Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 48
Láttu Lotus 1-2-3 gefa þér rétta mynd af rekstrinum! MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991 VERÐ I LAUSASÖLU 100 KR. Húsbréf: Morgunblaðið/Sverrir Steingrímur Hermannsson gekk í gær á fund Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ávöxtunarkrafa hækkar í 8,4% Treg verðbréfasala á markaðnum AFFÖLL af nýjasta flokki húsbréfa eru nú komin í 19,27% við sölu á markaði, eftir að ávöxtunarkrafan var hækkuð í 8,4% á verðbréfa- mörkuðum í gær. Skýringar á þessari hækkun eru sagðar vera mik- ið framboð og mun dræmari eftirspurn eftir bréfunum en verið hefur. Húsbréf eru ekki einu verðbréfin sem seljast treglega, banka- víxlar eru sagðir einu pappírarnir sem seljast að einhverju marki þessa dagana. Sigurbjörn Gunnarsson, deildar- stjóri hjá Landsbréfum, viðskipta- vaka húsbréfa, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sömu skýr- ingar væru á hækkun ávöxtunar- kröfunnar nú og verið hafa, geysi- legt framboð hafi verið að undan- förnu og eftirspurnin afar dræm, mun dræmari heldur en þekkst hafi áður. „Það á kannski ekki bara við húsbréf, það er dræm sala í öllum verðbréfum í dag. Það virðist vera aimennt á markaðnum. Það eina sem hefur selst eru bankavíxl- ar,“ sagði Sigurbjörn. Hann sagði menn hafa verið að leita ýmissa skýringa á hinni dræmu sölu, helst sé talað um að minnkandi sparnaður sé í þjóðfélag- inu og að miklar greiðslur hafi ver- ið erlendis, afborganir og vextir, og lítið um erlend lán. „Við höfum að vísu fengið ágæt- isviðbrögð við þessari hækkun ávöxtunarkröfunnar í 8,4%, en hvort það geti haft einhver áhrif til lækkunar aftur, það veit ég ekki,“ sagði Sigurbjörn Gunnars- son. Formenn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks funduðu í gærkveldi: Rætt um samstarfs- grundvöll flokkanna Mikið um óformleg fundahöld stj órnmálamanna til föstudags DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins áttu með sér fund í gær- kvöldi, þar sem þeir ræddu möguleikann á samstarfi flokkanna tveggja í ríkisstjórn og málefnalegan grundvöll þess að slíkt sam- starf geti tekist. Mikil fundahöld voru meðal stjórnmálamanna í gær, í kjölfar þess að Steingrímur Hermannsson gekk í gærmorgun á fund forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, og baðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Ríkisstjórn hans situr nú sem starfsstjórn, að beiðni forset- ans, þar til ný ríkisstjórn hefur ver- ið mynduð. Forsetinn ákvað í gær að veita ekki umboð til stjórnar- myndunar fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að Alþýðuflokkurinn væri með strang- ar kröfur um málefni, sem hann legði til grundvallar í viðræðum sínum við formann Sjálfstæðis- flokksins. Yfir þær hefði verið farið á löngum þingflokksfundi Alþýðu- flokksins í gær. Meðal þess sem Alþýðuflokkurinn legði fram tillög- ur um, væri hvernig breyta bæri fiskveiðistjórnun og starfsskilyrð- um fiskvinnslu. Ennfremur gerði Alþýðuflokkurinn tillögur um það hvernig breyta bæri þeim drögum sem nú lægju fyrir að búvörusamn- ingi. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins kom saman til fundar í gær og var niðurstaða hans að leita eftir því að áframhald geti orðið á sam- starfi þeirra flokka sem nú sitja í starfsstjórn. Steingrímur Her- mannsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann myndi ræða óformlega við formenn A-flokkanna á næstunni. Jón Baldvin Hannibals- son hefur óskað eftir fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur full- trúa Kvennalista í dag. Þá hefur Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra og varaformaður Fram- sóknarflokksins óskað eftir