Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 2
 2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAÖUR 24. APRÍL Í991 Undirskriftum safnað gegn Verðjöfnunarsjóði Botnfiskvinnslan og ísfiskútflytjendur hafa greitt rúman milljarð í sjóðinn Þorstinn slökktur Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðið var kallað að Starmýri 2 í gær, þar sem eldur hafði komist að gaskút. Greiðlega gekk að kæla kútinn til að hindra sprengingu. Þegar hættan var liðin hjá taldi slökkviliðsmaðurinn Kristján Ólafs- son það ekki eftir sér að gefa þyrstum hundi vatnssopa. Krían er komin Höfn, Hornafirði. KRÍAN er komin til landsins, en hér á Höfn sáu menn til hennar í fyrsta sinn á þessu vori í gær. Krían er þó ekki eini vorboð- inn sem vart hefur orðið hér um slóðir, því einnig hefur sést til kjóa og maríuerlu. jgg HAGSMUNANEFND Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) safnar nú undirskriftum, þar sem skorað er á stjórnvöld að leggja Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins niður nú þegar og endurgreiða verkendum og útflytjendum þá peninga, sem þeim hefur verið gert skylt að greiða í sjóðinn frá því að hann hóf starfsemi sína 1. ágúst 1990. Greiddar hafa verið 1.050 milljónir króna í botnfiskdeild sjóðs- ins frá 1. ágúst 1990, þar af 182 milljónir í ísfiskdeild. Reykjavíkurborg hefur gert 244,9 milljóna króna tilboð í land Blika- staða, sem Iiggur frá Korpu beggja vegna Vesturlandsvegar að byggð í Mosfellsbæ. Tilboðið er gert með fyrirvara um að Mosfellsbær falli frá forkaupsrétti sínum og að samningar takist milli sveitarfélaganna um breytt lögsögumörk. Tilboð þetta var kynnt borgarráði í gær. Blikastaðalandið er 170 hektar- ar, þar af er 90 hektara bygginga- land, sem skipulagt hefur verið á aðalskipulagi Mosfellsbæjar, um 50 hektarar ofan vegar í Úlfarsfelli og Gluggagæg- ir handtekinn MAÐUR var handtekinn á Freyjugötu í fyrrinótt, eftir að hafa verið staðinn að því að gægjast á glugga. Lögreglan var kölluð að Freyju- götu klukkan 2.22 um nóttina. Þeg- ar hún kom á staðinn handtók hún manninn, sem hefur áður komið við sögu vegna svipaðra mála. einnig þijátíu hektarar neðan vegar sem fyrirhugað er að verði grænt svæði. Mun hærra verð er áætlað að greiða fyrir hvern hektara bygg- ingalands en aðra hluta landsins. í tilboðinu eru hús á landinu undan- skilin og gert ráð fyrir að skipulagð- ar verði sérstakar lóðir í kringum þau. Eigendur Blikastaða eru hjónin Helga Magnúsdóttir og Sigsteinn Pálsson. Tilboðið gildir til næsta mánudags. Að sögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn- sýslusviðs Reykjavíkurborgar, hef- ur tilboðið verið kynnt bæjarstjóra Mosfellsbæjar og ráðamönnum bæj- arins. Ný sjónvarpsstöð í uppsiglingu? Fyrirtæki í sjávarútvegi vilja meðal annars nota þá peninga, sem þau hafa greitt í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, til að greiða niður um 7 milljarða króna lán, sem þau fengu hjá Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina. Ákveðið hefur verið að í næsta mánuði verði greiðslur í botnfisk- deild Verðjöfnunarsjóðs sjávarút- vegsins 4,6% af fob-verði, svo og að greiðslur í hörpudiskdeild sjóðs- ins falli niður en þær hafa verið 1% af fob-verði frá áramótum, samtals 