Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 35 Hreiðar L. Jóns- son - Kveðjuorð Fæddur 12. janúar 1928 Dáinn 14. apríl 1991 Hreiðar fæddist á Sauðárkróki, sonur hjónanna Jóns Leví Sigfús- sonar og Bogeyjar Ragnheiðar Guð- mundsdóttur. Fyrstu sjö ár ævinnar var Hreið- ar með móður sinni á Geirmundar- stöðum í Skagafirði og vann hun fyrir þeim með saumaskap og öðr- um störfum sem til féllu. Jón Leví, faðir Hreiðars, var Húnvetningur að ætt en móðir hans, Bogey Ragnheiður var ættuð af Vestfjörðum, fædd í Hringsdal við Arnarfjörð. Eftir að foreldrar Hreiðars hófu búskap bjuggu þau lengst af á Orrastöðum og þar dó Bogey, móðir Hreiðars, þegar hann var fimmtán ára, frá kornungum börnum en alsystkinin urðu fimm og hálfsystkinin tvö frá fyrra hjóna- bandi Jóns Levís. Alsystkinin auk Hreiðars Leví eru þau Grétar Leví, Sigfús Bergmann Leví, Ragnar Leví og Bogey Ragnheiður og hálf- systkinin voru Björn, sem er látinn, og Vigdís. Skömmu eftir lát móður Hreiðars flutti Jón Leví með börnin sín að LitlarHvammi í Miðfirði, Vestur- Húnavatnssýslu. Hreiðar Leví var vel verki farinn og árin sem hann var fimmtán og sextán ára fór hann ásamt öðrum manni í söluferðir með hesta úr Austur-Húnavatnssýslu austur um Fanney Björns- dóttir - Kveðjuorð Þó stjúpa mín sé látin eftir lang- vinn veikindi, þá gengur mér erfið- lega að átta mig á fráfalli hennar. Á síðastliðnu sumri heimsótti hún okkur hjónin og börn okkar og rétti okkur hendi, og áttum við á hlýleg- an hátt orðastað, sem einkenndi hana og hennar trygglyndi, þegar hún talaði var hún full af lífsorku. 1960 myndaðist hlýhugur og vin- átta á milli okkar er Fanney hóf sambúð með föður mínum Ólafi Jónssyni, er leiddi til þess að þau giftust. Fanney var Reykvíkingur. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Sæ- mundsdóttir og Björn Pétursson. Systkini hennar eru Hjördís, Sigrún og Kristinn. Lífsbarátta Fanneyjar var hörð í vaxandi verðbólgu, og var henni að sjálfsögðu þungbær við lítil efni. En hún var starfsöm og kjarkmikil og þekkti ekki annað en að duga í hverri raun og treysta á sjálfa sig og guð sinn í baráttu lífsins. Fanney var að eðlisfari léttlynd og lífsglöð og þrátt fyrir erfiðleika bjartsýn á framtíðina, og ekkert aumt mátti hún sjá. Mér er í minni hversu gaman var að vera gestur Fanneyjar og föður míns, þessara glaðlyndu hjóna. Margar eru minningarnar um Fanneyju og föður minn, sem eru svo nátengd hvort öðru í hugum okkar hjónanna og barnanna á Uxahrygg 1 austan Þverár í Rang- árvallasýslu. Ætíð voru þau góðir gestir, þvf hvar sem þau fóru fylgdi gleðin þeim. Við fráfall Fanneyjar kemur mér í hug hið fomkveðna: „Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir.“ Slíkra er gott að minnast, þeirra er flytja með sér ljós kærleika og mannúðar. Vandamönnum sendi ég mínar samúðarkveðjur. Petrína Ólafsdóttir Kveðjuorð: Sveinn Sigurðsson tæknifræðingur Fæddur 13. mars 1938 Dáinn 11. apríl 1991 Kveðja frá fyrrverandi sam- starfsmönnum við Iðnskól- ann í Reykjavík Eilíft líf! Ver oss huggun, vöm og hlíf; lif í oss, svo ávallt eygjum æðra lífið, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kífi Eilíft líf. (M. Jochumsson) í byijun áttunda áratugarins kom Sveinn Sigurðsson, tæknifræðing- ur, til stjórnunarstarfa við Iðnskól- ann í Reykjavík, fyrst sem skólariL ari, en síðar aðstoðarskólastjóri. í tvö ár gegndi hann starfi skóla- stjóra í fjarveru Þórs Sandjiolts, þáverandi skólastjóra. Fljótlega kom í ljós að hér hafði skólinn eign- ast mjög duglegan og ötulan liðs- mann. Á þessum áratug var mikil upp- bygging í iðnmenntun og þennan meðbyr nýtt Sveinn vel í þágu