Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR- 24. APRÍL 1991 ATVIN N U A UGL YSINGAR KENNARA- HÁSKÓLI ISLANDS Laust starf við Kennaraháskóla íslands Starf kennslustjóra við Kennaraháskóla ís- lands er laust til umsóknar. Kennslustjóri hefur í umboði rektors og skólaráðs umsjón með málefnum er snerta kennslu og kenn- ara, inntöku nemenda, mati á fyrra námi þeirra, nemendaskrá skólans, prófum og námsskilum nemenda. Jafnframt skal hann standa fyrir rannsóknum og mati á starfsemi Kennaraháskólans og hafa umsjón með skýrslum um starfsemi hans. Umsækjendur skulu hafa staðgóða reynslu af kennslu, stjórnun og skólastarfi. Þeir skulu hafa fullgilt háskólapróf og kennsluréttindi, enda eru gerðar til þeirra ekki minni hæfn- iskröfur en til lektors við skólann. Ráðning er frá 1. ágúst 1991 til fjögurra ára. Starf kennslustjóra skiptist milli stjórnunar, rannsókna og kennslu samkvæmt nánara samkomulagi. Umsókn skal fylgja ítarleg skýrsla um rann- sóknir, kennslu, stjórnun og ritsmíðar ásamt upplýsingum um námsferil. Þau verk sem umsækjandi æskir að dómnefnd fjalli um skulu einnig fylgja. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar um starf þetta gefur rekt- or skólans. Umsóknir berist Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík, fyrir 15. maí næstkomandi. Járniðnaðarmenn Vana járniðnaðarmenn vantar til starfa strax. Upplýsingar veittar á staðnum eða í síma 641199. Isstál hf. Dalvegi 5, Kópavogi. Ritari Skógrækt ríkisins Egilsstöðum óskar að ráða ritara sem fyrst. Starfið krefst góðrar íslensku- og tölvukunnáttu. Upplýsingar veitir skógræktarstjóri í síma 97-12100. T résmiðir óskast Eingöngu stundvísir og duglegir menn koma til greina. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 29. apríl merktar: „E - 12089“. ÓSKASTKEYPT Kantlímingavél Óskum eftir að kaupa kantlímingavél. Framleiðslufélagið hf., sími 98-33900. Landskiki - skógrækt Landskiki til skógræktar 1-2 hektarar að stærð óskast til kaups. Fjarlægð frá Reykjavík hálfrar til einnar klst. akstur. Reykjanesskagi kemur til greina. Upplýsingar í síma 622500 næstu daga frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-17.00. Frá Fræðsluskrifstofu Austurlandsumdæmis Lausar stöður við grunnskóla í Austurlandsumdæmi Umsóknarfrestur er til 9. maí nk. Skólastjórastöður við Grunnskólann Borg- arfirði, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og Grunnskólann Beruneshreppi. Kennarastöður við eftirtalda grunnskóla: Seyðisfjarðarskóla. Grunnskólann Neskaupstað. Grunnskóla Eskifjarðar, meðal kennslugreina íþróttir Grunnskólann Bakkafirði. Grunnskóla Vopnafjarðar. Brúarásskóla. Skjöldólfsstaðaskóla. Fellaskóla. Grunnskólann Borgarfirði. Grunnskólann Eiðum. Egilsstaðaskóla, kennslugreinar almenn kennsla og smíðar. Grunnskóla Norðfjarðarhrepps. Grunnskóla Reyðarfjarðar. Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Grunnskólann Stöðvarfirði. Grunnskólann Breiðdalsvík. Grunnskólann Beruneshreppi. Grunnskólann Djúpavogi. Grunnskólann Höfn, kennslugreinar almenn kennsla og enska í eldri deildum. Grunnskóla Mýrahrepps. Fræðslustjóri Austurlandsumdæmis. KENNARA- HÁSKÓLI ISLANDS Laus staða við Kennaraháskóla íslands Við Kennaraháskóla íslands er laus til um- sóknar tímabundin staða lektors í eðlis- fræði. Auk fullgilds háskólaprófs í grein sinni skal umsæk'jandi hafa próf í uppeldis- og kennslufræðum eða að öðru leyti nægilegan kennslufræðilegan undirbúning. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af kennslu og skólastarfi. Umsókn skal fylgja ítarleg skýrsla um vísinda- störf, ritsmíðar og rannsóknir ásamt upplýs- ingum um námsferil og önnur störf. Þau verk sem umsækjandi æskir að dómnefnd fjalli um skulu einnig fylgja. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. ágúst 1991. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir berist Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík, fyrir 15. maí nk. Rektor. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu á Laugavegi Til leigu ca 60 fm atvinnuhúsnæði fyrir miðj- um L.augavegi. Upplýsingar í síma 19134. Hljóðmúrinn óskar eftir 70-120 fm iðnaðarhúsnæði fjarri íbúðarhúsnæði. Hljóðver sem sérhæfir sig í útvarpsauglýsingum og hljóðupptökum. Upplýsingar í símum 622088, 678119 eða 984-58303. Framkyæmdasjóður íslands Umsóknarfrestur um stöðu aðstoðarfram- kvæmdastjóra er framlengdur til 6. maí nk. Ræstingar Óskum að ráða fólk til ræstingastarfa í brauð- gerð. Upplýsingar á staðnum hjá verkstjóra. Brauð hf., Skeifunni 19. Dugleg og stundvís 15 ára unglingsstúlka óskar eftir vinnu í sum- ar. Allt kemur til greina. Hefur m.a. unnið við afgreiðslu, matvælaiðju og barnapössun. Upplýsingar í síma 675699 eftir kl. 18.00. Stærðfræðingur Orkustofnun óskar eftir að ráða til starfa stærðfræðing eða eðlisfræðing/jarðeðlis- fræðing. Leitað er að starfsmanni sem hefur kunnáttu í hagnýtri stærðfræði, einkum tölu- legri greiningu ásamt góðri forritunarkunn- áttu. Reynsla af vinnu með gagnasöfn og við Unix-stýrikerfi er æskileg. Starfið felst einkum íforritunarvinnu, frágangi og aðlögun forrita að tölvukerfi Orkustofnunar og lausn stærðfræðilegra vandamála við ýmis við- fangsefni hennar í jarðhitarannsóknum s.s. á sviði forðafræði, jarðeðlisfræði, jarðefna- fræði og vinnslutækni jarðhitans. Ennfremur vinnu við gagnasafn stofnunarinnar (Oracle). Nánari upplýsingar veita Einar Kjartansson og Ólafur Flóvenz hjá Orkustofnun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist Viðari Á. Olsen, starfsmannastjóra Orkustofnunar, eigi síðar en 17. maí 1991. "TTq ORKUSTOFNUN H GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVlK Starfsmaður í fiskeldi Starfsmaður óskast til starfa við fiskeldis- stöð, FSu Fiskeldisbraut frá 1. september nk. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Upplýsingar veitir og umsóknum skal skilað til Hönnu Hjartardóttur, sími 98-74833 eða 98-74635. Skrifstofuhúsnæði óskast Óskum að taka á leigu skrifstofuhúsnæði 25-50 fm vestan Kringlumýrarbrautar. Norðurhaf hf. Símar 624880 og 623263. Fax 28789. HÚSNÆÐIÓSKAST Herbergi óskast Verksmiðjan Vífilfell óskar eftir að taka á leigu herbergi handa einum af starfsmönnum sínum, helst í Árbæjarhverfi. Vinsamlegast hafið samband við starfs- mannastjóra í síma 607500. AUGLYSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.