1,3 milljónir króna, að sögn Olafs Klemenssonar framkvæmdastjóra Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins. . Inngreiðsla í botnfiskdeild sjóðs- ins er nú 5% af fob-verði. Ólafur upplýsir að Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins hafí yfirtekið 537 milljóna króna inneign í Verðjöfnun- arsjóði fiskiðnaðarins, aðallega úr saltfisk- og humardeildum sjóðsins. Greiðslur í Verðjöfnunarsjóð sjávar- útvegsins renna inn á verðjöfnunar- reikning á nafni viðkomandi fram- leiðanda en greiðslur í Verðjöfnun- arsjóð fiskiðnaðarins gerðu það hins vegar ekki. Olafur segir að meðalverð á unn- um botnfiski, það er að segja fryst- um fiski, saltfiski og skreið, hafí hækkað um 22% á einu ári, þar af 1,4% í ár. Verðið hafí hins vegar haldist stöðugt frá því í febrúarbyij- un og búast megi við verðlækkun á næstunni vegna aukins framboðs á físki meðal annars frá Alaska, Nýja-Sjálandi, Chile og Argentínu. Meðalverð á unnum botnfísk- afurðum þarf að lækka um 10% til að greiðslur botnfískvinnslunnar og ísfiskútflytjénda í Verðjöfnunarsjóð falli niður en um 18% til að greitt verði úr sjóðnum. Hins vegar er botnfískvinnslan nú rekin með 3,7% halla að meðaltali vegna mikilla fískverðshækkana og greiðslna í Verðjöfnunarsjóð en fískverð er nú rúmlega 50% hærra en það var að meðaltali á árinu 1989, samkvæmt mati Samtaka fískvinnslustöðva. Sjá nánar í Úr verinu, bls. C1. Tvær umsóknir hafa borist um rás sex * Sýn o g Islenska fjarskiptafélagið sækja um Reykjavíkurborg; 244,9 míUjónír boðn- ar í land Blikastaða TVÆR umsóknir um leyfi til sjón- varpsrekstrar liggja fyrir hjá út- varpsréttarnefnd, ejn frá nýstofn- uðu hlutafélagi, Islenska fjar- skiptafélaginu, og önnur frá Sýn hf. Aðeins ein rás á VHF-sviði er til úthlutunar. Fjallað verður um umsóknirnar á næstu dögum. Gísli Baldur Garðarsson lögmað- ur sótti um leyfið fyrir hönd ís- lenska fjarskiptafélagsins en ekki er vitað annað um aðstandendur félagsins en að þar fara fjársterk- ir aðilar, sem óska nafnleyndar. Ráðgjafi fyrirtækisins er Jón Ótt- ar Ragnarsson. íslenska fjarskiptafélagið hyggst hefja sjónvarpsrekstur með stuttum fyrirvara verði því veitt leyfí til þess. Jón Óttar sagði að það væri hald manna að í ljósi nýrra kring- umstæðna, sem ef til vill ættu eftir að skapast hérlendis eftir nýaf- staðnar kosningar, myndi hlutverk ríkisins í útvarpsrekstri minnka verulega og því hefðu fyrrgreindir aðilar hug á því að hefja sjónvarps- rekstur. Hann sagði að það væri trúnaðarmál hveijir stæðu að ís- lenska fjarskiptafélaginu. Hann sagði að samgönguráðuneytið, sem ásamt útvarpsréttamefnd veitir leyfí til sjónvarpsreksturs, hefði með öllu klúðrað þessu máli. Leyfið var veitt Sýn hf. í desem- ber 1989 en útsendingar á vegum fyrirtækisins hófust aldrei og var leyfið fellt niður átta mánuðum síðar eins og útvarpslög kveða á um. Eigendaskipti urðu síðan á fyr- irtækinu og Stöð 2 eignaðist það. Að sögn Þorbjöms Broddasonar, formanns útvarpsréttarnefndar, var fyrir umsókn um rás 6 sem var lögð fram í nafni Sýnar en á sama fundi lá jafnframt fyrir umsókn íslenska fjarskiptafélagsins. Þorbjöm sagði að þetta mál þurfi mikla umljöllun í nefndinni og á því væm ýmsar hliðar, t.d. hvemig úthlutun sendirásar