Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 ■ PRAG - Forsætisráðherra Slóvakíu, Vladimir Meciar, var vikið úr embætti í gær og þús- undir Slóvaka, sem vilja aukna sjálfstjórn lýðveldisins, efndu til mótmælafunda til stuðnings hon- um. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun nýtur Meciar stuðnings 90% Slóvaka en stjórn sam- bandsríkisins Tékkóslóvakíu hef- ur hins vegar lengi haft horn í síðu hans. ■ LUNDÚNUM - Gengi dollars hélst stöðugt fram eftir degi i Evrópu í gær þrátt fyrir tilraunir að minnsta kosti 11 evrópskra seðlabanka til að hækka gengi marksins með sölu á dollurum. Dollarinn féll þó síð- ar um daginn er fregnir bárust um að líkur væru á minnkandi einkaneyslu í Bandaríkjunum og lækkandi vöxtum. ■ DYFLINNI - Vonir hafa glæðst um að endi verði bundinn á skærur Irska lýðveldishersins (IRA) og herskárra mótmæ- lenda á Norður-írlandi í viðræð- um um framtíð landsins, sem hefjast eiga 30. apríl. Leiðtogar mótmælenda lofuðu í síðustu viku að leggja niður vopn fyrir viðræðumar og IRA lýsti því yfir í gær að árásum yrði hætt á mótmælendur þótt ráðist yrði áfram á breska hermenn. ■ NEW YORK - Morðum hélt áfram að fjölga í New York- borg í fyrra, þriðja árið í röð, og vom þau fleiri en nokkm sinni áður. Morðunum fjölgaði um 13,3% frá árinu áður og vom 2.245. Morð vom hvergi jafn tíð í Bandaríkjunum og í Washing- ton en New York kom í níunda sæti. Hins vegar vora ránsárár- ásir algengastar í New York, eða 274 á dag. H VARSJÁ - Pólsk stjórn- völd skýrðu frá því í gær að Sovétstjórnin hefði samþykkt að hefjast skyldi handa í haust við að grafa upp lík í Katyn-skógi, nálægt Smolensk, í vesturhluta Hvíta-Rússlands. Talið er að fyr- irrennari sovésku. Ieyniþjón- ustunnar KGB, NKVD, hafí myrt um 15.000 pólska hermenn og grafið lík þeirra í skóginum í seinni heimsstyrjöldinni. ■ MONTREAL - Don Getty, forsætisráðherra Alberta- fylkis í Kanada, varaði í gær íbúa Quebecs við þvi að engin efnahagstengsl yrðu milli fylkis- ins og Kanada ef Quebec yrði sjálfstætt ríki. Samkvæmt skoð- anakönnunum er meirihluti íbúa fylkisins fylgjandi sjálfstæði þess en vill að efnahagstengslin við Kanada verði óbreytt. Málið verður borið undir þjóðaratkvæði í fylkinu á næsta ári. ■ CAPE CANAVERAL - Frestað var að skjóta banda- rísku geimferjunni Discovery á loft í gær vegna bilunar í þrýst- ingsnema eins af þremur hreyfl- um hennar. Búist er við að geim- ferðin geti ekki hafíst fyrr en á sunnudag. ■ BÚKAREST - Leiðtogi Fijálslynda flokksins í Rúmeníu, Radu Campeanu, hafnaði í gær tilboði stjórnar Endurreisnar- ráðsins um stjómarsamstarf flokkanna. Hann hvatti til þess að mynduð yrði þjóðstjórn, undir forystu óháðs leiðtoga, til að leysa efnahagsvanda landsins. ■ MOSKVU - Olíufram- leiðslan í Sovétríkjunum heldur áfram að minnka á næstu ámm vegna erfiðleika í vinnslu á helstu olíusvæðunum, þjóðaólgu og flutningavandamála, að því er segir í nýlegri skýrslu Alþjóða- bankans. Áætlað er að þær olíu- lindir Sovétríkjanna, sem vitað er um, gefi af sér um 59,4 millj- arða fata og endist í 13 ár til viðbótar miðað framleiðsluna nú. Minnkandi líkur em á að nýjar olíulindir fínnist. Talið er að framleiðslan minnki í um 566 milljónir tonna fyrir aldamót en hún var mest 632 milljónir tonna árið 1987. Olíusala hefur verið drýgsta gjaldeyrislind Sovét- manna á alþjóðamörkuðum í mörg ár. De Klerk í Bretlandi: Hvetur til fjárfest- inga í Suður-Afríku Lundúnum. Reuter. F.W. DE Klerk, forseti Suður- Afríku, ræddi í gær við breska ráðamenn í Lundúnum og hvatti til þess að öllum refsiaðgerðum gegn Suður-Afríkumönnum yrði aflétt. Hann sagði að búast mætti við efnahagsbata í landinu ef erlendir aðilar fjár- festu þar frekar. De Klerk sagði