Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.04.1991, Blaðsíða 9
ÍvtÓktí^NBLADIÐ MIÐVÍKUDaÍUR'ií.'APRÍL 1991 VORFAGNADUR Vorfagnaður í Félagsheimilinu í kvöld. Boðið verð- ur upp á léttar veitingar milli 21.00 og 23.00 (sjáv- arréttadisk). Hljómsveitin INIæturgalar leikurfyrir dansi. Húsið opnað kl. 20.30. Félagarfjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefnd. Lattu reglulegan sparnað verða að veruleika og pantaðu áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs ÞJ0NUSTUMIÐST0Ð RÍKISVERÐBRÉFA Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6,2. hæð. Sími 91-62 60 40 Áskriftar- og þjónustusímar: 91-62 60 40 og 91-69 96 00 ,MmMúísínoG STJÓRNARMYNDUN Kosningar - stjórnar- myndun Forystugreinar dagblaðanna í gær [DV í fyrradag] fjalla um niðurstöður nýafstað- inna kosninga. Þær eru túlkaðar með mismunandi hætti. Staksteinar glugga í þessi misvísandi skrif, sem öll skarast við myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Stjómin hélt velli“ Tíminn segir: „Á það skal þó bent að hinir raunverulegu stjórnmáhiflokkar, sem stóðu að myndun núver- andi ríkisstjómar, og Borgaraflokkurimm þá ekki meðtalinn, komu vel út úr kosningunum ... Samanlagt hafa þessir flokkar meirilduta á Al- þingi, þ.e. 32 þingsæti. Ef þessir flokkar eru td- búnir að halda áfram stjórnarsamstarfi verður að gefa þeim tíma td þess að ræða sín á milli um það mál áður en rikis- stjórnin hugsar td þess að biðjast lausnar. l)m það er óþarfi að deUa að úrslit kosning- aima urðu þau að ríkis- stjómin hélt velli, þ.e. ríkisstjórnin er signrveg- ari, og þeir, sem að henni standa, eiga kröfu til þess að fá tækifæri tU að fylgja þeim sigri eft- ir...“ Alþýðubanda- lagið tryggði stjórnarsigur Forystugrem Þjóðvilj- ans e'r á svipuðum nótum: „Kosningamar á laug- ardagimi voru mikill sig- ur fyrir Alþýðubandalag- ið ... Fylgisaukning Alþýðu- bandalagsins .varð tU þess að stjórnarflokkarn- ir, að Borgaraflokknum slepptum, liafa meiri- hluta á þingi, nauman að vísu, en fullnægjandi, og gildir einu, hversu oft formaður Sjálfstæðis- flokksins fullyrðir hið gagnstæða. Ríkisstjórnin hefur m.ö.o. haldið velli í kosningunum, sem skapar skilyi-ði tU þess að lialdið verði áfram á svipaðri braut og verið liefur. Því til viðbótar hefur Kvennalistinn lýst yfir vilja sínum til að ræða við flokkana um stjórnaésamstarf ... Odd- vitar stjórnai-flokkanna munu ræða saman næstu daga. Vonandi tekst þeim að ná saman um áfram- haldandi samstarf, enda er það í eðlilegu sam- ræmi við kosningaúrslit- in ...“ Trompin hjá Alþýðuflokki Dagblaðið Vísir segir í forystugrein: „Kosningaúrslitin eru um margt sérkennUeg og þverstæðukennd. Sjálf- stæðisflokkurinn verður að tcljast sigurvegari kosningamia með þvi að bæta við sig 11,4% frá siðustu þingkosningum. Samt eru sjálfstæðis- menn óánægðir með úr- slitin og sigur þeirra er langt frá því sem vænt- ingar og kamianir gáfu tíl kyima ... Alþýðuflokkurinn stendm- og i stað og get- ur varla talizt tU sigur- vegara kosningamia. Niðurstaða kosnhigaúr- slitaima er engu að síður sú að Alþýðuflokkurinn hefur óskastöðu, þegar kemur að myndun nýrr- ar ríkisstjóriuir. Hann hefur öll tromp á hendi. Hann getur samið í báðar áttir. AJþýðuflokkurimi hefur beztu vígstöðu allra flokka og það er fyrst og fremst undir afstöðu hans komið, hvernig og hvaða ríkis- stjórn tekur við.“ Hveraig ríkis- stj’órn tryggii' framgang bar- áttumálanna? í forystugrein Alþýðu- blaðsins segir m.a.: „Á endaspretti ríkis- stjómarinnar voru Framsóknarfiokkur og Alþýðubandalag erfiðir Alþýðuflokki í veigamikl- um málum, eins og stór- iðjumálum og Evrópu- málum. Kosningabarátta þessara tveggja flokka var einnig þess eðlis, að -jafnaðarmenn hljóta að staldra við þegar kemur að áframhaldandi sam- starfi. Formaður Fram- sóknarflokksins og for- maður Alþýðubandalags- ins sneru kosningabar- áttunni upp i hræðslu- bandalag gegn ímynd- aðri aðild Islands að Evr- ópubandalaginu; máli sem aldrei hefur verið á dagskrá neins stjóm- málaflokks. Samstarfs- fiokkar Alþýðufiokks í ríkisstjóm komu því í bakið á flokknum, aðal- lega formanni Alþýðu- fiokks, og þvílík fram- koma hlýtur að gera það að verkum, að forystu- menn Alþýðuflokks spyiji sig, hvort Fram- sóknarflokknum og Al- þýðubandalagi sé treyst- andi í áframhaldandi samstarfi. Alþýðufiokkurinn gekk til kosninga með nokkur meginmál í brennidepli: að Ijúka ál- málinu á næsta kjörtíma- bili, að sanmingnum um Evrópska efnahagssvæð- ið yrði lokið, að upp- stokkun eigi sér stað í landbúnaði og sjávarút- vegi, að kjör og lífsgæði yrðu bætt, skattbyrði jöfnuð og félagsmál treyst. Kosningayfirlýs- ingar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags hafa hins vegar verið þess eðlis, að þessir tveir fiokkar virðast vera á andstæðri skoðun við Al- þýðuflokkinn - og hafa sýnt það í verki - í öllum veigamestu málunum. Forystumenn Alþýðu- flokksins hljóta því að spyija sig, hvort hægt sé að ná samstöðu í fjögurra fiokka vinstri stjórn um þessi mál ... Það er fyrst og fremst þessi stað- reynd sem forystumenn Alþýðuflokksins verða að hafa i huga þegar þeir freista þess að ná sam- stöðu um hugsanlega þátttöku í næstu ríkis- stjóm.“ N Ý BÓK U M HLUTABRÉFAMARKAÐ ERU REGLUR OG LOGGJOF FULLNÆGIANDI? I bókinni „Hlutabréfamarkaðurinn á íslandi“ er m.a. að finna erindi sem Árni Vilhjálmsson prófessor flutti á ráðstefnu sem VÍB hélt í tilefni af 5 ára afmæli Hlutabréfamarkaðarins hf., HMARKS. Þar íjallar Árni um mótun reglna um starfsemi hlutabréfamarkaðar og ber reglur Verðbréfaþings íslands saman við reglur á þroskuðum mörkuðum erlendis. Bókin fæst í helstu bókaverslunum, en þeim sem óska að fá bókina eða kynningarbækling sendan í pósti er bent á að hafa samband við Framtíðarsýn hf. í síma 91-678263. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.