kæmi inn í það, en hún er í höndum samgönguráðu- neytis. Benedikt Blöndal hæstaréttardómari látinn BENEDIKT Blöndal hæstarétt- ardómari lést í Reykjavík sl. mánudag, 56 ára að aldri, eftir stutt en erfið veikindi. Benedikt fæddist ll.janúar 1935 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Láms H. Blöndal mag. art., síðast alþingisskjalavörður, og fyrri kona hans, Kristjana Benediktsdóttir. Benedikt lauk laganámi frá Há- skóla íslands 1960 og var við nám í sjórétti í London 1960-1961. Hann varð héraðsdómslögmaður 1961 og hæstaréttarlögmaður 1966. Harm tók mikinn þátt í félagslífí stúd- enta, var meðal annars ritstjóri Úlfljóts 1956-1957 og formaður Stúdentafélags Háskólans. Benedikt var lögfræðingur Bæj- arútgerðar Reykjavíkur 1960-1965, hann rak jafnframt lögmannsskrif- stofu í Reykjavík frá 1961, um skeið í félagi við Benedikt Sveinsson hrl., en frá 1. janúar 1966 í félagi við Ágúst Fjeldsted hrl. og frá 1975 einnig í félagi við Hákon Árnason hrl. Benedikt átti sæti í Kjaradómi frá 1971 til 1988, þar af formaður frá 1977. Hann var í kjaranefnd frá stofnun 1976 til 1988 og formaður frá 1978. Hann var formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar 1964-1966, í stjóm Lög- mannafélags íslands í nokkur ár og var formaður þess 1971-1973, í stjórn Lífeyrissjóðs lögmanna um skeið og um tíma í stjórn Stúdenta- félags Reykjavíkur og formaður þess 1970-1971. Hann átti sæti í stjóm Rauða kross íslands frá 1973 og þar af formaður frá 1982 til 1986. Hann var safnaðarfulltrúi í Dómkirkjunni 1975 til 1981. Bene- dikt átti ennfremur sæti í stjómum nokkurra hlutafélaga. Hann var í Landskjörstjóm frá 1983, formaður frá 1986. Benedikt Blöndal var skipaður hæstaréttardómari í fe- brúar 1988 og gegndi því embætti til dauðadags. Benedikt Blöndal Benedikt kvæntist 6. febrúar 1960 Guðrúnu Karlsdóttur, f. 14. september 1936, og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau þrjú böm, Karl, Lárus og Önnu, sem öll eru í háskólanámi. Hjörleifur sagði að engar viðræð- ur hefðu farið fram milli sveitarfé- Iaganna um hugsanlega samninga um breytt lögsögumörk. „Við emm að kaupa þetta land að hluta til að tryggja okkar framtíðarhagsmuni. Við erum að byggja meðfram ströndinni til norðurs og það er byijað að skipuleggja land Korp- úlfsstaða," sagði Hjörleifur. Snjómokstur: Kostnaður Vegagerðar 83 milljón- um minni en í fyrra KOSTNAÐUR Vegagerðar ríkisins vegna snjómoksturs var 83 milljónum króna minni á tímabilinu janúar til mars í ár en hann var á sama tímabili í fyrra, en þá var fremur snjóþungt á öllu landinu. Að sögn Sigurðar Hauksson- ar, vegaeftirlitsmanns hjá Vegagerðinni, var heildar- kostnaður vegna snjómoksturs á tímabilinu frá 1. janúar til 31. mars síðastliðins 125 millj- ónir króna, en á sama tímabili í fyrra var kostnaðurinn 208 milljónir reiknað á verðlagi í mars 1991. Á Suðurlandi var kostnaðurinn í ár 4 milljónir á móti 15 milljónum f fyrra, á Reykjanesi 15,5 milljónir á móti 24,4, á Vesturlandi 12,5 milljónir á móti 27,1, á Vest- fjörðum 34,9 á móti 52, á Norðurlandi vestra 14,4 á móti 18,7, á Norðurlandi eystra 24,6 á móti 42,4 og á Austurlandi 18,8 milljónir á móti 28,5 millj- ónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.