Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 16
16 Fyrirferðalitlir, afka8tamiklir. 10 blöð á mínútu. Einstaklega litill rekstrarkostnaður. SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 • SlMI 641222 -Uekni og (ijómiMla ú IrauMlum grunni FACIT P 8 1 0 0 LASERPRENTARAR Þægilegar í notkun, íslenskur leiðarvísir og sérstaklega hljóðlátar. Sjálfvirk leiðrétting, feitletrun og undirstrikun. 5 íslensk letur. SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 - SlMI 641222 -taekni og þjóniuta á traustum grunni SILVER REED SKÓLARITVÉLAR PHILIPS Whirlpool FRYSTIKISTUR Góð tæki. Gott verð • AFG015,138 lítra. h:88 b:60 d:66cm kr.stgr. 35.100.* • AFG 033,327 lítra. h:88 b:112 d:66cm kr.stgr. 44.600.* • AFG 041,408 lítra. h:88 b:135 d:66 cm kr.stgr. 47.450.* : <$) Heimillstæki hf SÆTUNI6SÍMI69 1515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 Zá&uoK.sveígjMÉeyifui Stutou/^unc Ritstjórnarsíminn er 69 11 00 MORGtÍNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991. VATNSLITAMYNDIR Myndlist Bragi Ásgeirsson Hraðinn hefur lengi verið einn af eðliskostum í myndverkum hins kunna málara Eiríks Smith og ekki virðist hann minnka með árunum. Það eru hinar 27 ábúðarmiklu vatnslitamyndir til vitnis um, sem fram til 30. apríl eru sýndar í List- húsinu Borg við Pósthússtræti. Þessar myndir eru allar sem ein mjög einkennandi fyrir myndstíl Eiríks hin síðari ár, en um leið koma fram snögg vinnubrögð, sem geta minnt á hið úthverfa innsæis- málverk eða svonefnt abstrakt- og expressjóníska tímabilið í list hans, er myndir hans voru alveg óhlut- lægar. Þessar nýlegu myndir eru fyrir margt málaðar undir beinum hug- hrifum frá náttúrunni þótt greina megi landslag og hlutbundin form í þeim svo og hinar einkennandi verur og andlit sem listamaðurinn staðsetur mjög oft inn í myndir sínar. Þegar það er gert á þennan hátt er hættan sú, að vinnubrögðin fái á sig svip endurtekninga fremur en beinnar og djúprar lifunar. Her er um hröð og hvell vinnu- brögð að ræða og myndirnar marg- ar hveijar lausari í sér en oft áður og það er ekki sú hlið á list Eiríks, sem ég met mest. Öllu fremur eru það þau mynd- verk er honum eins og tekst að beisla hraðann á þann veg, að formin hafa á sér svip hins óhagg- anlega og tímalausa og það tel ég bestu eðliskosti listar hans frá upp- hafi. Það er nefnilega mikil list að ná þeim árangari er menn beita slíkum vinnubrögðum og byggist á árajangri þjálfun næmninnar. Á þessari sýningu kemur þetta einkum fram í myndum eins og „Við bláa tjöm“ (3), „Af Njáluslóð- um“ (9), „Fjallvera" (10) og „Vetur í fjallinu" (13). Allar bera þessar myndir hinum reynda málara vitni og sumar skera sig úr fyrir sérstæð vinnubrögð eins og sú síðasttalda, sem er ein- föld en áhrifarík og vekur hjá Skoð- andanum sterk viðbrögð. Vatnslitatæknin er vandmeðfar- inn miðill og einkum vefst það fyr- ir mörgum að beisla ljósið og hin örveiku og næmu skil litbrigðanna, en hér er Ásgrímur Jónsson hinn ókrýndi meistari í sínum eldri myndum. En list hans byggðist fyrst og fremst á mikilli nákvæmni og þolinmæðisvinnu í anda meist- ara meginlandsins á síðustu öld. Galdurinn var þá að halda fersk- leikanum þrátt fyrir hæg og hnit- miðuð vinnubrögð en hjá Eiríki virðist takmarkið vera það að beisla ferskleikann í einni andrá. Hvorutveggja vinnubrögðin eiga fyllsta rétt á sér, en í seinna tilvik- inu veltur allt á því, að ferskleikinn verði ekki að lausformuðum og létt- vægum leik, sem grípur skoðand- ann í fyrstu, en á sér ekki hin dýpri lífsmögn. Þetta er sá galdur sem Eiríkur Smith glímir við um þessar mundir og með góðum árangri þegar best lætur en ærið misjöfnum. Jarðtengd rómantík Vafalítið mun málarinn Jón Reykdal hafa verið einn vinsælasti myndverkasmiður þjóðarinnar um árabil vegna hins mjúka ljóðræna strengs, sem hefur einkennt mynd- verk hans. Hann hefur farið mildum hönd- um um miðla sína, sem hafa verið sáldþrykk, dúkskurðarmyndir og málverk og í þeim hafa birst ýmis þjóðleg minni. Jón hefur um árabil haldið sig við ákveðinn afmarkaðan myndstíl, sem var orðinn að auðþekkjanlegu kennimarki hans, litir mjúkir og mettaðir, línan lipur og varfærnis- leg- I myndum hans voru sem sagt engin hressileg og umbúðalaus átök við efniviðinn og þau túlkuðu ei heldur neinn pólitískan boðskap, þótt sjálfur væri hann þar fastur fyrir. Má segja, að þetta hafi verið vel