fundi með formanni Alþýðuflokksins nú fyrir hádegi. Jafnframt er búist við því að þeir Davíð og Jón Baldvin hittist á nýjan leik síð.ar í dag. Sjá einnig fréttir á miðopnu. Lítill dreng- ur lést af slysförum ÞRIGGJA ára drengur, Guð- mundur Friðrik Þorkelsson, lést á sjúkrahúsi í Reykjavík af vÖldum höfuðáverka sem hann hlaut í slysi á Arnar- stapa um klukkan 14 á sunnudag. Slysið varð er úlpa drengsins flæktist í spili, sem notað var við löndun úr smábáti í höfn- inni á Amarstapa. Héraðslæknir var staddur skammt frá Arnarstapa er slys- ið varð og að ósk hans var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að flytja drenginn á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hann í gær án þess að hafa komist til meðvitundar. Guðmundur Friðrik Þorkels- son fæddist 23. júní 1987 og bjó á Bjargi á Arnarstapa. Utgáfa bankabréfa 5% meiri en iiinlán: Aukín lántaka bankanna veldur vaxtahækkunum - segir forstöðumaður peningadeildar Seðlabankans Borgarráð: Osabraut verður lögð BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að fara að tillögu gatnamálastjóra um lagningu Ósabrautar yfir Elliðaárvog. Áætlaður kostnaður er 556 milljónir króna. I tillögunni er gert ráð fyrir samfelldri hábrú yfir smábátahöfnina og ósa Elliðaáa. Hæð undir brú við smábátahöfn verð- ur 12 metrar á fjöru. INNLÁN til banka og sparisjóða hafa aukist um 2,3 milljarða frá áramótum til loka marsmánaðar, eða um 1,8% á þessum þremur mánuðum. Útgáfa bankabréfa og bankavixla hefur aukist um 1.184 milljónir kr. á þessu timabili, sem er 6,8% aukning eða 5% meira en aukning innlána. I lok mars voru útistandandi 18,6 milljarðar kr. af verðbréfuin af þessu tagi. Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður peningadeildar Seðlabanka Islands segir að aukin lántaka bankanna valdi vaxtahækkunum.. Innlán íslandsbanka hafa aukist mest á þessu tímabili eða um einn Mælt er með að fyrsti áfangi verði boðinn út haustið 1991 og að honum ljúki ári síðar. í honum felst gerð undirganga undir Höfðabakka ásamt lagningu syðri akbrautar frá Breiðhöfða að undirgöngunum. Enn- fremur að lokið verði við gróffyllingu í vegarstæði frá Sævarhöfða að smábátahöfn. í öðrum áfanga, sem boðinn verð- ur út í ásbyijun 1992 og á að vera lokið haustið 1993, er brúargerðin og í þriðja áfanga sem boðinn verð- ur út ári síðar, felst vegagerð vestan Sævarhöfða. Verkinu á að ljúka haustið 1993. milljarð kr., um tæpar 900 milljónir hjá Landsbanka, 626 milljónir hjá sparisjóðunum og 23 milljónir hjá innlánsdeildum kaupfélaga. Hins vegar varð 626 milljóna kr. sam- dráttur í inniánum hjá Búnaðar- banka. Að sögn Yngva hafa innláns- stofnanirnar aukið verulega útgáfu bankabréfa og bankavíxla fyrstu þijá mánuði þessa árs, sem er ein leið þeirra til að afla sér ráðstöfun- arfjár. Aukningin hjá íslansbanka nemur 498 millj. kr., 474 millj. kr. hjá Landsbanka, 119 millj. kr. hjá Búnaðarbanka og 95 millj. kr. hjá sparisjóðunum. Heildarinnlán innlánsstofnana á síðasta ári námu 129,1 milljarði kr. en eins og fyrr segir eiga þær úti- standandi 18,6 milljarða í banka- bréfum og bankavíxlum. Yngvi sagði að slík útgáfa væri orðin mik- ilvægur liður í fjármögnun innláns- stofnana. Hann sagði að hér væri um lántöku að ræða á innlendum markaði og ef bankarnir sækja það stíft að selja þessi bréf ýti það und- ir frekari vaxtahækkanir. Bankabréfin eru boðin til sölu á almennum markaði og eru gefin út til minnst þriggja ára, eru oftast verðtryggð og bera vexti sem eru misháir eftir bönkum. Bankavíxlar eru skammtímavíxlar og sagði Yngvi að þeir væru að nokkru leyti hliðstæðir ríkisvíxlum en gefnir út af bönkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.