Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL-1991 MEÐAL EFNIS: íslensk hjón lýsa viðureign sinni við Ef þú hyggur ó hóskólanóm skaltu lesa nýjustu Vikuna VIKAN Á SLÓÐUM SIOUX-INDÍANA - þar sem myndin Dansar við úlfa á sér stað STEPHEN KING sem nefndur hefur veriö meistari hrollvekjunnar er höfundur framhaldssögu Vikunnar, Dead Zone. FEGURÐAR- SAMKEPPNIN Lokakynning Vikunnar á þátttakendunum, sem nú bírtast á sundbolum. ATHUGID: Þau leiðu mistök áttu sér stað að myndir víxluðust af þeim Selmu Unnsteinsdóttur og Selmu Stefánsdóttur. ÁSKRIFTARSÍMI 83122 ffclk í fréttum VANDRÆÐI Bakkus karlinn kom við sögu Nú hefur komíð í ljós, að fyrirmyndarhjóna- bandið, samkrull þeirra Jane Seymore og Davids Flynn flosnaði ekki einvörð- ungu upp vegna dýrkunnar Flynns á Bakkusi. Seymore er nú ölium stundum í fylgd Peters Cetera, poppsöngv- ara sem gerði garðinn fyrst frægan sem söngvari hljóm- sveitarinnar Chicago og síð- an sem sólólistamður. Hún heldur því til streitu að sam- band hennar og Cetera sé ekki alvarlegt á þessu stigi, en þeim líði vel í návist hvors annars og ást gæti blómstrað. „Þó verður það erfitt, því ég bý í Santa Barbara, en Peter í Idaho,“ segir Jane Seymore. Seymore og Flynn áttu að því að talið var fyrir- myndarhjónaband. Svo gott þótti það, að Seymore ritaði David Flynn, Sey- more og börnin. metsölubók sem fjallaöi um galdurinn að við- halda rómantík í sam- böndum. Byggði hún kverið á hjónabandi sínu og Flynns. Hætt er við að bókin fari fyrir lítið þessa daganna. Aðspurð segir hún að áfengissýki Flynns hafi verið rót meinsins, hún hafi grasserað um nokkurra ára skeið og sífellt graf- ið undan sambandinu. Ekki batnaði sambandið þótt Flynn færi í með- ferð og bragðaði ekki áfengi svo mánuðum skipti eftir tömina, Sey- more segir hann hafa breyst svo að hún þekkti hann ekki lengur sem þann David Flynn sem hún þekkti áður og elsk- aði. Hún útskýrir það ekkert nánar. Hvort að hún sjái sig í framtíðinni sem konu Peters Cetera og skilnaðurinn að borði og sæng frá Flynn sé endanlegur segir hún að ekkert sé hægt að full- Jane Seymore með Peter Cet- era. yrða á þessu stigi. Um tilrauna- skilnaðinn frá Flynn vill hún ekkert segja. Hvað Cetera varð- ar þá segist hún vera hrifin af honum og hanh sé hin vænsti maður og skemmtilegur. Tíminn muni leiða framvinduna í ljós. ELDVARNIR Slökkviliðið á Kefla- urflugvelli heiðrað Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli vann nýlega samkeppni sem haldin er milli allra slökkviliða bandaríska flotans og landgöngu- liðs flotans. Hér er um að ræða samkeppni á vegum samtaka um brunavarnir innan bandaríska flot- ans og landgönguliðsins og kennd er við stofnanda samtakanna, Allan G. Ogden. Það eru hundruð slökkvi- iiða sem taka þátt í samkeppninni. Keppt er um besta viðbúnað og árangur í brunavömum mannvirkja í flotastöðvum og á skipsfjöl og hlaut Slökkvilið Vanarliðsins þriðju verðlaun að þessu sinni. Auk þess að sjá um brunavarnir allra fasteigna á varnarsvæðunum og flugvéla á Keflavíkurflugvelli, að meðtalinni Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, sér Slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli um hreinsum hættulegra efna, fermingu og affermingu her- flutningsvéla, afgreiðslu og þjón- ustu við herflugvélar sem leið eiga um flugvöllinn, rekstur sérstakra þotugildra sem strengja má yfir flugbrautir vallarins og herþotur geta gripið til að stöðva ferðina líkt og gerist á flugmóðuraskipum, að ógleymdum ísvörnum og snjóruðn- ingi á öllum athafnasvæðum flug- véla á Keflavíkurflugvelli. Frá verðlaunaafhendingunni í Slökkvistöðinni á Keflavíkurflugvelli 8. apríl síðast liðinn. F.v. Thomas F. Hall flotaforingi, yfirmaður Varnarliðsins, Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri og James Munst- erman, kapteinn, yfirmaður flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. COSPER im — Hellið ekki meira vatni í, ég kann ekki að synda. DEILUR Böms Hensons segja minningu hans sverta Fimm böm hins látna brúðu- gerðameistara Jims Henson hafa látið í ljósi megna óánægju með það uppátæki framleiðenda „Teenage mutant ninja turtles 2: The secret of the ooze“ að þakka Henson hlut hans í kvikmyndinni. Henson og starfsfólk hans á furðufígúruverkstæðinu í Lundún- um hönnuðu fatnað skjaldbakanna í fyrri kvikmyndinni sem sló ræki- lega í gegn. Henson og hans fólk komu hins vegar hvergi nærri gerð síðari myndarinnar. Börnin fímm sem eru á aldrinum 18 til 31 árs segja ástæðuna fyrir reiði sinni vera að Henson hafí haft mikla óbeit á því ofbeldi og blóðsúthellingum sem sjá má í kvikmyndunum um umræddar bardagaskjaldbökur. „Slíkt var honum mjög á móti skapi og hann lét hafa það eftir sér opinber- lega,“ er haft eftir ónafngreindum talsmanni hins látna Henson og barna hans. Talsmaður kvikmynd- aframleiðendanna sagði á blaða- mannafundi vegna málsins, að „lykilmenn" í Henson-fyrirtækjun- um hefðu vitað um hvað til stóð og ekki hreyft andmælum. Leitt væri ef að uppátækið særði börn hans, hugmyndin hefði verið að heiðra minningu frábærs lista- manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.