gerðar myndir og mjög jarðbundn- ar í eðli sínu og sem slíkar orsök- uðu þær viðbrögð í viðkynningu, en örgruðu engum. Hann skildi það snemma á ferli sínum að myndlist er fyrst og fremst stíll, en ekki veraldlegur boðskapur og að án myndrænna tilþrifa færi lítið fyrir pólitísku inni- haldi. — Nú er Jón aftur á ferðinni með sýningu og að þessu sinni í kjallarasölum Norræna hússins þar sem hann sýnir 23 málverk og flest á stærri kantinum. Er skemmst frá að segja, að þessar myndir koma á óvart og vekja sterkari viðbrögð en nokkuð annað sem hefur komið frá þessum listamanni til þessa. Jón hefur einfaldað myndmál sitt til mikilla muna og litirnir eru mun safaríkari og mettaðri en áð- ur. Sjálfur myndstíllinn boðar enga byltingu, en það verður manni strax ljóst að hér fer málari sem gjörþekkir til verka. Jafnframt eru vinnubrögð Jóns nú áberandi ákveðnari en áður. Má vera ljóst að Jón stendur á tímamótum, jafnvel krossgötum í list sinni og að vænta megi ennþá öflugri vinnubragða frá hendi hans á næstunni, þótt ekki sé hér beinlín- is verið að hvetja til þeirra. Ýmsar myndir á sýningunni virkuðu sterkar á mig en aðrar fyrir hreina og safaríka litameðferð og nefni ég hér einkum „Haustljóð" (1), „Undir eldíjalli" (3), „í Lerki- lundi“ (10), „Skriðjökull" (11), „Næturljóð" (22) og „í garðinum“ (23). I þeim skynja ég bestu eðlis- kosti Jóns Reykdals sem málara, þótt aðrar myndir á sýningunni kunni að þykja þokkafyllri, því að hér er tekist á við einfaldleikann og hann býður jafnan upp á viss átök, þótt ekki séu þau alltaf merkjanleg á yfirborðinu. Guðmundur Hafsteinsson _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Þrátt fyrir kosningar sl. laugar- dag, gáfu ungir listamenn sér tíma til að bregða þeim pólitísku blund- stöfum sem flestir virðast slegnir undir slíkum kringumstæðum og leika með list sína, fullvissir þess, að lífsamstrið sé vígt hverfulleikan- um en listin eigi sér samastað í hásal eilífðarinnar. Þessi atburður átti sér stað í Áskirkju og það voru Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari og Þórhallur Birgisson fiðluleik- ari er færðu listagyðjunum tvær tónafórnir eftir Guðmund Haf- steinsson tónskáld. Tónverkin nefnir Guðmundur Spuna I og II. Spuni I (1985-86) er saminn fyrir selló. Verkið skipt- ist í sex kafla og er upphafstónhug- mynd fyrsta kaflans eins konar meginstef verksins, því fyrsti, þriðji og flmmti kaflinn, sem allir eru hraðir, hefjast á sömu tónhug- myndinni þó myndbreytingar tón- hugmyndanna séu ekki þær sömu í hveijum kafla fyrir sig, svo sem lesa má í leiðbeiningarorðum fyrir hvern kafla. Sá fyrsti skal vera leikinn stríðandi og órólegur, þriðji óreglulegur og með kvíða en í flmmta tekur glettnin völdin, sem skal þó vera gædd nokkurri ró- semi. Þannig fær tónmálið nýtt inntak hveiju sinni og framvinda verksins verður ein samfelld heild. Á milli áðurnefndra kafla koma tveir hægir þættir, þar sem leikið er meira með alls koanr blæbrigði. Annar þátturinn skal vera meðal- hraður, leitandi og þreytulegur en sá fjórði mjög hægur og dauflegur. Sá síðamefndi er byggður á sam- felldum orgelpunkti í d og cís. Lokakaflinn er sönglag, sem skal vera þrungið ákafa. I þessu langa og margslungna verki er mikill skáldskapur og var leikur Bryndís- ar Höllu Gylfadóttur sérlega vel útfærður og sérstaklega glæsileg- ur, er varðar alla túlkun og tónmót- un, er naut sín einkar vel í djúpu og fagurlega „resónerandi" lágsviði hljóðfærisins. Seinna verkið, Spuni II (1989-91), er samið fyrir flðlu og er það í fjórum köflum. í því verki er tónmálið stefrænna og mun meir hljóðfallsbundið en í sellóverk- inu og einkennir þessi ritháttur sérstaklega tvo fyrstu kaflana, sem eru mjög vel gerðar tónsmíðar. Þriðji kaflinn er mjög hraður en að gerð svipar honum til aðalþátta selló-spunans og var hann afburða vel leikinn af Þórhalli Birgissyni. í síðasta kaflanum er leikið með tón- hugmyndir sem mótast eiga af hlutleysi og leika án „vibrato". Tónmyndunarlega séð er þessi kafli mjög erflður og var leikur Þórhall- ar í heild mjög góður. Guðmundur Hafsteinsson Þessir tónleikar voru sérlega skemmtilegir og einstaklega vel fram færðir og er gott til þess að vita að unga fólkið tekur hlutverk sitt alvarlega og er vel fært til þess að bæta þar við sem þeir eldri hafa gert fast um sína endahnúta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.