á blaðamanna- fundi að þeirri stefnu Suður-Afrík- ustjórnar að binda enda á aðskiln- að kynþátta yrði mikill styrkur að bættum efnahagi, sem réðist að hluta af frekari fjárfestingum er- lendra aðila. knýja á EB-ríkin um að þau af- léttu því sem eftir er af refsiað- gerðunum. De Klerk átti einnig fund með Neil Kinnock, leiðtoga Verka- mannaflokksins breska, sem sagði of snemmt að aflétta refsiaðgerð- unum. Tryggja bæri meðal annars að öllum pólitískum föngum í Suð- ur-Afríku yrði sleppt fyrir 30. apríl eins og stjórn landsins hefur lofað. Forsetinn fer til Danmej'kur í dag og heimsækir einnig írland, en stjórnvöld þessara ríkja hafa beitt sér einna mest fyrir refsiað- gerðum gegn Suður-Áfríkumönn- um innan EB. Reuter F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, ásamt Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands, eftir að þau ræddust við í gær. Evrópubandalagið (EB) sam- þykkti í síðustu viku að aflétta banni við innflutningi á gullmynt- um, stáli og járni frá Suður-Afr- íku. Bresk stjórnvöld, sem lagst hafa gegn refsiaðgerðum gegn Suður-Afríkumönnum undanfarin tólf ár, lögðu til nýlega að sam- skipti við suður-afríska íþrótta- menn yrðu heimiluð og bann við hráolíuútflutningi til Suður-Afríku yrði endurskoðað. John Major, for- sætisráðherra Bretlands, sagði á fundi með de Klerk að breska stjómin myndi halda áfram að Baker frestar ísraelsför og* fer til Sovétríkjanna Damaskus. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráð- fer þess í stað til Sovétríkjanna herra Bandarikjanna, sem er nú til viðræðna við Alexander Bess- í Damaskus, frestaði í gær fyrir- mertnykh, utanríkisráðherra hugaðri för sinni til Israels og landsins, um friðarumleitanir Noregur: Treholt synjað um náðun Ósló. Frá Helge Sitrensen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA dómsmálaráðuneyt- ið hefur synjað náðunarbeiðni Arne Treholts, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi fyrir njósnir fyrir sjö árum. Lögfræðingur hans, Arne Haugestad, segir, að synjuninni verði áfrýjað til kon- ungs. Hópur þingmanna Verka- mannaflokksins hefur krafist þess að ríkisstjórnin gangist fyr- Flugöryggi ábótavant í New York? ir náðun Treholts. Þingmennirn- ir segja að Arne Treholt og fjöl- skylda hans hafi þegar liðið nóg. Jafnvel þótt dómsraálaráðuney- tið synjaði náðunarbeiðninni, féllst það á að Treholt fengi nú mildari meðferð. Leyfi hans verða lengd úr 18 dögum í 30 ár hvert, auk þess sem hann fær að dveljast á opinni afplánunarstofnun. Verði Treholt ekki náðaður nú, mun hann í fyrsta lagi geta um fijálst höfuð strokið árið 1996. „Ég er orðinn því vanur að verða fyrir vonbrigðum,“ segir Treholt. „Erf- iðast verður að segja eiginkonu minni og fjölskyldu frá synjuninni. Mér finnst þetta hreint ofbeldi.“ Arne Treholt sínar í Mið-Austurlöndum. Fundur utanríkisráðherranna verður í bænum Kíslovodsk við við Kákakus-fjöll á morgun. Ráðgert hafði verið að Baker ræddi við ráðamenn í ísrael í dag en þeim viðræðum hefur verið frestað til föstudags. Talið er að þessar ráðstafanir bendi til þess að Baker hafi náð góðum árangri í þessari þriðju ferð sinni til Mið-Austurlanda á sex vikum til að freista þess að finna lausn á deilu araba og ísraela. Hann sé jafnvel reiðubúinn að til- kynna að efnt verði til svæðisbund- innar friðarráðstefnu með þátttöku Bandaríkjamanna og Sovétmanna. Heimildarmenn í ísrael segja að ísraelar geti ekki fallist á þátttöku Sovétmanna nema þeir taki upp stjórnmálasamband við ísrael að nýju. Sovétmenn slitu stjómmála- tengslum ríkjanna fyrir 24 árum. Búist er við að Baker og Bess- mertnykh ræði einnig fyrirhugað- an fund George Bush Bandaríkja- forseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Talsmaður