Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 Fóstbæður í Gamla bíói á fimmta áratugrium. Söngstjóri er Jón Halldórsson. Fóstbræður í Tempel-kirkjunni í Helsinki 1976. Sljórnandi er Jónas Ingimundarson. Karlakórinn Fóstbræður 75 áraafmæli eftír Jón Þórarinsson Á hausti komandi eru 75 ár tal- in liðin frá stofnun Karlakórs KFUM sem síðar (1936) tók nafnið Karlakórinn Fóstbræður. Afmælis- ins er m.a. minnst með ijórum sam- söngvum í Langholtskirkju í þess- ari viku, og eru hinir fyrstu haldnir í kvöld (miðvikudag) kl. 20.30. Hinir verða á fimmtudag (sumar- daginn fyrsta) kl. 15.00, föstudag kl. 20.30 og á laugardag kl. 17.00. Karlakórssöngur hafði verið iðk- aður í KFUM í skjóli séra Friðriks Friðrikssonar allt frá því 1911. En haustið 1916 var Jon Haildórsson, sem þá var ungur bankamaður, fenginn til að stjórna söngnum, og tók hann það að sér til eins árs „til reynslu“. Komst þá starfsemin í fastara horf en áður, og telst Karlakór KFUM stofnaður á þess- um tímamótum, þótt /ýmsir gamlir kórfélagar hafi viljaið telja aldur hans frá 1911. Söngstjórnarár Jóns Halldórssonar urðu 34. Síðan 1950 hafa söngstjórar verið ýmsir, lengst Ragnar Björnsson, en aldrei hefur orðið lát á starfsemi kórsins í þrjá aldarfjórðunga. Engin önnur tón- listarstofnun muu geta stært sig af svo langri samfelldri sögu. Fram um miðja öldina var kór- söngur einhver ríkasti þátturinn í tónlistarlífi íslendinga, og varla var meira vandað til annars tónlistar- flutnings. Karlakór KFUM og síðar Fóstbræður hafa þar jafnan verið til fyrirmyndar. Eftir að fjölbreytni óx í tónlistarlífinu hefur hlutur karlakóranna að sjálfsögðu orðið hlutfallslega minni en áður, en það breytir ekki þeirri staðreynd að starfsemi þeirra hefur verið og er enn mörgum til ánægju og upp- byggingar. Uppistaðan í starfsemi Fóst- bræðra hefur verið árlegt tónleika- hald, nú lengi einkum fyrir styrkt- arfélaga kórsins. Þessir tónleikar skipta nú hundruðum og áheyrend- ur þeirra vafalaust nokkrum hundr- uðum þúsunda í áranna rás. En þetta er aðeins einn þátturinn í fjöl- breyttu og þróttmiklu félagsstarfi. Farnar hafa verið tónleikaferðir innan lands og allir íjórðungar landsins heimsóttir. Söngferðir til útlanda eru orðnar a.m.k. tíu tals- ins, hin fyrsta var farin til Noregs og Færeyja 1926. Síðan hefur ver- ið farið um meginland Evrópu, til Englands og Skotlands, nokkrum sinnum til Norðurlanda, til Sov- étríkjanna tvisvar, á alþjóðlega söngkeppni í Llangollen í Wales, þar sem unnið var til veglegra verð- launa, til Bandaríkjanna tvívegis, fyrst í tengslum við menningar- kynninguna Scandinavia To-day, og til Kanada. Þannig hefur kórinn kynnt ís- land og íslenska söngmenningu fyrir þúsundum erlendra áheyrenda í öðrum lönduifi. Þar til viðbótar Teikning Halldórs Péturssonar af kórnum í Rigoletto, ásamt Guðmundi Jónssyni óperusöngvara, í Þjóðleikhúsinu 1951. Jón Þórarinsson sem þá var bæði tónlistarráðunautur Þjóðleikhússins og söng- stjóri Fóstbræðra kom því til leiðar að söngmenn úr Fóstbræðrum tóku að sér kórhlutverkið í sýning- unni, enda var þá enginn kór starfandi í leikhúsinu. — Halldór Pétursson var félagi í Fóstbræðrum, og skyndimyndir hans af kórmönnum skipta tugum. Margar þeirra prýða Fóstbræðraheimilið. koma aðrar þúsundir erlendra manna sem hlýtt hafa á söng kórs- ins á tónleikum í skemmtiferða- skipum á Reykjavíkurhöfn, en um langt árabil mátti heita að söngur Fóstbræðra væri