skól- ans, en þá voru nokkrar verknáms- deildir skólans settar á stofn. Sveinn var frekar dulur við fyrstu kynni, en ákaflega vinfastur og þeir sem störfuðu með honum og öðluðust vináttu hans, fundu vel hve mikill mannkostamaður hann var. I lok áratugarins hvarf Sveinn til annarra starfa tengdum iðnaði, en fylgdist alltaf af áhuga með skólastarfseminni. Til marks um tryggð hans við eldri samstarfs- menn frá Iðnskólaárunum komu þeir Óli Vestmann, fyrrum yfir- kennari, og Sveinn á reglulegum árlegum vinafundum fyrrverandi starfsmanna skólans. M.a. opnaði Norðurland og alla leið á Breiðdal- svík með viðkomu í hinum ýmsum byggðarlögum á leiðinni. Árinu síð- ar hóf Sigurður frá Brún slíkar ferð- ir og gat þeirra í ritsmíðum sínum. Eftir fráfall móður sinnar fór Hreiðar því fljótlega að stunda alla almenna vinnu, í fyrstu á Sauðár- król^i, en þegar hann var 18 ára fór hann til Suðurnesja og stundaði sjómennsku og akstur vörubifreiða. Árið 1949 þegar Hreiðar var 21 árs kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Auði Ásu Benediktsdóttur frá Nefsholti, Holtum, Rangárvalla- sýslu. Þau hófu búskap á Selfossi vorið 1950 og fljótlega eftir það fór Hreiðar í nám í bifvélavirkjun hjá bifreiðaverkstæði Kaupfélags Ár- nesinga og lauk þar prófi í bifvéla- virkjun um það bil fjórum árum síðar, haustið 1953. Það sama haust tók hann meirapróf bifreiðastjóra á Selfossi. Hreiðar þótti strax mjög fær bif- vélavirki og þótt hann gerði bifvéla- virkjun ekki að ævistarfi stundaði hann bílaviðgerðir alltaf nokkuð með starfí sínu sem leigubifreiða- stjóri, fyrir sig og einnig nutum við sem þekktum hann iðulega hæfi- leika hans á þessu sviði því hjálp- semi hans var einstök og vináttan traust. Árið 1954 hóf Hreiðar akstur leigubifreiðar í Reykjavík og á árinu 1955 gerðist hann einn af stofnend- um bifreiðastöðvarinnar Bæjarleiða og ók bifreið sinni frá þeirri stöð fram yfir 1960 en flutti sig þá yfir á Hreyfil þar sem hann starfaði svo alla tíð eftir það, á meðan kraftar leyfðu. Síðustu árin aðstoðuðu Hreiðar við aksturinn þeir Hreiðar Hugi Hreiðarsson, sonur hans, og síðar Guðmundur Sigurðsson, tengdasonur þeirra Auðar, þar til nú fyrir skömmu. Árið 1956 fluttu þau hjónin Auð- ur Ása og Hreiðar Leví heimili sitt alfarið til Reykjavíkur. í fyrstu bjuggu þau á Bergstaðastræti 28b en frá árinu 1977 hafa þau búið í eigin íbúð á Grettisgötu 71, efstu hæð þar sem er fallegt útsýni yfir Sundin og Esjuna. Þangað hefur ávallt verið gott að koma, gestrisni þeirra hjóna og viðmótshlýja einstök og vináttan fölskvalaus. Þau Auður og Hreiðar eignuðust fimm börn sem öll eru á lífi. Þau heita Hildur Hrönn, hennar maður er Guðmundur Sigurðsson; Ingi- björg, hennar maður er Guðmundur Magnússon; Bogey Ragnheiður, hennar maður er Benedikt Sigurðs- son; Logi Snævarr, hans kona er Helga Völundardóttir, og yngstur er Hreiðar Helgi, hans kona er Rósa María Waagfjörð. Barnabörnin eru ellefu. Áður en Hreiðar og Auður hófu búskap eign- aðist hann dóttur, Guðríði, sem býr í Svíþjóð og á þrjú börn. hann ásamt sinni góðu konu þeirra fallega heimili fyrir hópinn. Þessa tryggð mátu fyrrverandi starfs- menn að verðleikum. Við sendum Margréti og börnum þeirra þremur innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að geyma góðan dreng. Þau hjónin Auður og Hreiðar höfðu bæði mikinn áhuga á hestum og hestamennsku og eignuðust sína fyrstu hesta hér í Reykjavík á árinu 1971 og eignuðust þá jafnframt hesthús uppi í Víðidal. Arið 1974 byggðu þau stórt hesthús hjá Gusti í Kópavogi og hafa verið með hesta sína þar frá þeim tíma. Margar hafa þær verið ánægju- stundirnar með gæðingunum