Banda- ríkjaforseta sagði í gær að ekkert samkomulag hefði náðst um hven- ær leiðtogafundurinn yrði. Washington. Reuter. ÖRYGGISMÁLUM er verulega ábótavant á flugvöllunum þrem- ur í New York og átti banda- ríska flugmálastjórnin (FAA) að vera búin að bæta þar úr fyrir tveimur árum, að því er þing- maður frá New York fullyrti á mánudag. „Þab eru enn of fáir flugumferð- arstjórar á flugvöllunum og þeir hafa ekki hlotið viðhlítandi þjálfun, tækjabúnaður er ónógur og úrelt- ur, og óskilvirkum aðferðum er beitt við umferðarstjómun," sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Char- Ies Schumer. Schumer sagði að í skýrslu, sem gerð var á vegum FAA eftir úttekt á Kennedy, LaGuardia og Newark flugvöllunum árið 1989, hefðu ver- ið-gerðar 45 tillögur um úrbætur á völlunum en innan við helmingi þeirra hefði verið hrint í fram- kvæmd. Talsmaður flugmálastjórnarinn- ar neitaði að umferðaröryggi væri stefnt í hættu á flugvöllunum. Unnið væri að úrbótum í samræmi við tiilögurnar. „Flugmálastjórnin mun sjá til þess að öryggi sé eins mikið og mögulegt er á New York- svæðinu. Þar hafa talsverðar fram- farir átt sér stað,“ sagði talsmaður- inn. Tívolí-hneyksli í Japan Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIR nokkru var Tívolí selt til Japans. Það er þó ekki svo að þessum fræga skemmtigarði í hjarta Kaupmannahafnar hafi verið pakkað niður og hann sendur til Japans heldur hef- ur sjálf hugmyndin að garðinum og útfærsla hennar verið seld til borgarinnar Okayama. Með þessu hyggst Tívolí í Kaupmanna- höfn tryggja sér verulegar fjárhæðir til áframhaldandi rekst- urs og viðgangs. Yfirvöld í Okayama í Japan ætluðu upphaflega að halda upp á aldarafmæli borgarinnar með því að koma upp skemmtigarði. Sá sem sá um að koma þessu í kring er japanskur fjársýslumað- ur, Tei Ichiro Hori, sem rekur ráðgjafarfyrirtæki í Tókýó. Fyrir þetta viðvik átti hann að fá sem svarar 100 milljónum DKR (tæp- um milljarði ÍSK) frá fyrirtæki einu sem yfirvöld í Okayama og einkaaðilar settu á stofn til að reisa skemmtigarðinn. Þótt al- gengt sé í Japan að stofnuð séu fyrirtæki um framkvæmdir sem þessa þótti mörgum það óeðlilegt þegar í Ijós kom að áðurnefndur Tei var einnig hluthafi í fyrirtæk- inu nýja. Japönsk blöð tóku að skrifa um málið og þótti fram- kvæmdin býsna dýr. Sökum þessa kom síðan upp orðrómur um fjármálamisferli en margir urðu til þess að benda á að dýrt væri að kaupa þekkingu og vinnu frá Danmörku. Þær útskýringar nægðu sýnlega ekki til að sann- færa almenning í Okayama. Borgarstjórinn beið lægri hlut í kosningum og nú hefur verið afráðið leggja spurninguna um hvort reisa beri garðinn fyrir kjósendur. Einnig hefur verið sett á lag- girnar sérstök rannsóknarnefnd til að fara í saumana á fjármál- um sem snerta garðinn. Áhrifa- menn sem beitt hafa sér fyrir því að garðurinn verði að veru- leika afneita nú öllum samning- um við Tei en rannsóknamefndin hefur borið á þá fjárglöp. Það er af Tei að segja að hann dró sig út úr spilinu eftir að hafa fengið um 280 milljónir ÍSK sem hann fullyrðir að.hafi átt að vera hans skerfur fyrir að koma á sambandinu við forráðamenn Tívolís í Kaupmannahöfn. í ráði er að stofna nýtt fyrirtæki sé það á annað borð vilji kjósenda í Okayama að skemmtigarður rísi í borginni. Forsvarsmenn Tívolís segja hins vegar að verkið gangi sam- kvæmt áætlun og þeir telji enga ástæðu til að slíta samstarfinu. Þessi ákvörðun þykir eðlileg þar sem miklar upphæðir eru í húfi. 16 danskir arkitektar vinna við að teikna japanska skemmti- garðinn en áætlaður heildar- kostnaður framkvæmdarinnar er um 2,5 milljarðar DKR eða rúm- ir 20 milljarðar ÍSK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.