. Reuter Helinut Kolil (t.h.) ásamt Theo Waigel, fjármála- ráðherra Þýskalands. legir demókratar, mikinn ósigur fyrir Jafnaðarmanna- flokknum um helgina. Hefði hún verið kunn fyrir kosningarnar hefði það getað kostað aukið fylgistap. Stjórnin lagði áætlunina fram eftir að fyrri aðgerðir hennar til að binda enda á vöruskort og sam- drátt í framleiðslu höfðu mistekist. í áætluninni er meðal annars kveð- ið á um að pólitísk verkföll verði bönnuð og „neyðarstjórnir" taki við stjórn mikilvægustu fyrirtækja landsins, svo sem í náma- og olíu- vinnslu. Ennfremur er gert ráð fyr- ir að verðlag verði gefið algjörlega fijálst fyrir október á næsta ári. Verkföllin í Sovétríkjunum héldu áfram að breiðast út í gær. Tugþús- undir verkamanna lögðu niður vinnu víðs vegar um Hvíta-Rúss- land til að kreljast þess að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti segði af sér. í höfuðborginni Mínsk efndu Ástandið í Irak: Kúrdar tregir að fara heirn af ótta við Saddam Hussein Rúmlega 500 manns sagðir deyja daglega í flóttamannabúðunum Nikosiu, Safwan, Washingfton, Ankara, London. Reuter. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum segja að enn deyi að jafnaði rúmlega 500 manns á hverjum degi úr vosbúð og hungri í flótta- mannabúðum Kúrda við landamæri íraks og Tyrklands. Banda- ríkjamenn segja að fyrstu flóttamennirnir muni halda frá Tyrk- landi til nýreistra búða í írak næstu daga en óljóst er hve marg- ir vilja snúa heim, ýmsir óttast Saddam meira en hörmungar útlegðarinnar. Vopnaðir menn Iraksstjórnar halda sig á götum Kúrdaborgarinnar Zakho skammt frá tyrknesku landamærunum og óttast borgarbúar þá mjög. Bandarískir hermenn sem starfa við að reisa flóttamannabúðir fyrir hálfa milljón manna rétt við borgina telja sér einnig ógnað þótt ekki hafi komið til átaka. frakar hafa áður heitið því að trufla ekki hjálparstarfið. herlið er sent til landa utan Evr- ópu. Enn flýr fólk úr byggðum Kúrda til írans en að sögn frétta- manna á staðnum eru allmargir á leið heim á ný vegna skorts á brýn- ustu nauðsynjum. Stjórnvöld í íran kvarta yfir því að mestallri alþjóða- hjálp sé beint til búða Kúrda í Tyrk- landi þótt neyðin sé jafn mikil í íran. Einnig segja íranar að 800.000 íraskir flóttamenn hafist við, illa haldnir, á fenjasvæðum í suðurhluta Iraks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.