og tóku þau af lífi og sál þátt í starf- semi hestamanna í Gusti. Keppti Hreiðar Leví á mótum félagsins fyrstu árin og síðar einnig sonur þeirra Auðar, Hreiðar Hugi, og tengdadóttir þeirra, Rósa María Waagfjörð, með góðum árangri. Einnig fóru þau hjónin í mörg ferðalög á hestunum sínum um hálendi íslands og sveitir á sumrum. Næmleiki Hreiðars á veikindi hesta var einstakur og var sem hann skynjaði á einhvern hátt bæði veikindi hesta og andlegt ástand þeirra, þegar aðrir stóðu ráðþrota. Komu þessir hæfileikar sér oft vel í hestaferðum sem og við önnur tækifæri. Fyrstu kynni okkar Hreiðars urðu einmitt með þeim hætti að ég hafði eignast minn fyrsta hest og veiktist hesturinn þannig að útlitið var ekki gott. Ég fékk ungan dýra- lækni til að líta á hestinn, meðöl voru reynd og hesturinn sprautaður en hestinum batnaði ekki. Þá hug- kvæmdist mér í vandræðum mínum að biðja Hreiðar aðstoðar, en hann var í hesthúsi sínu nærri. Af þeirri fumlausu og hlýju framkomu sem mér hefur alltaf þótt einkenna hann öðru fremur, kom Hreiðar með mér, ókunnugum manni, leit íhug- ull á hestinn góða stund og sagði svo. Það er ekkert að þessum hesti, hann er bara svona kúgaður af hestinum við hlið sér þannig að hann þorir ekki og fær ekki að éta. Mikið hafði verið reynt og margt athugað áður, án árangurs, en Hreiðar hafði rétt fyrir sér eins og svo oft þótt önnur svipuð dæmi verði ekki rakin hér. Ég færði hestinn minn samstund- is og hann rétti strax úr sér og fór að eta og náði sér að fullu á skömm- um tíma. Eftir þennan atburð þróaðist með okkur Hreiðari góð vinátta sem óx og styrktist með árunum og aldrei bar nokkurn skugga á til hinsta dags. Hann var mér sannur og kær vinur og hans líka hefði ég fáa hitt. Hreiðar var einnig frábær járn- ingamaður og var einstaklega lær- dómsríkt að fylgjast með honum járna og oft aðstoðaði hann okkur í þeim efnum eins og í svo mörgum öðrum og ávallt voru verk hans og ráð þannig að þar þurfti engu við að bæta. Ég hafði mikla ánægju af að sjá hann járna hesta, alúðin og ná- kvæmnin einkenndu verk hans. Umhyggjan fyrir hestunum var slík að einstakt má telja og verður mér minnisstæð um framtíð. Ósérhlífni og dugnaður ein- kenndu Hreiðar og honum lét best að móta hveija stund til gagns og mér er ofarlega í huga hve hart hann lagði að sér á meðan stætt var þótt sjúkur væri. Þannig lifði og starfaði vinur minn kær, Hreiðar L. Jónsson. Hann gerði kröfur fyrst og fremst til sjálfs sín og vildi hvers manns götu greiða. Hann var sannur vinur vina sinna. Óskert drenglyndið og hlýjan í öllu fasi og viðmóti var með þeim hætti að ógleymanlegt verður okkur sem þekktum hann vel og vorum svo lánsöm að njóta vináttu hans. Við Monique og Davíð Charles þökkum okkar góða vini fyrir sam- fylgdina og biðjum honum blessun- ar. Auði, börnunum, tengdabörnun- um og barnabörnunum svo og öðr- um ættingjum og vinum vottum við djúpa samúð. Friðbert Páll Njálsson »tœOÍSW>í»<)ÍSS0ŒS<>!»K:ri<>a55(>Sa50aSS<>!B5O5Sa0í=»OSSS<»í5í05SS0!œ5<KS=OÍBSOSS=!O«5S<«( ii AÐALFUNDUR HLUTABRÉFASJÓÐSINS H.F. Aðalfundur Hlutabréfasjóðsins h.f. verður haldinn á Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð í ráðstefnuálmu, mánudaginn 29. apríl 1991 og hefst hann kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillögur til breytinga á 1., 3., 4. og 14. gr. samþykkta félagsins. Dagskrá, ársreikningur félagsins og tillögur liggja frammi til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 12, 2. hæð, Reykjavík. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Hlutabréfasjóðsins h.f. sosss05=i(ft:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.