fastur liður í þeirri menningarkynningu sem framreidd var fyrir þetta fólk. Þá hefur kórinn einatt komið fram á annarra vegum þegar mik- ils hefur þótt við þurfa. Þannig lagði Karlakór KFUM til karlaradd- imar í blandaðan kór Sigfúsar Ein- arssonar sem tók þátt í norrænu söngmóti í Kaupmannahöfn 1929 við ágætan orðstír og f blandaða kórinn á Alþingishátíðinni 1930. Þar kom kórinn einnig fram undir eigin nafni og átti veglegan þátt í fyrsta söngmóti Sambands ísl. karlakóra sem haldið var á Þing- völlum í tengslum við Alþingishát- íðina, enda var Jón Halldórsson aðalsöngstjóri mótsins. Á sama ári söng kórinn inn á fyrstu hljómplötu sína, en þær eru síðan orðnar marg- ar. Söngmenn úr Fóstbræðrum önnuðust kórhlutverkið í fyrstu ís- lensku óperusýningu Þjóðleikhúss- ins, Rigoletto, 1951. Á síðari árum hafa Fóstbræður m.a. komið fram á tónleikum með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Nokkrir ágætustu söngvarar okkar hafa hafið feril sinn í röðum Fóstbræðra. Má þar nefna óperu- söngvarana Einar Kristjánsson, Kristin Hallsson, Sigurð Björnsson og Erling Vigfússon. Lengi framan af ævi sinni áttu Fóstbræður sér engan fastan sama- stað og voru stöðugt á hrakhólum með æfingar og aðra starfsemi. Þegar nálgaðist hálfrar aldar af- mæli kórsins var ákveðið að láta til skarar skríða og heija byggingu Fóstbræðraheimilis. Árið 1965 fékk kórinn lóð við Langholtsveg og næsta sumar tók Jón Halldórs- son fyrstu skóflustunguna að vænt- anlegu húsi. Byggingin tók sinn tíma og krafðist mikilla fórna af kórmönnum, en húsið var tekið í notkun vorið 1972. Við þetta tæki- færi — og reyndar oft ella — sýndu margir góðir menn hug sinn til Fóstbræðra með höfðinglegum gjöfum og á annan hátt. Þarna hefur síðan verið miðstöð Fóst- bræðrastarfsins og raunar annað heimili margra kórmanna. Þar eru haldnar æfíngar og skemmtanir fyrir aðstandendur kórsins og vel- unnara. Eitt þeirra samkvæma er hið víðfræga þorrablót Fóstbræðra sem mjög margir forystumenn þjóðlífsins telja sér sóma að fá að sækja og vilja ekki missa af fyrir nokkum mun. Það hefur verið ár- viss viðburður síðan 1965. Til viðbótar hinu reglulega kór- starfi hefur blómgast margvísleg önnur söngiðkun innan kórsins, svo sem kvartettar og aðrir smærri sönghópar. Fjórtán Fóstbræður voru um árabil meðal vinsælustu flytjenda léttrar tónlistar á plötum og í útvarpi. Allar tekjur af söng þeirra og plötusölu í 12 ár runnu óskiptar í byggingarsjóð Fóst- bræðraheimilisins. Gamlir Fóstbræður hafa með sér sérstakt félag sem hélt upp á 30 ára afmæli sitt á síðasta ári. Þeir hittast mánaðarlega að vetrinum, æfa saman, rifja upp kærar minn- ingar og skemmta sér. Þegar hinir yngri bræður þeirra þurfa á liðs- styrk að halda eru hinir eldri jafnan reiðubúnir, og ætíð til taks að fylkja liði með starfandi kórnum á stóraf- mælum hans eins og nú er eða við önnur hátíðleg tækifæri. Þeir studdu einnig myndarlega bygg- ingu Fóstbræðraheimilisins á sín- um tíma. Sama gerðu eiginkonur Fóstbræðra sem haldið hafa uppi öflugu félagsstarfi í sinn hóp, gen- gust m.a. fyrir skemmtikvöldum og tískusýningum í fjáröflunar- skyni og skiluðu stórupphæðum í byggingarsjóðinn þegar þörfin var mest. Þannig renna margar stoðir und- ir þróttmikið starf Karlakórsins Fóstbræðra og á því er engin elli- mörk að sjá þótt aldurinn færist yfir. Höfundur er tónskáld. Karlakórinn Fóstbræður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.